NT - 11.09.1985, Page 9
Miðvikudagur 11. september 1985 9
Erlent yfirlit
NT umsögn:
Ársrit félagsins Ingólfs
almennings verði bætt. Víg-
búnaðurinn er líka þungur
baggi fyrir Bandaríkin. þótt
ríkari séu en Sovétríkin.
Vegna hans hefur Reagan fylgt
fjármálastefnu, sem leitt hefur
til svo mikils halla á ríkisbú-
skapnum og versluninni við
útlönd, að margir eru farnir að
óttast hrun í Bandaríkjunum.
Vegna þess er sambúð Reag-
ans orðin erfið við þingið og
það engu síður við flokksbræð-
ur hans þar en andstæðingana.
Báðir eiga þeir Reagan og
Gorbachev í miklum erfiðleikum
út á við, Gorbachev í Afganist-
an og Reagan í Mið-Ameríku.
Fyrir botni Miðjarðarhafsins
eru Bandaríkin flækt í net.
sem veldur þeim mjög erfiðri
aðstöðu.
ÞANNIG mætti rekja þetta
áfram til að sýna það, að
Bandaríkin og Sovétríkin
rnyndu geta hagnast á því á
margan hátt, ef sambúð þeirra
batnaði og hefði það í för með
sér, að stjörnustríðsáætlanir
væru lagðar á hilluna og dregið
úr öðrum vígbúnaði. Og það
framkvæmdanefndinni ekki
fylgst með þjóðfélagsumræð-
unni síðustu 15 árin? Þeir hafa
kannski ekki heyrt minnst á
baráttu kvenna og karla fyrir
jafnrétti kynjanna? Líklega
ekki, því þá hefði þeim ekki
dottið í hug að segja svona
heimskulega hluti.
Það er annars ekkert skrýtið
að konur eigi erfiðara upp-
dráttar í listum en karlar með-
an hugsunarháttur karla sem
velja þátttakendur á hátíðir
sem þessar er slíkur. Og þess
vegna er ofureðlilegt að konur
taki sig saman og kaupi sér hús
sem þær einar eiga, og í húsinu
ætla konurnar nreðal annars
að standa fyrir sýningum á
verkum listakvenna og veita
þeim vinnuaðstöðu. Sam-
kvæmt tölum Sameinuðu þjóð-
anna eiga konur aðeins um
10% af öllurn eignum jarðar-
innar en eru þó meira en
helmingur jarðarbúa. Og um
götur bæjarins ganga listakarl-
ar fussandi og sveiandi yfir
dónaskap kvennanna sem
dirfst hafa að kaupa sér hús og
stuðli þannig að einhvers
konar apartheid á Islandi. En
hver stuðlar að aðskilnaðar-
stefnunni nema karlarnir
sjálfir?
yrði ekki aðeins hagnaður fyrir
Bandaríkin, heldurallan heim-
inn.
Það er sennilega of mikil
bjartsýni að gera sér vonir um.
að mikilvægur árangur náist á
væntanlegum fundi þeirra Re-
agans og Gorbachevs, en hins
vegar á að vera hægt að vænta
þess, að þar verði stigin ein-
hver þau spor, sem geti leitt til
batnandi sambúðar þessara
risavelda og þannig verði lagð-
ur grundvöllur, sem auðveldar
það að draga úr vígbúnaðinum
síðar eða a.m.k. að stöðva
vígbúnaðarkapphlaupið.
Það mega líka Bandaríkin
og Sovétríkin gera sér Ijóst, að
þótt þau séu risaveldi nú, þá er
ekki víst að þau haldi þeirri
stöðu til eilífðar.
í Asíu eru nriklu fjölmennari
þjóðir að tæknivæðast og eru
margar hverjar vænlegar til
mikilla afreka á því sviði.
Sá tími getur verið skemmra
undan en margur hyggur, að
hvítu þjóðirnar þurfi að standa
saman, ekki til að tryggja sér
forréttindi, heldur til þess að
verða ekki Asíuþjóðunum
háðar.
„Dónaskapur,
apartheid“
Og meðan karlar hafa þenn-
an þankagang er heldur ekkert
einkennilegt að konur taki sig
saman og haldi sérstaka Lista-
hátíð kvenna sem á að fara af
stað í Reykjavík innan fárra
vikna. Og þá hrópa einhverjir
karlar: „Dónaskapur. apart-
heid!" en eru auðvitað fyrir
löngu búnir að gleyma ljóðlist-
arhátíðinni þar sem aðeins 4
konur fengu inni.
Konur eru nefnilega ekkert
síðri í listum en karlar og eru
líka að gera merkilega hluti
þótt ekki hafi farið jafn mikið
fyrir þeim og því sem karlar
eru að gera og tilgangur Lista-
hátíðar kvenna er einmitt að
benda á þá staðreynd. Út um
allan bæ verða myndlistarsýn-
ingar, ljósmyndasýningar, sýn-
ing á byggingarlist, í Stjörnu-
bíói verður sérstök kvik-
myndahátíð kvenna, leiksýn-
ingar og tónleikar þar sem
konur leika verk eftir konur.
Stórkostlegt framtak sem unn-
ið hefur verið að í lengri tíma.
En mikið lifandis ósköp
Landnám Ingólfs.
Nýtt safn til sögu þess.
Félagið Ingólfur gaf út.
■ Félagið Ingólfur hefur ver-
ið endurvakiö og ætlar að gefa
út ársrit. Það sem hér liggur
fyrir er 2. að tölu í ritröð eftir
þessa endurvakningu. Félagið
var stofnað 1934, gaf ýmislegt
út 1935-1940 en svaf svo meira
en 40 ár. En nú er farið
myndarlega af stað undir
stjórn tiltölulega ungra manna
en stjórnina skipa nú Stein-
grímur Jónsson, Þórunn Valdi-
marsdóttir, Magnús Guð-
mundsson, Guðrún Ása
Grímsdóttir og Mjöll Snæs-
dóttir.
í þessu öðru bindi er ýtarleg
grein eftir Þorkel Jóhannesson
og Óttar Kjartansson um
gömlu verslunarleiðina milli
Selvogs og Hafnarfjarðar. I
leiðinni ræða þeir um Brenni-
steinsfjöll og námurnar þar
sem Englendingar ætluðu að
nýta fyrir hundrað árum. Þessi
kaupstaðarleið var ærinn flutn-
ingavegur þegar 42 bændur
voru í Selvogi og höfðu rnikinn
útveg.
Þórunn Valdimarsdóttir
skrifar um mjólkursölu í
Reykjavík og skipun hennar
þar til lögbundnu skipulagi var
á komið 1935. Það er hluti úr
Cand. mag. ritgerð um búskap
í Reykjavík.
Þessi ritgerð er stórfróðleg
fyrir þá, sem ekki muna 50 ár
til baka en svo langt man nú
ekki nema lítið brot þjóðarinn-
ar. Flest sem þarna er sagt eru
blákaldar og augljósar stað-
reyndir. Þó mætti orða öðru-
vísi sumt sem segir um mjólk-
ursölulögin en þar stendur:
„Mjólkursölulögin náðu
fram að ganga vegna þess að
sjónarmið dreifbýlisins átti
sterk ítök í hluta Sjálfstæðis-
flokksins auk Framsóknar-
flokks, en Alþvðuflokkurinn
var eini flokkurinn á þingi sem
gat hugsað um sjónarmið neyt-
enda í þéttbýli fyrst og fremst.
Mjólkursölulögin áttu að
tryggja að ódýrari mjólk feng-
ist svo að Alþýðuflokkurinn
studdi þau líka". Við þetta er
vitnað til BA ritgerðar Heiðars
Skúlasonar. Hitt sést hvcrgi að
Alþýöuflokkurinn hafi haft
sérstöðu í málinu.
Hér mætti geta þess að við
skipulagið stórminnkaði dreif-
ingarkostnaður mjólkur. 1933
var hann I7 aurar á lítra en
1936 var hann 4.75 aurar.
Hermann Jónsson sagði þegar
hann mælti fyrir málinu að
óþarfa kostnaður vegna skipu-
lagsleysis myndi nema hálfri
milljón króna árlega. Það var
kallað fjarstæða. En þar sent
mjólkurneyslan var talin 6
milljónir lítra á ári nemur þessi
lækkun á dreifingarkostnaði
meira en 700 þúsundum.
Hér var líka um að ræða
hagsmuni neytenda. Síðan
mjólkurlögin tóku gildi hefur
aldrei verið svo langvinnur
mjólkurskortur í Reykjavík að
verðið hækkaði þess vegna.
En verulegur þáttur þessara
mála allra var heilbrigðishlið-
in.
Einn af þingmönnum Al-
þýðuflokksins var Vilmundur
Jónsson landlæknir og hann
barðist vasklega fyrir því að öll
mjólk sem seld væri í verslun-
um væri gerilsneydd. Sóttnæmi
úr einu fjósi gat sýkt mjólk frá
fjölda heiniila ef saman fór í
verslun. Síst skal efa að Al-
þýöuflokkurinn hafi kunnað
að meta heilbrigðishlið þessa
máls. Það var fieira sem máli
skipti en verðlagið eitt.
Áuðvitað var hægt að búa
svo að mjólkurbúunum í
bæjarlandinu og Mosfellssveit
að þau nytu enn um sinn
nálægðar við markaðinn. Nú
er þó löngu komið svo að allt
land í grennd við borgina er of
dýrt til mjólkurframleiðslu. Og
framsýnir menn vissu að sá
tími kæmi að blessuðum kún-
um væri ofaukið á Grcttisgötu,
Barónsstíg og jafnvel í Lækjar-
hvammi.
Bergsteinn Jónsson skrifar
um Ölfusárbrúna og Tryggva
Gunnarsson. Senn eru hundr-
að ár síðan áin var brúuð svo
að vel er tímabært að segja þá
sögu. Bergsteinn hefur að
sjálfsögðu kannað þetta í
sambandi við ævisögu Tryggva
Gunnarssonar.
Bergsteinn gctur hér um rit-
gerð Jóns Gíslasonar frá Stóru-
Reykjum um brúargerðina.
Hjá þeint báðunt Jóni og Berg-
steini kemur fram að Tryggvi
bæði lengdi og hækkaði brúna
enda þótt óvissa væri um
endurgreiðslu á þeint kostnað-
arauka. Hvernig varendanlega
gengið frá þeim málum?
Greiddi landssjóður Tryggva
það sem hann lagði fram til að
gera brúna öruggari?
Magnús Grímsson skrifar
um vegagerð og hestvagna-
ferðir á Suðvesturlandi. Efni
ritgerðarinnar er vegagerð frá
Reykjavík austur yfir Hellis-
heiði og hestvagnaferðir á
þeirri leið 1896-1906. Þetta er
sem sé saga þess tíma er menn
voru að glöggva sig á því hvort
við ætti að gera ráð fyrir öku-
tækjum á þjóðvegum landsins
og voru að þreifa fyrir sér á
þeirri leið.
Þá er í þessu hefti erindi sem
flutt voru á ráðstefnu um
byggðarsögurannsóknir dag-
ana 14. og 15 apríl 1984. Sú
ráðstefna var í húsum Háskóla
íslands og bar þar margt á
góma.
Steingrímur Jónsson tekur
sarnan þau rit sent helguö eru
byggðasögu á íslandi og verður
það ærinn fjöldi. Aðrir ræða
um einstaka þætti svo sem
Ijósmyndir. héraðssöfn, munn-
lega geymd o.þ.h. Aðrir tala
um það hversu rita skuli
byggðasögu, hvernig slikt megi
þjóna almennri sagnfræði
o.s.frv. Allt er þetta fróðlegt
en vera má þó að sumum
finnist kenna óþarfrar viðleitni
að kerfisbinda. í sumum minn-
ingabókum eru ágætir þættir
. sem varða byggðasögu og
stundum er komið á þau mið í
minningargreinum.
Á þessari byggðasöguráð-
stefnu víkja tveir ntenn að
siignfræðilegu efni. Það eru
þeir Björn Þorsteinsson og
Gísli Gunnarsson sem ræða
um þéttbýlismyndun á íslandi.
Björn viröist telja að þjóðar-
búskapur íslendinga hafi farið
mikils á mis við það að ekki
mynduðust þéttbýlisstaðir, út-
gerðarbæir. Virðist hann telja
að landið hefði borið meiri
mannfjölgun ef svo hefði
verið.
Nú sýnist það að vísu liggja
í augunt uppi að tslendingar
hefðu getað hafið fiskveiðar á
þilskipum fyrr en raun varð á
eins og Englendingar, Hol-
lendingar og Frakkar. Þjóðar-
hagur rýmkaðist á skútuöld-
inni. Þó fylgdi henni ekki veru-
leg þorpantyndun.
Skúturnar voru ekki gerðar
út nema svo sem helming
ársins. Skútumenn vildu því
gjarnan vera þar sem þeir
höföu einhverja grasnyt og
gátu átt einhverjar skepnur.
Konan og börnin gátu hirt
búið og unnið að heyskap cn
lítil vinna við þeirra hæfi þar
sem þorpin tóku að myndast.
Og þó að skúturnar byðu fljótt
betri kjör en áður tíðkuðust
veitti fjölskyldumönnum ekki
af að gæta fullrar hagsýni. Það
var því ekki fyrr en vélbátar
voru komnir og orðnir það
stórir að þeir kölluðu á lengra
úthald sent fiskintenn almennt
þurftu að vera búsettir í þorp-
inu. Sú þróun fullkomnaðist
svo með stærri skipurn og fisk-
iðjuvcrum við hafnirnar.
íslenskir kaupmenn auðguö-
ust á útgerö og verslun á fyrri
hluta 19. aldar. Torvelt er að
sjá að þróun atvinnulífs og
byggðar hefði orðið allt önnur
þó að verslunin hefði ekki
veriö ncydd til að liggja um
Kaupmannahöfn. Það var
hvort eö var utanríkisverslunin
sem máli skipti. Stjórnin stofn-
aði 6 kaupstaði en það var
Reykjavík ein sern skrimti.
Skilyröin vantaði. Reynslan
sýmíi það og trúlega megum
við treysta henni.
H.Kr.
verður gaman þegar konur halda sérstakar listahátíðir á En hátíðir á borð við Ijóðlistar- kvenna sem héldu að tímarnir
verða metnar að verðleikum verkum kvenna. Og vonandi hátíðina norrænu eru eins og v$ru að breytast til batnaðar.
og ekki gerist lengur þörf að verðurþaðfrekarfyrrensíðar. blaut og lul tuska í andlit Margrét Rún Guðmundsdótlir