NT


NT - 11.09.1985, Síða 3

NT - 11.09.1985, Síða 3
Skák Miðvikudagur 11. september 1985 3 Jafntefli í 3. skák: Bragðdauf viðureign ; Helgi Olafsson stórmeistari skrifar um skák Sveitir Dalvíkinga og Fljótamanna að tafli. NT-mynd: örn Þórarinsson. Dalvíkingar sigurveg arar útkiálkamótsins ■ Eftir tvær miklar baráttu- skákir virtist heldur minni hugur í þeim Kasparov og Karpov er þeir tefldu 3. einvígisskák sína í gær í Moskvu. Samið var um jafntefli eftir aðeins 20 leiki. Þó lítið hafi verið um tilþrif nú er engin ástæða til að ætla að allur vindur sé úr þeim félögum, því jafnvel þótt langt sé í endamörk einvígisins við 24 skákir bráð- liggur Karpov á að jafna metin ti! að komast inn í myndina aftur og í næstu skák fær hann sitt tækifæri þegar hann stýrir hvítu mönnunum. Drottningarbragð, sem mörg- um þótti þrautreynt í fyrra ein- víginu, varð uppá teningnum að þessu sinni enda hefur Karpov áreiðanlega haft sitthvað í poka- horninu gagnvart því fáséða af- brigði sem Kasparov beitti gegn Nimzo-indversku vörninni. Skákin tók aðra stefnu en marg- ar einvígisskákanna frá því í vetur og virtist heimsmeistarinn lítið kippa sér upp við nýstár- lega taflmennsku áskorandans. Eftir gegnumbrot Kasparovs á miðborðinu leystist staðan upp: 3. einvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 (Karpov velur drottningarbragð en drottningarindversk vörn, 3. - b6 gafst honum ágætlega í fyrra einvíginu.) 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Bxf6 7. Db3 (Sjaldséður leikur. Algengara er 7. e3 0-0 8. Dc2 eða 7. Dd2, en Karpov er þaulkunnugur þeim leiðum.) 7. .. c6 8. e3 Rd7 9. Hdl 0-0 10. Bd3 b6 11. cxd5 cxd5 12. e4 dxe4 13. Bxe4 Hb8 14. 0-0 b5! (Besta lausnin því svörtum eykst rými, peðið er vitaskuld friðhelgt vegna 15. - a6.) 15. Hfel Db6 16. Bbl Bb7 17. Dc2 g6 18. d5 (Eftir þennan leik leysist skákin upp í jafntefli en meira var ekki að hafa út úr stöðunni.) 18. .. exd5 19. Rxd5 Bxd5 20. Hxd5 Hfd8 - Jafntefli. Eftir21.-Rf8 verða allsherjar uppskipti á hrókum og þá er ekki eftir miklu að slægjast. Karpovgetursæmilega víð unað eftir mikinn darraða- dans í upphafi einvígisins. Staðan: Kasparov 2 Karpov 1 Frá fréttaritara NT í Skagafírði, Ö.Þ.: ■ Lið Dalvíkur sigraði á árlegu skákmóti útkjálka- byggðanna á Norðurlandi sem haldið var nýlega á Dalvík. Sveit Dalvíkinga hlaut 37,5 stig af 48 mögulegum. í öðru sæti urðu Siglfirðingar með 30 vinninga, þriðja sæti Fljótamenn með 17 vinninga og lestina ráku Ólafsfirðing- ar með 11,5 vinninga. Átta teflendur voru í hverri sveit, m.a. einn úr hópi unglinga og ein kona. Umhugsunartími var 15 mínútur á hverja skák. Upphafið að samskiptum skákmanna á þessum byggð- arlögum var á afmælishátíð Ólafsfjarðarkaupstaðar á síðasta ári, en þá héldu Ól- afsfirðingar mótið í fyrsta sinn. Jafnframt var þá ákveðið að skáksveitir frá þessum stöðum skyldu hittast til keppni, sem þó væri ekki of alvarlegs eðlis, til að auka kynni og samskipti skák- manna þessara staða. Næsta ár verður mótið haldið á Siglufirði. getrmula VINNINGAR! 3. leikvika - leikir 7. sept. 1985 Vinningsröð: X21 -11X-112-122 1. vinningur: 12 réttir, 37128 (4/n) 103553(6/n) 2. vinningur: 11 réttir, 385 36861 41706 50243 86914 101515 100004(340 1609 36935+ 41779+ 50848 87876 101944 100125(340+ 3706 37509+ 41832+ 51451 + 88111 101945 100569(340 3730 37897 42669 51452+ 88321 102323 101090(340 9873 37902 43223 51456+ 89290 102750 102011(340 10131 38344+ 44040 85441 89644 103385 102830(340 10405 38596 44369 85695 100151 37939(341) 103691(341 + 11577 38651 44692 85742+ 100479 41826(340 + 12449+ 39830 45973+ 85925 100643+ 41931(340+ úr2. viku: 36715 40484 47721 86142 101113 45784(340 + 39212 36813 41475 48310 86362 101362 íslenskar Getraunir, íþróttamidstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kærufrestur er til 30. september 1985 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublbö fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla ( + ) verða aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests kr. 224.145,- kr. 2.043.- Viðtökum notaða bílinn þinn upp í þann nýja og greiðsluskilmálar eru sérlega hagstæðir! BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.