NT - 11.09.1985, Qupperneq 5
Nær helmingur atvinnu-
lausra Reykvíkinga eru öryrkjar
■ Af alls 175 á atvinnuleysisskrá í í helmingurinn öryrkjar, eða alls 84,
Reykjavík þann 31. ágúst s.l. var hátt þar f 54 karlar og 30 konur, sam-
Mótettukórinn:
Vetrarstarf að hefjast
Söngfólk vantar íallar raddir
■ Mótettukórinn er eins og aðrir
kórar að hefja starfsár sitt og ætlar að
starfa af fullum krafti í vetur.
Síðustu vikur hefur kórinn sungið
jólalög inn á plötu ásamt Kristni
Sigmundssyni. f>að er bókaforlagið
Örn og Örlygur sem gefur plötuna út.
Hátíðatónleikar verða haldnir
sunnudaginn 27. október og þá verða
fluttar 3 kantötur, Ein feste Burg ist
unser Gott, Christ lag in Todesband-
en og einsöngskantatan Jauchzet
Gott. Tónleikarnir eru eins konar
lokaframlag Mótettukórsins á „Bach-
árinu“. Fleiri tónleikar verða eftir
áramótin.
Söngfólk vantar í allar raddir því
ákveðið hefur verið að stækka kórinn.
Skilyrði fyrir inntöku er að menn hafi
einhverja reynslu af kórstarfi, séu á
aldrinum 16-40 ára og æskilegt er að
menn kunni eitthvað fyrir sér í nótna-
lestri. Æfingar eru á miðvikudags-
kvöldum og laugardagsmorgnum.
Nánari upplýsingar veitir Hörður
Áskelsson söngstjóri í síma 32219 en
inntökupróf verða föstudaginn 13.
september kl. 18-20 og laugardag 14.
september kl. 11-14 í Hallgríms-
<irkju.
kvæmt upplýsingum frá vinnumála-
skrifstofu félagsmálaráðuneytisins.
Af atvinnulausum voru karlar 106,
þar af 25 verkamenn og sjómenn og
10 iðnaðarmenn, auk öryrkja og ann-
arra. Af alls 69 atvinnulausum konum
voru 14 verka- og iðnverkakonur og
55 úr öðrum greinum, þar af 30
öryrkjar sem fyrr segir.
Skráðir atvinnuleysisdagar í ágúst-
mánuði jafngilda því að 580 manns
hafi verið atvinnulausir allan mánuð-
inn. Þar af var um þriðjungurinn á
höfuðborgarsvæðinu og annar
þriðjungur á Norðurlandi-eystra. Þar
af voru 102 á Akureyri (nær sama tala
og í Reykjavík), um helmingurinn
konur - og 68 á Ólafsfirði (fjölgun úr
9 í júlí) að lang mestum hluta konur.
Af öðrum stöðum þar sem atvinnu-
lausir eru á annan tug má nefna
Hafnarfjörð 46, Akranes 19, Sauðár-
krók 12, Árskógshrepp 10, Egilsstaði
14, Selfoss 27, Hvolsvöll 10, Grinda-
vík 22 og Keflavík þar sem 11 voru
atvinnulausir í ágústmánuði.
■ Klæðalitlir Afríkubúar sem óska eftir fötum frá íslandi.
. föt vantar
til Afríku strax
Rauði krossinn stendur
fyrir landssöfnun 9.-15. sept.
■ „Gefum fatnað til Afríku" er
yfirskrift fatasöfnunar sem Rauði
kross íslands stendur fyrir dagana
9.-15. september.
í fréttatilkynningu frá Rauða kross-
inum segir að efnt sé til þessarar
fatasöfnunar í þeim tilgangi að fá
fatnað fyrir bágstadda og klæðalitla
Afrikubúa.
Auk venjulegra ígangsklæða vant-
ar víða skjólfatnað og allstaðar vantar
barnafatnað.
Fötin mega vera notuð, en þau
þurfa að vera heil og hrein.
Sérhver deild Rauða krossins mun
veita fatnaðinum móttöku og mun
hver deild tilkynna móttökustöðvar
umdæma sinna.
í Reykjavík verður tekið á móti
fatnaði í félagsmiðstöðvunum Tóna-
bæ, Fellahelli, Árseli og Þróttheimum
og svo á Öldugötu 4 þar sem aðal-
stöðvar Rauða krossins eru til húsa.
Þá hefur Rauði kross íslands lagt
fram þrjúhundruð þúsund krónur til
styrktar sérstöku verkefni í Senegal í
V-Afríku.
Verkefnið fólst m.a. í því að 120
unglingar frá 16 ríkjum í Afríku og
Evrópu fóru til Senegal og aðstoðuðu
íbúana í þorpi einu að planta trjám
og einnig var íbúunum kennt að afla
sér vatns og tryggja áframhaldandi
vatn bæði til neyslu og vökvunar.
Um fimmtán hektarar lands voru
plægðir, girtir og í þá sáð.
Þetta var tilraunaverkefni og mun
Alþjóða Rauði krossinn fylgjast með
hvernig íbúunum tekst að nýta hina
nýfengnu kunnáttu sína.
Auk íslendinga tóku Rauða kross
félögin í Noregi, Svíþjóð og Frakk-
landi þátt í þessu verkefni með fjár-
framlögum.
Stefán Jón Hafstein fréttamaður er
nú á leið til Addis Ababa og Súdan.
Hann hefur sem kunnugt er starfað
á aðalskrifstofu Rauða krossins í
Genf.
Aðaltilgangur með ferð hans er
fyst og fremst sá að kynna sér verkefni
sem unnið er að í þessum tveimur
Afríkuríkjum á vegum Rauða
krossins.
Þá mun Stefán einnig reka sérstök
erindi fyrir Rauða kross íslands, en
RKÍ hefur á undanförnum fjórum
árum tekið virkan þátt í hjálparstarfi
Alþjóða Rauða krossins í þessum
ríkjum.
„Ófétis jazz“
- á nýrri hljómplötu
Jazzvakningar
■ Mennirnir á bak við plötuna Tómas R. Einarsson og Gunnlaugur Bnem
standa en á bekknum sitja frá vinstri: Rúnar Georgsson, Friðrik Karlsson og
Eyþór Gunnarsson.
Miðvikudagur 11. september 1985
■ „Þessi ófétis jazz,“ sagði Kaldan,
ein sögupersónan í leikriti Halldórs
Laxness, Straumrofi, en „Þessi ófétis
jazz“ er líka nafn á hljómplötu sem
(þessi ófétis?) Jazzvakning hefur gef-
ið út í tilefni 10 ára afmælis síns.
Hljómplatan sem án efa er mikill
fengur í plötubunka tónlistarunnenda
hefur að geyma 7 ný lög eftir Tómas
R. Einarsson, Eyþór Gunnarsson og
Friðrik Karlsson. Þremenningarnir
leika á kontrabassa, píanó og gítar á
plötunni en auk þeirra leika Gunn-
laugur Briem á trommur og Rúnar
Georgsson á tenórsaxófón.
Tómas, Eyþór, Friðrik og Gunn-
laugur hafa leikið töluvert saman
síðustu 4 árin. Síðastliðinn vetur fóru
þeir félagar að festa á blað drög að
nýjum lögum og það varð kveikjan að
þessari hljóniplötu. Þegar undirbún-
ingsvinnan var nokkuð langt á veg
komin, söknuðu þeir ómþýðra tóna
úr saxófón og fengu Rúnar Georgsson
til liðs við sveitina.
Platan var tekin upp í Stúdíó
Stemmu 10.-13. júní og hafði Sigurð-
ur Rúnar Jónsson veg og vanda að
upptökunni.
KAUPIN GERAST
EKKI BETRI
LYSING Á
KS 28
254 Iftra kælir,
26 Iftra frystir,
4 hlllur,
2. gmnmotisskúffur,
innhyggt Ijós,
háHsjálfvirkt afhrím,
stilLéinUgir fsstur,
straumnotkun 2,00 KwH á sólar-
Mál: h. 140, br. 57, dýptOO.
Utur: hvftur.
Blomberq
ÞÚ GERIR EKKI BETRI KAUP
- TAKMARKAÐ MAGN.
EF
EINAR FARESTVEIT &, CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995