NT - 11.09.1985, Qupperneq 10
■Mil—.....
f hádeginu með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra:
Miðvikudagur 11. september 1985 10
„Ég myndi
til London.
Helgi Pétursson og Níels Árni Lund
tala við forsætisráðherra um
skattahækkanir, ráðstef nu í Mexíkó
og ráðstafanir í efnahagsmálum.
■ „Þetta var fróðleg ráð-
stefna, þarna voru mörg mál til
umræðu og framsögumenn frá
mögum helstu ríkjum heims.
Heimsútlitið allt, kjarnorkan,
orkulindir aðrar, mannfjölgun
fæðuframboð og breikkandi bil
milli ríkra og fátækra, - öll þessi
mál voru til umræðu. Einnig
voru menn beðnir að segja álit
sitt á því, hvað betur mætti fara
í Mexíkó, þannig að á þann hátt
högnuðust þeir á þeim upplýs-
ingum, sem fram komu. Erindi
mitt var um langtímaspá frá
sjónarhóli ríkisstjórnar, eftir
hverju stjórnmálamenn og
stjórnvöld eru að leita í slíku,
og ég held, að því hafi verið
nokkuð vel tekið. Mikið var
talað um orkumál og það kom
fram, að allir virðast sammála
um að olíuna þrýtur fyrr eða
síðar. Það má því búast við því,
að verð á olíu fari hækkandi og
leitað verði að öðrum orkugjöf-
um. Það var upplýst á ráðstefn-
unni, að hægt er að þróa til
muna betur aðrar orkulindir
eins og t.d. kol og svo eru
gífurlega miklir möguleikar í
sólarorkunni. Kjarnorkuna eru
menn hræddari við, það er alveg
ljóst.“
- Hvað fannst þér fróðlegast í
umfjöllun um Mexíkó?
„Eg held að við Vilhelm Lúð-
víksson höfum bent á grundvall-
aratriði í okkar erindum,
menntun, og svo á hina gífur-
legu 'spillingu, sem þarna
viðgengst. Aðrir vildu lítið tala ,
um hana til að byrja með. 30 af
hundraði landsmanna eru ólæsir
og spillingin grasserar. Það er
því ekki að undra þótt illa
gangi. Það komfram hjáfulltrú-
um Japans og Kína, að þar
skiptir hugsunarhátturinn
mestu máli - hollustan við þjóð-
ina, fyrirtækið og fjölskylduna.
Það er byggt á Konfúsíusi. Til
dæmis sagði fulltrúi Kínverja
mér að Kínverjar hefðu notað
Mao-skeiðið til þess að hreinsa
út spillinguna eftir keisaratíma-
bilið - nú myndu þeir alfarið
snúa sér að því að aðlaga sósíal-
ismann að Konfúsíusi og stefna
í sömu áttir og Japanar. Hins'
vegar er þetta þannig í Mexíkó,
að þar er enginn metnaður og
þeir skulda meira en eitt hundr-
að milljarða dollara í erlendum
lánum.“
- En petta er ríkt land.
„Ja, þetta er stórríkt land -
með auðugari löndum frá nátt-
úrunnar hendi, með olíu,
málma, landbúnað og auðug
fiskimið. Þeir nýta þau ekki
nema að litlu leyti. Einn íslend-
ingur er að vinna þarna á vegum
FAO, Ingvar Emilsson. Hann
hefur unnið þarna stórvirki.
- Hvað hyggjast menn gera
þama?
„Þab er náttúrlega ljóst, að
þeir verða aö snúast gegn spill-
ingunni af alefli og bæta mennt-
un í landinu. Þá þurfa þeir að
gera miklar endurbætur á mál-
efnum bænda, þeir eru nánast
allir leiguliðar. En höfuðvanda-
málið er að auka tiltrú þegnanna
sjálfra á framtíð Mexíkó. Allir
sem vettlingi geta valdið flytja
peninga úr Iandi, í banka í Sviss
eða Bandaríkjunum. Það er
sagt, að forsetar eyði fyrri helm-
ingi kjörtímabilsins í að reyna
að hafa herinn góðan og seinni
hlutanum við að búa svo um
hnútana, að þeir geti lifað
áhyggjulausu lífi í ellinni!
Mexíkó skuldar langmest í
bandarískum bönkum og
Bandaríkjamenn fylgjast náið
með framvindu mála þar. Hins
vegar eru þeir ekki vinsælir í
Mexíkó og þar stendur gagn-
kvæm tortryggni á gömlum
merg. Það er aldrei að vita hvað
þeir myndu gera, Bandaríkja-
menn, ef þarna kæmist raun-
verulegur róttækur flokkur til
valda, marxistar.“
- Hvað lærir forsætisráðherra
Islands á svona ferð?
„Það er hollt fyrir hvern ein-
asta mann, - ekki síst menn í
minni stöðu að komast út fyrir
pollinn því við erum ekki einir í
heiminum. Ég vakti máls á
stöðu dollarans og hún var mik-
,ið rædd. Við erum að gera
okkar þriggja ára efnahagsplan
og vitanlega er það svo háð inn-
og útflutningi. Það mun því
skipta okkur ntiklu, ef dollarinn
t.d. fellur um 20 til 30 prósent.
Þá er öllum okkar plönum um
að halda kaupmætti burt kastað.
Staðan er þannig, að árið 1990
munu Bandaríkjamenn skulda
meira en allar aðrar þjóðir
heims samanlagt. Það sem verð-
ur þeim til bjargar núna eru
gífurlegar fjárfestingar og lán
Japana, en þeir geta ekki haldið
svona áfram endalaust. Menn
segja, að þeir geti lítið annað
gert en að fella gengið á dollar-
anum og draga úr viðskiptahall-
anum. Það muni síðan draga úr
halla á fjárlögum. En ef þeir
draga úr viðskiptahalla þýðir
það, að þeir draga úr innflutn-
ingi og þá er eftir að sjá, hvaða
lönd lenda illa í því máli. Sumir
segja, að það muni bitna óhemj-
umikið á þróunarlöndunum eða
.jafnvel Evrópu.“
- En staða Kínverjanna í fram-
tíðarþróun. Hver verður hún?
„Kínverjarnir eru mikið
spurningamerki í þróuninni. Að
vísu eru þeir langt á eftir núna,
en kínverski fyrirlesarinn sagði,
að hagvöxtur þar í landi yrði 20
prósent í ár og hefði orðið tólf
prósent í fyrra. Þeir eru að
hugsa sér til hreyfings erlendis
hvað verðar fjárfestingar, eins
og við vitum. Eins og ég sagði
áðan, ætla þeir að sækja fram á
sama hátt og Japanar. Þeir eru
heldur
ii
fara
um einn milljarður manna Kín-
verjarnir og þarna er gífurlegur
markaður og möguleiki á fram-
leiðslu,.“
- Nú er að líða að lokaspretti í
fjárlagagerð. Hvernig líst þér á
það dæmi?
„Eins og fram hefur komið
hjá fjármálaráðherra, er því
miður miklu meiri halli á fjár-
lögum en við ætluðum. Það
hefur meðal annars verið skýrt
með því að samningarnir í vetur
hafi kostað ríkið átta hundruð
milljónir króna. Það verður
ekki brúað nema með lántöku -
yfirdrætti á Seðlabankann.
Það hefur verið samþykkt að
taka ekki erlend lán nema til
þess að greiða afborganir og ég
stend á því eins og hundur á
roði. Það er algjör samstaða
innan stjórnarflokkanna um
þetta og það er mikið byrjunar-
skref til þess að draga úr er-
lendri lántöku. Vaxtagjöldin
eru nú svo mikil, að við lækkum
erlendu lánin tæpast á næsta ári.
Til þess að geta byrjað að lækka
lánin verðum við að draga úr og
fresta ýmsum þörfum fram-
kvæmdum og þá nefni ég hluti
sem mér eru ákaflega kærir,
vegirnir. En það er nú svo, að
suma málaflokka virðist varla
vera hægt að hreyfa niður á við,
eins og t.d. heilbrigðismálin. Ég
verð að viðurkenna, að mér hrýs
hugur við þeirri þenslu sem
orðin er í heilbrigðiskerfinu.
Mér var sagt fyrir nokkru, að
það væru orðnir þrír starfsmenn
á hvern sjúkling á Landsspítal-
anum. Sömu sögu er að segja
um þau áform að koma hér á
fót hjartaskurðlækningum. Ég
efast á engan hátt um heilindi
þeirra manna, sem vilja hefja
slíka þjónustu, en hún er alltof
dýr og tilfellin hér á landi of fá
til þess að þetta borgi sig. Það
er nóg af stöðum um allan heim
þar sem hægt er að kaupa þessa
þjónustu á vegum ríkisins
héðan, hjá færum Iæknum í
þjálfun. Þaðeru beinardaglegar
ferðir til London t.d. Með fullri
virðingu fyrir ágætum læknum
hér, þá mundi ég frekar vilja
fara til London eða á einhvern
staðþarsem menneru íþjálfun.
Á það er einnig að líta, að
lífslíkur okkar íslendinga auk-
ast sífellt, sem betur fer. Það
þýðir þó meiri lífeyrisgreiðslur
og meiri þjónustu við aldraða,
sem við höfum gert töluvert af
en þurfum að auka. Ég er búinn
að hugsa það lengi, að við náum
ekki árangri í heilsugæslunni
fyrr en við gerum allsherjar
uppskurð á henni. Aðrar þjóðir
eru að reyna að leysa þessi mál
með stórauknu reglubundnu
heilsueftirliti. “
- Heldurðu að við komumst
hjá því að hækka skatta?
„Nei, alveg útilokað mál, ef
við getum ekki skorið niður í
heilsugæslu, tryggingakerfinu
og menntakerfinu, þá náum við
þessu aldrei saman.“
- Hvar er hægt að skera niður?
„Opinberar framkvæmdir eru
nú ekki nema sjö prósent af
fjárlögum, en laun eru hins
vegar orðin hátt í 70 prósent.
Við höfum lofað að lækka tekju-
skattinn, það er verið að sam-
ræma tollalögin, en það sem út
úr því kemur verður ekki tolla-
lækkun. Svo er það söluskattur-
inn. Ungir framsóknarmenn
gera ákveðnar tillögur um að
afnema allar undanþágur og
lækka skattinn og það gerir
skattrannsóknarstjóri reyndar
líka að eindreginni tillögu sinni.
Ég held, að við verðum að taka
upp virðisaukaskattinn, við
erum búin að stíga svo mörg
skref í átt að honum, að hann
hlýtur að koma. Hins vegar
nýtist hann okkur ekki á næsta
ári.
Öll tekjuöflun ríkisins er til
skoðunar í einum pakka þessa
dagana og fjármálaráðherra
hefur lýst því yfir, að hann neiti
ekki skattahækkun. Það er hon-
um ekki minna kappsmál en
öðrum að endar náist saman.“
- Nú hafa heyrst um það raddir,
að við eigum að sækja meiri afla
í sjóinn og leysa þar með okkar
vanda?
„Ég er sjálfur sannfærður um
að það er meiri þorskur í sjón-
um en fiskifræðingarnir vita um.
Það hefur ekki skeð í tvo áratugi
að það er vaðandi þorskur inn á
Húnaflóa. Ég er sannfærður um
það, að skilyrði í sjónum hafa
meiri áhrif á fiskistofna heldur
en veiðar og ég held að það hafi
aldrei verið gerður nægilega
góður samanburður á skilyrðum
í sjónum og svo á því sem upp
kemst af seiðum. Á að leyfa
aukningu aflans núna, sem er
mjög þarft fyrir þjóðarbúið og
atvinnuna og taka þá áhættu að
stofninn nái sér ekki eins vel,
eða hafa þetta minna og treysta
því að þá verði stofninn betri í
framtíðinni. Nú eða þá að veiða
þetta á meðan það gefst, eins og
margir vilja gera og segja, að
það sé ekkert samhengi þarna á
milli.
Hins vegar óskuðu hags-
munaaðilarnir í sjávarútvegin-
um eftir kvótafyrirkomulagi og
um það er samstaðan innan
ríkisstjórnarinnar þótt þar séu í
raun andstæðingar kvótakerfis
eins og t.d. Matthías Bjarnason
og raunar ég líka. Ég veit hins
vegar, að sjávarútvegsráðherra
er að skoða þetta frá öllum
hliðum. Það er von á tillögum
fiskifræðinganna eftir nokkra
daga og þá verður ákvörðun
tekin.
- Þingið framundan, hvernig
verður það?
„Já, mér finnst stjórnarand-
staðan vera alveg ótrúlega
róleg, maðurveitvarla afhenni,
- sumir hafa verið að spyrja mig
hvar hún væri. En framundan er
núttúrlega fjárlagadæmið og svo
ætla ég að leggja fram þriggja
ára áætlun um efnahagsmál
sem er algjörlega ný og ég er
búinn að vinna að í rólegheitun-
um í sumar. Satt að segja er ég
hissa á því hvað ég hef fengið að
vera í friði með hana..“
- Um hvað eru...?
„Ja, ég get ekki skýrt frá því
í meginatriðum, en þá munum
við geta sýnt fram á lækkun á
erlendum skuldum á því tíma-
bili, án þess að ganga meira á
kaupmáttinn en menn hafa
neyðst til en þarna spilar margt
inn í, sem kemur í ljós.