NT - 11.09.1985, Blaðsíða 8

NT - 11.09.1985, Blaðsíða 8
Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tœknidelld NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Þar er þörf á nýsköpun ■ Enn einu sinni er barið á fiskverkunarfólki. Vinnuveitendasambandið sér nú ástæðu til þess að freista þess að brjóta mótmæli fiskverkunarfólks í bónusverkfalli á bak aftur með því að draga það fyrir dómstóla. Hafa í hótunum. Reyna að hræða örþreyttar konur. Enn einu sinni berja litlir Heimdellingastrákar í blaser-jökkum í Vinnuveit- endasambandinu höfðinu við steininn og halda, að fjármálum þjóðarinnar verði best borgið með því að mæðrum og ömmum þessa lands verði haldið í þrældómi á smánarlaunum við undirstöðuatvinnu- vegina. Mæðrum og ömmum þessa lands er hótað lögsókn og svo því, að ef þær haldi ekki áfram að vinna, fari þjóðarbúið endanlega á hausinn og það sé þá þeim að kenna. Malbikshroki litlu Heimdellinganna, hagfræðing- anna og frjálshyggjuliðsins í Vinnuveitendasam- bandinu og Sjálfstæðisflokknum er nú orðinn svo yfirgengilegur, að þar hlýtur að koma að fiskverk- unarfólk, verkamenn og bændur um land allt hljóta að neita að greiða reikninginn fyrir Reykja- vík. Einhver í þeim herbúðum hefur komist að þeirri niðurstöðu, að laun fiskverkunarfólks megi alls ekki hækka. Það er niðurstaða allra hálærðu hagfræðinganna, sem setið hafa í vellystingum á skólabekk á meðan mæður og ömmur þessa lands hafa staðið loppnar í slori fyrir níutíu krónur á klukkustund. Ráðamenn hafa undanfarið lagt áherslu á að rýmka heimildir til erlendrar lántöku, vaxtafrelsi, eins og það er kallað, auka menntun í tölvufræð- um, fjárfestingarmarkaði, „frelsi“ í útvarpsmálum og þróunarspár og stóriðju. Þeir virðast ekki allir hafa tekið eftir því, að nokkur þúsund konur og karlar hafa hætt störfum í fiskvinnslu og við sjávarútveg yfirleitt. Venjuleg- ur maður veit að við fáum allar okkar tekjur úr sjávarútvegi og að þannig verður það um ókomin ár. Þaðan koma peningar til þess að borga fyrir tölvur og vaxtafrelsi og fjárfestingarmarkaði og þróunarspár og dýrt nám í erlendum hagfræðiskól- um, þar sem prófessorar hafa aldrei séð fiskverk- unarkonu. Sumir eigendur fiskverkunarstöðva hafa meira að segja móðgað fiskverkunarfólk svo gróflega að menn setur hljóða. Það hefur nefnilega ekki þótt nein frágangssök að flytja bara inn fólk og bjóða þeim fæði og húsnæði og ýmis fríðindi umfram það sem innlent vinnuafl hefur fengið! NT hlýtur að benda á, að mesta nýsköpunin sem hér getur orðið, er sú nýsköpun sem felst í gjörbreyttu verðmætamati á störfum fiskverkun- arfólks í landinu. Það væri nær að veita stórum hluta af nýsköpunarfé til þess að hefja störf fiskverkunarfólks til þeirrar virðingar sem þeim ber, starfsfólki við undirstöðuatvinnuvegina. Það þarf mikið átak. Sagan af kennaranum sem fór með grunnskólabekkinn í heimsókn í frystihús- ið er nefnilega sönn: „Ef þið fallið á prófinu, þá lendið þið hérna!“ Miðvikudagur 11. Erlent yfirlit Reagan og Gorbachev þurfa hvor á öðrum að halda Það gefur helst vonir um fund þeirra ■ JAFNAN hefur verið fylgst vel með undirbúningi að fundum æðstu manna Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna en aldrei svipað því og nú. Síðan ákveðið var að Reagan og Gorbachev hittust í Genf 19.- 20. nóvemberhefurþessi vænt- anlegur fundur þeirra verið helsta umræðuefni fjölmiðla um víða veröld. Þetta er ekki neitt óeðlilegt. Vafasamt er, hvort áður hefur verið boðað til þýðingar- meiri fundar. Mannkynið stendur á þröskuldi ægilegasta vígbúnaðarkapphlaups, sem sögur greina frá, vígbúnaðar í himingeimnum. Á fundi þeirra Reagans og Gorbachevs gefur það orðið afráðið, hvort stigið verður yfir þröskuldinn eða snúið til baka. Vígbúnaður í himingeimnum er vafalít ið mesta ógnun, sem mannkynið hefur n.;kkru sinni horfst í augu við. Af hálfu þeirra Reagans og Gorbachevs hefur sitthvað ver- ið gert að undanförnu, sem bersýnilega stendur í sambandi við fundinn. Augljóslega hefur þar verið um vissa áróðurs- keppni að ræða. Flestum fjöl- miðlum jafnt vestan tjalds og austan kemur saman um, að Gorbachev hafi til þessa veitt mun betur í þeirri keppni. Þannig hefur Aftenposten, aðalmálgagn hægri flokksins í Noregi, birt forystugrein, sem bersýnilega var óbeint innlegg í kosningabaráttuna í Noregi, þar sem Reagan var gagnrýnd- ur fyrir að hafa boðað tilraun með stjörnustríðsvopn skömmu fyrir fundinn. Aften- posten telur að hér sé um að ræða óheppilega tímasetningu. Yfirleitt er dómur vestrænna blaða á þessa leið. Gorbachev hefur svarað þessu á þann veg, að geri Bandaríkin alvöru úr því að koma vopnum fyrir í heimin- geimnum, verði Sovétríkin til- neydd til að gera hið sama. Enginn efar að það mundu þau líka gera og ná Bandaríkjun- um á skömmum tíma á þessu sviði eins og öðrum í vopna- kapphlaupinu. Yfirleitt hefur það verið á þá leið, að Banda- ríkin hafa haft forustuna á tæknisviðinu, sbr. kjarnorku- sprengjuna og vetnissprengj- una, en Sovétríkin náð þeim fljótlega. Annars hefur Gorbachev lagt áherslu á, að aðaltillaga Sovétmanna sé að banna geim- vopn og draga úr vígbúnaði, m.a. með því að fækka eld- flaugum með kjarnavopnum. Þetta hefur hann m.a. gert í viðræðum við bandaríska öldungadeildarþingmenn og ritstjóra vikuritsins Time, en báðir þessir aðilar láta allvel af viðræðum við hann. ÞESS BER að gæta í þessu sambandi, að Reagan hefur óhægari pólitíska aðstöðu en Gorbachev. Reagan komst til valda með stuðningi mestu afturhaldsafla Bandaríkjanna og vill ógjarnan missa hann. Þessi öfl eru andvíg samn- ■ Gorbachev á fundi í Kreml með ritstjórum Time. Við hlið hans er Georgi Arabatov, einn helsti sérfræðingur Rússa varðandi bandarísk málefni. september 1985 8 Þórarinn Þórarinsson skrifar: ingum og viðskiptum við Rússa og vilja sigra þá fullkomlega í vígbúnaðarkapphlaupinu. Re- agan telur sig þurfa að sýna þessum öflum, að hann verði ekki neitt undanlátssamur í viðræðum við Gorbachev. Vafalítið er áðurnefnd stjörnu- stríðstilraun sett á svið til að sýna að Reagan ætli að sýna Gorbachev í tvo heimana, ef hann reynist erfiður í við- ræðunum. Reagan þarf hins vegar í fleiri horn að líta en til öfga- manna. Hann vill án efa eiga þau eftirmæli sem forseti að hafa lagt grundvöll að tryggari friði í heiminum eftir sína daga. Upphaflega hélt hann að stjörnustríðsáætlunin myndi þjóna slíkum tilgangi. Spurn- ingin er, hvort hann er búinn að gera sér Ijóst, að það er um hreina hugaróra að ræða. í stuttu máli má segja, að það gefi vonir um árangur af fundi þeirra Reagans og Gor- bachevs, að þeir þurfa báðir á því að halda vegna pólitískrar stöðu sinnar, að einhver já- kvæður árangur náist á fundi þeirra. Vígbúnaðurinn er þungur baggi fyrir Sovétríkin og stend- ur í vegi þess, að lífskjör Norræna Ijóðlistarhátíðin í Reykjavík: Hvers eiga skáld- konur að gjalda? '■ Þessa dagana stendur yfir Norræn Ijóðlistarhátíð í Reykjavík. Hátíðin er stór í sniðum og öll hin virðulegasta og hvert stórskáldið af öðru mætt til leiks. Þau lesa upp úr verkum sínum, pallborðsum- ræður verða um ljóðlist á Norðurlöndum, málþing um ljóðlist á tækniöld, o.fl. Allt gott og blessað og allt það og fjarskalega gott tækifæri til að kynnast verkum skáldanna og eykur vonandi veg ljóðsins á íslandi á tímum válegum og ógurlegum þegar kjarnorku- sprengjur geta eytt öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum og þegar ljóðlistin á undir högg að sækja vegna gífurlegra vin- sælda rokkstjarna, Holly- woodkvikmynda o.fl. Og ekki ætla ég að gerast svo djörf að reyna að varpa nokkurri rýrð á þau andans stórmenni sem hér eru mætt en mikið lifandis ósköp sakna ég skáldkvenn- anna sem hefðu að ósekju mátt vera fleiri á þessari hátíð. Ég á nefnilega ansi bágt með að ímynda mér annað en að ef hlutlaust gæðamat hefði verið sett á verk allra Ijóðskálda á Norðurlöndum og víðar kæmu konur og karlar jafnari út en þau gera á þessari ljóðlistar- hátíð. Sáákvölina... í framkvæmdanefnd hátíð- arinnar sitja 5 karlar, og þessir 5 karlar völdu einmitt þátttak- endurna á hátíðina og auðvitað helgast val þeirra af þeirra eigin gildismati. Og þeir halda því fram að þátttakendurnir séu rjóminn af öllum Ijóð- skáldum sem búa á Norður- löndum og víðar. En sá á kvölina sem á völina og val þeirra hefur sætt mikilli gagn- rýni íslenskra skáldkvenna sem meðal annars lýstu því yfir í Helgarpóstinum í sumar að þær myndu ekki stíga fæti sínum inn fyrir dyr Norræna hússins meðan á hátíðinni stæði í mótmælaskyni, enda ekki furða því aðeins 4 konur taka þátt í hátíðinni. Karlarnir eru hins vegar 24 að tölu. Framkvæmdanefndin var leið yfir þessu ,,upphlaupi“ kvennanna og Thor Vilhjálms- son rithöfundur og einn fimm- menninganna lýsti því yfir á blaðamannafundi í síðustu viku að þetta væri leiður mis- skilningur því „vitlausir papp- írar“ hefðu verið settir í hend- ur blaðamanna á fundi með framkvæmdanefndinni fyrr um sumarið. Og Thor bætti því við■ að það væri hreinn dónaskapur að leggja dóm á skáldskap út frá kynferði höfundar og það væri sambærilegt við það að veðhlaupahestur væri dæmdur út frá augnalitnum einum saman. Einar Kárason rithöf- undur og annar í hópi fimm- menninganna bætti um betur og sagði að ef settur hefði verið sérstakur kvóti á fjölda kvenna og karla sem tækju þátt í hátíðinni, þá hefði vænt- anlega líka þurft að setja sér- stakan kvóta á hvern lands- hluta eða sérstakan kvóta á rauðhært fólk og sérstakan kvóta á dökkhært fólk. Hafa þeir ekki heyrt...? Þetta þykja mér all aumleg rök fyrir karlahátíð fimm- menninganna sérstaklega rök hins síðarnefnda. Hvernig er það, hafa þessir ágætu menn í

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.