NT - 11.09.1985, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 11. september 1985 13
Fiskifræðingar:
Telja engin rök fyrir
aukningu veiðikvótans
■ Jakob Jakobsson, forstjórí
Hafrannsóknarstofnunar.
- þrátt fyrir að sjórinn sé fullur af fiski
■ Fiskifræðingar Hafrann-
sóknarstofnunar telja engin rök
benda til þess að hægt sé að
auka kvótann núna umfram það
sem gert var sl. vor, þrátt fyrir
að allt sé morandi í fiski úti fyrir
Vestfjörðum og Norðurlandi og
þorskur vaði í Húnaflóa, sem
ekki hefur gerst í tuttugu ár. Sú
skoðun þeirra byggir á úttekt,
sem gerð var sl. vor.
„Það er einkum tvennt sem
veldur þessari aflahrotu fyrir
vestan og norðan núna,“ sagði
Jakob Jakobsson, forstjóri
Hafrannsóknarstofnunar í
samtali við NT í gær. „í fyrsta
lagi er mikil loðnuganga á þessu
svæði núna og ofur eðlilegt að
þorskurinn sæki í hana og safn-
ist saman á þessu svæði. 1 öðru
lagi hefur þorskurinn vaxið
hraðar vegna þessarar góðu átu.
Það þýðir hinsvegar ekki að
fjöldi fiska í hinum veiðanlega
stofni hafi aukist. Þaö var tekið
tillit til þessarar þyngdaraukn-
ingar þegar kvótinn var aukinn sl.
vor. Úpphaflega lagði Hafrann-
sóknarstofnun til að heimilt yrði
að veiða um 200 þúsund tonn af
þorski, sá kvóti var svo aukinn
upp í 300 þúsund tonn. Áætlað
er að hinn veiðanlegi hluti fs-
landsþorsksins sé um ein milljón
tonna.“
Hjálmar Vilhjálmsson, fiski-
fræðingur, var sammála Jakobi
og sagði að jafn hagstætt ástand
og er nú fyrir vestan og norðan,
hefði ekki verið í áraraðir,
vegna mikillar loðnugöngu.
Undir slíkum kringumstæðum
■ Hjálmar Vilhjálmsson,
fiskifræðingur.
verði þorskurinn mun veiðan-
legri en ella. Hinsvegar benti
hann á að engar svona aflahrotur
væru annarsstaðar við landið.
„Skapist þau skilyrði á vissum
svæðum við landið, að þorskur-
inn verði auðveiðanlegri, þarf
aflamagnið ekki að endurspegla
aukið fiskmagn, heldur er þægi-
legra að ná fisknum. Ég efast
reyndar um að það sé meiri
fiskur fyrir Vestfjörðum núna
en ráð var fyrir gert, þó ég vilji
ekkert fullyrða um það.“
Hvað hefur Jakob að segja
um það álit Steingríms Her-
mannssonar, sem hann reifaði í
NT í gær, að það séu fyrst og
fremst skilyrði sjávarins, átu-
magnið og hitastig hans sem
skipti máli um stofnstærðina,
sóknin skipti mun minna máli.
„Þó skilyrðin batni á tímabili
þýðir það ekki að hinn veiðan-
legi stofn stækki, hann byggist á
fjögurra ára fisk og eldri,“ sagði
Jakob. „Auk þess verður að líta
til framtíðarinnar. Það er einsog
allir reikni með að það verði
stöðugt áframhald á þessum
góðu skilyrðum, en nú í sumar
hefur t.d. verið stöðug norðan-
átt og kuldi, sem er mjög ólíkt
því sem hefur verið undanfarin
ár. Þessi góðú skilyrði eru því
langt frá því að vera örugg.“
- Setur slíkt ekki rnikinn
óvissuþátt í þessa framtíðar-
áætlun, sem nú er verið að vinna
að?
„Jú vissulega."
- En hvað með hugmynd
sjávarútvegsráðherra um að
menn fái fyrirframkvóta út á
næsta ár?
„Það ætti ekki að skipta sköp-
um ef það er í litlum mæli,
hinsvega óttast ég að þarna sé
verið að ýta vandanum á undan
sér. Þetta er í sjálfu sér kerfi
sem enginn getur mælt með og
leiðir okkur kannski í enn verri
ógöngur".
- En hvert er álit ykkar á því
að leyfa óheftar línuveiðar út
árið, eins og forætisráðherra
hefur stungið upp á?
„Fiskurinn er jafn dauður
hvort sem hann er veiddur á
línu eða í vörpu,“ sagði Jakob
Jakobsson, forstjóri Hafrann-
sóknunarstofnunar að lokum.
Aðalmálið í Vestmannaeyjum:
Bónusgrunnurinn
verði leiðréttur
■ „Okkar aðalmál - og það
sem samningar stranda á - er að
bónusgrunnurinn verði leiðrétt-
ur, en hann hefur verið miklu
lægri en tímakaupið,“ sagði
Jóhanna Friðriksdóttir, form.
Snótar í Vestmannaeyjum. Þar
er nú stefnt að fundi með
atvinnurekendum á staðnum
um nýjan bónussamning, en
ýmis tæknileg atriði hafði náðst
■ Davíð Oddson borgarstjóri
er í sumarfríi og kemur ekki til
landsins fyrr en í næstu viku.
Lítið hefur borið til tíðinda á
borgarráðsfundum frá því að
Davíð fór.
„Það hrista allir hausinn yfir
þessu“, sagði Kristján Bene-
diktsson borgarfulltrúi Frani-
samkomulag um áður, að sögn
Jóhönnu.
Hvað snertir 30 króna bónusá-
lagið sagði Jóhanna það ekki
hafa verið inni í myndinni í
Eyjum. „Við vorum tiíbúin með
okkar kröfur snemma í sumar -
áður en kröfur Verkamanna-
sambandsins voru tilbúnar - og
héldum þá nokkra fundi með
vinnuveitendum hér. Samning-
sóknarflokksins í samtali við
NT. „Hann er búinn að gera
sjálfan sig ómissandi, hvorki
embættismennirnir né borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
þora að gera neitt án hans, sagði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
fulltrúi Kvennaframboðsins.
ar strönduðu þá á bónusgrunn-
inum, sem við héldum að yrði
aðalkrafan í heildarsamningun-
um, svo við frestuðum þá samn-
ingum að sinni. En það fór
öðruvísi en við reiknuðum með
því hækkun bónusgrunns er
ekki inni í kröfum VMSÍ,“ sagði
Jóhanna.
Hún var þá spurð hvort hækk-
un bónusgrunns gengi ekki
þvert á það stefnumið að hækka
fastakaupið á kostnað bónusins.
„Það er rétt að okkur finnst
bónusinn í mörgum tilfellum
orðinn ansi hátt hlutfall af kaup-
inu. En áður en farið yrði að
lagfæra þau hlutföll finnst okkur
að bónusinn verði allavega að
vera réttur,“ sagði Jóhanna.
Fastri nýtingu sagði hún engan
áhuga fyrir í Vestmannaeyjum.
Spurð um hugsanlegar verk-
fallsaðgerðir sagði Jóhanna
reiknað með því að kalla saman
félagsfund til að rasða stöðu mála
að afloknum fundi með atvinnu-
rekendum.
Dauflegir borgarráðsfundir:
Davíð ómissandi?
■ „Fiskurinn er jafn dauður hvort sem hann er veiddur á línu eða í vörpu,“ segir Jakob Jakobsson.
forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.