NT - 11.09.1985, Page 12
GS
Miðvikudagur 11. september 1985 12
Djúpavík:
Verður gamla síldarverk-
smiðjan að f iskeldisstöð?
■ Fiskeldi, fóðureldhús, hó-
telrekstur, ævintýraferðir.
Hverjum skyldi detta í hug að
slík starfsemi gæti þrifist eða
ætti eftir að þrífast norður í
Djúpuvík í Reykjafirði?
Jú þar hefur einmitt verið
rekið hótel í sumar og þangað
hafa komið um 2000 gestir í
heimsókn.
Hótelstjórinn, Ásbjörn Þor-
gilsson, sagði að reksturinn
hefði gengið mjög vel og sam-
hliða hótelrekstrinum hefur ver-
ið unnið ötullega að því að
koma upp fiskeldi þar.
Hann sagði að hlutafélagið
Magnús Hannibalsson, sem sér
um allarframkvæmdirá Djúpu-
vík, væri nú komið í mjög góð
tengsl við norska fyrirtækið As
Maringor, en það er ráðgefandi
fyrirtæki um fiskeldi.
Ásbjörn sagði að menn frá
fyrirtækinu hefðu komið í tví-
gang að skoða svæðið í Djúpu-
vík og hefðu nú sent mjög
jákvæða skýrslu um möguleik-
ana til fiskeldis þar.
Ásbjörn taldi helstu erfiðlcik-
Útafakstur við Akureyri:
Tveir á slysadeild
■ Fólksbifreið fór útaf vegin-
um, rétt sunnan við Akureyrar-
bæ í gær um hádegisbilið. Utaf-
aksturinn varð við Lækjar-
hvamm gegnt flugvellinum.
Tveir menn voru í bílnum og
voru báðir fluttir á slysadeild.
Þeir reyndust lítt slasaðir, en
bíllinn er mjög skemmdur. Lög-
regla á Akureyri taldi tildrög
slyssins ekki sérstök, bara al-
mennur klaufaskapur eins og
þeir orðuðu það.
ana á fiskeldi í Djúpuvík vera
hve kalt er í firðinum í febrúar
og mars og einnig hversu raf-
magnið er dýrt. Hann sagði að
unnið væri nú að því að finna
sem hagkvæmastar leiðir út úr
þessum vanda.
í Djúpuvík eru gömul síldar-
verkunarhús og að sögn Ás-
björns eru þau mjög vel byggð
og þykja henta vel fyrir fiskeld-
ið.
Þar er nú búið að stofna nýtt
hlutafélag sem mun starfrækja
fóðureldhús.
Tilgangur þessa fóðureldhúss
verður fyrst og fremst sá að
vinna allan fiskúrgang s.s. bein,
innyfli, hausa o.fl. og búa til úr
úrganginum svokallaða meltu.
Meltan er svo hráefni til fóð-
urgerðar. í hana verður blandað
ýmsum efnum og svo er þessi
blanda notuð sem fóður fyrir
loðdýr og ekki síst fyrir fiskeldi.
Ásbjörn benti á að Norð-
menn telja að í hverri fiskeldis-
stöð þurfi að vera til um þriggja
mánaða birgðir, ekki síst þar
sem samgöngur geta auðveld-
lega teppst eins og í Djúpuvík
og kæmi sér því vel að hafa
fóðureldhúsið á staðnum.
Eins og fyrr segir gekk hótel-
reksturinn vel í Djúpuvík í
sumar en Ásbjörn sagðist ekki
bjartsýnn á áframhaldandi
rekstur því Ferðamálasjóður
hefði ekki staðið við sínar skuld-
bindingar og einnig hefðu þeir
ekki fengið neitt rekstrarfé frá
bönkunum.
Ásbjörn sagði þó að ekki væri
öll von úti enn því hann hefði
komist í kynni við eiganda
ferðaskrifstofunnar Ævintýra-
ferðir í Reykjavík og einnig við
sænska ferðaskrifstofu. Þessar
ferðaskrifstofur eiga það sam-
eiginlegt að skipuleggja ýmsar
ævintýraferðir fyrir fólk sem vill
eitthvað annað en hinn hefð-
bundna ferðamáta.
Ásbjörn taldi góða möguleika
á að ná samningum við þessa
aðila og með því væri hægt að
halda hótelrekstrinum gangandi
í vetur.
Takmarkaðar birgðir - Góð greiðslukjör
eða staðgreiðsluafsláttur
Dráttarvéladekk:
Verð með söluskatti
600x16 6str.laga Kr. 3.679.-
650x16 6str.laga Kr. 4.274.-
750x16 6str.laga Kr. 5.646.-
900x16 10str.laga Kr. 12.139.-
10x28 6str.laga Kr. 14.083.-
11x28 6str.laga Kr. 17.243.-
14 12x28 6str.laga Kr. 18.514.-
13x24 6str.laga Kr. 18.623.-
14x30 6str.laga Kr. 26.768.-
12x36 6str.laga Kr. 23.824.-
Vagndekk: 11.5/80-15 10 str. laga Kr. 9.496.-
12.5/80-15 10str.laga Kr. 12.686.-
13.5/75-16 10str.laga Kr. 12.868.-
Heyvinnuvéladekk:
15x600-6 4str.laga flotdekkKr. 1.169.-
16x600-8 4str.laga flotdekkKr. 1.359.-
300x4 2str.laga Kr. 654.-
350x8 4str.laga Kr. 869.-
350x4 4str.laga Kr. 486.-
400x12 4str.laga Kr. 1.238.-
BUNHDARDEILD
ÁRMULA3 108 REVKJAVÍK SÍMI 38900
Hafði full-
komna fjar-
vistarsönnun
Árásarmaðurinn
gengurenn laus
■ Maðurinn sem lögregla handtók í fyrra-
kvöld vegna hnífstungu á Lækjartorgi
reyndist hafa fullkomna fjarvistarsönnun.
Hann var staddur í öðrum bæjarhluta þegar
atburðurinn gerðist og hefur lögregla full-
reynt þann framburð mannsins. Hann var
handtekinn á Lækjartorgi, þegar hann var
að koma úr strætó.
í gær leitaði lögregla stúlkunnar sem
stungin var, til þess að fá hjá henni greinar-
betri upplýsingar, sem leitt gætu til hand-
töku árásarmannsins.
Stúlkan stoppaði stutt á slysadeild, þar
sem gert var að sári hennar, sem var
hnífsstunga á vinstri framhandlegg. Síðast
þegar NT frétti var stúlkunnar enn leitað,
og málið í biðstöðu þess vegna, þar sem
framburður hennar frá fyrstu yfirheyrslu var
ekki fullkomlega skýr.
■ Stjórn hinnar nýstofnuðu íslandsdeildar IBBY, Alþjóðlega
barnabókaráðsins, f.v. Jónína Friðfinnsdóttir varaformaður, Guð-
ríður Þórhallsdóttir gjaldkeri, Gunnlaugur Ástgeirsson ritari,
Gunnvör Braga aðstoðargjaldkeri, Sigrún Klara Hannesdóttir
formaður og Margrét Gunnarsdóttir meðstjórnandi. Á myndina
vantar Judith Gunnarsson meðstjórnanda.
Áhugamenn um barnabækur:
Stofna IBBY
á íslandi
■ Stofnfundur íslands-
deildar innan IBBY samtak-
anna (International Board
on Books for Yong People),
var haldinn í Norræna hús-
inu þann 11. júní síðastlið-
inn.
IBBY eru alþjóðleg sam-
tök sem starfa nú í um 40
löndum um allan heim, með
því markmiði að sameina
alla þá aðila sem vinna að
framgangi góðra bóka fyrir
börn og unglinga. Samtökin
veita m.a. H.C. Andersen
verðlaunin annað hvert ár til
rithöfundar eða myndskreyt-
ingamanns fyrir framlag til
barnabókaritunar.
Hin nýstofnaða íslands-
deild hyggst halda úti blaði
sem kallast Börn og bækur
og mun það fjalla um ýmsa
þætti barnabókaútgáfu t.d.
fréttir af nýjum barnabók-
um, umsagnir um barna- og
unglingabækur, upplýsingar
um barnabókahöfunda
ásamt ýmsum öðrurn fróð-
leik fyrir þá sem fást við
barnabækur.
íslandsdeildin er öllum
opin sem áhuga hafa á mál-
efnum sem tengjast barna-
bókum.
Essoopnar
sjálfsala
úti á landi
■ Olíufélagið Esso, liefur
opnað bensínsjálfsala í
Veganesti á Akureyri og í
bensínstöð Esso við Borg-
arbraut í Borgarnesi.
Um miðjan september-
mánuð verður síðan settur
upp sjálfsali á Egilsstöðum.
Þessir sjálfsalar eru opnir
eftirvenjuleganlokunartíma
bensínsafgreiðslustöðvanna
og taka við 100 króna
seðlum.
EIGENDUR YAMAHA VELSLEÐA
Úrval varahluta á lager - hagstætt verð.
Félagsmenn L.Í.V. fá 10% staðgreiðsluafslátt.
BÚNADARDEILD YAMALUBE-2
olían frá YAMAHA