NT - 11.09.1985, Side 4
Hi
Miðvikudagur 11. september 1985
Vegagerð á Austurlandi:
Skriða af kærum í
kjölfar sprengingar
■ Sprenging vegageröarinn-
ar við Gilsá í Eiöahreppi í
S-Múlasýslu hefur hrundið af
stað skriðu af kærum á hendur
stofnuninni. Tvær kærur
hafa þegar borist, og sú þriðja
er í athugun. Hreppsnefnd hef-
ur kært vegagerðina fyrir brot á
skipulagslögum, og bóndi á
Hjartarstöðum hefur sett fram
kæru vegna landspjalla á
nýrækt.
Sigurður Guttormsson bóndi
í Hleinagarði kannar nú rétt
sinn til kæru á hendur vega-
gerðinni. Sprengingin varfram-
kvæmd í landi Hleinagarðs,og
er Sigurður að kanna hvort
skemmdir hafa unnist á Gilsá,
en í henni er bæði lax- og
silungsveiði.
Hreppsnefnd Eiðahrepps
liefur fariö fram á opinbera
rannsókn á lögmæti fram-
kvæmda vegagerðarinnar.
Sýslumaður S-Múlasýslu vinnur
nú að gagnasöfnun vegna máls-
ins og verður málið síðan sent
ríkissaksóknara til ákvörðunar
um hvort opinber ákæra verður
gefin út.
Uppi hafa verið sögusagnir
um að verkstjóri hjá vegagerð-
inni hafi sjálfur tekið ákvörðun
um að sprengja klettinn við
Illaklif við Gilsá. Þetta var borið
undir tæknifræðing vegargerð-
arinnar á Reyðarfirði Hilmar
Finnsson. Hann neitaði því að
um ákvörðun verkstjórans væri
að ræða og sagði að ákvörðunin
hefði verið tekin af mörgum.
Varðandi orð hreppsnefndar-
manna um að ábyrgir aðilar
yrðu að víkja úr starfi, sagði
Hilmar. „Þá verður sjálfsagt
hreinsað til í stofnuninni."
Samkvæmt þeim upplýsing-
um sem NT hefur aflað sér,
mun forsaga þessa máls vera, að
árið 1976 ákvað vegagerðin
breytingu á vegarstæði við bæ-
Iðnfræðsluráð:
Iðnnám á
íslandi
- nýtt kynningarhefti fyrir
grunnskólanema komið út
■ Út er komið í fyrsta sinn
á vegum Iðnfræðsluráðs heft-
ið Iðnnám á íslandi. Þetta er
tilraunaútgáfa sem dreift
verður til allra nentenda 9.
bekkjar grunnskóla í upphafi
skólaárs 1985^86.
í heftinu eru m.a. skýrð
ýmis hugtök sem sennilega
eru flestum nemendum fram-
andi t.d. námssamningur,
grunndeild, sveinspróf,
meistarbréf og löggilt iðn-
grein. Iðngreinarnar eru
flokkaðar í hópa eða iðn-
geira og gefnar eru stuttar
lýsingar á störfum í helstu
iðngreinum innan hvers
hóps, sýnt hvar hægt er að
læra hverja grein og hvernig
náminu erháttað. Einnigeru
skýringar á því hvernig hlut-
föll eru á milli náms í skóla
og þjálfunar nerna á vinnu-
stað svo og hvaða greinar er
hægt að læra alfarið á vegum
iðnfræðsluskólanna og hvaða
greinar er hægt að taka á
námssamningi hjá meistara.
Með útgáfu þessa hcftis
vill Iðnfræðsluráð stuðla að
því að nemendur 9. bekkjar
fái lágmarkS kynningu á
störfum í löggiltum iðngrein-
um og hvernig námi í þessum
greinum er háttað.
inn Hleinagarða. Þá var grafið
fyrir nýja vegarstæðinu. Árin
1978, ’79 og ’80 fékkst fjárveiting
til framkvæmda við vegarlagn-
inguna, en ávallt var hún færð
til, og notuð á öðrum stöðum
við viðhald á veginum til Borg-
arfjarðar. Árið 1981 fékkst enn
fjárveiting til framkvæmda. Þá
vildu vegagerðarmenn breyta
vegarstæðinu frá 1976. Þessu
mótmælti landeigandi Sigurður
Guttormsson og sveitarstjórn.
. Málið var sent til skipulags-
nefndar ríkisins, og féll úrskurð-
ur hennar á þá leið að vegagerð-
inni væri heimilt að færa vegar-
stæðið.
Sveitarstjórn lagði málið fyrir
félagsmálaráðherra, og taldi
hann heimamenn í fullum rétti
að mótmæla breytingu á vegar-
stæðinu. Dómur í félagsdómi
féll á þá leið í fyrra.
Þjófnaður úr hótelherbergjum:
Þrír menn
handteknir
■ Þrír menn voru hand-
teknir um helgina, eftir að
hafa brotist inn í tvö hótelher-
bergi á Hótel Sögu.
Mennirnir höfðu á brott með
sér talsverða upphæð í pen-
ingum og skartgripi. Þeir
náðust fljótlega og viður-
kenndu verknaðinn.
í framhaldi af töku þre-
menninganna upplýstist að
einn maðurinn hafði fleira á
samviskunni. Hann hafði fyr-
ir nokkru farið inn í söluturn
á Langholtsvegi og stolið
þaðan 100 kartonum af vind-
lingum. Hann hafði selt hluta
þýfisins til sjoppueiganda
gegn vægu verði. Að sögn
rannsóknarlögreglumanns
sem NT ræddi við í gær hefur
hluti vindlingabirgðanna
fundist, og einnig hefur hluti
andvirðisins endurheimtst.
Maðurinn sem hefur viður-
kennt þjófnaðinn mun vera
þekktur fyrir afbrot af þessu
tagi.
unm
■ Myndin er tekin af líknarnefnd Lionsklúbbsins Ægis við afhendingu sjúkrarúmanna. Frá vinstri:
Rafn Sigurðsson forstjóri Hrafnistu, Helgi Baldursson formaður Ægis, Jónína Nielssen hjúkrunar-
framkv.stjóri, Ágúst Ármann form.líknarsj. Ægis, Björn Gunnarsson ritari Ægis.
Hrafnista fær
ný sjúkrarúm
WW til með að bæta vinnuað-
■ Nýlega heimsóttu félag-
ar úr Lionsklúbbnum Ægi
Hrafnistu í Reykjavík og
færðu heimilinu að gjöf tvö
fullkomin sjúkrarúm, segir
í fréttatilkynningu.
Að sögn hjúkrunarfram-
kvæmdastjóra á Hrafnistu
eru þetta þrískipt rúm þar
sem hægt er að hækka eða
lækka höfða- og fótagafl.
Rúmin eru á hjólum og
sagði hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri að þau komi
stöðu starfsfólks mikið og
einnig líðan sjúklinga.
Hj úkrunarframkvæmda-
stjórinn sagði að lokum að
það væri stefnan að fjölga
þessum rúmum og fá þau
inn á allar deildir Hrafnistu.
■ Nú um næstu helgi verður
víða réttað um landið, mest þó
á Norðurlandi, nánar tiltekið í
Húnavatnssýslum og Skagafirði.
Réttað verður á einum stað í
Hnappadalssýslu og í einni rétt
í S-Þingeyjarsýslu.
Bændur í Kolbeinsstaða-
hreppi ætla að rétta á sunnudag
í Kolbeinsstaðarétt (Hnappa-
dalssýslu).
Þann sama dag verður einnig
réttað í Vindhælisrétt í A-Húna-
vatnssýslu og í Skarðsrétt í
Gönguskörðum Skagafirði.
Víða dugir ekki dagurinn til
og því rétta bændur bæði á
föstudag og á laugardag í Auð-
kúlurétt í Svínadal í A-Húna-
vatnssýslu. Það munu sýslungar
þeirra einnig gera í Vatnsdal.
Þeir ætla að rétta í Undirfellsrétt
á föstudag og laugardag og
sömu sögu er að segja af Víð-
dælingum. Þeir munu rétta í
Víðidalstunguréttbáða dagana.
Á föstudag mæta bændur með
fé sitt í Valdarástétt í Víðidal og
á laugardag munu Aðaldælingar
mæta til leiks í Hraunsrétt í
Aðaldal S-þing. Það munu
bændur einnig gera í Skagafirði
en þar verður réttað í Lauk-
skálarétt í Hjaltadal á föstudag.
3 TIUARAmS
DAGSKRÁ W
Fimmtudagur
10 Q Háskólabíó kl. 21:
I £.9. Tete Montoliu og Niels-Henning 0rsted
Pedersen; Etta Cameron og Ole Kock
Hansen, Nhop og Pétur Östlund.
Kópavogsstórsveitin leikur í anddyri
Háskólabíós á undan tónieikum undir
stjórn Árna Scheving.
Forsala aðgöngumiða í Karnabæ
Austurstræti og við innganginn.
s
SKJOTT SKIPAST
VEÐUR I LOFTI
Hú er vetur genginn í garð og viljum
við beina því til viðskiptavina okkar, að
ganga vel frá vörum sínum til flutnings
til að fyrirbyggja skemmdir.
Þótt hitastig í vörugeymsium okkar
fari ekki niður fyrir frostmarK eru oft
vörusendingar sem ekki þola mikla hita-
breytingu. Ress vegna er nauðsynlegt að
nálgast þær sem fyrst eftir komu skips,
því sumar vörur eru geymdar úti og/eða
í gámum.
Frostlög skyldi að sjálfsögðu setja í
kælivatn véla og tækja sem geymd eru
SK/PADEILD
SAMBANDSINS
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200