NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 11.09.1985, Qupperneq 15

NT - 11.09.1985, Qupperneq 15
Bergþóra Elva Zebitz Fædd 16. apríl 1930 Dáin31.ágúst 1985 Þó mörg sé tárin moldum þínum yfir, þó mikið skarð oss dauðinn hafi gjört, það mildar harm að mynd í hugum lifir, að minningin er svo hrein og sólarbjört. Steingrímur Thorsteinsson Hún Elva elskuleg vinkona mín og mágkona er látin. Hún fæddist í Odense 16. apríl 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Ásta og Wilhelm Zebitz og var hún næst elst af sex systkinum. Þegar hún var nokkurra mánaða flutti fjölskyldan til Reykjavík- ur. í glöðum systkinahópi með ástríkum foreldrum liðu bernsku og æskuárin. Elva var söngelsk og í æsku söng hún ásamt systur sinni og vinkonu á skemmtistöðum bæði hérlendis og erlendis. Hún hlaut ágæta menntun, stundaði nám í kjóla- saum og var meistari í þeirri iðn. Ég kynntist Elvu í Kaup- mannahöfn fyrir rúmum þrjátíu árum. Með okkur tókst strax vinátta sem aldrei bar skugga á. Betri félaga var ekki hægt að hugsa sér. Hún var glæsileg stúlka, Ijúf í viðmóti og glaðvær. Elva var hamhleypa að hvaða verki sem hún gekk og gædd óvenju frjórri sköpunargleði og listrænum hæfileikum. Það kom fram í öllum hennar störfum, bæði á heimili hennar og annars staðar. Það er bjart yfir minningum mínum frá árunum sem við Elva dvöldum samtímis í Kaupmannahöfn. Mér er ríkt í minni ferðalag okkar þegar við leigðum bíl saman fjögur ung- menni og ókum suður til Rómar, sváfum í tjaldi og elduðum matinn á prímus. Hún giftist-3. mars 1955 bróð- ur mínum Guðmundi Eggerts- syni, sem þá stundaði nám í erfðafræði í Kaupmannahöfn. Það var gæfuspor fy rir þau bæði. Þau hafa alla tíð verið óvenju samhent hjón. Við í fjölskyld- unni nefndum sjaldan nafn ann- ars svo hins væri ekki getið. Fyrstu tólf búskaparárin bjuggu þau erlendis. Fyrst í Danmörku, síðan í Englandi, Ameríku og á Ítalíu. Alltaf var heimili þeirra hlýlegt og vistlegt og bar vott um listræna hæfileika húsmóð- urinnar. Árið 1967 lést Hjördís Ulla systir Elvu frá fjórum börnum og þá kom Guðrún dóttir henn- ar í fóstur til þeirra. Hún var þá 6 ára. Ári síðar fluttu þau til íslands og sama ár fæddist dótt- irin, Aðalheiður Lilja. Elva lagði sig alla fram við að veita þeim gott uppeldi. Einnig naut Hjördís dóttir Guðrúnar ástrík- is hennar. Ég votta fjölskyldu hennar, systkinum og vanda- mönnum dýpstu samúð á sorg- arstund. ( Ég minnist margra ánægju- legra stunda með Elvu, ekki síst á heimili foreldra minna á Bjargi, þar sem hún dvaldi oft og sýndi allri fjölskyldunni ást- úð og vináttu. Ég vil að leiðár- lokum flytja henni þakklæti okkar fyrir samfylgdina með vissu um að henni fylgi guðs blessun á æðra tilverustigi. Kristín Eggertsdóttir Miðvikudagur 11. september 1985 15 ^oHúsnæðisstofnun ríkisins ÚTBOÐ Stjórnir verkamannabústaða á eftirtöldum stöðum, óska eftir tilboðum í byggingu íbúðarhúsa. íbúðunum skal skila fullfrá- gengnum samkvæmt nánari dagsetningu í útboðsgögnum. Afhending útboðsgagna er á viðkomandi sveitarstjórnarskrif- stofum og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði, samkvæmt nánari dagsetn- ingum og verða opnuð að viðstöddum bjóðendum. Andakílshreppur (Hvanneyri) 1 íbúð í einbýlishúsi; húsið verður 109m2-354m3. Afhending útboðsgagna er frá 17. sept. til 27. sept. n.k. hjá hr. Jóni Blöndal, Langholti, Andakílshreppi, Sími: 93-5255. Opnun tilboða: 1. okt. n.k. kl. 15.00. Blönduós 4 íbúðir í raðhúsi; húsið verður 419m2-1530m3. Afhending útboðsgagna er frá 17. sept. til 27. sept. n.k. Opnun tilboða 1. okt. n.k. kl. 11.00. Hvolsvöllur 2 íbúðir í parhúsi; húsið verður 210m2-765m3. Afhending útboðsgagna er frá 17. sept. til 27. sept. n.k. Opnun tilboða 1. okt. n.k. kl. 13.30. Stokkseyri 2 íbúðir í parhúsi; húsið verður 214m’-764m3. Afhending útboðsgagna er frá 24. sept. til 4. okt. n.k. Opnun tilboða 8. okt. n.k. kl. 11.00. Fjórar nýjar frá Iðnskólaútgáfunni ■ Iðnskólaútgáfan er fyrir- tæki sem virðist vera í örum vexti. Hún sendir frá sér um þessar mundir fjórar nýjar bækur á einu bretti: Áfengi eftir Hrafn Pálsson, Ritgerði (beygist eins og Hallgerður) eftir Hjálmar Árnason og Baldur Sigurðsson, Gísla sögu Súrssonar í umsjón Jóhönnu Sveinsdóttur og Kjalnesinga sögu í umsjón Jóns Böðvars- sonar. Áfengi fjallar um neyslu og ofneyslu, notkun og misnotk- un, á þessum kynduga vökva. Höfundur bindur umfjöllunina fyrst og fremst við staðreyndir, bæði í tölum og töluðum orðum, og gerir lítið af því að predika þó svo tilgangur bók- arinnar sé auðvitað sá að gæta skuli hófs í meðferð áfengis. Þetta er handhægt rit þar sem á einum stað má finna helstu upplýsingar um áfengismál. Fjallað er um íslenska áfengis- löggjöf, áhrif áfengisnotkunar á fjölskyldulíf, um AA-sam- tökin og bækur, blöð og kvik- myndir sem segja frá áfengi. Þetta er kjörin bók fyrir kennara og leiðbeinendur en tæpast lesa menn þetta rit sér til skemmtunar fyrir svefninn. Ritgerður kemur út í annað sinn, aukin og endurbætt. Markmið þessarar bókar er sett fram af tilhlýðilegum metnaði. Eftir lestur og lausn verkefna skal lesandi geta „skrifað bréf af ýmsu tagi, lýst vettvangi, sagt frá tíðindum, gert skipulega grein fyrir þekk- ingu sinni og skoðunum og skrifa heimildaritgerð.“ En til hvers er að geta þetta allt saman?, kynnu nemendur að spyrja. Svar höfunda kann að þykja umdeilt en felur engu að síður í sér sannindi sem ætla má að nemendur skilji: „Mál, þekking og peningar eru aflið til að komast áfram í þessu lífi. Málið er þó veigamesti þáttur- inn...“ Með þessari bók hefur í rauninni verið brotist inn á nýtt svið í ritgerðakennslu. Hér er um að ræða ýmis „hagnýt“ atriði sem hafa auð- veldlega orðið útundan í kennslu af þessu tagi. Þannig minna höfundar á notkun handbóka, sýna hvernig skuli ganga frá bréfum og hvernig staðið skuli að umsóknum um atvinnu. Meginefni bókarinnarfjallar síðan um hvernig heppilegast og réttast sé að skrifa ritgerð. Höfundar ítreka að skipuleg vinnubrögð séu forsenda þess að ritgerð verði góð. Það er huggun þeim sem telja sig lélega í að tjá sig á rituðu máli, hér geta þeir lært að skrifa skipulega. Bókin er skreytt mörgum afspyrnu góðum myndum sem sumar hverjar hefðu þó mátt prentast betur. Það er sýnt að þessi bók getur nýst fleirum en skóla- nemendum. Hún er gott upp-' sláttarrit fyrir þá sem þurfa að skrifa skýrslur og senda bréf. Sem sagt: jafngóð fyrir lögg- una á Hverfisgötu og toll- heimtumanninn í Tryggva- götu. (Næst: Kjalnesingasaga og Gísla saga) Ingi Bogi FRÍMERKJASAFNARINN XIX: STIMPLASÖFNUN ■ Þá skulum við snúa okkur að þeim hluta póstsögunnar, þar sem stimpluð bréf taka við. Nokkur bréf frá íslandi, send póstleiðina til útlanda áður en stimplun bréfa hófst á íslandi, eru til með stimplum annarra landa, Fótpóststimpli Kaupmannahafnar og ýmsum millistöðvastimplum, aðallega enskum og frönskum. Það er svo fyrst 1870, að farið er að stimpla bréf á ís- landi. Fyrst með dönskum númerastimplum og stimplum með íslenskum staðarheitum á bréfin sjálf, þar sem dönsk merki voru notuð. Þá er fyrst um að ræða Reykjavík og Seyðisfjörð, síðar Berufjörð, en dönsku númerastimplarnir sem notaðir voru, voru nr. 236 og 237, með þrem hringjum utanum tölurnar. Fyrsta gerð íslenskra stimpla er kölluð Antiqua, sú næsta Lapidar, þá kórónustimplar, þótt nokkrir þeirra misstu síð- ar kórónuna (Hafnarfjörður - Vík). Eftir aldamótin koma svo númerastimplar og nokkru fyrir aldamótin er farið að nota svissneska brúarstimpla, sem enn eru í notkun. Eru til margar gerðir þeirra. Þá hafa stimplar með myndum verið notaðir á tveim pósthúsum hér á landi, eða Geysi í Haukadal og í Grímsey. Auk þess hafa slíkir stimplar oft verið notaðir sem sérstimplar við ýms tæki- færi, nú á síðari árum einnig sem fyrsta dags stimplar. Þegar safna á póstsögu í gegnum stimpla, þá er um að gera að hafa greinileg og góð eintök frímerkja með vel læsi- legum stimpli, enn betra er að eiga bréf með stimplinum á og þó allra best að eiga bréf með bakstimplum allra millistöðva, er sanna okkur þá póstleiðina og hvenær pósturinn var á hverjum stað. Tíðkaðist þetta fram eftir öldinni. Þá þarf að geta um hvenær viðkomandi póststöð var opnuð og hvenær hún hætti, ef hún starfar ekki lengur. Gaman er líka að geta þess hverjir hafi annast póstaf- greiðslu á viðkomandi stað, ef það er vitað. Lengst hafa svona rannsókn- ir komist hjá frímerkjaklúbbn- um Öskju á Húsavík, eftir því sem mér er kunnugt. Hafa þeir gefið út póstsögu sýslu sinnar, með myndum pósthúsa, stimpla og upptalningu póst- afgreiðslumanna. Slík hand- bók er spannaði allt landið með tímanum yrði mikill feng- ur fyrir íslenska póstsögusafn- ara. Þá er einnig til önnur gerð póstsögusöfnunar, en hún er að safna heimildum um dreif- ingu ýmsra frímerkjategunda. Þá safnar viðkomandi ein- hverju ákveðnu frímerki, eða einhverri ákveðinni samstæðu frímerkja, með öllum þeim stimplum, sem á henni finnast. Þarna má nefna safn Jóns Hall- dórssonar af 20 aurum landslag frá 1925, sem er rautt merki og því betra að lesa stimplanir á því. Þá má einnig nefna safn Ólafs Elíassonar með Gull- fossmerkjum og fleiri slík. Ætla má að þessum merkjum hafi verið dreift á öll pósthús og póststöðvar á landinu. Þó er ótrúlega erfitt að ná saman heilu safni með öllum þeim stimplum sem þá hefði átt að vera hægt að finna á landinu.- Samt eru þessir menn komnir ótrúlega langt. Folmer Östergaard verk- fræðingur mun einna þekktast- ur þeirra er safna íslandi fyrir söfnun sína á bréfum með hinum ýmsu burðargjöldum, sem giltu á hverjum tíma, stundum jafnvel í nokkra daga. Núna er Ólafur Elíasson, Háaleitisbraut 52, Reykjavík að vinna að því að ná saman heimildum um öll íslensk burðargjöld og hve-‘ nær þau voru í gildi. Væri hon- um mikil þökk að því að menn veittu honum upplýsingar, sér- staklega um hin ýmsu flug- burðargjöld er giltu og oft er erfitt að hafa upp á í íslenskum skjölum. Er þarna á ferðinni merkilegt rannsóknarverkefni, sem ég bið lesendur eindregið að styðja með upplýsingum. Um hin ýmsu flugburðargjöld voru gefnar út tilkynningar til póststöðvanna, sem þær svo áttu að henda, er ný barst. Ef einhver á slíkt safn, þá látið Ólaf vita. Sigurður H. Þorsteinsson F.h. stjórna verkamannabústaða tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Atvinna í boði Rafvirki óskast nú þegar til afgreiðslu, lager- og sölustarfa. Söluumboð LÍR, Hólatorgi 2. Framsóknarfélag Garðabæjar Fundur verður haldinn að Goðatúni 2, kl. 4 laugardaginn 14. september n.k. Umræðuefni: Komandi bæjarstjórnarkosning- ar. Stjórnin. SVÆDISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYK.IAVÍK Vegna úthlutunar úr Framkvæmda- sjóði fatlaðra árið 1986 Vegna úthlutunar úr Framkvæmdasjóði fatl- aðra árið 1986 óskar svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík eftirfarandi upplýsinga: 1. Yfirlit yfir stöðu þeirra framkvæmda í Reykjavík sem ólokið er og úthlutað hefur verið til úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. 2. Sundurliðaða framkvæmdaáætlun vegna ólokinna verkefna í Reykjavík og áætlun um fjármögnun hvers verkefnis. Sérstak- lega skal sundurliða hvern verkáfanga fyrir sig og möguleika hvers framkvæmdaaðila á fjármögnun til fram- kvæmdanna (þ.e. eigin fjármögnun eða önnur sérstök framlög). 3. Beiðnir framkvæmdaaðila í Reykjavík um fjármögnun úr Framkvæmdasjóði fatl- aðra árið 1986. Nauðsynlegt er að ofangreindar upplýsingar berist svæðisstjórn eigi síðar en 18. sept- ember n.k. Svæðisstjórn málefna fatlaðra, Hátúni 10,105 Reykjavík.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.