NT - 20.09.1985, Blaðsíða 3

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. september 1985 3 Íc “ Jafntefli í sjöttu skákinni ■ Sjötta einvígisskák Karpovs og Kasparovs lauk með jafntefli í gær eftir fremur tilþrifalitla viðureign. Þeir léku 27 leiki. Karpov hafði hvítt og var teflt drottningarbragð í þriðja sinn í einvíginu. Þrátt fyrir að heims- meistarinn virtist standa betur út úr byrjuninni varð frumkvæði hans aldrei hættulegt. Kasparov ákvað að fórna peði fyrir virka stöðu og ákvað Karpov að stefna á jafntefli með því að þráleika. Áskorandinn Kasparov tók sér frí frá taflmennskunni eftir tvö töp í röð, en virtist, sam- kvæmt fréttaskeytum, vera heldur daufur í dálkinn en Karpov þvert á móti hinn örugg- asti í fasi og minnti framgan'ga hans á þá daga þegar staðan í fyrra einvíginu var 5:0. En eng- ar stórbreytingar urðu í gær. Karpov heldur vinningsforystu og má sannarlega vel við una eftir erfiða byrjun og Kasparov getur verið ánægður með jafn- tefli í þessar skák því hann fær tækifæri á að jafna metin með hvítu mönnunum í sjöundu skákinni sem tefld verður á morgun, laugardag. 6. einvígisskák: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Drottningarbragð 1. d4 ■ Kasparov ■ Karpov (I fjórða sinn leikur Karpov uppáhaldsleik andstæðingsins. Hingað til hefur hann ávallt borið sigur úr býtum (7. og 9. skák í fyrra einvíginu og 4. skákin í þessu). Það væri ekki úr vegi fyrir Kasparov að tefla heldur hvassari byrjanir gegn honum, Benoni-vörn eða kóngsindverska vörn, en að því kemur vonandi síðar.) I. .. d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Bxf6 7. e3 0-0 8. Dd2 (Karpov lék 8. Dc2 í fjórðu skákinni en auðvelt ætti að vera að endurbæta taflmennsku svarts. Hann heldur því á önnur mið.) 8. .. dxc4 (Eftir 8. - Rc6 er komin upp sama staðan og í 19. einvígis- skákinni í fyrra. Karpov fékk þar betri stöðu og þó svartur héldi jöfnu vill Kasparov ekki endurtaka sama leikinn.) 9. Bxc4 Rd7 10. 0-0 c5 II. Hfdl cxd4 12. Rxd4 Rb6 13. Be2 Bd7 14. Bf3 Hb8 15. Re4 (Virk staða léttu mannanna tryggir hvítum eilítið betra tafl. Hér virðist einfaldast að leika 14. - Be7 en Kasparov finnur skemmtilega áætlun. Hann fórnar peði fyrir virka stöðu manna sinna.) 15. .. Bxd4! 16. Dxd4 Ba4 17. Dxd8 Hfxd8 18. Hxd8t Hxd8 19. Rc5 Hd2 Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skák (Á þessu byggðist áætlun Kasp- arovs. Þó hvítur geti þvingað peðsvinning getur hann engan veginn notfært sér umframpeð- ið. Til þess eru menn svarts of virkir.) 20. b3 Bc6 21. Rxb7 BxD 22. gxD Rd7 23. Kg2 (Reynandi var 23. f4 g5 24. fxg5 hxg5 25. h3 en Karpov velur aðra leið.) 23. .. g5 24. b4 Rb6 (Hyggst svara 25. a4 með 25. - Rd5! sem hótar bæði 26. - Rxe3t og 26. - exb4.) 25. Kfl Rd7 26. Kg2 Rb6 27. kfl Rd7 - Jafntefli. Það kann að vera að niðurtalningin sé byrjuð hjá Karpov. Þetta einvígi er ekki endalaust og hann heldur titlin- umájöfnu.sé staðan 12:12 eftir 24 skákir sem er hámarksskáka- fjöldi. Staðan: Karpov 3'/2 Kasparov 2'/2 Langholts- sókn í fjár- hagskröggum ■ Langholtssókn skuld- ar um 15 milljónir króna vegna kirkjunnar. Stór hluti af því er lán til tíu ára og er það í skilum. Hins- vegar gengur erfiðar að ráða við ýmis skamm- tímalán sem hvíla á kirkj- unni. Að sögn Ingimars Ein- arssonar, ritara sóknar- innar, hefur kirkjubygg- ingin verið mjög erfitt fjár- hagsdæmi. 1982 var ákveð- ið <fð Ijúka byggingunni og fjármunum safnað með skuldabréfaútboði upp á 10 milljónir króna. Síðan skall verðbólguholskeflan á og lék söfnuðinn mjög grátt en tekjumöguleikar fyrir söfnuðinn hafa frekar versnað en hitt. í sumar var ákveðið að selja sjö lóðir sem kirkjan átti og fengust þannig 6 milljónir króna. Þær fóru í að greiða verktökum og fyrir efniskostnað. Sagði Ingimar að enn hefði ekki fundist leið til að standa straum af lánunum. Stefán Guðjohnsen, gjaldkeri safnaðarins, staðfesti að þetta væri mjög crfitt dæmi, sagðist hann samt vonast til að það gengi upp. að fmna fréttir og greinar um húsbyggingar og innanstokksmuni, um byggingarefni og byggingaraðferðir, nýjungar í tækni og það nýjasta frá arkitektunum er kynnt. Fjölmargir seljendur fasteigna auglýsa í Innan húss og utan, enda nær blaðið til nánast allra landsmanna. Ef þú ert að leita þér að fasteign getum við sparað þér mikla vinnu. MEIRIHATTAR BLAÐ HLAÐIÐ FRETTUM AF HEIMILUM, HÚSUM OG FASTEIGNAMARKAÐINUM Fylgir blaðinu á laugardögum Ég óska eftir að gerast áskrifandi að NT. NAFN HEIMILI PÓSTNR. STAÐUR NAFNNR. UNDIRSKRIFT

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.