NT - 20.09.1985, Blaðsíða 10

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 10
 B Þingeyingar Alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason, halda almenna stjórnmálafundi sem hér segir: Laugardaginn 21. sept. kl. 16.00 Þórshöfn. Sunnudaginn 22. sept. kl. 16.00 Raufarhöfn. Mánudaginn 23. sept. kl. 21.00 Félagsheimilinu Húsavík. Þriðjudaginn 24. sept. kl. 21.00 Skjólbrekku Mývatnssveit. Framsóknarflokkurinn Vestfirðingar Hvers vegna er aðhald nauðsynlegt? Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra heldur almenna stjórnmálafundi á Hótel Isafirði næstkomandi laugardag kl. 14.00 og í Félagsheimilinu á Patreksfirði næstkomandi sunnudag kl. 14.00. Allir velkomnir Framsóknarflokkurinn VARAHLUTIR Ódýrir varahlutir í flestar gerðir bifreiða á mjög hagstæðu verði. Sendum hvert á land sem er. n f BJÖRGUNARFELAG STORHÖFDA 3 - REYKJAVIK — SIMI 33 700 Kennarar Kennara vantar ennþá fyrir 5. bekk og forskóla. Góð íbúð fyrir hendi, ferðakostnað- ur greiddur. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 94-1257 og 94-1337. Grunnskóli Patreksfjarðar. Hjálparkokkurinn sem þreytist aidrei á því að hafa hreint og fínt í kríngum sig Effco þurrkan er ómissandi við bara nothæf í eldhúsinu. Notaðu eldhússtörfin. Hún hjálpar þér að hana til að þrífa bílinn, bátinn eða halda eldhúsinu hreinu og fínu, taktu hana með þér í ferðalagið. sama á hverju gengur. Effco þurrk- Það er vissara að hafa Effco an gerir öll leiðinlegustu eldhús- þurrkuna við hendina. störfin að léttum og skemmti- legum leik. Það verður ekkert mál að ganga frá í eldhúsinu eftir elda- mennskuna, borðhaldið og upp- vaskið. En Effco þurrkan er ekki Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum og verslunum. Föstudagur 20. september 1985 10 Sjópóstur á íslandi ■ Flöskupóstur frá Vestmannaeyjum. ■ Þó að sjópóstur sé ekkert sér íslenskt fyrirbæri, kem ég til með að helga honum nokk- uð mikið rúm. Annars er sér- kenni sjópósts, að hann er sá póstur sem fluttur er með skip- um eða hverskonar öðrum farartækjum yfir haf, eða af öldunt hafsins. Flöskupóstur, póstur sendur í dósum, með bátum áFöllum gérðum, ferj- um eða stærri skipum. Það er skemmtilegt til þess að vita, að á íslandi var eitt sinn sérstök hefð um flösku- póst ntilli Vestmanneyja og lands. Var bréfununt stungið í flöskur og sjósett við hagstæð skilyrði frá Vestmannaeyjum. En vitanlega þarf burðargjald undir svona póst eins og hvern annan. Þá varstungiðþumlung af rjóli í flöskuhálsinn, áður en flöskunni var lokað. Þetta skyldi sá er ílöskuna fann fá fyrir að koma bréfinu til skila. Árið 1978, er ég var staddur í Vestmannaeyjum, sá ég slíka flösku á Byggðasafninu þar. Ragnar Óskarsson, safnvörður var svo elskulegur að gera mér grein fyrir þessu og senda mér meðfylgjandi mynd af þessu sérkennilega bréfi. Kann ég honum miklar og góðar þakkir fyrir. Þetta er ekki eini merki sjópósturinn sem við eigum. Strandferðir við Isiand, reglu- bundnar, hófust fyrir miðja siðustu öld. Ánnaðist danska stjórnin þær með skipum þeim er hún sendi til landsins. Voru það skipin: Sölöven, Arcturus og Diana,. Síðan bættust skip eins og; Botnia, Laura, Phönix, Thyra, Valdimar, Vesta og Ceres í þennan hóp. Oft sendi fólk bréf í veg fyrir skipin til að flýta för. Voru þá bréfin gjarna merkt á framhlið með nafni skipsins er skyldi flytja þau. Oft í neðra, vinstra horn. Eiga sumir dágóð söfn slíkra bréfa. Loks er þess að geta að nokkri númerastimplar voru notaðir um borð f skipum, eða á afgreiðslu þeirra á póst sendan með þeim. Frá dæminu um sjópósthúsið um borð í Esju hefi ég sagt áður. Þá er þess að geta að til eru sérstakar skrár yfir sjópóst hinna ýmsu landa. Eru þær unnar á svipuðum grundvelli og frímerkjaskrár. Þarerhvert land tekið fyrir og gefin skrá yfir þá stimpla sem notaðir hafa verið til að aðgreina að pósturinn hafi farið með skipum. I skrá þeirri sem gerð hefir verið yfir Norðurlöndin, eru íslandi aðeins helgaðar þrjár síður. Þar eru kynntir stimplar með áletrunum eins og PAQUEBOT, SKIPS- BRJEF af ýmsum gerðum. Sagt er hvar þeir hafi verið notaðir og á hvað tíma. Þó er þetta mjög ófullkomið, auk þess sem sum tímamörk eru röng. Enn eru til a.m.k. þrjár stórar bækur um skipspóst þar sem allt í þessum efnum er fullkomnara, sennilega er þó bók eftir mann að nafni Ro- bertson sú besta er ísland varðar, en engin þeirra er þó fullkomlega rétt og verður kannske aldrei slík nákvæm- lega rétt skrá skrifuð. Svo margt er óskjalfest um hvenær notkun ýmissa stimpla hófst og/eða lauk, að styðjast verður við áætlun út frá þeim bréfum sem þekkt eru og láta það nægja. Því hefi ég gert söfnunar- sviðinu skipspóst svo mikil skil, að það gefur lesendum mínum innsýn í hversu mikið verk liggur oft að baki rann- sókna á sviði frímerkjasöfnun- ar og hinna ýmsu greinar hennar. En tökum fyrir fleiri sérsvið í næstu köflum. Sigurður H. Þorsteinsson. ICELAND Purl Numbtr Síark Sut m.m. Framt Si zt m.m. From: To. •/• Probably tarlitrllultr Olhtr Portz SiuJJ No. Jotiitn No. Rtmarks Hafnarf jof* dur 1 49 57 x 14 • 1933 A6Sb Hla Close to Reykjavik. (hiscould bethatport. Neveragain rcported. (Studd ill. reduced to correct dirneiivions) Reykjavik 1 24 35 x 10 1902? 1911 A69 R5a Skipsbrjef 2 30 32 x 10 1918 1968 A72 R5c R5e 1953 also with boxed Fra Danmorku. I'earce 3 30 , 32 x 10 1920? 1930 A70 R5c 4 30 . 32 x 10 1931 1951 A71 RSd 1‘robably worn No. 3 5 32 Í j 1972 1975 • A1070 ! R5h Wcst. Murphy Skipstrjef Reykjavik 3 ■ Síða úr skrá um íslenskan skipspóst. Skipsbrief Reykjavik 4 Paquehoi Reykjavik 5 Kukl, Purrkur Pillnikk, Inferno 5 o.fl.: Rokksjokkast í Félagsstofnun - í kvöld kl. 21 H „Rokk-Sjokk" er nafnið á síðustu stórtónleikum sumars- ins en tónleikarnir verða haldnir í Félagsstofnun stúdenta f kvöld kl. 21. Þeir sem ætla að kveðja sumarið og rokksjokkast á þess- um tónleikum eru hljómsveit- irnar Kukl, The Voice, Inferno 5 og síðast en ekki síst hljóm- sveitin Purrkur Pillnikk. Auk þess munu skáldin Sjón, Þór Eldon og Jóhamar flytja ljóð og fleira. NT náði tali af Einari Erni Benediktssyni og spurði hann hvort Purrkur Pillnikk hefði verið endurlífguð. „Nei,“ sagði hann spekingslegur, „28. ágúst 1982 gáfum við út yfirlýsingu á þá lund að nú ætluðum við að fara að sofa og vakna aftur þegar nauðsyn krefði. Oft er þörf en nú er brýn nauðsyn því fólk kvartar mikið undan því að það sé ekkert að gerast í tónlist- arlífinu. Þess vegna ætlum við bara að skemmta okkur - og áhorfendum - konunglega. Við ætlum ekki að fara að gefa út plötu, við ætlum bara að spila á þessum eina konsert.“ Einar sagði að þetta væri engin nostalgía eða nostalklía í þeim Purrks Pillnikk mönnum, þeir myndu spila bæði nýja og gamla slagara. í hljómsveitinni eru auk Einars: Friðrik Erlings- son sem leikur á gítar, Bragi skáld Ólafsson á bassa og Trymmis Strynt sem leikur á trommur í fjarveru Ásgeirs Bragasonar. Annars sagðist Einar Örn leika geðklofa þetta kvöld því hann kemur líka fram með hljómsveitinni Kukl sem þarf víst ábyggilega ekki að kynna fyrir lesendum. Flljómsveitin ■ Einar Örn Benediktsson leikur geðklofa í Rokksjokkinu því hann kemur bæði fram með hljómsveitinni Kukl og Purki Pillnikk NT-raynd: Róbert. The Voice samanstendur af 15- 16 ára strákum og sagði Einar að þeir væru ekki einu sinni efnilegir heldur bara mjög góðir. Inferno 5 er hins vegar splunkuný og kemur fram í fyrsta sinn á þessum tónleikum. „No comment'* sagði Einar Örn þegar NT spurði út í þá hljóm- sveit. „Þeir eru að tjá sig og í hljómsveitinni eru meðal annar Þorri Jóhannsson, Ómar Stef- ánsson og Óskar Thorarensen.“ Tónleikamir verða líldega ekki endurteknir og Einar Örn vildi fyrir hönd Cuculus-nefndarinn- ar koma því á framfæri að tónleikarnir yrðu bara hreint og beint skemmtilegir. Miðaverði er stillt í hóf, eða 300 krónur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.