NT - 20.09.1985, Page 9

NT - 20.09.1985, Page 9
Föstudagur 20. september 1985 9 Gunnar Finnsson: Þegar Árni í Hraunkoti gaf Silju á lúdurinn - Slík jákvæð mismunun hefur verið um tíma í gildi á sumum hinna Norðuriandanna. Auk þess hefur verið í gildi a.m.k. í Noregi að skylt sé að tilnefna jafnmargar konur og karla í nefndir, ráð og stjómir á vegum ríkisins og að við skipan í opinberar nefndir stjórnir og ráð sé hlutfall hvors kyns a.m.k. 40% ef unnt er. f>á staðreynd væri Gunnari hollt að hafa í huga í sárum sínum yfir því að það hrikti í stoðum karlaveldisins á ís- landi. Vonandi verður það ekki of mikið sjokk fyrir hann að jákvæð mismunun hefur verið í lög leidd á íslandi með stuðningi allra stjórnmála- fiokka á Alþingi. Málsvarar heima- vinnandi húsmæðra En Gunnari er ekki alls varnað, því hann ber hag heimavinnandi húsmæðra mjög fyrir brjósti. Orðrétt seg- ir Gunnar: „En í öllu jafnrétt- iskjaftæðinu hefur einn hags- munahópur algerlega gieymst í kvennabaráttunni, nefnilega heimavinnandi húsmæður." Og síðar segir hann: „Líf þeirra og störf eru til fárra fiska metin og innan valkyrju- hóps kvennahreyfingarinnar eiga þær sér enga málsvara." Vissulega skal undir það tek- ið að heimavinnandi húsmæð- ur búa við mikið misrétti, sem er þjóðfélaginu til skammar. En það er regin misskilningur hjá Gunnari, að heimavinn- andi húsmæður eigi sér ekki málsvara og nefni ég tillögu til þingsályktunar, sem flutt var á Alþingi um réttarstöðu heima- vinnandi fólks (Flm.: Marí- anna Friðjónsdóttir og Jó- hanna Sigurðardóttir). Tillag- an fól í sér að skipuð yrði nefnd sem hefði það verkefni að meta þjóðhagslegt gildi heimilisstarfa og gera úttekt á hvernig félagslegum réttindum og mat á heimiiisstörfum sé háttað samanborið við önnur störf í þjóðfélaginu og að lagð- ar yrðu fram tillögur á Alþingi til úrbóta m.a. í skatta- lífeyris- og tryggingamálum. - Það skyldi þó ekki vera að fjölga þyrfti konum á Alþingi til að slík tillaga næði fram að ganga. Vonandi heyrist annað en bölmóður um jafnréttismál næst þegar Gunnar Finnsson tekur sér penna í hönd og skrifar svartagallsraus af Ströndum. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður. ■ Nú á tímum sívaxandi framboðs afþreyingarefnis fyr- ir börn á þókin mjög undir högg að sækja. Barnabók- menntir nútímans bera keim af venjum neysluþjóðfélags- ins. Flinn mikli hraði og streita sem einkenna mennningu Vesturlanda setja mark sitt á barnabækur líkt og aðrar and- legar afurðir sem á boðstólum eru. Ritmálið verður sífellt knappara en myndir og skreyt- ingar fá æ meira rúm í barna- bókaframleiðslunni eins og fjölþjóðaútgáfa á myndasög- um gefur til kynna og árlega er dælt í tonnatali yfir landslýð. En burtséð frá markaðshyggju myndblaðaframleiðenda sem greiðan aðgang eiga að barns- sálinni, vaknar sú fróma spurning: Hvað vilja börnin lesa? Gamla ævintýraformúlan er enn í fullu gildi. Einfaldar persónulýsingar, rík réttlætis kennd, barátta góðs og ills, þar sem hið fyrrnefnda fer með sigur af hólmi og illmennið hlýtur makleg málagjöld, eru sterkustu einkenni ævintýr- anna sem börn á unga aldri taka tryggð við allt fram á unglingsár ef ekki lengur. Þau hafna raunsæis - og veruleika- bókmenntum samtímans en taka ævintýraheiminn fram yfir vegna þess að hann samsvarar betur þeirra eigin veröld. Á aldrinum 9-13 ára (hetju- aldrinum) er munurinn milli kynjanna verulegur í bókavali. Þá velja drengir einkum frum- skógaþækur, indíána - njósna - og stríðssögur til aflestrar og yfirleitt allar bækur sem eru spennandi. Framhaldsmynda- sögur af ýmsu tagi eru vinsælar og ýta undir hetjudýrkun ung- linga (drengja). í þessum sagnaflokki eru m.a. Tarsan, Alex, Hin fjögur fræknu, Tinni, Svalur og Valur, Viggó og Lukku Láki að ógleymdum Andrési önd sem virðist höfða til barna á öllum aldri (hann er víst bannaður í Finnlandi). Um langan aldur hafa verið gefnar út sérstakar drengja - og stúlknabækur, þó dregið hafi úr því með árunum, en nú færist það hins vegar í vöxt að út komi bækur sem höfða jafnt til beggja kynja. Stúlkur lesa oft bækur og myndaseríur sem eru einkum ætlaðar drengjum, en þær hafa yfirleitt meiri áhuga á mann- legum tilfinningum. Sumir telja jafnvel að sterkari bóka- hefð sé hjá stúlkum en drengjum. Á kynþroska- skeiðinu bætast svo fullorðins- bókmenntir smám saman við og áhuginn fyrir dæmigerðum drengja - stúlknabókum dvínar. Drengirnir kjósa þá helst sagnfræðileg rit og sakamála- sögur, en stúlkurnar 'ásta og smásögur. Sumir unglingar fá áhuga fyrir ljóðum, einkum þó stúlkur. Bókmenntasmekkur- inn mótast einnig mjög af margþættum áhugamálum tán- inganna. í mínu ungdæmi voru skörp skil milli kynjanna í bókavali. Bláu bækurnar (Gunnar og leynifélagið osfrv.) voru fyrir strákana, en rauðu bækurnar (Pollyanna osfrv.) fyrir stelpurnar. Strák- arnir lásu um Árna í Hraunkoti eftir Ármann Kr. eða Benna- bækurnar eftir Capt. W.E. Johns, en stelpurnar lásu Öddu-bækurnar eftir Jennu og Hreiðar eða Beverly Gray, Millí-Mollý-Mandý osfrv. Aftur á móti voru ævin- týrabækur E. Blyton (Ævin- týradalurinn, - eyjan, - fljótið osfrv.) lesnar jafnt af drengj- um sem stúlkum og hverrar nýrrar bókar beðið með mikilli eftirvæntingu. Raunsæjar barnabækur Stefáns Jónssonar, hins mikla meistara, nutu ekki mikilla vinsælda lýðveldiskynslóðar- innar sem óx úr grasi á 6. áratugnum. Til þess var efni þeirra of raunsætt og ekki nógu spennandi, formið óað- gengilegt, stíllinn torræður, auk þess sem Stefán hafði þá einkennilegu sérstöðu meðal ísl. rithöfunda, að skrifa full- orðinslega fyrir börn og jafn- framt barnalega fyrir fullorð- na. Ungir lesendur, sér í lagi strákar, vildu bara hasar og spennu í þá daga og vilja raunar enn í dag. En barnabókmenntir hafa breyst í tímans rás. Jafnréttis- hugmyndir nútímans setja sinn svip á þær og gera sitt til að útrýma mismunandi bókum eftir kynjum. Raunsæisstefnan er að ryðja burt gamaldags spennu - og ævintýrasögum. í stað hetjunnar er kominn hinn fábreytti maður sem lifir til- breytingasnauðu lífi. Hrár hvunndagsleikinn verður alls- ráðandi. Þegar nýraunsæisstimpillinn var settur á barnabókmennt- irnar fengu ýmsir gamlir rit- höfundar uppreisn æru. Stefán Jónsson og Ragnheiður Jóns- dóttir voru hafin á stall, að vísu maklega, vegna þess að nú var komið í tísku að skrifa á raunsæjan hátt um blákaldan veruleikann fjarri draumheimi ævintýranna. Ungir höfundar sem skrif- uðu í hinum „nýja“ stíl komu fram á sjónarsviðið. Nægir að nefna innlenda höfunda á borð við Andrés Indriðason (Töff týpa á föstu), Olgu Guðrúnu (Búrið) og jafnvel Eðvarð Ing- ólfsson (Fimmtán ára á föstu). Árna-bækurnar eftir Ármann Kr. voru léttvægar fundnar á vogarskálum bókmennta- fræðinganna, líklega vegna ó- tilhlýðilegrar léttúðar sem gæt- ir í þeim, m.ö.o. þær hafa þótt of skemmtilegar; (Ég hætti mér nú ekki út á þann hála ís að nefna hér Indriða Úlfsson sem er víst allra höfunda vinsælastur meðal barna.) En Ármann Kr. hefndi sín grimmilega er hann tók þátt í barnabókasamkeppni á vegum Máls og menningar fyrir nokkrum árum. Hann settist við ritvélina með formúlu fyrir frarnan sig eftir Silju Aðal- steinsdóttur, um hvernig góð barnabók á að vera og hespaði af einni slíkri. Hún fékk nafnið „Mamrna í uppsveiflu" féll í góðan jarðveg hjá dómnefnd- inni og hlaut 2. verðlaun í téðri samkeppni! Á hinum Norðurlöndunum er raunsæið á svo háu stigi að 70-80% af öllum barnabókum fjalla um börn einstæðra for- eldra. Þetta hefur auðvitað í för með sér að hjónabands- börn sem búa í foreldrahúsum fyllast vanmætti við iestur slíkra bóka og finnast þau vera afbrigðileg, að hafa bæði pabba og mömmu inni á heim- ilinu. Hér heima hafa bækur Guðrúnar Helgadóttur notið ntikilla vinsælda barna og ung- linga enda eru þær fyndnar og skemmtilegar þótt höfundur eltist dulítið við tískustraum- ana s.s. umburðarlyndi við fatlaða, jafnrétti kynjanna, frjálst uppeldi menntamanna- barna osfrv. Þrátt fyrirskemm- tilegheitin hefur vottað fyrir siðleysi í bókum þingmannsins og Jenna Jónsd. benti réttilega á í ritdómi í Mbl. á sínum tíma. Hér var um að ræða bókina „í afahúsi“. í henni segir m.a. frá 2 systkinum sem stela Andrés-blaði í bókabúð til að gefa eldri bróður sínum. Verknaðurinn er réttlættur með því að stráksa þykir nú svo ofsalega gaman að And- rési! Vésteinn Lúðvíksson hefur skrifað 2 bækur um ærslabelg- inn Sólarblíðuna, þar sem óheft hugmyndaflug og rík kímnigáfa njóta sín vel. Þó er Vésteinn gagnrýndur fyrir galgopahátt, ómanneskjulegar persónulýsingar og óþarfa dek- ur við frjálst uppeldi (eða ekk- ert uppeldi) sem birtist á síðum bókanna og fer einkum fyrir brjóstið á íhaldssömum gagn- rýnendum á borð við áður- nefnda Jennu Jóns. En börn og unglingar taka sögunum opn- um örmum og kunna vel að meta óbeislaða frásagnargleði höfundarins. Þegar öllu er á botninn hvolft, láta ungir lesendur 8-11 ára börn, gildismat bók- menntafræðinganna lönd og leið í vali sínu á Iesefni og kjósa sínar eigin bókmentir, gjarnan kryddaðar ævintýra- legri spennu og græskulausum húntor. Það er jú þeirra að dæma, ekki satt? megi eða megi ekki auglýsa stefnu sína í dagskrá stöðv- anna. Stjórnmálaflokkar og samtök verja árlega stórfé til auglýsinga í útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum og víða um heim. Sérstaklega á þetta við um stjórnmálabaráttu í Banda- ríkjunum, þar sem úrslit eru oft talin ráðast af þeirri eftir- tekt, sem auglýsingar frá stjórnmálaflokkunum og fram- bjóðendum þeirra ná og því fé, sem þeir hafa milli handa. Það mun án efa eiga eftir að hafa mikil áhrif á gang stjórn- málabaráttu hér á landi og kosningaúrslit, ef auglýsingar frá stjórnmálaflokkum verða leyfðar. Það verður erfitt mál úrlausnar fyrir Útvarpsréttar- nefnd, því eftir það sem á undan er gengið, er vandséð, hvers vegna ekki ætti að leyfa þær eins og auglýsingar um hvað annað. Annað atriði er mjög um- hugsunarvert. Víst má ætla, að útvarpsstöðvum fjölgi eitthvað hér á landi og framboð dag- skrárefnis einnig. En um hvað mun verða fjallað? Má búast við því, að nýjar útvarpsstöðv- ar vilji leggja meiri tíma undir umfjöllun um stjórnmál held- uren núer? Um þaðmáefast. Nú þegar hafa verið Iagðar línur í fréttaflutningi í Ríkisút- varpinu sem aðrir munu fara eftir, svokölluð amerísk lína. Rás tvö Ríkisútvarpsins, er dæmigerð tónlistarstöð létt tónlist og spjall og fréttir á klukkustundarfresti. Þetta út- sendingarform hefur rutt sér til rúms víðast hvar þar sem peninga til rekstursins er aflað með auglýsingum. Tónlistin er í fyrirrúmi, spjallað við fólk og síðan tekinn púls á heims- ástandinu á tveim til þrem mínútum á klukkustundar- fresti. Uppi munu vera ráða- gerðir um að stytta fréttatíma í hádegi í dagskrá Ríkisút- varpsins á rás eitt, svo allt hnígur þetta að því sama, hraðri og samþjappaðri af- greiðslu á málum. Það má því búast við, að umfjöllun um stjórnmál og þjóðmál ýmis- konar verði knöpp, stjórn- málamenn verði að venja sig á að þjappa saman í tíu sekúnd- ur skoðun sinni á gangi mála, brosa á meðan og vera sæmi- lega til hafðir. Églæt lesendum eftir að meta hvort slí.k af- greiðsla muni fullnægja fróð- leiksfýsn hlustenda, tækifæri stjórnmálamannsins til þess að skýra málið, eða koma al- mennri umræðu til góða. Margt bendir til, að slíkt megi draga í efa, sérstaklega með tilliti til áhuga aimennings á stjórnmálum í Bandaríkjun- um og víðar þar sem þessi knappi auglýsingafréttatími hefur verið tekinn upp. Loks má svo benda á enn eitt atriði varðandi kosninga- baráttu og stjórnmálastarf eftir að ný útvarpslög taka gildi. Ríkisútvarpið nýtur mun meira trausts en blöðin, hvað varðar fréttaflutning. Nýjar stöðvar munu njóta þessa trausts Ríkisútvarpsins í hug- um almennings a.m.k. fyrst í stað. Svo tekur við val fólksins á miðlum í samræmi við áherslumun, sem án efa mun koma í ljós. Það er spurning, hvort það muni eiga fyrir út- varpi hér á landi að liggja líkt og blöðunum, að missa traust almennings hægt og bítandi. Þessari spurningu má í raun beina til Ríkisútvarpsins og okkar, sem stöndum undir kostnaði við það. Einhverra hluta vegna vill fjöldi manna glíma við það verkefni að setja á laggirnar útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar. Þarna eru einstaklingar á ferðinni og einnig fjölmenn félagasamtök, sem telja það mikið lífsspurs- mál að taka þátt í þessum slag, setja upp nýjar útvarpsstöðvar og keppa við Ríkisútvarpið, stofnun sem allt þetta fólk borgar upp úr hinurn vasanum. Og eftir því, sem fleiri almenn- ir borgarar og félagasamtök munu taka þátt í slagnum, þeim mun meiri peninga hefur Ríkisútvarpið lýst yfir að það þurfi til þess að geta staðið í samkeppni við fólkið sem borgar fyrir Ríkisútvarpið. Helgi Pétursson

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.