NT - 20.09.1985, Blaðsíða 12

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 12
GS Föstudagur 20. september 1985 12 Sænskur markaðssérfræðingur um íslenskt iðnfyrirtæki: Framleiða án tillits til markaðsaðstæðna - vönduð framleiðsla en markaðsfærsla í ólestri ■ íslcnsk fyrirtæki í útflutn- ingsiðnaöi einbcita sér að fram- leiðslu og framleiðni, cn láta ntarkaðsfærsluna sitja á hakan- um. í stað þess að byggja fram- leiðslu sína og framleiðslu- áætlanir á markaðsaðstæðum, og þau verja ekki nægu fé í markaðsrannsóknir. Stjórnend- ur fyrirtækjanna ferðast of lítið og hættir til að líta á ferðalög til markaðslandanna sem skemmtiferðir en ekki stífa vinnu. Þá skortir sjálfsaga. Ríkjandi hugsunarháttur lýsir sér í því að gjarna er sagt að fyrirtækin fjárfesti í tækni en eyði fé í sölumennsku. Sölu- tækninni er ábótavant og jafn- framt skilningnum á mikilvægi hennar. Sænskur markaðssérfræðing- ur, Jan Hennig hefur síðan í febrúar I984 starfað að athug- ununt á því hvað hægt sé að gera til að jafna viðskiptahalla ís- lands viö Noröurlöndin og hefur látið hendur standa fram úr ermum. Það sem að ofan cr sagt cru niðúrstöður sem hann lagði fram á blaðamannafundi í gær. Þ.e.a.s. hinar neikvæðu niður- stöður en jákvæðar hliðar eru einnig fyrir hendi. Það var í ágúst 1983 sem sænski utanríkisviðskiptaráö- herrann, Mats Hellström, kont í opinbpra hcintsókn til íslands og ræddi þá m.a. við Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráð- herra um það hvernig auka mætti'sölu íslenskra iðnvara til Norðurlandanna, innflutningur íslendinga frá Norðurlöndunt er nær fjórfaldur ntiðað við útflutning til þessara landa. Á fundi viðskiptaráðherra Norðurlandanna í desentber sama ár var ákveðið að koma á fót samnorrænu verkefni um málið og Norðurlandaráð ákvað á þingi sínu í febrúar 1984 að verja til þess 500 þúsund norsk- um krónum. Jan Hennig hóf verkefnið nteð því að heimsækja 37 fyrir- tæki á íslandi og valdi af þeim 21 til að vera þátttakandi. Þetta voru fyrirtæki í ýmsum fram- leiðslugreinum, 11 í matvæla- iðnaði, 4 með fataframleiðslu, 3 sútunarverksmiðjur, 2 hús- gagnafyrirtæki og 2 í öðrum iðnaði. Þessi fyrirtæki höfðu ýmislegt sér til ágætis að sögn Jan Hennigs. Þau voru flest tækni- Iega vel búin og framleiddu vörur í háum gæðaflokki. En markaðsrannsóknir þeirra og sölustarfsemi var ekki í sam- ræmi við það. Norðurlanda- markaðurinn var lokuð bók fyrir þeint. Af öllum 37 fyrir- tækjunum sem Hennig heim- sótti hafði aðeins eitt þeirra gert markaðsrannsóknir á Norður- löndum og aðeins í einu þeirra. Það næsta sem Hennig gerði var að heimsækja fyrirtæki á Norðurlöndunum og kanna hvort um hugsanleg viðskipti væri að ræða við íslensku fyrir- tækin. Af þeim fjölmörgu fyrir- tækjum sem hann heimsótti féllu brátt mörg úr fatinu, en eftir stóðu möguleikar á við- skiptum við nokkur skandina- vísk fyrirtæki, og þar stendur Svíþjóð upp úr. Haldið verður áfram viðræðunt og athugunum á samstarfsmöguleikum við 9 sænsk fyrirtæki og 2 í hverju hinna landanna, Noregi, Finn- landi og Danmörku. Á fundinum voru staddir full- trúar frá Málningu h.f. í Kópa- vogi, en þaö er dæmi um fyrir- tæki sem hefur komið sinni framleiðsluvöru vel á frantfæri í gegnum þetta markaðsátak. Málning hf. framleiðir málningu sem er sérstaklega gerð til að koma í veg fyriralkalískemmdir á húsum og fyrir það er þörf í Danmörku. Raunarstanda góð- ar vonir til að þessi tcgund málningar geti náð útbreiðslu á þýskum og ítölskum markaði, þar sem talið er að hún geti verið mannvirki fyrir skemntd- unt af völdum súrs regns. Illa gekk hins vegar að koma íslenskum fiskafurðunt á fram- færi. Þegar athuganirnar stóðu yfir var staða dollarans. mjög sterk gagnvart Evrópugjald- miðlum. Nú liefur það breyst. Hins vegar er nicst eftirspurn eftir fullunnum sjávarafurðum á Norðurlöndunum og þeirri eftirspurn geta íslensk fyrirtæki ekki sinnt. Að auki er við sterka keppinauta að etja á Norður- landamarkaðnum þar sent eru Findus fyrirtækið og fleiri háþró- uð fyrirtæki í fiskiðnaði. En afraksturinn af þessu öllu santan er talsverður fyrir ís- lensk iðnfyrirtæki að dómi ís- lensku þátttakendanna. Þaö cru möguleikar á auknum útflutn- ingi til Norðurlandanna, en mestu skiptir að rneiri þckking á markaðsrannsóknum og sölu- tækni er til staðar í íslenskum fyrirtækjum en áður en átakið byrjaði. Eða eins og Óttar Ing- varsson frá Útflutningsmiðstöð- inni orðaði það á fundinum. „þátttakan í þessu hefur verið dýrmæt fjárfesting í jtekkingu og reynslu." Nemendur í Fjölbraut á Selfossi: Læra eðlis- fræði í MS ■ Vegna kennaraskorts ómögulegt að fá tölvu- verður Fjölbrautaskólinn á kennara að skólanum, en sá Selfossi að grípa til þess ráðs sem var með þá kennslu sl. að keyra nemendur í eðlis- skólaár, réðst í vinnu hjá fræði til Reykjavíkur á laug- ardögunt, þar sem þeir munu fá fræðslu í Menntaskólanum við Sund. Að sögn Þórs Vigfússonar skólameistara verður fyrsta ferðin líkast til á ntorgun, enn er þó eftir að ganga frá þessu í ráðuneytinu. Eðlisfræðikennarinn við skólann fór til framhalds- náms erlcndis og reyndist ekki unnt að fá neinn í stað hans. Einnig reyndist einkafyrirtæki á Selfossi. Vikulega kemur tölvukenn- ari frá Reykjavík til að upp- fræða nemendurna í fræðunum. Það eru unt 20 nemendur sem ntunu sækja eðlisfræði- námið til Reykjavíkur og eru það einkum nemendur í eldri árgöngum. Má búast við að þeir þurfi að sitja lungann úr laugardögunum yfir bókun- um. Geir Hallgrímsson: Heiðursforseti NATO ■ Geir Hallgrímsson utanrík- isráðherra tók í gær við stöðu heiðursforseta ráðs Atlantshafs- bandalagsins af Hans Dietrich Gencher utanríkisráðherra v- þýska sambandslýðveldisins. Utanríkisráðherrar bandalags- ins gegna þesari stöðu til skiptis eitt ár í senn. Að sögn Ólafs Egilssonar skrifstofustjóra í utanríkisráðu- neytinu situr heiðursforsetinn í forsæti á ráöherrafundum NATO, sem eru tveir á ári. Á haustfundinum sem haldinn er í aðalstöðvunum í Brússel setur heiðursforsetinn samkomuna og flytur yfirlitsræðu um stöðu þcirra mála sem bandalagið varðar. Á vorfundi, sem haldinn er utan aðalstöðvanna og verður næst í Halifax er heiðursforset- inn einn þriggja frummælenda, auk hans eru það forsætisráð- herra viðkontandi lands og fram- kvæmdastjóri bandalagsins. Fjórir Islendingar hafa áður gegnt þessari stöðu. Fyrst dr. Kristinn Guðmundsson 1955 og Guðmundur í. Guðmundsson sent tók við af dr. Kristni eftir stjórnarskiptin 1956. Þá gegndi Emil Jónsson starfi heiðursfor- seta árin 1969-1970. Vogalax: Góðar heimtur úr hafbeitinni ■ Heimtur hjá hafbeitar- stöðinni Vogalax í Vogunt við Vatnsleysuströnd hafa verið mjög góðar í ár. 2600 laxar hafa komið heim aftur, en það lætur nærri 12,5 pró- sentum, ef miðað er við sleppingar. Þessar tölur sýna enn trekar ITversu gott árið í ár er nteð tilliti til endur- heimta á hafbeitarlaxi. Eins og frant kom í NT í gær er talið að heimtur séu 300- 400% betri í ár en í fyrra. „Alheimsfrumsýning“: ■ Nýja rafeindavogin frá Pólnum sem á að þola mjög mikla veltu. Samfara notkun hennar er aukið aflaverðmæti segja SÖIumenn Pólsins. NT-mynd: Rnbcrl. Rækjutogarar geta sparað um 7 millj. - á ári með nýrri rafeindavog frá Pólnum - segja sölumenn ■ „Rækjutogari getur sparað allt að 7 milljónum króna á ári með því að nota nýju vogina sem við hönnuðum," sagði Jón- as Ágústsson sölustjóri hjá Pólnum hf. þegar NT kom við í sýningarbás fyrirtækisins á fisk- eldissýningunni sem nú stendur yfir í Laugardalshöll. Póllinn hf. kynnir nýja gerð af rafeindavog, sem ætluð er til þess að vigta afla um borð í skipum, og er nákvæmni hennar. tíu grömm til eða frá, þó um mikla ágjöf sé að ræða. „Sam-' kvæmt þeim athugunum sem, við höfum látið gera, þá getur rækjutogari sem pakkar aflan- um um borð, aukið aflaverð- mætið um allt að 7 milljónir árlega með því að notast við þessa nýju gerð. Ástæðan er sú að vogir þær sent fyrir hafa verið í skipunum, hafa verið ónákvæmar í veltingi og því hefur yfirvikt verið mikil til frystihúsanna," sagði Jónas. Póllinn tekur nú einnig þátt í alþjóðlegri sjávarútvegssýningu sem fram fer á Spáni. „Þetta er alheimsfrumsýning á voginni." Jónas sagði að mikið hefði verið spurt um vogina og þegar er búið að setja hana um borð í nokkur skip og líkar vel að sögn starfsmanna Pólsins. Yfirvikt hefur verið mikil um borð í rækjutogurum. Til þess að tryggja að ekki verði of lítið í pakkningunum er gripið til þess ráðs að setja heldur meira en minna og því kemur það niður á aflaverðmætinu. Vogin kostar 200 þúsund krónur. Fiskeldi í frístundum ■ Við héraðsskólann á Reykja- nesi við ísafjarðardjúp stunda kennarar og nemendur fiskeldi í frístundum sínum. Fiskeldið er í eigu Djúplax hf. og hefur verið starfrækt síðan í fyrra. Skólastjórinn Skarphéðinn Ólafsson sagði að meiningin væri að taka fiskeldi upp sem eina námsgrein við skólann. Hann sagði að nú væru 7., 8. og 9., bekkir starfræktir við skólann auk fyrsta bekkjar framhaldsstigsins. Það er einmitt á framhalds- stiginu sem fiskeldi stendur nentendum til boða, að vísu ekki fyrr en næsta háust. Skarphéðinn sagði að kennsluleyfi væri byggt á því að stöðin hefði fiskifræðing starf- andi og væri viðurkennd en vilyrði væru fyrir því að slíkt fengist fyrir næsta skólaár. Skarphéðinn sagði að þeir væru nú með tvö kör innanhúss aukfisksísjó. Þettaereingöngu lax sem þeir eru með og ætlunin er að sleppa fiskinum úr körun- um næsta vor í sjóinn og slátra honum síðan næsta haust. Skarphéðinn taldi að þá yrði fiskurinn orðinn um 3 kg og sagði hann einnig að sá fiskur sem búinn er að vera í sjó síðan í vor dafnaði mjög vel og ætlun- in er að taka þann fisk inn í körin nú í haust.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.