NT - 20.09.1985, Blaðsíða 23

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 23
 ÍTp Föstudagur 20. september 1985 23 uJJ Útvarp — sjónvarp Myndbönd Tónlistarkrossgáta nr. 35 ■ Á sunnudaginn kl. 15.00 er Tónlistarkrossgátan á dagskrá Rásar 2. Stjórnandi þáttarins er Jón Gröndal. í Tónlistarkrossgátunni er hlustendum gefinn kostur á að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Lausnir sendist til: Ríkisút- varpsins Rás 2, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík í umslögum merktum: Tónlistarkrossgát- an. Sjónvarp, kl 21. Blómskrúð Kyrra- hafsstranda V Aströlsk heimildarmynd Blómamyndir Banks Blómskrúð Kyrrahafsstranda (Banks Florelegium), heitir áströlsk heimildarmynd sem sjónvarpið sýnir kl. 21.10 Árið i 768 lagði JamesCook, skipstjóri upp í þriggja ára könnunar- og vísindaleiðangur umhverfis jörðina. í ferðinni ar m.a. kannað meginland Ástralíu í fyrsta sinn. Fremstur vísindamanna í leiðangrinum var grasafræð- ingurinn og íslandsvinurinn Joseph Banks. Hann safnaði 738 tegundum áður óþekktra plantna sem aðstoðarmenn hans teiknuðu síðan og máluðu af mikilli nákvæmni. Nú, rúmlega tveimur öldum seinna hafa þessar rnyndir loksins verið prentaðar í dýr- ustu og vönduðustu útgáfu sem um getur. Um þetta þrennt, leiðangurinn, jurtasöfnun Banks og útgáfu blómamynda hans, fjallar myndin. Umsjónarmaður er Robert Hughes. Þýðandi og þulur Ari Trausti Guðmundsson. ■ Úr Ráninu á neðanjarðarlestinni sem sýnd varöur í sjónvarp- inu í kvöld. Sjónvarp, kl. 22.10: Ránið á neðan- jarðarlestinni ■ Föstudsmyndin er að þessu sinni bandarísk bíómynd frá 1974, og heitir Ránið á neðan- jarðarlcstinni (The Taking of Pelam One Two Three). Leik- stjóri er Jopseph Sargent en með aðalhlutverk fara Walter Matthau. Robert Shaw og Martin Balsam. Myndin fjallar um fjóra harðsvíraða glæpamenn sem heita ' þeim óvenjulegu nöfnum, Blár, Grænn, Grár og Brúnn, og þeir eru með mikla áætlun á prjónunum. Peir ræna neðanjarðarlest í New York, með sautján far- þeguni sem þeir halda í gísl- ingu. Verkið er að mestu skipulagt af þeim Bláa, en hann er kaldrifjaður þorpari sem hugs- ar ekki um annað en peninga. Kröfur ræningjanna eru ein- faldar: Milljón dollarar í lausnargjald. Yfirvöld hafa eina klukkustund til að útvega þessa upphæð, annars munu ræningjarnir hefja aftökur á gíslunum, eina á hverri mín- útu, að klukkustund liðinni. Föstudagur 20. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimi. Til- kynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þátt- ur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Ásdís Emilsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bleiki togarinn“ eftir Ingibjörgu Jónsdóttur Guðrún Birna Hann- esdóttir les (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugreinar dagblaðanna (útdr.). Tónleikar. ' 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli sér um þátlinn. RÚVAK. 11.15 Morguntónleikar Tónlist eftir Addinsell, Milhaud og Lutoslawski. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „A ströndinni“ eftir Nevil Shute Njörður P. Njarövík byrjar lestur þýðingar sinnar. 14.30 Miðdegistónleikar 15.15 Létt lög 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Á sautjándu stundu Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir og Þor- steinn J. Vilhjálmsson. 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17.30 Frá Á til B Létt spjall um umferðarmál. Umsjón: Björn M. Björgvinsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynning- ar. Daglegt mál Guðvarður Már Gunnlaugsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Þilskipaútgerð á Norðurlandi Jón frá Pálmholti flytur sjöunda og síðasta þátt frá- sagnar sinnar. b. Úr Ijóðum Jó- hannesar úr Kötlum Gyða Ragn- arsdóttir les. c. Þáttur af séra Jóni Norðmann á Barði í Fljótum Björn Dúason les. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir lagaflokkinn „Úr Ljóðaljóðum Salomons" eftir Pál ísólfsson. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Úr blöndukútnum - Sverrir Páll Erlendsson. RÚVAK. 23.15 Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands f Háskólabíói 27. apríl sl. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Föstudagur 20. september 10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn- endur: Ásgeir Tómasson og Páll Þorstejnsson. 14:00-16:00 Pósthólfið. Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16:00-18:00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. HLÉ 20:00-21:00 Lög og lausnir Spurn- ingaþáttur um tónlist. Stjórnandi: Sigurður Blöndal. 21:00-22:00 Bergmál Stjórnandi: Sigurður Gröndal. 22:00-23.00 Á svörtu nótunum Stjórnandi: Pétur Steinn Guð- mundsson. 23:00-03:00 Næturvakt. Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá Rásar 1. Föstudagur 20. september 19.15 Á döfinni 19.25 Ég heiti Ellen (Jeg heter Ellen) Sænsk barnamynd um telpukorn sem fer I sendiferð fyrir mömmu sína. Þýðandi Baldur Sigurðsson. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Grafík í Höllinni Hljómsveitin Grafík leikur. Þátturinn var gerður á hljómleikum í Laugardalshöll 17. júni I sumar. Upptöku stjórnaði Viðar Víkingsson. 21.10 Blómamyndir Banks - Blómskrúð Kyrrahafsstranda (Banks Florilegium) Áströlsk heim- ildamynd. Árið 1768 lagði James Cook skipstjóri upp I þriggja ára vísinda- og könnunarleiðangur umhverfis jöröina. I ferðinni var m.a. kannað meginland Ástralíu i fyrsta sinn. Fremstur vísinda- manna í leiðangrinum var grasa- fræðingurinn og Islandsvinurinn sir Joseph Banks. Hann safnaði 738 áður ókunnum plöntum sem að- stoðarmenn hans teikn.uðu síðan og máluðu af mikilli nákvæmni. Nú að röskum tveimur öldum liðnum hafa þessar myndir loks verið prentaðar í dýrustu og vönduðustu útgáfu sem um getur. Um þetta þrennt, leiðangurinn, jurtasöfnun Banks og útgáfu blómamynda hans fjallar myndin. Umsjónar- maður Robert Hughes. Þýðandi og þulur Ari Trausti Guðmunds- son. 22.10 Ránið á neðanjarðarlestinni (The Talking of Pelham One Two Three) Bandarisk biómynd frá 1974. Leikstjóri Joseph Sargent. Aöalhlutverk: Walter Matthau, Ro- bert Shawog Martin Balsam. Fjórir harðsviraðir afbrotamenn ræna neðanjarðarlest i New York og krefjast lausnargjalds fyrir farþeg- ana af borgarstjórninni. Atriði I myndinni geta vakið ótta hjá ung- um börnum. Þýðandi Björn Bald- ursson. 23.40 Fréttir i dagskrárlok. ■ Sean Penn og Timothy Hutton í hlutverkum sínum. Sannköíluð tískumynd Fálkinn og snjómaðurinn (The Falcon and the Snowman) ★★★^ Aðalhlutverk: Timothy Hutton, Sean Penn, Mady Kaplan, Lori Singer o.fl. Leikstjóri: John Schlesinger. Bandaríkin, 1984 Lengd: 130 mínútur. ■ Chris Boyce og Daulton Lee eru æskuvinir, en þó þeir hafi allt til alls að því er virðist, eru þeir rótlausir. Chris hættir í skóla t óþökk foreldranna. Faðir hans útvegar honunr vinnu í stofnun sem sér um fjarskipti og gervihnattarsam- bönd fyrir ríkið. Hann kemst að því að C.I.A. er að reyna að hafa áhrif á þingkosningar í Ástralíu. Daulton Lee er hinsvegar orðinn snjómaður, þ.e. verslar með kókaín. Hann lendir í mikilli klípu og strýkur til Mex- íkó. Chris fær hann til að gerast sendiboði með ríkis- leyndarmál í rússneska sendi- ráðið í Mexíkóborg. Daulton er orðinn langt leiddur í eitur- lyfjunum og Chris reynir að ná beinu sambandi við Rússana á þeirri forsendu að Daulton sé ekki treystandi. Chris ákveður að gera lokakaup við Rússa og fer að hitta Daulton í Mexíkó- borg. Rússarnir taka Chris upp á arma sína en hafna Daulton. Chris fer heim og skömmu seinna er Daulton handtekinn FÁLKIIfH OG mmmmwmm fyrir utan sendiráðið með ríkis- leyndarmál í fórum sínum. Endalokin virðast augljós... Fálkinn og snjómaðurinn er saga um vináttu og ævintýra- þrá en hún er fyrst og fremst spennumynd, þó að finna megi ádeilutóninn ef vill. Hún er ein af þessum tískumyndum sem allir eru hrifnir af og gengið hefur vel bæði hér- og erlendis. Timothy Hutton í hlutverki liins einkennilega Chris er mikið í tísku núna, enda þrumugóður leikari, eins og hann sýndi í Ordinary Pe- ople. Sean Pcnn er ekki síður góður í hlutverki hins breyska en leiðigjarna Daulton Lee. Sem sagt verulega traust mynd enda er John Schlesinger enginn meðalleikstjóri (Mid- night Cowboy, 1969, The Day of the Locust, 1975, Marathon Man, 1976 o.fl.). Eini gallinn við hana er ívið of flókinn söguþráður. -MJA arí 1. (1) Karate Kid 2. (3) A Soldiers Story 3. (2) The Falcon ánd the Snowman 4. (6) Starman 5. (5) A Nightmare on Elm Street 6. (4) The Flamingo Kid 7. (7) Runaway 8. (9) Pinocchio 9. (10) The Terminator 10.(13) The Mean Reason 1. (-) City Fleat 2. (1) Karate Kid 3. (2) Police Academy 4. (4) Top Secret 5. (5) Romancing the Stone 6. (3) Tightrope 7. (6) First Blood 8. (9) A Private Function 9. (8) Red Dawn IO. (12) Bachelor party

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.