NT - 20.09.1985, Blaðsíða 1

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 1
NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP. 7 Eldur í Reykjavíkurapóteki: „Slökktum eldinn á síðustu stundu“ ■ Eldur kom upp í kjallara Reykjavíkurapóteks skömmu eftir hádegi í gær. „Að okkar niati þá náðum við eldinum niður á seinustu stundu. Því þarna er mikið af allskonar eiturefnum, aseton og ýmiskon- ar bréfvara sem fuðrar upp eins og hendi sé veifað, þegar eldur kemst að. Það skipti sköpunt hversu vel tókst til strax í byrjun," sagði Bergsveinn Alfonsson varðstjóri hjá slökkvi- liði Reykjavíkur í samtali við NT skömmu eftir að slökkvi- starfi lauk í gær. Öll byggingin var rýmd, vegna mikils reyks sem leitaði upp á efri hæðir hússins. Skrif- stofur Reykjavíkurborgar voru rýmdar ásamt lyfjaversluninni. „Við urðum að konta fólki út af öllum hæðum hússins, vegna þess hve mikill reykur fór upp á efstu hæðir. Þar var ekki líft vegna reyks. Það varð að reyk- ræsta allt húsið. Vegnastaðsetn- ingar eldsins var sú hætta fyrir hendi að eiturgufur sem eru hættulegar öllum lifandi verum, gætu borist um húsið," sagði Bergsveinn. Slökkvistarf var mjög erfitt, vegna þrengsla í kjallaranum, og var ekki hægt að ráða niður- lögum eldsins fyrr en búið var að bera út mikið af dóti sem eldur hafði verið í. Slökkvistarf stóð í tæpa þrjá tíma. Berg- sveinn taldi að tjón væri mikið, þar sem hreinsa þarf allan kjall- arann og eitthvað brann af vör- um í kjallaranum. Til að komast að eldinum þurfti að scnda fjóra reykkafara með háþrýstidælur niður í kjall- arann. Reykvískir lögreglumenn: Uppsagnir vegna of lágra launa - 24 stöður lausar um áramót ■ Tuttugu og fjórar stöður verða lausar um áramótin hjá lögreglunni í Reykjavík. Alls eru 235 lögregluþjónar í borg- inni, og því er um að ræða tíu prósent af öllu lögregluliðinu. Óánægjuraddir hafa verið uppi með grunnkaup lögregluþjóna, en hjá nýliðum mun það vera um 18þúsundkrónurámánuði. Af þeim tuttugu og fjórum lögr.egluþjónum sem láta af störfum, eru átta sem ætla að skipta um vinnu, og má því rekja þær uppsagnir beinlínis til launakjara. Nokkrir fara í launalaust frí og eitthvað er um tilfærslur hjá embættinu, og fara m.a. nokkrir til rannsóknarlög- reglunnar. Samt sem áðurstefn- ir í skort á lögregluþjónum í höfuðborginni. Við síðustu samningagerð lögreglumanna var aðallaunauppbótin fólgin í hækkun á vaktaálagi, en fasta- kaup var lítið sem ekkert hreyft. Áttunda október hefst kennsla í fyrri hluta lögregluskólans og verða nemendur heldur fleiri en vanalega. Páll Eiríksson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í samtali við NT í gær að heldur meira væri um lausar stöður nú en síðastliðin ár. „Það er ekki spursmál að margar uppsagnanna stafa af því að mönnum eru boðin svipuð eða betri heildarlaun og mannlegri vinnutími annarsstaðar," sagði Páll þegar hann var inntur eftir því hvort hann teldi óánægju með launakjör ástæðu fyrir upp- sögnum. Þjófar stálu ellefu jókkum Brotist var inn í verslunina Hænco á Suðurgötu, á þriðja tímanum aðfaranótt fimmtu- dags. Ellefu leðurjökkum var stolið og einhverju magni af peysum. Skömmu eftir að upp komst um innbrotið var lög- regla komin á staðinn og veitti eftirtekt bifreið sem stödd var í nágrenni verslunarinnar. í bílnum voru sjö manns, og við leit fannst allt þýfið í bílnum. Fólkið var á aldrinum 20-30 ára. Verslunin Hænco verslar með leðurfatnað og annað lauslegt sem tengist vélhjólaíþróttum. NT hafði samband við ann- an eiganda verslunarinnar, Edvard Marx og sagði hann að þjófarnir hefðu farið inn um aðaldyrnar, eftir að hafa reynt við glugga á klósetti og skrif- Stofu án árangurs. „Þeir létu gangstéttarhellu vaða í gegn- um gluggann á aðaldyrunum. Um leið og þeir fóru í gegnum dyrnar þá fór aðvörunarkerfið í gang og lögreglan var komin á staðinn stuttu seinna,“ sagði Edvard. ■ Svona var umhorfs í kjallara Reykjavíkurapóteks eftir að tekist hafði að ráða niðurlögum eldsins sem þar kviknaði í gær. NT-mynd Kóbcrt Fjárlagafrumvarpið: Söluskattur af dag- blöðum og tímaritum - svo og hugbúnaðariðnaðinum ■ Samkvæmt heimildum NT mun í fyrirliggjandi drög- um að fjárlagafrumvarpi fyr- ir árið 1986 gert ráð fyrir að leggja söluskatt á alla út- gáfustarfsemi. sem ekki er þegar söluskattsskyld. Þar eru meðtalin dagblöð og hvers kyns blöð önnur, t.d Helgarpósturinn og lands- hlutablöðin og hvers kyns tímarit. Hingað til hafa að- eins tímarit sem einvörðungu eru gefin út í afþreyingar- skyni verið söluskattsskyld. Þá mun gert ráð fyrir að hvers kyns gagnavinnsla og hugbúnaður af öllu tagi verði söluskattsskyld, en undan- þágur hafa verið frá sölu- skatti í þeim iðnaði. Hug- myndin mcð þeim undan- þágum mun hafa verið að ýta undir framþróun á þessurn sviðuni og efla íslenskan há- tækniiðnað. Póllinn hf. ísafirði með nýstárlega þjónustu: Viðgerðarmenn í einkaflugvél ■ Fyrirtækið Póllinn hf. á ísa- firði hefur litla einkaflugvél í sinni þjónustu, til þess að sinna viðhaldi hjá viðskiptavinum víðsvegar um land. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins, er þetta ódýrari máti, og tryggir um leið að viðgerðarmenn koma fyrr á staðinn. Flugvélin var keypt fyrir um tveimur mán- uðuni, og ber hún einkennisstaf- ina TF-PQL. „Við gátum ekki fengið o-ið“ sagði Birgir Úlfsson sölustjóri í samtali við NT. Kostnaður greiðist af þeim sem pantar viðgerðina, en Birgir fullyrti að ineð flugvél- inni lækkaði sá kostnaður veru- lega, þar sem viðskiptavinurinn þyrfti sjaldnast að bíða og einnig drægi úr þeim kostnaði, sem oft er samfara, þegar við- gerðarmenn eru fjarri sínu heima, svo sem hótelreikningar og annað sem tengist uppihaldi. Birgir vildi einna helst líkja þessari þjónustunýjung við þjónustu þá sem stórfyrirtækið Rolls Royce býður upp á. Smygl í Eyjum: 40 breskir bjórkassar ■ Fjörutíu kassar af bjór fundust um borð í bátnum Frár VE, þegar hann kom til Vestmannaeyja á mið- vikudag. Tollverðir fundu kassana frammi í bátnum, í balllestartank. Skipverjar sem eru fjórir hafa játað smyglið. Báturinn var að komafráHull T'Bretlandi. Frár VE er 120 tonna bátur. Kaupfélag Suðurnesja: Stofnarúti- búíVogum - eftir áskorun íbúanna ■ Á almennum borgarafundi í Vogum á Vatnsleysuströnd í fyrrakvöld var ný deild Kaup- félags Suðurnesja stofnuð. Aðdragandi þess var sá að eigandi einu verslunarinnar á staðnum, Guðmundur Sigurðs- son hefur ákveðið að hætta rekstri um næstu mánaðamót. fbúar í Vogum sendu þá Gunnari Sveinssyni kaupfélags- stjóra Kaupfélags Suðurnesja undirskriftir og áskoranir þess efnis að Kaupfélagið yfirtæki rekstur verslunarinnar. Hann sagði einnig að stjórn Kaupfélags Suðurnesja hafi ákveðið að verða við óskum íbúanna og nú er það sent sé orðið að veruleika, að Kaup- félag Suðurnesja yfirtekur rekstur verslunarinnar Voga- bæjar í Vogum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.