NT - 20.09.1985, Blaðsíða 7

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 7
n Föstudagur 20. september 1985 Útlönd Pólland: Sex farast í árekstri við tvær lestir Varsjá-Reuter ■ Að sögn pólsku lög- reglunnar létust sex menn og fjórtán slösuðust í gær þegar fólksflutninga- bifreið, sem þeir voru farþegar í, lenti í árekstri við tvær járnbrautarlestir. Rútan kastaðist til eftir árekstur við iárnbrautar- lest'og lenti þá fyrir ann- ^rri lest sem kom úr gagn- stæðri átt. Pólska frétta- stofan PAP hafði eftir embættismönnum að báð- ar lestirnar væru góðar lestir. Ríkissaksóknari Argentínu: Lýðræðinu nauðsynlegt að fangelsa herstjórn- endur um aldur og ævi Buenos Aires-Reuter ■ Julio Strassera ríkissak- sóknari í Argentínu krefst þess að fimm fyrrverandi leiðtogar herstjórnarinnar í Argentínu verði dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir mannréttindabrot og aðra glæpi. Hann segir svo harða refsingu nauðsynlega til að tryggja lýðfrelsi í Argentínu í framtíðinni. Strassera benti á að fyrri tilraun- ir til að koma á friði í Argentínu með leiðum ofbeldis og sakar- uppgjafar hefðu mistekist. Frið- Filippseyjar: Marcos forseti hvergi smeykur Notar hann bandariskar herstöðvar sem tromp? Ncw York-Reutcr ■ í nýlegu viðtali við banda- ríska sjónvarpsstöð sagði Marcos forseti Filippseyja að afskipti bandarískra stjórnvalda af innanlandsmálum eyja- skeggja gætu hefnt sín. Enn- fremur dró hann í efa að skæru- liðar kommúnista gætu gert stjórn sinni nokkra skráveifu. Marcos tjáði viðmælendum sínum að bandarískir þingmenn væru illa upplýstir um þróun mála á Filippseyjum og að hvers konar tilraunir til þess að hafa áhrif þar á væru til þess fallnar að auka umræðuna um endur- skoðun samninga er varða bandarískar herstöðvar á eyjun- um. Með því gaf forsetinn í skyn að flug- og flotastöðvarnar kynnu að vera í veði ef þrýsta ætti á stjórn hans. Er Marcos var spurður um hugsanlega ógn er stafaði af framgangi skæruliða kommún- ista sagði hann að allar stað- hæfingar um hugsanlegan sigur þeirra yfir hernum væru „fárán- legar". Hann taldi að skæruliðar væru vart fleiri en 10.000 og að ekki væru til næg vopn fyrir þá alla. Forsetinn, sem hefur verið við völd í 20 ár, sagði að hann væri reiðubúinn til þess að leita eftir stuðningi þjóðarinnar í kosningum til þess að geta hrint í framkvæmd áætlunum um efnahagsviðreisn og herferð gegn skæruliðastarfsemi. Mexíkó skelfur í jarðskjálfta Guatcmula-Rcutcr ■ Stór hluti Mexíkóborgar hrundi eða skemmdist í hörðum jarðskjálfta í gær. Talið er líklegt að mörg hundruð menn hafi farist í jarðskjálftanum og margfalt fleiri slasast. Allt símasamband við Mexíkó rofnaði í jarðskjálft- anum. En mexíkanska sjón- varpið, sem sést í Guatemala, sýndi myndir af fjölbýlishús- um, hótelum og skólum sem hefðu hrunið saman í skjálftanum. Samkvæmt sjónvarpinu skemmdust eða hrundu allt að 35% allra bygginga í Mexíkóborg. Varnarmálaráðuneyti Mexíkó sagði að hersveitir hefðu verið kallaðar út til að aðstoða við hjálparstarfið og til að koma í veg fyrir rán og gripdeildir í rústunum. Jarðskjálftinn varð klukk- an 7:18 í gærmorgun að staðartíma (13:18 að ís- lenskum tíma), rétt áður en hringt var inn í kennslustund í skólum í borginni. Mörg börn slösuðust þegar skóla- byggingar hrundu. Samkvæmt fréttum mexí- kanska sjónvarpsins í gær- kvöldi höfðu þá að minnsta kost 150 lík fundist í rústun- ur yrði að byggja á réttlæti til að hann yrði langvarandi. Þess vegna yrði að dæma herforingj- ana fyrir glæpi sína í samræmi við landslög. Saksóknarinn lauk sex daga yfirliti yfir glæpi herforingj- anna, með orðunum: - „Aldrei aftur." Alls eru níu fyrrverandi her- stjórnarmeðlimirfyrirréttinum. Þeir hafa verið ásakaðir um mörg hundruð morð, mannrán, pyntingar, rán, falsvitni og fleiri glæpi. Strassera krafðist þess að fimm hinna ákærðu yrðu dæmd- ir í lífstíðarfangelsi. Jorge Videla fyrrverandi forseti og yfirhershöfðingi, sem hafði for- ystu fyrir hallarbyltingu hersins 1976, og eftirmaður hans Roberto Viola yfirhershöfðingi eru rneðal þeirra sem saksókn- ari segir að eigi að fá þennan þunga dóm. Strassera benti á að ef réttlæti yrði ekki fullnægt eftir löglegum leiðum væri hætta á að al- menningur tæki lögin í sínar hendur til að koma réttlætinu fram. Réttarsalurinn var fullsetinn þegar saksóknari lauk við að lesa upp ákærurnar á hendur herforingjunum í fyrrakvöld. Kröfu hans um lífstíðarfangelsi var ákaft fagnað og fólk klapp- aði, hrópaði og grét. En Viola fyrrverandi yfirhershöfðingi hrópaði: „tikarsynir" til fólksins þegar hann var leiddur út úr réttarsalnum. Herlög í Bólivíu Fjöldahandtökur á verkfallsmönnum ■ Marcos heldur því fram að bandarískir þingmenn séu illa upplýstir um Filippseyjar. La Paz-Reuter ■ Stjórnin í Bólivíu lýsti í gær yfir herlögum og lét handtaka mörg þúsund verkalýðsleiðtoga og aðra verkfallsmenn sem hafa verið í verkfalli í rúmlega hálfan mánuð. Innanríkisráðherra Bólivíu segir herlögin hafi verið sett í kjölfar þjóðfélagsólgunnar sem allsherjarverkfallið hefði leitt til. Fyrr í þessari viku fóru nokkr- ir af helstu verkalýðsleiðtogum landsins í hungurverkfall og margir verkamenn fylgdu for- dæmi þeirra til að þvinga stjórn- völd til að semja við verkalýðsfé- lögin. Leiðtogar verkamanna krefjast þess að stjórnin dragi til baka efnahagsaðgerðir sem fela í sérgífurlegar kjaraskerðingar. Victor Paz Estenssoro forseti fyrirskipaði 95% gengislækkun og frystingu launa ríkis- og bæjarstarfsmanna í seinasta mánuði. Með þessu sagðist hann vilja vinna bug á verðbólg- unni sem er rúmlega 14.000 prósent á ári. Hópar hermanna og lögreglu- manna tóku sér stöðu á mörgum stöðum í La Paz höfuðborg Bólivíu í gær og útgöngubann var fyrirskipað í nótt. Aþena og Róm: Arabahryðjuverk í Evrópu Aþcna, Róm-Rcuter ■ Tveimur handsprengjum var varpað inn f vinsælt kaffihús í miðborg Rómars.l. þriðjudag. Önnur sprengjan sprakk með þeim afleiðingum að 39 manns særðust og voru flestir erlendir ferðamenn. í Aþenu gerðist það á miðvikudag s.l. að jórdanskur útgefandi var myrtur. Nú hafa tvenn samtök Palestínuaraba gefið út tilkynningar þar sem ábyrgð er tekin á þessum árás- um. Ekki er enn kunnugt hvaða ástæður lágu að baki árásinni á kaffihúsið La Dolce Vita í Róm. Ungur Palestínumaður hefur verið handtekinn vegna atburð- arins en ekki er ljóst hvort að hann eða fleiri voru að verki. Hins vegar hefur „Byltingarhreyf- ing sósíalískra múslíma" sent frá sér tilkynningu þar sem samtök- in hreyktu sér af árásinni og segjast hafa sprengt í loft upp „leyniþjónustuhreiður Breta og Bandarfkjamanna". Jafnframt vara samtökin í tilkynningu sinni alla Araba við því að fara til Bretlands, Spánar og Ítalíu til þess að verða ekki fyrir barðinu á aðgerðum „hetjulegra baráttumanna“. Jórdanski útgefandinn Mic- hel-Al-Nimri var skotinn til bana í fjölbýlishúsi í Aþenu þar sem skrifstofur tímarits hans eru til húsa. Hinn 37 ára gamli Nimri hafði sett á prent eitt og annað sem ekki hafði áður verið gert opinbert um ýmsa atburði í Arabalöndum t.d. um valdabar- áttu í Sýrlandi. Það eru hin palestínsku samtök „Svarti september“ sem hafa tilkynnt að þau taki ábyrgð á morðinu. Samtökin saka Nimri um að hafa verið njósnara á snærum vestrænna leyniþjónusta m.a. hinnar bandarísku. Þess má geta að „Byltingar- hreyfing sósíalískra múslíma" hefur axlað ábyrgð vegna handsprengjuárása á grísk hótel þar sem samtals 31 ferðamaður hefur særst. Á sama hátt hefur „Svarti september" nýlega sagst hafa staðið fyrir árásum á sendiráð Jórdaníu í Róm, á flugvél jórdanska flugfélagsins í Aþenu og skrifstofu félagsins í Madrid. ■ Fyrrverandi herforingjar og herstjórnarleiðtogar í Argentínu hlusta á saksóknara telja upp glæpi þeirra. 'NEWS IN BRIEF September 19, Reuter: GUATEMALA CITY - A big earthquake in the Pacific Ocean shatter- ed buildings in Mexico City and an undetermin- ed number of people were killed, Mexican tel- evision, monitored in Guatemala, said. It said at least 60 people were feared trapped under two apartment buildings. Telephone and telex lin- es to Mexico were cut by the quake. PARIS - Defence Mini- ster Charles Hernu sum- moned senior military officers as fresh press revelations about the Ra- j inbow Warrior affair undermined his denial of official guilt. h. • Sö PRETORIA - South S African ordered its forc- ^ es to withdraw from Ang- 5 ola by the weekend after W a raid it said was ainied P- at Namibian guerrillas. 5 • MUNICH - West Ger- I many described the U.S. , Strategic Defence Initiat- ive (SDI) as justified and I urged its European part- I ners to consider develop- ing their own anti-missile I system. • WASHINGTON - A I group holding six Amer- i icans in Lebanon has thre- atened to kill theni or I take more U.S. hostages U. unless Washingtonpress- iö es Kuwait for the release S of 17 prisoners, freed I? hostage Benjamin Weir 5 said. £ g GENEVA - The United 5 States and the Soviet Un- ion began a last round of j arms control talks before . the superpower summit in November with prosp- | ects of a breakthrough on the U.S. „Star Wars“ 1 plan looking slim. • BEIRUT - Hundreds of families swelled a civilian exodus from the nort- hern port of Tripoli where fighting between Moslem fundamentalist and pro-Syrian militias flared for a fifth success- ive day, security sources said. 8 WASHINGTON - New Zealand and the United States opened talks to try to settle a disputc over ^ access by U.S. warships Uj to New Zealand’s ports, ^ but there were few signs of an easy solution. LA PAZ - The Bolivian government declared la state of siege and arrest- I ed thousands of trade i unionists in a bid to break 16-day-old general I strike. i • JOHANNESBURG - 'State-run South African I radio said in a comment- ary that the old apartheid ' blueprint had proved | wrong and a pro-govern- |ment newspaper voiced concern over police I handling of continued I unrest. NEWSIN BRIEFJ

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.