NT - 20.09.1985, Blaðsíða 5

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 5
 fííT Föstudagur 20. september 1985 5 LlIÍ Fréttir 50 milljónirnar duga skammt: Sótt um 204 milljónir í styrki til rannsókna ■ Þær 50 milljónir króna sem ríkisstjórnin ákvað að verja í styrki til rannsókna og þróunar- starfsemi á þessu ári hrökkva skammt ef miðað er við áhug- ann og eftirspurnina. Umsókn- arfrestur um styrkina er útrunn- inn og bárust alls 122 umsóknir um samtals 204 milljónir króna. 42 umsóknir komu frá fyrirtækj- um, 25 frá einstaklingum og 17 frá einsökum opinberum stofn- unum. í 38 umsóknum var um að ræða samstarf milli stofnana og fyrirtækja eða einstaklinga. Aætlað er að heildarkostnaður við þau rannsóknarverkefni sem um er að ræða verði um 680 milljónir króna á núverandi verðlagi, en gert er ráð fyrir að mörg þeirra standi í 2-3 ár. Sérstök matsnefnd sem í eiga sæti Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor, Jón Sigurðsson forstjóri og Þráinn Þorvaldsson framkvæmdastjóri mun senda umsóknirnar til umsagnar sér- fróðra manna, en gert er ráð fyrir að nefndin muni úthluta fénu ekki síðar en í lok október. Jón Sigurðsson sagði í samtali við NT í gær, að nefndin hefði fyrirmæli um að láta ákveðnar greinar sitja í fyrirrúmi, þannig að veittir verði færri en stærri styrkir í stað þess að dreifa fénu í sem flesta staði. Þessi efni eru t.d. upplýsinga- og tölvutækni, fiskeldi og skyld verkefni, líf- efna- og matvælatækni, samtals er sótt um 16.7 milljónir króna til verkefna innan þessara greina. En þótt 50 milljónirnar sem ætlaðar eru til þessara styrkja dugi skammt, ber þó að geta þess að þær eru aðeins hluti þess fjár sem ríkisstjórnin hyggst verja til nýsköpunar í atvinnulífi á þessu ári. úmSKVLAN i BAILY OF THE ' Rantasipihoteir, Uai^ ■ Finnsku dömurnar Marjo Salonen og Tuula Karkkulainen fagna í endamarki 1000 vatna rallsins fínnska. Unnu þær til verðlauna þar. Þær lentu í smáævintýri hérlendis er þær skoðuðu keppnisleiðir Ljómarallsins í vikunni. Finnskar ralldömur ■ Sjálfsbjörg stendur fyrir ýmislegum rekstri til hjálpar fötluðum, m.a. endurhæflngarstöð í Sjálfsbjargarhúsinu Há- túni 12. Sjálfsbjörg: Selur merki og blöð á sunnudag ■ Sunnudagurinn 22. sept- ormsstað helgina 27.-29. ember verður hinn árlegi næstkomandi. blaða- og merkjasöludagur Sjálfsbjargar en á þessum degi vekja Sjálfsbjargarfé- lögin víða um land athygli á málefnum fatlaðra og þá einkum starfi landssam- bands fatlaðra, Sjálfsbjarg- ar. Á merkjasöludaginn verð- ur selt ársrit Sjálfsbjargar sem að þessu sinni er 64 blaðsíður að stærð og inni- heldur m.a. viðtöl við Örn Ómarsson, Reyni Pétur Ingvarsson og Friðrik Á. Magnússon, verðlaunarit- gerðir skólabarna um umferðarmál, grein um garðyrkju fyrir aldraða og fatlaða, grein um tölvumið- stöð fatlaðra og fleira. Sjálfsbjörg leggur nú aukna áherslu á kynningar og félagsmál og hefur í því skyni ráðið erindreka sem heimsækir aðildarfélögin regiulega. Þá má einnig geta þess að nýlega hefur tekist samstarf milli Sjálfsbjargar, Þroskahjálpar, Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélags vangefinna um námskeiðahald fyrir að- standendur fatlaðra barna, þar sem fjallað er um læknis- fræðilegar og sálfræðilegar hliðar á fötlun og upplýsing- ar veittar um tryggingamál. Tvö slík námskeið hafa þegar verið haldin en það þriðja er fyrirhugað á Hall- ■ Farþegi í rallbílnum, sem sést á myndinni, slasaðist alvarlega, þegar bíllinn fór margar veltur við Smárahvammsgryfjurnar seint í fyrrakvöld. Ökumaðurinn sem slapp með skrámur, ók bílnum á mikilli ferð í gryfjurnar og lenti hann á stórum steini á miðjum veginum, með fyrrgreindum afleiðingum. NT-mynd: J.s. Landmælingar: Fá nýjan forstjóra ■ Ágúst Guðmundsson land- mælingamaður hefur verið skipaður forstjóri Landmæl- inga ríkisins til næstu fimm ára frá og með 15. september að telja. Auk hans sótti um stöð- una Emil Bóasson landfræð- ingur. Ágúst Guðmundsson hefur starfað hjá stofnuninni síðan 1961 og hefur verið deildar- stjóri fjarkönnunardeildar síð- astliðin 15 ár. í hálendisævintýrum ■ Þaðerckkialgertkarlaveldi í Ljómarallinu. Fjórar konur taka þátt. Helga Jóhannsdóttir ekur Toyota ásamt syni sínum Þorfinni Ómarssyni. Inga Dísa Ingibergsdóttir er aðstoðaröku- maður Sigmars H. Gunnarsson- ar á Lancer. Frá Finnlandi koma tvær ralldömur. Marjo Salonen og Tuula Karkkulainen á 150 Brotlending ■ TF-ETE brotlenti á Keflavíkurflugvelli í fyrra- kvöld. Um er að ræða litla einkaflugvél, sem í vorufjór- ir menn. Engan sakaði í brotlendingunni. Vélinhrap- aði rétt eftir flugtak, án sýni- legrar ástæðu. Lögregla á Keflavíkurflugvelli sagði í samtali við NT í gær að ekkert frekar hefði komið fram við rannsókn slyssins. Flugmaður vélarinnar hef- ur haldið því fram að loft- straumur frá stórri farþega- þotu hafi valdið því að hann missti stjórn á vélinni. Loft- ferðaeftirlitið hefur málið til rannsóknar. hestafla Toyota Corolla. Þær stöllur sigruðu nýlega „Kvenna- bikarinn" svonefnda í 1000 vatna rallinu í Finnlandi, sem er liður í heimsmeistarakeppn- inni. Þær lentu í srná ævintýri á Fjallabaksleið, þegar þær voru að skoða keppnisleiðina. Við vorum að skoða leiðir ásamt Þorsteini og Sighvati, sem keppa líka í rallinu, þegar jepp- inn okkar bilaði. Losnaði aftur- hjól undan og var ekki hægt að gera við. LeistokkurTuuluekki á blikuna, stopp upp á ntiðju hálendi og engin umferð“ sagði Marjo í samtali við NT. „En eftir nokkurn tíma komu vaskir sveinar á tveim jeppum á vett- vang ellefu talsins. Þeir reyndust hafa verið við veiðar. Reyndu þeir viðgerð í rúma tvo tíma en ekkert gekk. Endirinn varð sá að við fengum far með þeim, en upphaflegu ferðafélagar okkar urðu eftir, ætluðu að híða eftir fari. Nýju ferðafélagar okkar lentu síðan líka í vandræðum, stöðvaðist einn jeppinn tvívegis í á og sprakk á hinum. Okkur var haldið inn í hlýjunni allan tímann og ég hef aldrei kynnst jafn góðu fólki. Við kenndum hvert öðru þjóðsöngva land- anna tveggja en öll samskipti fóru frant á finnsku og ís- lensku..! Þetta var sannkallað. ævintýri,“ sagði Marjo. „Við erum spenntar fyrir keppninni, sem verður erfið. íslenskar aðstæður eru mjög frábrugðnar því sem við þekkjum. Sumar leiðir fimm sinnurn lengri en við erum vanar“ sagði Marjo. ísafjörður: Bílvelta - lór betur en á horfðist ■ Bifreið valt ofan í fjöru, af Fjarðarheiðarvegi, við ís- húsfélagið á ísafirði. Bíl- stjórinn sem var einn í bíln- um slapp ómeiddur, en bíll- inn mun vera mikið skemmdur. Að sögn lög- reglu var mesta mildi að ekki fór verr. Bíllinn lenti á hliðinni niðurviðflæðarmál. „Ef hann hefði oltið svo sem þremur metrum lengra, hefði bíllinn lent í sjónum, og þarna er aðdjúpt," sagði lögregluþjónn sem NT ræddi við í gær.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.