NT - 20.09.1985, Blaðsíða 14

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 14
 Föstudagur 20. september 1985 14 LlL Helgin framundan Jakobína Leikfélag Reykjavíkur í Gerðubergi ■ Á sunnudag veröur frum- flutt í Gerðubergi á vegum Leikfélags Reykjavíkur dagskrá úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Dagskráin er 1. verkefni Leikfélagsins í vet- ur og jafnframt framlag þess til Listahátíðar kvenna. Bríet Héðinsdóttir tók dagskrána saman og hefur um- sjón með henni, en flytjendur auk Bríetar eru Ingibjörg Marteinsdóttir söngkona, Jór- unn Viðar tónskáld og leikar- arnir Margrét Óiafsdóttir, Val- gerður Dan, Hanna María Karlsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Dagskráin samanstendur af upplestri, leik og söng úr verk- um Jakobínu, og verður frum- flutt kl. 20.30 á sunnudag í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, 2. sýning verður föstud. 27. sept. á Kjarvals- stöðum og sú 3. í Gerðubergi sunnud. 29. september. Þessir leikarar standa að dagskrá úr verkum Jakobínu: Margrét Ólafsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Bríet Héðinsdóttir og Valgerð- Dan. Kvikmyndin um Tsapaév í MÍR ■ Sunnudaginn 22. sept- ember kl. 16.00 verður fræg sovésk kvikmynd sýnd í húsa- kynnum MÍR að Vatnsstíg 10. Þetta er myndin „Tsapaév", sem talin er í hópi klassískra kvikmynda Sovétmanna frá fjórða ára- tugnum. Kvikmyndin var gerð fyrir hálfri öld eftir sögu D. Furmanovs. Leikstjórar voru hinir svonefndu Vassiliév- bræður, aðalhlutverkið lék B. Babotskin. Myndin er með enskum skýringartexta. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Ingibjörg Björnsdóttir er höf- undur dansa og Kristinn Daníelsson annast lýsingu. Með helstu einsöngshlut- verk fara: Kristján Jóhanns- son, Kristinn Sigmundsson, Elísabet F. Eiríksdóttir, Sig- ríður Ella Magnúsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Robert W. Becker og Viðar Gunnars- son. Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur, en að auki taka Þjóðleikhúskórinn og íslenski dansflokkurinn þátt í sýning- unni. Þetta er frumuppfærsla á verkinu hér á landi og jafn- framt ein viðamesta sýning Þjóðleikhússins frá upphafi, en milli 120 og 130 manns taka þátt í henni. Þjóðleikhúsið hefur áður sýntþrjáróperur Verdis: Rigo- letto (tvisvar), II trovatore og La traviata. Frumsýningin er á laugar- dagskvöld og önnur sýning á sunnudagskvöld og er uppselt á báðar sýningarnar. íslenskar myndlistar- konur fæddar 1888-1930 Frumsýning á Grímudansleik eftir Verdi ■ Þjóðleikhúsið frumsýnir óperuna Grímudansleik (Un ballo in maschera) eftir Gius- eppe Verdi. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, hljóm- sveitarstjóri er Maurizio Bar- bacini frá Italíu, leikmynd ger- ir Björn G. Björnsson, bún- inga gerir Malín Örlygsdóttir, fra skolahlaupi. Norræna skóla' hlaupið 1985 ■ Norræna skólaíþrótta- nefndin stóð fyrir skólahlaupi á Norðurlöndum á tímabilinu okt-nóv. á sl. skólaári. Þá tóku 79 skólar hér á landi þátt í hlaupinu, þrátt fyrir þá rösk- un sem varð á skólahaldi þá í október. Með „norræna skólahlaup- inu“ er leitast við að hvetja nemendur, kennara og aðra starfsmenn skólanna til að æfa hlaup eða aðrar íþróttir reglu- lega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Þess er vænst að norræna skólahlaupið verði framvegis árlegur viðburður í íþróttalífi grunn- og framhaldsskóla á öll- um Norðurlöndum og fari fram í löndunum um líkt leyti, eða fram til 15. október. Ákveðið hefur verið að hlaupið fari fram hér á landi á tímabilinu 17. september til 15. október. Er hér með hvatt til þess að allir skólar verði með í norræna skólahlaupinu 1985. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og einnig hver skóli viðurkenningarskjal, þar sem greint verður frá heildar- árangri hans. Einnig verða heildarúrslit birt í fjölmiðlum og send skólum landsins. Umsjón með „skólahlaup- inu 1985“ hefur samstarfs- nefnd skipuð Reyni G. Karls- syni, íþróttafulltrúa og Birni Magnússyni, fulltrúa f.h. íþrótta- og æskulýðsmáladeild- ar menntamálaráðuneytisins og Sigurði. Helgasyni, deildar- stjóra f.h. útbreiðslunefndar Frjálsíþróttasambands íslands. ■ í tilefni af Listahátíð kvenna stendur nú yfir í Lista- safni íslands sýning á verkum 19 íslenskra myndlistarkvenna sem fæddar eru 1888-1930. Á sýningunni eru 8,0 lista- verk, höggmyndir, klippimynd- ir, olíumálverk, vatnslita- myndir og vefnaður, öll í eigu safnsins. Sýningin er opin daglega frá kl. 13.30-16.00 virka daga og frá 13.30-22.00 um helgar. John-FranklinKoenig -Grafík ■ Sýning á steinprenti og mónótýpum eftir bandaríska listmálarann John-Franklin Koenig í Listasafni íslands er opin daglega frá kl. 13.30- 16.00 virka daga og til 22.00 um helgar. Sýningunni lýkur 22. september. Silfurmunir í Norræna húsinu ■ Laugard. 21. sept. verður opnuð í anddyri Norræna húss- ins sýning á silfurmunum eftir hinn þekkta finnska lista- manna Bertel Gardberg. Á sýningunni eru um eitt hundr- að verk og lýsa þau vel þróun- inni í list Gardbergs á sl. 40 árum. Verkin eru öll í eigu listamannsins sjálfs og Listiðn- aðarsafnsins í Helsinki. Anders Huldén, nýskipaður sendiherra Finnlands á íslandi, mun opna sýninguna á laugar- daginn og verður hún opin á venjulegum opnunartíma hússins til 7. október.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.