NT - 20.09.1985, Blaðsíða 24

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 24
 .. Við tökum við ábendingum um fréttirallan sólarhringinn. Greiddarverða 1000 krónurfyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 — \— — — i—— „Sundið átti fyrst að vera heilsubót við berklum,“ Hálfrar aldar sundafrek Péturs Eiríkssonar rifjuð upp ■ Þeir eru margir verðlaunapeningarnir sem hann hefur hlotið um dagana fyrir sundafrek sín. „Mér finnst vænt um hvað fólk man ennþá eftir þessu,“ segir Pétur. NT-im nd Róbert km í alveg gífurlega köldum sjó. Grettissundið er Iíka lengra en að synda stystu leið úrDrangeyogaðlandi. Grettir lagði forðum upp frá Upp- gönguvík í Drangey, en það var eini staðurinn þar sem hægt var að komast að sjó, vegna þess að eyjan er öll þverhnípt. Þaðan lagði ég upp líka þann 28 júlí '36. Sundið var ógurlcga erfitt og það sem setti strik í reikn- inginn var vitlaus útreikningur á hafstraumunum. Samkvæmt útreikningum sem við höfðum gert áður en ég lagði upp,’ átti ég að nýta mér innfallið og synda þá með straumi. í stað þess fékk ég útfallið á móti mér, og synti því á móti straumi stóran hluta leiðarinn- ar en sundið tók mig 5 tíma og 19 mínútur, miklu lengri tíma ■ Pétur stígur á land í Reykjavíkurhöfn 12. septem- ber 1935, en þá sló hann tíma- met sein enginn hefur hnekkt síðan. en ég hafði nokkurn tíma reiknað með. Ég var svo lerk- aður þegar ég kom að landi, að það eina sem ég gat stunið upp var „Þið verðið að bera mig, ég get ekki gengið“. Þá mótmælti Jónas Kristjánsson læknir sem þarna var viðstaddur og sagði „Nei, það er stranglega bannað að bera hann, hann verður að ganga og koma blóðinu á hreyfingu'". Þannig lýsti læknir m.a. ástandi mínu þegar ég steig á land: „Púls finnst ekki, vöðvaafl þrotið meðvitundar- lítill af kulda." Það litla sem ég man eftir að ég steig á land var að ég fékk sprautur til að lífga mig við, og Jónas Kristjánsson leit á mig og sagði „Ég held að hann ætli að hafa það.“ Þetta var ekkert grín að synda Grettissund á móti straumi, en ég var hreykinn yfir því að hafa ekki gefist upp.“ -Stefndirðu á fleiri svona stórsund, eftir Drangeyjar- sundið? „Já ég var alltaf ákveðinn í því að synda yfir Eyjasund frá Vestmannaeyjum að landi, en það varð aldrei af því m.a. vegna óhagstæðra veðurskil- yrða 3 sumur í röð. Einnig var ég orðinn mjög spenntur fyrir því að synda Ermasundið, en þá kom stríðið þannig að ég varð að hætta við, og fannst það miður.“ Búinn að synda nóg um ævina - Þú hefur þá hætt á hátindi ferils þín, eftir Grettissundið? „Já, það má segja það, að vísu hætti ég ekki alveg að synda, en þetta var síðasta sundið í köldum sjó. Mér finnst afskaplega vænt um hvað fólk man eftir þessum atburðum enn í dag, íþrótta- menn sem voru á toppnum fyrir 10 árum eru kannski gleymdir á meðan fólk þekkir enn Pétur Eiríksson sund- kappa sem sló sín met fyrir 50 árum.“ - Bregðurðu þér samt ekki í sund annað slagið núna? „Nei, ég hef varla tekið sundtökin síðastliðin 20 ár, þótt ég fylgist með því livað er að gerast í sundíþróttinni. Ég held líka að ég sé búinn að synda nóg um ævina meira en margur maðurinn sem skrepp- ur í sund á hverjum degi í 50 ár. Ég tók það bara allt út á nokkrum árum." ■ Mörg er sagt að sigling glæst/ sjást frá Drangey mundi/ Þú ber Grcttis höfuð hæst/ úr liati á Reykjasundi/ Svo orti skáldið Stephan G. Stephansson árið 1917. Tæpum 20 árum síðar átti þó annað höfuð eftir að bera hátt á Reykjasundi. Það var sundgarpurinn frækni Pétur Eiríksson sem synti hið erfíða Grettissund rúmum 800 árum á eftir Gretti sjálfum, og var Pétur þá annar Islendingurinn sem vann það alrek. Viðeyjarsund Péturs, sem hann synti áriö á undan Grett- issundinu á nú 50 ára afmæli. Þá sló Pétur nýtt tímamet sem enginn hefur hnekkt síðan þótt margir hafi reynt, hann synti úrViðeyá 1 klukkustund og30 mínútum sléttum. Þessi hálfrar aldar gömlu afrek Péturs Eiríkssonar verða lengi höfð í minnum íslend- inga, en í tilefni þeirra átti blaðamaður NT samtal við Pétur þar sem hann rifjaöi upp merkan sundferil. hafi verið veitt ennþá hér á landi. Þann 12. september 1935, synti ég svo Viðeyjarsundið. Ég var smurður lanolínolíu frá toppi til táar en annars var útbúnaðurinn ekki mikill. Ég synti svo frá Viðey 4'/í> km leið á einni klukkustund og 30 mínútum sléttum og sló þar með eldra mct Hauks Einars- Kunni betur að synda en að ganga -Nú varst þú bara 18 ára unglingur þcgar þú syntir þessi miklu sund. Hefur nokkur yngri en það, ráðist í þau? „Nei, ég er víst sá allra yngsti bæði fyrr og síðar. En maður gerir ckkert svona án gífurlegrar æfingar. Raunar var ég mikill sjúklingur áður en ég fór að stunda sundið. Ég fékk berkla mjög ungur, og var búinn að vera sjúklingur á Vííilsstaðaspítala lengi. Þegar ég byrjaði að venja komur mínar í sundlaugina í Laugardal, sem þá var nú hálf- gerður pollur, miðað við hvað hún er núna, fann ég hvað ég hafði gott af sundinu. Brenni- steinninn sem var í vatninu hélt berklunum algjörlega niðri, og smám saman læknað- ist ég af sjúkdómnum, fékk nýjan þrótt og varð fullkom- lega heill heilsu. Það var sund- inu að þakka og engu öðru. Síðan byrjaði ég að æfa sundið með KR, ætli ég hafi ekki verið l4áragamallogvar bókstaflega syndandi allan daginn. Ég kunni líka miklu betur við mig í vatni heldur en á landi, enda hafði ég lítið getað gengið síðustu ár fyrir rúmlegu meðan ég lá í berklun- um. Líklega kunni ég bara betur að synda en aö ganga. Ég var búinn að búa mig vel undir Viðeyjarsundiö '35, hafði æft mig lengi að synda í köldum sjó. Við æföum okkur oft í að synda út í Örfirisey í félaginu, einnig hafði ég þrem- ur árum áður fengið svokallað sundþrautarmerki Í.S.Í., en það er veitt fyrir að synda 1000 m vegalengd í köldum sjó á vissum tíma. Ég held að ein- ungis örfá sundþrautarmerki ■ Grettissund Péturs '36. Hann var vel útbúinn, smurður lanolínolíu, í ullarsundbol næst sér, síðan í vaxdúksbol, og loks í venjulegum sundbol utanyfír en við hann voru saumaðir háir bómullarsokkar. Auk þess var Pétur með þykka sundhettu. sonar sundmanns um 23 mínútur. Veðrið var gott, smá gára að vísu, en mér sóttist sundið vel og fannst það hreint ekki eins erfitt og ég hafði búist við, þótt auðvitað væri ég orðinn kaldur og þreyttur þeg- ar ég kom að landi. Það var afskaplega þægileg tilfinning að koma að landi við Reykja- víkurhöfn, þar sem fagnandi mannfjöldi tók á rnóti mér. þeirri tilfinningu gleymi ég seint.“ Synti Grettissund á móti þungum hafstraumum -“Fannst þér Grettissundið sem þú syntir árið eftir erfiðara en þú bjóst við? „Já, það er víst óhætt að segja það. Auðvitað vissi ég að það yrði erfitt, þetta eru um 8

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.