NT - 20.09.1985, Blaðsíða 11

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. september 1985 11 Nýtt frá Gyldendal Norsk Forlag ■ Af þeim nýju bókum sem mér hafa borist frá Gyldendal hefir kannski To voksne og to barn eftir Marit Nerem vakið mesta athygli mína. Dóttirin í fjölskyldunni segir frá, hvernig uppeldið var eilíft stríð, en allt slétt og fellt á yfirborði. Höf- undurinn bókstaflega nær upp spennu í frásögninni, serh hrífur. Hvað kemur næst í stóru áætluninni hennar mömmu? Að ná árangri og viðurkenningu er eina markið sem að er stefnt. Allt skal kúgað áfram til þess. Átökin eru yfirþyrmandi og frásögnin fullkomin. Þá má segja að bók Ola Bauer, Metoden, sé sálfræði- leg spennu- eða hryllingssaga. Eins og sú fyrri fjölskyldusaga, en hér er faðirinn í hlutverkinu sem móðirin var. Hann er útgerðarmaður, sem hefir not- að peninga konu sinnar og gjöreyðilagt hana. Synirnir verða algerar andstæður. Ann- ar þægur og góður og rekur fyrirtækið áfram af hlýðni hins kúgaða. Hinn hverfur og flakk- ar um heiminn í ævintýraleit. Svo lærir hann aðferðina í Afríku. í Zaire kynnist hann hvernig innfæddir brjóta evr- ópskan drykkjumann niður. Eiginlega er líka hægt að kalla þessa bók glæpasögu. Fyrsta bók frá hendi höf- undar er Tangsforretningen, eftir Randi Folkestad. Hún fjallar um vandamál feitlaginn- ar stúlku sem varð að taka með töng við fæðinguna. Mamma skilur ekki hve erfitt er að lifa og pabbi er fangi í Þýskalandi, frá 1943. Bókin er mjög vel skrifuð og hrífur lesandann. Hún segir án tilfinningaflóðs frá erfiðu uppeldi og baráttu ungrar stúlku við að komast af í lífinu. Úr lífi bókaormsins er æsku- minningar Karin Bang frá því fyrir stríð. Henni tekst ágæt- lega að lýsa þeim aragrúa áh- rifa, sem kreppuárin, verkföll- in og allir erfiðleikar fyrir- stríðsáranna, hafa á hana. Hún gefur umhverfi sínu slíkar myndir að aðdáun vekur. Sigurður H. Þorsteinsson. Aventura fer vel af stað Bókaflóðið, eins og við köll- um það, er þegar komið af stað í Noregi. Og Aventura fer af stað með bók Brett Borgen um föður sinn Johan Borgen. Þarna kemur fram á sjónar- sviðið mynd sem Norðmenn hafa kannski meira og minna þekkt, en aldrei notað fyrr. Brett er ekki að skrifa um skáldið Borgen, heldur mann- inn og föðurinn Borgen, eða Lillelord, eins og hann nefnir sig í triologiunni. Skapmann- inn, morfínneytandann, sjúkl- inginn, en alltaf föðurinn sem hún elskaði. Alveg sama þótt hann segði dótturdjöfull og hún svaraði að bragði, föður- djöfull, ekkert gat brotið for- eldraástina milli þeirra. Bókin er með eindæmum hreinskilin, en jafnframt svo mannleg að aðdáunarvert er. Odd Börretzen sendir frá sér bókina „Berus Eder“ hjá Avetura í ár. Því skálum bræð- ur skálum, gæti hún heitið á íslensku. Hann byrjar á byrj- uninni, Sókrates og miðinum, öli og vt'ni. Baráttubók gegn norskri mærð og þunglyndi, segir útgefandi. Vissulega hef- ur vínið skapað marga og þunga sorg, því telur höfundur að líka verði að segja frá gleð- inni. Vissulega er bókin skemmtilega skrifuð og ekki saka teikningar höfundar. En tekst honum að bjarga Jeppa á Fjalli? L'immoralist eftir André Gide í þýðingu Halfdan W. ■ Johan Borgen. endum. En aðvörunin á bóka- rumslagi á kannski erindi til nútímafólks: „Að lesa góðar bókmenntir er vanabindandi. Eftir því sem meira er lesið og því fyrr sem þú byrjar að lesa, er hættan meiri á að ánetjast." Sigurður H. Þorsteinsson. Freihow heitir Den Umoralske í útgáfu Aventura. Bráðsnjöll og vel gerð þýðing og ekki þarf að kynna Gide íslenskum les- Kennslubækur - Kennslubækur ■ Gísla saga Súrssonar. Jóhanna Sveinsdóttir bjó til prentunar. Iðnskólaútgáfan. 1985. Gísla sögu prýðir flest það sem gerir bók aðgengilega í augum nemenda og er líklegt til að vekja áhuga þeirra. Hún fjallar um klassísk viðfangsefni eins og ást og hatur, réttlæti og ranglæti og lög og ólög. Að auki er hún spennandi og á köflum dulúðug. Inngangur Jóhönnu er á ýmsa lund ýtarlegur án þess þó að vera líklegur til að ofbjóða skilningi skólanema. Af köfl- um hans er mest nýnæmi í þeim sem fjallar um siðferð- iskennd og sæmd. 20. aidar lesandi á að vonum bágt með að setja sig inn í hugarheim sögu sem á að gerast fyrir 1000 árum. Þótt hann skilji allflest orðin sem hann les er ekki eins víst að hugsunin komist ævin- lega til skila. Því er það vel þegið þegar Jóhanna prófar að staðsetja atburði bókarinnar í Árbæjarhverfi og segir síðan: „Gerðust slíkir atburðir í dag myndu sjálf morðin sennilega vekja mesta athygli, síður ástæð- ur þeirra.“ Það er einmitt þetta sem endurspeglar reginmun nútíðar og þjóðveldisaldar. í stað þess að leggja áherslu á hvílík viðbjóðsverk hetjur ís- lendingasagna vinna væri sjálf- sagt þroskavænlegra fyrir nem- endur að kennarar legðu áherslu á ríkjandi siðferð- iskennd og almennt gildismat þessa tíma. Því þeir sem fyrstir heyrðu sögurnar hafa ekki beðið spenntir eftir því hvort hefnt yrði heldur hvenær og hvernig. Hin tíðu manndráp eru afleiðing þess réttarkerfis sem sögurnar gerast í. Þjóð- veldið byggist á löggjafar- og dómsvaldi en framkvæmda- valdið, í líkingu þess sem nú er, var ekki til. Þannig þurftu menn að reka réttar síns eftir eigin mætti og í krafti ættarinn- ar. Því varð einstaklingurinn að geta reitt sig á ættingja og vini. Það er skiljanlegt að refs- ingar (hefndir) hafi orðið harð- ari þar sem menn þurftu sjálfir að taka að sér böðulshlutverk- ið andstætt nútímanum þar sem slíkt er hálfpartinn mið- og fjarstýrt. í inngangi nefnir Jóhanna að íslendingasögur líkist að talsverðu leyti „vestrum“ nú- tímans. Þetta er rétt svo langt sem það nær. Hins vegar sýnist mér samanburður íslendinga- sagna (og þá sérstaklega Gísla sögu) við annars konar bók- menntir eiga fullt eins mikinn rétt á sér. Saga Gísla er um leið saga Auðar sem stendur eins og klettur við hlið bónda síns sama hvort blæs með eða á móti. Sömuleiðis eru það 2 ástarþríhyrningar sem eru kveikjan að öllum ófriði sög- unnar. Þannig má líta á Gísla sögu sem ástarsögu. Jafnframt hefur Gísla saga fólginn í sér snefil af uppvaxtarsögu. Þorkell, eldri bróðirinn, er sagður „ofláti mikill", latur til vinnu og kýs auðveldar leiðir úr vandræðum. Yngri bróðir- inn, Gísli, er hins vegar vinnu- þjarkur og verður að hetju vegna þess að hann stendur og fellur með réttlætiskennd sinni. Þessi útgáfa Gísla sögu (og Kjalnesinga sögu sem áður hefur verið fjallað um) er myndskreytt af Hauki Hall- dórssyni. Áþeimersnyrtilegur raunsæisblær sem ýtir þó undir ímyndunarafl lesandans. Má nefna eftirminnilega mynd á bls. 56 þar sem sýnt er víg Vésteins. Frágangur bókarinnar er til sóma. Prentun, umbrot og við- felldin stafagerð gera góða sögu betri (og á þetta einnig við um Kjalnesinga sögu). Sér- staklega ber að nefna hve nafnaskrá og listi yfir land- fræðileg heiti hjálpa til við að gera söguna aðgengilega. Ingi Bogi. Gpps, klaufi varstu ... en þetta gerir svo sem ekkert til Effco þurrkan gerir hluti sem þessa að smámáli Enginn sem a Effco þurrku kipp- ir sér upp viö svona smáslys. Enda þurrkar Effco þurrkan upp allt sem sullast og hellist niður. Með Effco þurrkunni er enginn vandi að halda eldhúsinu finu. sama hvað gengur á. Hun gerir eldhusstörfin ánægju- legri en nokkru sinni fyrr. En hun er ekki bara til að þrífa þess háttar ósköp. Þu notar hana líka til að þrífa bilinn - jafnt að innan sem utan. Það er alltaf öruggara að haía Effco þurrkuna við hendina, hvort sem það er á heimilinu, i sumar- bustaðnum, batnum eða bilnum. Ja. það er fátt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. Effco-þurrkan fæst a betri bensínstoðvum og verslunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.