NT - 20.09.1985, Blaðsíða 2

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 2
■ Það má ekki mikið út af bregða, við aðstæður sem þessar. Þyrlan er um 1,5 metra frá yfírborði sjávar. Þannig hélt flugmaðurinn henni í allt að hálfa mínútu - vanir menn. ■ Hannes Þ. Hafstein framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins fylgist með athöfnum manna sinna, úr Aðalbjörgu RE 5. Föstudagur 20. september 1985 2 SSMWMMMMM ■ Björgun úr sjávarháska. Vel tókst til. Borgin í baksýn, og myndin ber með sér hvemig skilyrði voru þegar æfingin fór fram. NT-myndir: Árni Bjarna. ■ Jón E. Bergsveinsson -bátur slysavarnadeildarinnar í Reykjavík. Fljúgandi ferð og rétt skrúfan sem tyllir á hafflötinn. Ég vona bara að það sé eitthvað meira en BragakafTi á honum þessum SVFÍ og varnarliðið: „Flotinn“ á æf ingu með varnarliðinu -10 bátar Slysavarnafélagsins tóku þátt í æfingunni ■ Sjóflokkar úr Slysavarnafé- lagi Islands og björgunarsveit- armenn af Keflavíkurflugvelli héldu mikla sameiginlega æf- ingu fyrir utan Reykjavíkur- höfn um helgina. Veðurskil- yrði voru hin ákjósanlegustu fyrir æfíngu af þessu tagi. Vindur norð-austlægur, 6 vindstig. Alls voru tíu bátar, bæði slöngubátar, og tveir nýir björgunarbátar Slysavarnafé- lagsins þátttakendur í æfing- unni. Aðalbjörg RE 5 var þátttakandi og aðstoðaði við framkvæmd æfingarinnar. Hannes Þ. Hafstein fram- kvæmdastjóri félagsins sagði í samtali við NT að æfingin hefði gengið í alla staði vel. „Þetta er önnur æfingin sem við höld- um með björgunarsveitar- mönnum frá varnarliðinu. Menn voru almennt ánægðir með æfinguna,' og það var sérstaklega gaman að koma í hús Slysavarnafélagsins, eftir æfinguna, og ræða málin yfir kaffi og samloku." Hannes sagði að nú þegar væri þriðja æfingin á döfinni, og mun hún verða haldin einhversstaðar úti á landi. Hann taldi ekki tíma- bært að skýra frá hvenær eða hvar, enda áætlanir á frum- stigi. Sérstakir gestir á æfingunni voru sex yfirmenn úr U.S. Coast Guard - bandarísku strandgæslunni, og voru þeir, að sögn Hannesar yfir sig hrifnir af æfingunni. Aðalmarkmið æfingarinnar var að menn sem starfa í sjóflokkum fái að kynnast sam- starfi við þyrlu, og sjá hvernig þær vinna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.