NT - 20.09.1985, Blaðsíða 19

NT - 20.09.1985, Blaðsíða 19
Föstudagur 20. september 1985 19 V-þýskir í vanda ■ V-Þýskaland, sem í mörg herrans ár hefur verið ein af leiöandi þjóðum í frjálsum íþróttum, má nú muna fífil sinn fegri og forráðamenn frjálsra íþrótta þar í landi eru hræddir um að þeirra muni bíða veruleg afhroð í Evrópukeppninni sem fram fer í Stuttgart á næsta ári. V-Þjóðverjar unnu til átta gullverðlauna í síðustu Evrópukeppni sem haldin var í Aþenu 1982 og voru ofsakátir að fá keppnina til sín á næsta ári. Sú kátína er nú að mestu slokknuð og Otto Klappet, fram- kvæmdarstjóri v-þýska frjálsíþróttasambandsins, sagði nýlega að nú væri ekkert eftir nema „bjarga því sem bjargað verður fyr- ir keppnina í Stuttgart.“ Síðasta keppnistímabil var geysislakt hjá V-Þjóð- verjum. Enginn íþrótta- maður vann til gullverð- launa, hvorki á Heims- meistara - né Evrópu- keppninni innanhúss fyrr á þessu ári og aðeins þrír náðu því að vinna sér þátt- tökurétt í Grand Prix loka- keppninni í Róm. Hver er ástæðan? Thom- as Wessinghage, Evrópu- meistarinn í 5000 m hlaupi, heldur því fram að v-þýska frjálsíþróttasambandið sé nú að borga brúsann fyrir að vanrækja unglingastarf og ieit að hæfdeikafólki. Hann sagði að sambandiö hefði í allt of mörg ár treyst á nokkur þekkt nöfn og sent of fáa frjálsíþrótta- menn til keppni í alþjóða- mótum. Spænska bikarkeppnin: Nokkrir leikir í 1. uraf: Celtiga-Celta ............ 0-2 Torrelavega-Racing........ 1-4 Huesca-Zaragoza........... 2-2 Gandia-Valencia .......... 1-2 Eldense-Hercules.......... 0-3 Leonesa-Valladolid ....... 0-5 Moguer-Real Betts......... 0-2 Cordoba-Sevilla............2-6 Telde-las Palmas.......... 1-3 ■ Pat Ewing verður jafnvel ríkari en frændi hans J.R. Ewing sem þó á peninga eins og... NT-lið sumarsins: Mikið sóknarlið - Gunnar, Guðni, Ómar og Ragnar voru sjö sinnum í liðinu í sumar ■ Eins og lesendur NT hafa tekið eftir þá höfum við hér á íþróttunum valið NT-lið hverrar umferðar í 1. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu. Við höfum nú tekið saman lið sumarsins og skipa það eftirtaldir leikmenn. Þetta val er byggt á vali okkar í lið vikunnar. Markvörður: Halldór Hall- dórsson, FH. Halldór kom á óvart með nýliðum FH og varði markið af stakri prýði mestan hluta sumarsins. Hann dalaði nokkuð undir lok tímabilsins en var mjög góður fram að því. Halldór var 3svar í liði umferð- arinnar. Stuttgart kaupir ■ Stuttgart, lið Ásgeirs Sigurvinssonar í V-Þýskalandi, hefur ákveðið að kaupa júgóslavneska framherjann Pre- drag Pasic. Pasic, sem leikið hefur 15 landsleiki fyrir Júkkana, mun koma í stað Nico Claesens sem er á förum til Standard Liege í Belgíu. Bakverðir: Guðjón Þórðar- son, ÍA, og Gunnar Gíslason, KR. Þessir piltar spiluðu reynd- ar báðir hægri bakvörð mest allt tímabilið en Gunnar kom einnig við sögu á miðjunni. Gunnar var 7 sinnum í liði umferðarinn- ar en Guðjón, sem átti eitt sitt besta keppnistímabil með ÍA var 5 sinnum í liðinu. Þeir verða að deila um það sín á milli hvor verður hægri og hvor vinstri bakk. Miðverðir: Valsparið Guðni Bergsson og Sævar Jónsson voru í sérflokki í hjarta varnar- innar. Guðni var 7 sinnum í liðinu en Sævar 6 sinnum. Vals- vörnin var eflaust sú sterkasta í deildinni og þeir báru hana uppi. Miðjumenn: Það kom á dag- inn að sókndjarfir miðjumenn voru oftast í liðinu enda skorað mikið af mörkum í deildinni og því við hæfi að sóknarliði væri stillt upp. Á miðjunni verða: Halldór Áskelsson, Þór, Ómar Torfason, Fram og Siguróli Kristjánsson, Þór. Omar varð markahæsti leikmaður mótsins og 7 sinnum í liðinu hér á NT. Halldór og Siguróli báru uppi hið unga og skemmtilega lið Þórs Akureyri og var Halldór Patrick Ewing verður Ofsaríkur Sex ára samningur hans við Knicks gefur honum 680 millur ■ Eins og NT skýrði frá fyrr í sumar þá voru það New York Knicks úr NBA-körfuknatt- leiknum í Bandaríkjunum sem náðu í Patrick Ewing hinn snjalla 2,13 metra miðherja frá Georgetown háskólanum. Ewing þessi hefur verið eitt mesta efni í háskólakörfuknatt- leiknum í ein þrjú ár og stóru liðin biðu eftir að hann kæmi í NBA-deildina. En það er dýrt að ná í góða leikmenn. New York Knicks og Pat Ewing hafa gert með sér sex ára samning og fær Ewing í sinn hlut 17 milljónir dollara eða um 680 milljónir íslenskar krónur þessi sex ár. Þetta gerir Ewing hæst launaða nýliða í NBA- deildinni og fer hann með því fram úr Akeem „The Dream“ Olajuwon sem samdi við Houston Rockets í fyrra. Ef allt gengur vel hjá Ewing þá gæti hann orðið hæst launaði leikmaður í deildinni eftir fjög- ur ár en þá verður samningurinn endurskoðaður. Þá verðurhann á meðal manna eins og Moses Malone hjá Fíladelfía 76ers sem er með 15,5 milljónir dala fyrir sex ár, Larry Bird hjá Boston Celtics með 14 millj. dala fyrir átta ár og Erving „Magic“ John- son hjá Lakers með 25 milljónir fyrir 25 ára samning. Góður árangur - Stavangursstrákanna í Noregi ■ Nú er keppnistímabil norskra handknattleiksmanna að byrja og fjórir íslendingar verða þar í eldlínunni. Þrír þeirra starfa hjá Stavanger. Helgi Ragnarsson er þar þjálfari og þeir Jakob Jónsson (KR) og Sveinn Bragason (FH) spila nteð liðinu. Þá er Gunnar Ein- arsson þjálfari Fredriksborg Ski og hann hefur jafnframt leikið nteð liðinu til þessa. Norsk blöð slógu því upp í vikunni hversu vel íslendingun- um hjá Stavangri gangi en liðið licfur gert það gott í æfingaleikj- urn og Sveinn og Jakob verið bestu menn þess. Það verður því gaman að fylgjast með þess- um löndum okkar í vetur. kosinn efnilegasti knattspyrnu- maður ársins. Við erum ekki í vafa um að Siguróli hefur ekki verið honúm langt að baki. Þeir voru báðir 5 sinnum í liði um- ferðarinnar. Framlínumenn: Þeir þrír er fá þann heiður að skora mörk í liði sumarsins eru Ragnar Mar- geirsson, ÍBK en hann varð annar markahæsti leikmaður sumarsins og allir þekkja krafta hans. Guðmundur Þorbjörns- son, Val, varð ásamt Ragnari annar markahæsti leikmaður mótsins. Guðmundur vareinnig kosinn leikmaður íslandsmóts- ins fyrir stuttu. Hann verður í fremstu víglínu ásamt Ragnari og Guðmundi Torfasyni sem átt hefur mjög gott tímabil með Fram. Guðmundur Torfa er sterkur skallamaður og skot- maður mikill. Ragnar var 7 sinnum í liðinu. Gummi Þor- björns var 5 sinnum en Torfason 6 sinnum. Framlína í gæða- flokki 1. Eins og sést á þessari upptaln- ingu þá er lið sumarsins sterkt. Liðið er sóknarlið enda mörkin í sumar verið fleiri en menn fá tölu á skotið. Vörnin er einnig sterk og í markinu er ungur en upprennandi markvörður. Jakob Jónsson gerir það gott í Noregi. NT-mynd: Árni Bjama. Götuhlaup Islands ■ Götuhlaup íslands fer fram í Vesturbænum sunnudaginn 22. september. Hefst hlaupið kl. 11:00 við KR-heimilið. Mislangirfætur - sá hægri er styttri en sá vinstri og allt í steik hjá Bremen Rudi Vöiler er hálf skakkur eins og þessi mynd sýnir. ■ Heilmikið mál er nú komið upp hjá Werder Bremen, þýska knattspyrnufélaginu sem hefur, um þessar mundir, forystu í 1. Búndesligu þar í landi. Læknir félagsins lýsti því nefnilega yfir um daginn að þrálát meiðsli lykilleikmanns félagsins Rudi Völlers hefðu ekkert að gera með tognun í læri (eins og haldið var fram) heldur væri hægri fótleggur landsliösmið- herjans styttri en sá vinstri. Völler hefur þurft að fara út af í síðustu tveimur leikjum en dr. Wiedermann, læknir liðsins, sagði að strax yrði haíist handa við uppbyggingu fótar Völlers. Framkvæmdastjóri félagsins varð hins vegar hundillur vegna yfirlýsinga læknisins og hótaði honum málshöfðun. Heimildir segja nefnilega að forráðamenn félagsins séu nú smeykir um að kaupverð Völlers muni lækka verulega. Þetta kemur sér illa vegna þess að samningur kapp- ans rennur út á næsta ári og ítölsk félög standa nú þegar í slag um að fá hann í sínar raðir. Völler er markahæstur í V-Þýskalandi og er um þessar mundir langhættulegasti fram- línumaðurinn í Búndeslígunni. Er fréttin lak út hafði einn sjónvarpsmaður á orði að „ef Völler getur spilað svona vel með annan fótinn styttri hvernig væri hann þá ef báðir fætur væru jafnlángir?" Keppt er í flokki karla og kvenna. Boðhlaupssveit karla skal skipuð fjórum hlaupurum, - 1. og 3. maður hlaupa u.þ.b. 3 km hvor en 2. og 4. u.þ.b. 6 km hvor. Boðhlaupssveit kvenna skal skipuð þremur hlaupurum, - 1. og 3. hlaupa 3 km hvor en 2. 1,5 km. Hlaupið er íslandsmeistara- mót félaga inrian F.R.Í. Hins vegar er það opið fyrir alla. Upplagt er fyrir æfingahópa, skóla, fyrirtæki og félagasamtök að senda sveitir til keppni. Sveitir skulu skráðar hjá skrif- stofu F.R.Í. s. 83686 eða Dýra, s. 83069 (kv). Þátttökugjöld, kr. 100 á mann greiðist á mótsstað. Ákjósanleg búningsaðstaða er sundlaugin í Vesturbænum. Múller snýr aftur heim lígunni í vctur. Það er félagið Saarbrueck- en sem boðið hefur Múller tveggja ára samning og for-. ráðamenn svissneska liðsins V-þýski miðherjinn knattspyrnu, Dieter Múller sem leikið hefur að undan- förnu með svissneska 1. deildarliðinu Grasshopper Zurich ætlar sér að snúa aftur heim og leika í Búndes- hafa þegar fallist á að hann geti farið.___________________________

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.