Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 13
ára, kom pabbi hans með smáskífu með hljómsveitinni Buzzcocks með sér heim til
Íslands. „Þegar ég hlustaði á Spiral Scratch fann ég loks eitthvað sem ég kunni að
meta og þegar ég fór svo út sumarið 1977 leitaði ég uppi pönkara og pönktónlist.“
EINAR ÖRN Í KULDA OG TREKKI Tónlistaráhuginn jókst jafnt og þétt úr þessu
og þegar Einar Örn fór í Menntaskólann við Hamrahlíð 1978 var tónlistin orðin hans
aðaláhugamál. „Ég fór að lesa mér til um tónlist, keypti [bresku tónlistarvikuritin]
Sounds, Melody Maker, ZigZag og New Musical Express, fór í hverri viku að sækja
blaðapakkann minn og las allt sem ég komst yfir, viðtöl og plötudóma, tónleika-
gagnrýni og tónleikadagskrá.
Mikið af tónlistinni hafði ég heyrt þó hún væri ekki fáanleg hér á landi þar sem ég
fór reglulega til London og notaði þá tækifærið til að kaupa plötur. Pabbi sendi mér
líka plötur eða kom með bunka með sér þegar hann var að koma heim. Ég fór líka að
hanga niðri í Karnabæ, hjá Gulla Fúsa, og inni á lager hjá Steinum hf. þar sem ég
komst í prufuplötur sem ég fékk að hlusta á og sumt að kaupa. Ég hafði því ágætan
aðgang að tónlist og það var alls ekki bara pönk.“
Lítið var um nýja tónlist í Gufunni, Ríkisútvarpinu, á þeim tíma, en Einar Örn átti
ráð við því, fékk lánaðan Sunbeam-bíl móður sinnar á kvöldin og ók upp í Hlíðar þar
sem hann náði BBC World Service og gat hlustað á John Peel. „Þar sat ég í bílnum á
kvöldin, oft í skítakulda, hlustaði á John Peel og heyrði þar í Fall, AuPairs og fleiri
breskum hljómsveitum sem voru að gera spennandi hluti.“
EINAR ÖRN PÖNKARI Pönkið var ekki bara tónlist, það var líka fatatíska og Ein-
ar Örn segir fötin líka hafa skipt máli. Það seldu engar búðir pönkaraföt, menn
þurftu að bjarga sér sjálfir og Einar Örn fór til að mynda í Andersen og Lauth á Vest-
urgötunni, Andlát eins og hann kallar það, keypti þar buxur og skyrtur sem voru svo
komnar úr tísku að þær voru pönkaðar í sniðinu. Síðan gekk hann í gatslitinni grænni
peysu af föður sínum, „leikstjórapeysu“ segir hann, raðaði öryggisnælum í jakkann
og bjó sér til grifflur; klæddi sig upp í pönkgallann, en þess má geta til gamans að í
rokksögunni hans Gunnars Lárusar Hjálmarssonar sem kom út fyrir tveimur árum
segir hann að Einar Örn hafi verið fyrsti „alvöru“ pönkarinn í Reykjavík.
„Þetta gaf mér meðvitund um mig og umhverfi mitt, þessi DIY-stefna, gerðu það
sjálfur. Maður varð að búa hlutina til sjálfur og mér fannst það gaman að þegar ég
hitti þessar gömlu stjörnur sem ég hélt svo mikið upp á löngu síðar, fólk eins og
Siouxsie and the Banshees, komst ég að því að ég hafði rétt fyrir mér, þau urðu líka að
gera hlutina sjálf, vildu gera hlutina sjálf.“
EINAR ÖRN MH-INGUR Þegar vinirnir úr Hagaskólanum fóru í menntaskóla var
Einar Örn sá eini sem fór í MH, flestir fóru í Menntaskólann í Reykjavík, en þeir
Friðrik og Bragi í Verzlunarskólann. Friðrik hætti þar reyndar snemma og fór í
Myndlista- og handíðaskólann, en Bragi kom í MH þegar hann var kominn með
verslunarpróf. Þeir voru þá báðir í hljómsveitinni Bakkusi í Hagaskóla með fleiri fé-
lögum sínum og Einars Arnar en hann hafði aldrei áhuga á að vera í hljómsveit þrátt
fyrir mikinn áhuga á tónlist. „Ég lét mér nægja að hlusta og spilaði stundum plötur á
nýbylgjukvöldum, ég kunni ekki á neitt hljóðfæri og ekki var ég nú neitt viss um að ég
gæti sungið. Eiginlega handviss að frá mér kæmi allt annað en söngur. Því var bara
betra að fylgjast með“ segir hann og bætir við að eina eiginlega tónlistaruppeldið sem
hann bjó að hafi verið tónlistartímarnir hjá Magnúsi Péturssyni í Melaskóla. Hann
var þó ekki alveg laus við áhuga á að spila pönk því síðar í spjalli okkar rifjast upp fyr-
ir honum að hann hafi tekið inntökupróf í Fræbbblana sem bassaleikari en fallið á
því prófi, sem segir kannski sitt um kunnáttuna. „Mér finnst það eiginlega niðrandi
fyrir tónlistarmenn að kalla mig tónlistarmann, sumir tónlistarmenn gætu orðið reiðir
yfir því að vera settir á sama bekk og ég,“ segir hann og kímir.
Fyrir áhuga sinn á pönki og tónlist almennt þekkti Einar Örn vel til þess sem var
að gerast í íslenskri tónlist á þeim tíma, pönkbyltingunni sem var að hefjast. Hann
hafði til að mynda hjálpað Fræbbblunum við að koma út plötunni sinni False Death í
gegnum kunningja í Sheffield í upphafi árs 1980 og kom síðan að því að fá Clash
hingað til lands það sumar.
EINAR ÖRN UMBOÐSMAÐUR Haustið 1980, þegar Einar Örn var sautján ára,
hringdi Danny Pollock, einn Utangarðsmanna, og spurði hann hvort hann væri ekki
til í að vera umboðsmaður hljómsveitarinnar sem var þá að hefja sinn frægðarferil. Þó
Einar Örn hafi í sjálfu sér ekki átt mikið sameiginlegt með þeim Utangarðsmönnum,
þeir nokkru eldri en hann og að leika öðruvísi tónlist en hann hélt upp á, ekki eig-
inlegt pönk, kunni hann samt vel að meta þá eftir að hafa séð þá spila í Tjarnarbíói
snemma árs 1980 og heyrði þar gítarhljóm sem hann kunni vel að meta. „Þessi út-
lenski gítarhljómur Pollock-bræðra, þessi stilling á gíturum, opni e eða opni g,“ segir
Einar og talar eins og tónlistarmaður. „Þetta hafði ég aldrei heyrt á Íslandi, þarna var
eitthvað sem ég fílaði, hart, gott rokk.“ Þetta var í maí eða júní, árið sem Ísbjarn-
arblúsinn og fyrsta Utangarðsmannaplatan komu út.
Einar segir að þetta hafi verið mikil en skemmtileg vinna. Hann var í skólanum og
notaði tíkallasímann niðri í matsal til að hringja út um allt að bóka hljómsveitina og
skipulagði svo tónleikaferðirnar heima eftir skóla. „Utangarðsmenn voru tónleika-
sveit sem spilaði yfirleitt ekki á böllum en ef þeir tóku böll þá spiluðu þeir tón-
leikaprógrammið tvisvar eða þrisvar sinnum, þannig að þetta var líka rosalegt púl fyr-
ir þá. Þeir voru rosalega fínir og það var ekki fyrr en undir það síðasta hér heima sem
mér fannst þeir missa sjónar á sjálfum sér, fóru að haga sér eins og kjánar. Svo fórum
við til Ósló og þar var legið í reykskýi en þá var mín saga með Utangarðsmönnum eig-
inlega búin.“
Þó Einar Örn hafi verið að vinna með Utangarðsmönnum, eða réttara sagt fyrir þá,
eins og hann leggur áherslu á, hafði hann ekki eytt tíma með þeim félögum utan vinn-
unnar, hann átti sína vini áfram. „Utangarðsmenn voru líka allir eldri en ég, ég komst
þannig ekki inn á fyrsta giggið sem ég bókaði fyrir þá á Hótel Borg, var of ungur, og
því var ákveðin fjarlægð á milli okkar sem hentaði mjög vel að vissu leyti.“
EINAR ÖRN PURRKUR Meðal vina Einars Arnar á þessum tíma voru enn þeir
Friðrik og Bragi en einnig Ásgeir Bragason og snemma árs 1981, áttunda mars nánar
tiltekið, stofnuðu þeir hljómsveit saman, fengu lánaðar græjur hjá Utangarðsmönn-
um, sömdu níu lög á fyrstu æfingunni og spiluðu þau næsta kvöld. Einar Örn segir að
hann hafi aldrei ætlað sér að verða söngvari í hljómsveit. „Þeir réttu mér bara míkró-
fóninn og sögðu nú átt þú. Upphaflega ætluðum við að vera með skemmtiatriði,
uppákomu, og ég átti að spila á hávaðapedala, sem ég fékk lánaðan hjá Danny Poll-
ock, þetta átti aldrei að vera nein popptónlist.“ Ásgeir var þekktur sem bassaleikari
en hafði aldrei snert á trommukjuðum opinberlega, en þeir Friðrik og Bragi voru á
réttum hljóðfærum. „Hjá þeim Frikka, Braga og Ásgeiri var aldrei spurning um hvort
þetta væri í lagi hjá mér, þeir sögðu alltaf haltu áfram, haltu áfram, svo ég hélt bara
áfram.“
Þremur vikum eftir fyrstu tónleikana, 1. apríl, fóru Purrkar í hljóðver með Danny
Pollock og tóku upp tónleikaprógrammið, tíu lög á níu tímum, sem gefin voru út á 7"
tilf einum mánuði og fjórum dögum síðar. Þannig var saga Purrksins í hnotskurn, allt
unnið hratt og örugglega sem skýrir að nokkru hve mikið liggur eftir hljómsveitina;
þó hún hafi aðeins starfað í hálft annað ár sendi hún frá sér tvær smáskífur, eina stóra
plötu, eina tvöfalda plötu og tónleikaplötu, tilf og No Time to Think, Ekki enn,
Googooplex og Maskínuna.
EINAR ÖRN ÚTGEFANDI Þegar Einar Örn var að pæla sem mest í pönkinu, um
það leyti sem það var að berast hingað til lands, kynntist hann þeim Guðna Rúnari Agn-
arssyni og Ásmundi Jónssyni sem unnu í plötubúðinni Fálkanum á Laugavegi. Þar fékk
hann að hlusta á plötur sem þeim bárust, fékk þær jafnvel lánaðar heim, og hann leyfði
þeim að heyra það sem hann var að fá að utan eða kaupa í Bretlandsferðum sínum. Ás-
mundur og Guðni voru þá með útvarpsþáttinn Áfanga þar sem þeir kynntu nýja tónlist.
Plöturnar hans Einars Arnar áttu eftir að vera áberandi í Áföngum og Ásmundur lét
þau orð falla eitt sinn að pönkstraumarnir sem Einar Örn bar með sér hafi gerbreytt
þættinum sem hafði aftur talsverð áhrif á tónlistarsmekk manna á þeim tíma, enda eini
staðurinn þar sem hægt var að heyra nýja tónlist reglulega.
Eftir fyrstu tónleika Purrksins langaði þá félaga að gefa tónlistina út, enda í anda
pönksins að gera hlutina sjálfir, að bíða ekki eftir því að aðrir gerðu þá fyrir mann,
minnumst þess að mottó hljómsveitarinnar var: þetta er ekki spurning um hvað mað-
ur getur heldur hvað maður gerir. Það lá beinast við að leita til Ásmundar sem vann
hjá hljómplötufyrirtæki og -verslun, en svo fór að Grammið var stofnað af Ásmundi
Jónssyni, Dóru Jónsdóttur, Birni Valdimarssyni og Einari Erni til að gefa plötuna út.
Grammið varð síðar plötubúð í kjallaranum Hjá Báru þar sem hægt var að fá nýjustu
tónlistina frá Bretlandi.
EINAR ÖRN Í SÚPERGRÚPPU Eins og getið er lifði Purkkur Pillnikk í hálft ann-
að ár, síðustu tónleikarnir voru á Melarokki í lok ágúst 1982. Þeir félagar voru í ýms-
um hljómsveitum eftir það, öllum skammlífum.
EINAR ÖRN
EFTIR TÓNLEIKA Í
TATE-LISTASAFN-
INU Í LUNDÚNUM.
HVER ER EINAR ÖRN?
14.12.2003 | 13