Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 20
20 | 14.12.2003 Öll þrjú lyfin má alls ekki taka með „sprengilyfjum“, hvorki þeim skammvirku eins og Nitromex- og Glytrin-úða né langvirkum nítrötum eins og Sorbangil eða Imd- ur (samheitalyf Ismo og Mónít-L) og forðaplástrinum Diskotrine. Lyflæknar á ráðstefnunni lögðu mikla áherslu á að útiloka bæri hjartasjúkdóm hjá þeim sem kvörtuðu yfir ristruflunum. Álíka stórar æðar ættu hlut að máli í getn- aðarlim og í kransæðum. Þannig getur sjúklingur, sem finnur fyrir ristruflun, fengið hjartadrep tveimur til þremur árum síðar.“ Sigurður benti jafnframt á að hár blóðþrýstingur og sykursýki gætu einn- ig orsakað ristruflun, sem gæti verið fyrsta einkenni sjúkdómsins. Hollt fæði og regluleg hreyfing reynist stuðla gegn getuleysi alveg eins og gegn hjartasjúk- dómum. Hjartasjúkdómur þyrfti hins vegar ekki að útiloka notkun rislyfja, nema fyrrgreinda takmörkun á notkun nitrat-lyfja. „Blóðrásartruflanir eru helsta ástæða dvínandi getu,“ sagði Sigurður ennfremur. „Risið getur þó einnig truflast vegna ýmissa annarra ástæðna. Bólgur og verkir í kynfærum, eins og við þráláta bólgu í blöðruhálskirtli, draga einnig verulega úr getu, að minnsta kosti tímabundið meðan verkir eru verulegir og staðbundin óþægindi. Blöðruháls- kirtilsstækkun og þvagteppa sem henni tilheyrir er einnig óhagstæð fyrir risið. Lágt testósterón veldur lakari stinn- ingu, en dregur þó ekki síður úr kyn- hvöt.“ Sigurður sagði að skoðanir manna á ráðstefnunni hefðu verið mjög skiptar varðandi umfang hormónameðferðar og hvar draga ætti mörkin. Hormónaframleiðsla karla minnkar nokkuð með aldri, en aðallega vegna sjúkdóma, sem verða tíðari með aldr- inum. Hjá þeim einstaklingum getur testósterónið fallið talsvert, tímabundið eða varanlega. „Karlkyns tíðahvörf eru hins vegar ekki til,“ sagði Sigurður varðandi þetta atriði. „Karlar geta haldið áfram að framleiða sæði til ævi- loka. Við tíðahvörf hætta hins vegar eggjastokkar kvenna framleiðslu eggja og þá hættir hormónaframleiðsla þeirra líka. Dálítið estrógen er þó fram- leitt í nýrnahettum og í fituvef. Offita, sykursýki, hreyfingarleysi, hjartasjúkdómar og sjúkdómar í blöðruhálskirli geta dregið úr magni testósteróns. Mjög mikill munur getur verið milli einstaklinga varðandi test- ósteróngildi. Áttræður karl getur verið með mun hærra magn en annar maður á besta aldri. Félagslegir þættir eins og streita og vinnuálag geta leitt til lægra testósteróns hjá viðkomandi. Samlífs- vandi í hjónabandi getur einnig haft neikvæð áhrif og þannig mætti lengi telja.“ Á ráðstefnunni var rætt um að ofát og hreyfingarleysi væri vandamál í vestrænum löndum og hefði neikvæð áhrif á heilsufar fólks. „Í stað þess að menn taki sig varanlega á og breyti lífsháttum til hins betra stunda þeir megrunarkúra, sem oft eru fitandi þegar til lengri tíma litið,“ sagði Sigurður og bætti því við að af nógu væri enn að taka í þessum efnum. Hann kvaðst vona að allur almenningur kynnti sér þessi mál. „Þrátt fyrir framfarir í lyfjameðferð sannast enn og aftur að hollir lífshættir skila sér í bættri heilsu.“ lífi. Aðrir sjúkdómar eins og nýrnaveiki eða lifrarsjúkdómur geta orsakað vanda, einkum ef þessi líffæri fara að gefa sig. Framangreindar upplýsingar koma meðal annars fram í bæklingi sem liggur frammi á heilsugæslustöðvum og ber heitið Leiðbeiningar til karlmanna um vel- gengni í kynlífinu. Þar segir ennfremur að meira en helmingur allra manna, sem komnir eru yfir fertugt, hafi átt í erfiðleikum með að ná og viðhalda stinningu. Á Ís- landi er talið að meira en 20 þúsund menn kunni að eiga við þennan vanda að stríða. Meðal þess sem getur orsak- að erfiðleika við stinningu má nefna hækkandi aldur, veikindi, slys, reyk- ingar, uppskurði, áfengi og lyf. Njóttu lífsins er samheiti á bækling- um sem gefnir hafa verið út til að leið- beina karlmönnum með risvandamál vegna sjúkdóma. Í einum þeirra, sem sérstaklega höfðar til karla á aldrinum 40 ára til 70 ára, segir að augljóst sam- hengi sé á milli aldurs og stinningar- vanda, en hann sé þó ekki eðlileg og óumflýjanleg afleiðing þess að eldast. Miklu fremur sé um að ræða afleið- ingu sjúkdóma og aðstæðna sem fylgja hækkandi aldri. „Hér er æðakölkun mikilvægt atriði. Við æðakölkun þrengjast æðar og verða ekki eins teygjanlegar og áður. Því verður blóð- streymið minna. Æðakölkun hefur áhrif á allar æðar í líkamanum, líka æðarnar í limnum. Minnkandi blóð- streymi í lim hefur í för með sér vanda við stinningu.“ Staðreyndin er hins vegar sú að það má meðhöndla ris- truflun hjá langflestum. Margar leiðir til meðhöndlunar eru fyrir hendi og því engin ástæða til að sætta sig bara við að búa við þessi vandkvæði. Rislyf Á heimsráðstefnu um karlaheilsu er vitaskuld óhjákvæmilegt að ræða stinningarvandamál, enda var það gert á ráðstefnunni í Vínarborg, ekki síst með hliðsjón af þeim úrræðum sem fyrir hendi eru. „Á síðustu árum hafa komið mjög virk lyf við ristruflunum,“ sagði Sig- urður þegar þetta vandamál bar á góma. „Fyrst á markaði var Viagra fyr- ir um fimm árum. Nú hafa bæst á markaðinn tvö ný lyf úr sama flokki. Cialis skilst hægar úr líkamanum og getur virkað í marga daga hjá þeim sem eru með vægar ristruflanir, sem al- gengar eru meðal miðaldra einstak- linga. Ein 20 milligramma tafla dugar þá flestum í hálfa eða heila viku. Hjón eru þá ekki bundin við að skipuleggja kynlíf sitt fyrirfram. Áhrifin koma að- eins, ef kynferðisleg örvun verður, og engin þörf er á því að taka töfluna sama kvöld og fólk hefur samfarir. Þetta hefur orðið til þess að Cialis nýt- ur vaxandi vinsælda hjá körlum sem eru að þreifa sig áfram með rislyf. Vi- agra er hins vegar það lyf sem hefur mestu reynslu og rannsóknir að baki og er enn langmest notað af þessum lyfjum eða um 9 töflur á sekúndu í heiminum. Þriðja lyfið er einnig komið á markað sem heitir Levitra. Það er öllu sérhæfðara og mögulega ör- litlu öflugra en hin tvö fyrrnefndu. Hentar þá helst sykursjúkum og eldri mönnum, sem næstum þurfa að „rísa upp frá dauðum“, ef svo má að orði komast. Hefur sama galla og Viagra að virka fremur stutt. 4 4 4 4 44 44       ! "    # #$ . 1  ,6!6 6 0 , .7 8"",    0 +9 . 4          ! "    # $%  &'&& 4 4 4 4 44 ( )  * ! "  +'    4 ,  "%   #-# &  &&& ;        < . M ikilvægt er að þekkja ákveðin líkamleg einkenni og bregðast rétt viðþeim verði þau viðvarandi. Ýmis einkenni, svo sem hósti og þvag-tregða, benda ekki alltaf til alvarlegs sjúkdóms en geta þó verið ein- kenni um krabbamein. Því er nauðsynlegt að bregðast rétt við einkennum því líkur á lækningu eru meiri því fyrr sem krabbamein greinist. Í upplýsingabæklingi Krabbameinsfélagsins, sem gefinn er út 1998 og ber heitið Karlar og krabbamein, eru rakin nokkur einkenni og er þessum upplýsingum ætlað að auðvelda mönnum að greina og þekkja algeng einkenni krabbameina og hvetja þá til að bregðast við þeim á réttan hátt. Í þessum átta einkennum er vísað til eftirfarandi krabbameina, en þess ber að geta að tölur eru miðaðar við útgáfuár bæklingsins, 1998: 1. Krabbamein í munni og koki, en á Íslandi greindust 5 til 10 karlar með slík krabbamein ár- ið 1998. 2. Lungnakrabbamein, árlega greindust um 50 karlar. 3. Krabbamein í meltingarvegi, árlega greindust krabbamein í meltingarvegi hjá 120–130 ís- lenskum körlum árið 1998. 4. Krabbamein í þvagblöðru, 30 til 40 karlar greindust með slíkt krabbamein. 5. Blöðruhálskirtilskrabbamein, 120–130 greiningar 1998 (160 greiningar 2003). 6. Krabbamein í eistum, árið 1998 greindust um 10 karlar. 7. Sortuæxli og önnur krabbamein í húð. Árlega greindust 10 til 15 karlar með sortuæxli og álíka margir með önnur krabbamein í húð. 8. Eitilfrumukrabbameini, árleg greining um 15 karlmenn. Hefur þú orðið var við eitthvert þessara einkenna? Ef svo er, leitaðu læknis sem fyrst. 1. Langvarandi óþægindi í munni og koki eða breyting á rödd (hæsi). 2. Þrálátur hósti. 3. Óþægindi frá maga eða ristli. 4. Blóð í þvagi. 5. Erfiðleikar við þvaglát. 6. Hnútur í eista/pung. 7. Einkennileg varta eða breyting á fæðingarbletti á líkamanum. 8. Hnútar eða þykkildi á líkamanum. ÁTTA EINKENNI Krabbamein karla KARLLÆGIR KRANKLEIKAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.