Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 41
Nú hefur hún borist hingað til lands, byltingin sem hrokkinhærðir hafa fagnað unnvörpum: Að-ferð til að slétta hár varanlega án þess að eyðileggja það. Þeir þremenningar og eigendur hár-greiðslustofunnar Rauðhettu og úlfsins, Magni Þorsteinsson, Kristján Kristjánsson og Ingvi Þorsteinsson, hafa tileinkað sér þessa aðferð. Magni skellti sér til London í haust til að læra galdurinn sem kenndur er við japönsku hárgreiðslukonuna Yuko Yamashita. „Þessa japanska tækni sem kölluð er Yuko System hefur verið notuð í nokkur ár erlendis en ég verð samt að játa að ég hafði miklar efasemdir um þetta þegar ég fór út, því þetta er eitt af því sem á eiginlega ekki að vera hægt að gera án þess að skemma hárið. En ég komst að því að þetta virkar og nú getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu,“ segir Magni hinn kátasti. En það er heilmikið sem hrokkinhærðir þurfa að leggja á sig til að verða slétthærðir með Yuko System, því meðferðin tekur heilar sex klukkustundir og kostar sitt. Auk þess þarf að toga mikið í hárið á meðan á þessu stendur og fara með mjög heitt sléttujárn alveg upp að hársverðinum sem getur verið svolítið óþægilegt. „Járnið er hitað í hundrað og áttatíu gráður á Cels- íus og sléttunin er mikið vandaverk og það þarf að passa vel að ekki eitt einasta hár verði útundan. Hárið er brotið niður með sérstökum efnum en það er byggt upp aftur með öðrum efnum sem gera það silkimjúkt og háglansandi. En árangur erfiðisins er mikill því hárið helst slétt í nokkra mánuði og ekki þarf að fara aftur fyrr en hárið hefur vaxið svo mikið að slétta þarf rótina.“ Magni leggur áherslu á að þetta sé ekki eingöngu fyrir fólk með krullað hár, heldur ekki síður fyrir þá sem eru með „loðið“ hár eða stíft og óviðráðanlegt. Fræga fólkið í Hollywood hefur óspart notfært sér Yuko System-aðferðina til að láta slétta á sér hárið og má þar nefna Jennifer Aniston, Gwyneth Paltrow, Juliu Roberts, Söruh Jessicu Parker og Julianne Moore. Einnig hafa hin snarkrull- hærða Chelsea Clinton sem og íslenska söngkonan Björk gerst svo frægar að prófa hina japönsku hársléttunaraðferð. khk@mbl.isAð sex tímum liðnum er Margrét orðin rennislétthærð og alsæl. KRULLURNAR BURT MEÐ JAPANSKRI AÐFERÐ Margrét M. Ró- bertsdóttir fyrir sléttun með liðað hárið sem hún var orðin leið á. L jó sm yn di r: G ol li Kristján og Magni einbeittir við hina vandasömu hár- sléttun. HÁRTÍSKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.