Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 6
6 | 1.2.2004
Skapar fegurðin kvikmyndastjörnuna? Kannski ekki einog sér, en kvenkyns kvikmyndastjarna getur þó allsekki án hennar verið. Leikkonur, sama hversu góðar
þær eru, geta gleymt því að stíga skrefið frá leikkonu yfir í
Hollywood-stjörnu nema að þær líti glæsilega út (eða séu alla-
vega þannig af guði gerðar að þær eigi möguleika á því með
rækilegri yfirhalningu). Eldri leikkonur í Hollywood segja að
kröfurnar um óaðfinnanlegt útlit séu alltaf að aukast og að nú
þurfi ungar leikkonur að a) hafa hæfileika og b) líta út eins og
ofurfyrirsætur, enda geti bransinn leyft sér að gera kröfur um
hvort tveggja þegar þúsundir ungra leikkvenna sækjast eftir
hverju bitastæðu hlutverki.
Leikkonan Rosanne Arquette gerði nýlega heimildamynd
sem fjallar um útlitskröfur og æskudýrkun í Hollywood.
Myndin heitir ,,Leitin að Debru Winger“ og vakti mikla athygli
þegar hún var sýnd í bandarísku sjónvarpi. Þar koma fram leik-
konur á öllum aldri og ræða hreinskilnislega um starfsaðstæður
sínar og hvað breytist þegar þær eldast. Fram kemur að meiri-
hluti karla sem leika í kvikmyndum eru eldri en 35 ára, en að-
eins 8% kvenna (samkvæmt þessu virðast keppnisíþróttakon-
ur eiga von á lengri starfsævi en kvikmyndaleikkonur). Einnig
kemur fram að í 250 stærstu kvikmyndunum sem framleiddar
voru í Hollywood árið 2001 voru aðeins 25% sögupersóna
konur, konur skrifuðu 10% af handritunum og aðeins 6% var
leikstýrt af konum. Leikkonurnar sem koma fram í heimilda-
mynd Arquette eru sammála um að Hollywood sé frumskógur
fyrir leikkonur og vilja sumar meina að það hafi með þroska
þeirra sem stjórna stóru myndverunum að
gera. Hin 33 ára gamla leikkona Samantha
Mathis vill meina að um sé að ræða ,,hefnd
busanna“, það er að segja að forstjórarnir
séu fyrrverandi nördar sem fengu enga at-
hygli frá stelpum í menntaskóla en voru
þeim mun duglegri að læra, hafi því komist í
góðar stöður og fái nú kikk út úr því að láta fallegustu stelpur
heimsins keppast um að vinna hjá sér. Einnig hafi þessir biss-
nessmenn meiri áhuga á því að höfða til stærsta markhópsins,
unglingsstráka, en að gera metnaðarfullar myndir. Þess vegna
þurfi ,,eldri“ leikkonur í síauknum mæli að snúa sér að leikhús-
unum og smærri kvikmyndum sem gerðar eru af sjálfstæðum
framleiðendum, eða til Evrópu. ,,Í Frakklandi, Bretlandi og í
allri Evrópu þykir reisn yfir því að eldast,“ segir hin breska Tra-
cey Ullman og bandarískar starfssystur hennar taka undir þess-
ar áhyggjur af útlitstengdri æskudýrkun landa sinna. Francis
McDormand segist hafa sín plön varðandi fegrunaraðgerðir –
hún ætlar aldrei í slíka aðgerð. ,,Eftir tíu ár“, segir hún ,,verða
sagðar sögur af 54 ára konum, en þá verða engar konur sem líta
út fyrir að vera 54 ára,“ og bætir því við að þá verði staðan von-
andi breytt þannig að hún fái öll hlutverkin.
Þó virðist fátt benda til þess að útlitsdýrkunin í Hollywood
sé í rénum. Meira að segja ,,ljótu konu“ hlutverkin eru frátekin
fyrir fallegustu konur heims. Leikkonurnar eru þá ýmist settar í
fitun og/eða gerðar ljótar með aðstoð færustu förðunarmeist-
ara, en ná svo af sér aukakílóunum, taka af sér gervinefin, ból-
urnar og örin, áður en þær þurfa að koma fram fyrir hönd
myndveranna og sinna hlutverki sínu sem kvikmyndastjörnur;
það er að segja að sitja fyrir á forsíðu Vogue, veifa til áhorfenda
af rauða dreglinum og helst verða valin sú best klædda á Ósk-
arnum. Þannig hefur líkamleg fegurð kvikmyndastjörnunnar
öðlast gildi í sjálfu sér, sem nær út fyrir sjálfa kvikmyndina og
hvernig stjarnan kemur fyrir sjónir þar. Fólki nægir að vita að
það sé að horfa á fallega manneskju, það þarf ekki að sjá fegurð
hennar. Því má segja að fegurð þessara leikkvenna sé komin á
guðlegan stall. Enda gjarnan sagt að fegurðardýrkun sé trúar-
brögð nútímans… bab@mbl.is
Fegurð stjarnanna
Birna
Anna
Meira að segja
,,ljótu konu“ hlut-
verkin eru frátek-
in fyrir fallegustu
konur heims.
S
tefán Ingi Stefánsson er fæddur
1976 í Bergen í Noregi þar sem for-
eldrar hans voru við nám. Árið 1980
flutti hann í Hlíðarnar sem hafa ekki yf-
irgefið hann síðan. Stefán gekk í Hlíðar-
skóla, þá í Menntaskólann við Hamrahlíð
og háskólanám hans fór einnig fram í Hlíð-
unum. „Ég var í sjúkraþjálfun í Háskóla Ís-
lands, en hún var kennd í Skógarhlíð,“ segir
hann og að nú sé hann að vinna í Skaftahlíð.
Ferðalög hafa alltaf heillað Stefán og áð-
ur en hann lauk stúdentsprófi var hann
skiptinemi í Costa Rica í Mið-Ameríku
skólaárið 1994–1995. Eftir útskrift í Há-
skólanum 2001 vann Stefán við endurhæf-
ingu sjúklinga á Grensásdeild og fannst það
dásamlegur vinnustaður: Kraftaverka.
Hann vann einnig sem sjúkraþjálfi á Bata í
Kringlunni.
Stefán hefur lengi haft áhuga á alþjóða-
málum og veturinn 2002–2003 tók hann að
kanna möguleika á því að opna skrifstofu
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Ís-
landi. „Ég hafði samband við skrifstofuna í
Genf og spurðist fyrir um hvað þyrfti til að
stofna landsnefnd fyrir UNICEF hér á
landi,“ segir hann (www.unicef.org). UNI-
CEF Ísland mun vinna m.a. að umburð-
arlyndi, samkennd og samstöðu í þágu
barna, auk þess að styðja við verkefni UNI-
CEF í þróunarlöndunum.
Stefán fann strax mikinn áhuga hér á
landi fyrir málinu og unnu margir með hon-
um að framgöngu málsins. „Fjölmargir hafa
stutt málið af miklum hug,“ segir Stefán.
„Má þar nefna Hrein Loftsson lögmann
sem hefur hjálpað mjög mikið við að koma
þessu á fót.“ Sjálfseignarstofnunin UNI-
CEF á Íslandi var svo stofnuð rétt fyrir síð-
ustu jól og eru Baugur, Pharmaco og Alli-
anz aðalstyrktaraðilar skrifstofunnar, sem
er í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Skafta-
hlíð 24 ásamt Félagi SÞ og UNIFEM á Ís-
landi.
Stefán hefur ferðast um víða veröld.
„Mér finnst gaman að ferðast og flakka um
heiminn,“ segir hann og áhuginn hafi vakn-
að snemma. Hann var m.a. í alþjóðasum-
arbúðum á Martinique-eyjum í Karíbahaf-
inu. Hann hefur einnig gaman af íþróttum
og var í körfubolta með Val á unglingsárun-
um en stundar helst sund og hlaup, auk
þess hefur hann stundað hugleiðslu í átta
ár. guhe@mbl.is
Stefán Ingi Stefánsson
LOFAR GÓÐU
L
jó
sm
yn
d:
G
ol
li
Setti á fót skrifstofu Barnahjálpar SÞ á Íslandi