Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 11

Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 11
1.2.2004 | 11 H eiðar Ástvaldsson hefur kennt landsmönnum að dansa í næstum hálfa öld og engan bilbug á honum að finna enda maðurinn í fullu fjöri og góðu formi sem aldrei fyrr. Hann hefur verið ódrepandi baráttumaður fyrir framgangi danslistarinnar á Íslandi og með seiglu og óbilandi trú á málstaðinn hefur honum tekist að ná ýmsu því fram sem hugur hans hefur staðið til í þeim efnum. Eitt af baráttumálum Heiðars var að koma danskennslu inn í nám- skrá sem skyldunámsgrein á grunnskólastigi. Það tókst og nú á hann sér þann draum að reist verði danshöll í Reykjavík þar sem fólk geti stundað danslistina sér til líkamlegrar styrkingar og and- legrar upplyftingar. „Dansinn er besta líkamsrækt sem hægt er að hugsa sér og svo er hann líka svo góð hugarleikfimi, því dansarinn þarf alltaf að hugsa nokkur spor fram í tímann,“ segir Heiðar og fer svo að segja frá skemmtilegri og lærdómsríkri ferð til Kúbu, sem hann fór í síðastliðið haust, ásamt fríðu föruneyti. Dansað á Kúbu „Ég er ákaflega upptekinn af salsa-dansinum þessa dagana,“ segir Heiðar um ástæðuna fyrir því að hann lagði land undir fót og hélt til Kúbu, en með í för voru systir hans Harpa Pálsdóttir og dóttir hennar Erla Haraldsdóttir danskennarar ásamt meðlimum úr Dansklúbbi Heiðars Ást- STYÐJA, STYÐJA, CHA, CHA, CHA Heiðar Ástvaldsson hefur afrekað ýmislegt fleira á sviði danslist- arinnar en að kenna landsmönnum þann ágæta dans, cha, cha, cha. Eftir Svein Guðjónsson Ljósmyndir Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.