Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 26
26 | 25.4.2004
Gult og hvítt er dæmigerð samsetning fyrir
vor og sumar. Sand.
Blómamynstur og litadýrð er jafn öruggur vorboði í heimi tísk-unnar og lóan. Litrófið spannar allt frá grasgrænu út ínammibleikt og kóralrautt, eða brenndar appelsínur. Lit-
urinn er ekki viðlagið í ár, heldur eitt meginstefið og mestu skiptir að
hann sé djúpur og fari húð hvers og eins. Bleikt og blátt eru litatónar
sem flestir bera vel og því góður útgangspunktur við innkaupin.
Skærir litir með hvítu eru hugmynd úr smiðju Gucci og marglitar
mynstraðar flíkur raðað saman draga dám af sköpunarverkum Oscars
de la Renta. Skærir litir og svart eru hins vegar bæði ellimerki og gam-
aldags, eins og klukkan slær nú. (Dæmi: Svört buxnadragt og bleik
skyrta.)
Kraftmikil blómamynstur og teikningar sjást sums staðar, til að
mynda á flíkum Versace þar sem hitabeltisplöntur eru fyrirmyndin.
Svart og hvítt segja grafíska sögu, bæði í mynstri sem kennt er við litl-
ar og stórar hundstennur (í fínum boðum), röndum og blómum.
Hafið í huga að stórir mynsturfletir yfirbuga netta líkama og fín-
gerðir tínast á breiðum búkum. Innanhússmynstur úr fortíðinni eiga
best heima á stólum og veggjum.
Þær sem vilja horfa til vesturs, í átt að Hollywood, sjá fyrir sér
gyðjusíðkjóla úr léttu efni með fellingum og einum hlýra.
Tímabilstískan er á sínum stað. Áhrifa sjötta áratugar tuttugustu
aldar gætir til að mynda nokkuð í hnésíðum kjólum með víð pils, sem
ganga bæði í teboðum og hanastéli, og hringsniðnum dúkkunátt-
kjólum. Þriðja áratugarins gætir síðan í flíkum með síðu mitti sem eru
þröngar yfir mjaðmirnar. Betra er að velja sitt lítið af hverju en að
kokgleypa tiltekið þema, fæstir eru búnir að gleyma tískuslysinu Ni-
cole Kidman á síðustu Golden Globe-hátíð. Að ekki sé minnst á „eig-
hties“ tískuna.
Smáatriðin draga dám af af undirfötum; blúndur, hlýrar, lífstykki,
blóm, pífur, slaufur og borðar eru nokkuð sem hafa má í huga. Líka
fiðrildi, sem sjá má mjög víða.
Litaspjald vorsins nær fram á sumar og haust en á því eru hvítt og
kremað með svörtu, dekktir appelsínutónar, bleikt, berjalitur,
gult, gult og aftur gult, kryddtónar, súraldingrænt, safírblátt, grá-
blátt, ávaxtalitir og brúnt, svo dæmi séu tekin.
Mynstur, útsaumur og skraut heldur áfram velli, sem og nýstár-
leg áferð þar sem spanskgræna og marmari eru gott minni.
Vegvísir Góðar gallabuxur ganga í sífellu og vel þess virði að
eyða miklum tíma í leit að sniði sem hentar þér.
Víðar buxur með vösum á skálmum og hermannabuxur fara
að renna sitt skeið á enda innan tíðar, hugsaðu þig tvisvar um áð-
ur en þú teygir þig eftir kortinu. En ef þig dauðlangar í slíkar
buxur, reyndu þá að velja flík sem hefur eitthvað sérstakt um-
fram aðrar.
Ekki gleyma aukahlutunum, veski og skór úr gervikrókódíla-
leðri eru góður kostur, sem og platrúskinni eða óekta snáka-
skinni. Aðsniðið hnésítt pils, svokallað „pencil skirt“ og rúllu-
kragapeysa með sígildu sniði eða kasmírullarpeysa með
v-hálsmáli eru fjárfesting, sem endist fram á næsta vetur.
Rykfrakkar með belti eru enn í tísku og sígildur Burberry er einn
möguleiki. Verðflokkurinn er ekki aðalatriðið, heldur að finna eitt-
hvað sem sker sig úr.
Stígvél verða áfram í tísku, en góð tilbreyting að endurnýja heild-
arsvipinn á klæðaburðinum í ógegnsæjum sokkabuxum eða mynstr-
uðum við skærlita skó með skriðdýraáferð.
Ef ætlunin er að taka rækilega til í fataskápnum og henda er vert
að minna á að sjiffon verður algerlega ómissandi á næstunni.
Láttu flíkur sem aldrei hafa passað eða munu aldrei passa lönd
og leið. Ef föt sem keypt voru á síðustu útsölu eru enn í skápn-
um, eru yfirgnæfandi líkur á því að þau verði á herðatrénu að
minnsta kosti út árið 2005. helga@mbl.is
Grafísk mynstur á
borð við svart og hvítt
eru hluti af sumartísk-
unni. Next.
Tættar útlínur og spottar
sjást víða í fatahönnun
núna. Frá haust- og vetr-
arlínu Versace í Mílanó.
Skrautsteinar eru aðalsmerki margra
hönnuða núna. Next.
Útsaumaðar
flíkur hafa
aldrei verið
fleiri í versl-
unum. Next.
MYNSTUR OG ÁFERÐ Í FYRIRRÚMI
Rendur minna
ávallt á hafgolu og
sumarfrí. GK.
Skór og töskur
með skrið-
dýraáferð eru
vinsælar um
þessar mundir.
GK.
Appelsínugulur og hvítur sjiffonkjóll frá
Oscar de la Renta. Sjiffon er mjög áberandi í
tískunni um þessar mundir. Einnig er mikið
um gyllta og silfurlita sandala og skó.
R
eu
te
rs
VORTÍSKA | HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR