Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 196. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
í fullu
m gangi
bætum við nýjum
útsöluvörum
á hverjum degi 50%
60%
40%
Öruggur
á Íslandi
Jimmy Lavalle tók upp í hljóð-
veri Sigur Rósar | Fólk í fréttum
Draumar eign
dreymanda
Björg Bjarnadóttir sálfræðingur
stýrir draumasetri | Daglegt líf
Íþróttir í dag
FH-ingar á toppinn eftir sigur á
Fylki Grindavík og ÍA skildu
jöfn Eiður með nýjan samning
STJÓRNVÖLD í Japan hafa nú í hendi sér
framtíð tveggja Bandaríkjamanna, sem eru
eftirlýstir í landi sínu, liðhlaupans Charles
Jenkins og Bobby Fischers, fyrrum heims-
meistara í skák. Sumir bandarískir fjölmiðlar
telja örlög þeirra vera nátengd.
Jenkins, sem hvarf úr hernum í Suður-
Kóreu 1965 og bjó svo í Norður-Kóreu, kom
til Japans á sunnudag en hann er kvæntur
japanskri konu sem N-Kóreumenn rændu.
Njóta þau samúðar í Japan og eru margir þar
andvígir framsali hans. Fischer, sem var
handtekinn í Japan í síðustu viku, er hins
vegar jafnvinafár í Japan og annars staðar.
Sumir fjölmiðlar spá því að Japanar ætli að
semja við Bandaríkjamenn um að Jenkins fái
að vera gegn því að Fischer verði framseldur.
Fischer fórnað
fyrir Jenkins?
Tókýó. AP.
Vonast til að sleppa/15
NÚGILDANDI lög um eignarhald fjölmiðla
verða afturkölluð og fjölmiðlafrumvarpið, sem
hefur verið til meðferðar í allsherjarnefnd Al-
þingis, dregið til baka. Breytingartillaga þess
efnis verður lögð fram á fundi allsherjarnefnd-
ar klukkan tvö í dag og stjórnarfrumvarpið af-
greitt til þingsins. Áður verða breytingarnar
kynntar á ríkisstjórnarfundi. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins náðist endanlegt sam-
komulag um þetta á fundi formanna stjórnar-
flokkanna, Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs
Oddssonar, í stjórnarráðinu í gær. Samhliða
þessu má búast við að lögð verði fram yfirlýsing
eða þingsályktunartillaga þar sem m.a. verður
lýst yfir vilja til að endurskoða 26. grein stjórn-
arskrárinnar um synjunarvald forseta Íslands.
Gert er ráð fyrir að boðað verði til svokallaðs
málinu. Halldór sagði að svo gengju stjórnmál-
in ekki fyrir sig og Davíð sagði að flokkarnir
hefðu ekki starfað saman í ríkisstjórn í níu ár
væri það gert.
Lög um eignarhald á fjölmiðlum voru sam-
þykkt á Alþingi 24. maí sl. Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, synjaði þeim stað-
festingar 2. júní en lögin tóku samt sem áður
gildi. Nýtt frumvarp um fjölmiðla var lagt fram
á Alþingi 5. júlí. Samkvæmt 3. gr. þess áttu lög-
in frá 24. maí að falla úr gildi um leið og nýtt
frumvarp yrði samþykkt. Efnislega mun sú
grein halda gildi sínu samkvæmt breytingartil-
lögunni sem og ákvæði um skipan útvarpsrétt-
arnefndar.
útbýtingarfundar á Alþingi í framhaldinu. Þar
verður nefndarálit meirihluta allsherjarnefnd-
ar lagt fram svo hægt verði að taka fjölmiðla-
frumvarpið til annarrar umræðu á morgun.
Samkvæmt þingsköpum má önnur umræða eigi
fara fram fyrr en einni nóttu eftir útbýtingu
nefndarálits.
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson
sögðu eftir fund sinn í gær að þeir myndu gera
fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna í allsherjar-
nefnd grein fyrir niðurstöðu sinni. Frumvarpið
væri á forræði ríkisstjórnarinnar en til með-
ferðar í nefndinni sem færi yfir sjónarmið
þeirra. Vænti Davíð þess að málið yrði afgreitt í
dag. „Við Halldór erum alveg samstiga í mál-
inu,“ sagði hann. Báðir fullyrtu að Sjálfstæð-
isflokknum hefði ekki verið stillt upp við vegg í
Fjölmiðlafrumvarp dregið
til baka – lögin afturkölluð
Hafnað að afgreiða/4
ÆÐAKERFI tvíburasystranna
Maríu og Söru Gunnarsdætra
voru samtengd í gegnum fylgju
fram að miðri meðgöngu þegar
þau voru aðskilin með leysigeisla á
belgísku háskólasjúkrahúsi. Er
það í fyrsta sinn sem slík aðgerð
er gerð á íslenskum tvíburum.
Móðirin fékk sjúkdóm í fylgju,
blóðtilfærslu milli tvíbura sem lýs-
ir sér í því að annað barnið tekur
þá næringu frá hinu sem getur
leitt til dauða beggja.
Móðirin, Lilja Dögg Schram
Magnúsdóttir, segir að í 20. viku
meðgöngunnar hafi komið í ljós að
önnur stúlkan hafi verið komin út
í horn með lítið legvatn en hin hafi
haft mjög mikið af legvatni. Hild-
ur Harðardóttir, yfirlæknir á
kvennadeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss, hafi sagt henni
að um þennan sjúkdóm væri að
ræða. „Þetta kom upp á mánudegi
og við fórum út til Belgíu á föstu-
degi,“ segir Lilja. Hún hafi þurft
að liggja fyrir nánast samfleytt í
15 vikur eftir aðgerðina í Belgíu.
Systurnar fæddust eftir 35 vikna
meðgöngu sem þykir mjög langur
tími þegar tvíburar fá þennan
sjúkdóm svo snemma á meðgöngu.
„Við vissum alltaf af því að það
væri möguleiki á því að önnur eða
báðar myndu deyja á meðgöng-
unni,“ segir Lilja og því hafi hún
og eiginmaður hennar, Gunnar W.
Reginsson, verið himinlifandi þeg-
ar systurnar komu báðar öskrandi
í heiminn.
Samtengd æðakerfi aðskilin
Morgunblaðið/Eggert
Tvíburasysturnar María og Sara Gunnarsdætur sváfu vært á vökudeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í gær.
Vorum himinlifandi þegar tvíburasysturnar
komu báðar öskrandi í heiminn, segja foreldrarnir
Æðakerfi/6
JACQUES Chirac Frakklandsforseti segir
að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sé
ekki velkominn til Frakklands fyrr en hann
skýri orð sín frá því á
sunnudag, en þá hvatti
hann gyðinga í Frakklandi
til að fara þaðan vegna vax-
andi gyðingaandúðar, og
flytjast til Ísrael.
„Frakkar óska eftir
skýringu á ummælum
Sharons. Frakkar lýsa því
yfir að frá og með deginum
í dag komi ekki til greina að
ísraelski forsætisráð-
herrann komi í heimsókn
til Parísar, eins og rætt
hafði verið um, fyrr en
skýring hefur verið gef-
in...“ sagði í yfirlýsingu frá
forsætisráðuneytinu.
Arafat lætur undan
Yasser Arafat, leiðtogi
Palestínumanna, skipaði Abdel Razzek al
Majeida í embætti yfirmanns öryggissveita á
Gaza að nýju í gær, en lækkaði náfrænda
sinn, Musa Arafat, í tign. Arafat var harðlega
gagnrýndur er hann skipaði Musa yfirmann
öryggissveitanna á laugardag, m.a. sagði
Ahmed Qurei, forsætisráðherra palestínsku
heimastjórnarinnar, af sér vegna málsins.
Sharon óvel-
kominn til
Frakklands
Gazaborg, París. AFP.
Þolinmæðin að bresta?/23
Jacques Chirac
Ariel Sharon
♦♦♦