Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 28
MINNINGAR
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Victor BjörgvinIngólfsson fædd-
ist í Reykjavík 1.
október 1946. Hann
lést á heimili sínu 8.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar Victors eru
Ásta Kristín Guð-
mundsdóttir, f. í
Reykjavík 28. mars
1926 og Ingólfur
Skúlason, f. í Króka-
túni í Landssveit,
Rang. 27. ágúst 1921,
d. 10. júní 1998. Fóst-
urfaðir Victors frá
eins og hálfs árs aldri
er Sigurður Þorkelsson, f. á
Stokkseyri 23. júní 1922. Systkini
Victors sammæðra eru: 1) Guð-
mundur Árni Þorkell Sigurðsson,
f. 1948, 2) Elín Lára Sigurðardótt-
ir, f. 1950, 3) Ásta Sigríður Sigurð-
ardóttir, f. 1957, 4) Ingveldur
Björk Björnsdóttir, f. 1963, og 5)
Jón Rúnar Björnsson, f. 1965.
Systkini Victors samfeðra eru: 1)
Örn Arnar, f. 1943, 2) Inga Mar-
grét, f. 1949, 3) Svandís Erla, f.
1951 og 4) Hulda, f. 1953.
Victor kvæntist hinn 15. mars
1969 Kristínu Sigrúnu Halldórs-
dóttur, f. 11. október 1947. For-
eldrar hennar eru Guðrún Emelía
Brynjólfsdóttir, f. á Tjörn í Aðaldal
1. júní 1927 og Halldór Gunnar
Stefánsson, f. að Arnarstöðum í
Núpasveit 11. mars 1923. Systur
Kristínar Sigrúnar eru Guðrún
Oktavía, f. 28. nóvember 1950 og
Bryndís Stefanía, f.
6. apríl 1957. Börn
Victors og Sigrúnar
eru: 1) Guðrún
Emelía viðskipta-
fræðingur, f. 1969,
var gift Hinriki N.
Valssyni, dóttir
þeirra er Sara Mar-
grét. 2) Halldór
Gunnar nemi í húsa-
smíði, f. 1973, kvænt-
ur Þórdísi Rúnars
Þórsdóttur, sonur
þeirra er Björgvin
Þór. 3) Victor Björg-
vin flugmaður, f.
1977, kona hans er Sigrún Hrefna
Arnardóttir, sonur þeirra er Vic-
tor Örn. 4) Ásta Kristín nemi við
Háskóla Íslands, f. 1981, maður
hennar er Jón Viðar Viðarsson.
Victor lærði til pípulagninga hjá
fósturföður sínum Sigurði Þorkels-
syni. Lauk hann námi árið 1966 og
sveinspróf tók hann 1967. Victor
starfaði farsællega sem pípulagn-
ingamaður og síðan meistari í tugi
ára eða meðan heilsa leyfði. Í stutt-
an tíma, í lok starfsævi sinnar,
vann Victor hjá Bykó.
Frá unga aldri hafði Victor mik-
inn áhuga á hestum og var félagi í
hestamannafélagi Gusts. Þar
studdi hann börn sín með ráðum og
dáð í hestamennskunni og tók þátt
í störfum innan félagsins.
Útför Victors fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Elsku pabbi minn, mig langar að
segja þér að þú varst, ert og verður
alltaf hetjan mín. Þú gafst aldrei
upp, þú vissir ekki hvað uppgjöf var
því það var ekki til í þinni orðabók.
Árið 1992 varð fjölskyldan okkar
fyrir reiðarslagi, læknarnir sögðu
okkur að þú værir mjög alvarlega
veikur og óvíst hvað þú ættir langt
eftir. En þú gafst ekki upp og þú og
læknarnir í sameiningu gerðuð
kraftaverk og þú varðst heilbrigður
á ný. En lífið er hvorki sanngjarnt né
auðvelt, en ég vissi ekki að það væri
svona sárt. Þú fórst í fimm aðgerðir
til viðbótar auk geislameðferðar. Þú
kvartaðir aldrei heldur hélst áfram
að brosa og barðist eins og hetja
þrátt fyrir öll þessi áföll. Ég hef aldr-
ei sagt þér hvað ég dáðist að þér fyr-
ir dugnað þinn og ég vildi óska að ég
hefði brot af styrk þínum því þá væri
ég vel sett.
Þú varst keppnismaður af lífi og
sál. Þú fórst með mér á allar keppn-
irnar sem ég tók þátt í hvort sem
þær voru í dansi eða á hestum og
studdir við bakið á mér og hvattir.
Við áttum mjög dýrmætar stundir
saman á hestamótunum þar sem þú
tókst að þér að vera hestasveinninn
minn, ef ég varð taugaóstyrk inni á
vellinum þurfti ég ekki annað en að
horfa út á vallarenda því þar varst þú
og gafst mér styrk því af honum áttir
þú nóg. Þú hafðir alla tíð óbilandi trú
á mér í öllu því sem ég tók mér fyrir
hendur. Þið mamma sögðuð alltaf við
mig að ég gæti lært hvað sem ég vildi
og ég þakka fyrir að þú hafir fengið
að sjá mig með hvítu húfuna og séð
mig halda áfram að mennta mig því
þú lagðir mikið upp úr því að við
systkinin menntuðum okkur í því
fagi sem okkur langaði. Það sýndi sig
þegar ég fékk þá flugu í höfuðið að
verða pípari eins og þú, og í einu
verkfallinu í skólanum leyfðir þú
mér að koma með þér í vinnuna, því
þinn stuðningur var ávallt til staðar
fyrir mig í einu og öllu þrátt fyrir að
þú hefðir sjálfsagt vonast til að ég
fengi dömulegri flugu í höfuðið næst.
Þú varst svo þolinmóður við mig og
gafst þér tíma til að sýna mér hvern-
ig ég ætti að fara að. Þú lést mér
finnast ég ótrúlega efnileg í pípunum
og mikil hjálp, þrátt fyrir að ég hafi
nú örugglega bara tafið fyrir þér.
Þú varst svo ánægður að það
glampaði úr stóru fallegu augunum
þínum þegar ég ákvað að fara í há-
skólann, því ég var litla prinsessan
þín og þú vildir aðeins það besta fyrir
mig.
Líkur sækir líkan heim eins og
segir í máltækinu sem sýndi sig með
ykkur mömmu. Þú varst ekki eina
hetjan í fjölskyldunni, þú hafðir aðra
hetju þér við hlið, hana mömmu. Þið
studduð hvort annað í blíðu og stríðu
og mamma var eins og klettur við
hlið þér, sá stærsti sem ég hef séð og
þá sérstaklega síðustu tólf ár. Þú
studdir einnig vel við bakið á
mömmu og hvattir hana til að fara í
háskólann. Þú varst stoltasti maður
á Íslandi þegar mamma útskrifaðist
núna í sumar þrátt fyrir að þú gætir
ekki verið viðstaddur athöfnina.
Fólk spyr sig oft að því hvað ást
sé, ég er svo heppin að hafa orðið
vitni af því hvað ást er. Það er sam-
band ykkar mömmu, sem einkennd-
ist af óbilandi trú á hvort annað,
gagnkvæmri virðingu, trúnaði og
hlýju. Ég held að allir sem kynntust
ykkur mömmu séu sammála mér um
að þetta sé falleg og sönn ást.
Frá því að ég var tíu ára gömul hef
ég búið mig undir að þú þyrftir að yf-
irgefa okkur vegna veikinda þinna.
Ég gerði mér samt ekki grein fyrir
því hvað þetta yrði sárt, mig verkjar
í hjartað, það er kökkur í hálsinum
og tárin renna stjórnlaust niður
kinnarnar. Ég bíð ennþá eftir því að
ég verði vakin upp af þessari hræði-
legu martröð, en mér er sagt að
þetta sé raunveruleikinn en ég bara
trúi því ekki að þú svona yndislegur
og fallegur maður hafir verið tekinn
frá okkur svona fljótt, alltof fljótt.
Ég lifi ennþá í voninni um að þú svar-
ir í símann þegar ég hringi í þig eða
opnir fyrir mér heima þegar ég hef
gleymt lyklunum. Því eins og Björg-
vin Þór nafni þinn sagði þá átt þú
ekki heima hjá englunum, þú átt
heima hjá okkur í Ísalindinni.
Ég sakna þín svo mikið, pabbi
minn, þú áttir ekki að fara svona
fljótt. Þú áttir eftir að leiða mig upp
að altarinu og sjá börnin mín og þau
þig þegar að því kæmi. Þetta verður
víst aldrei, en ég skal lofa þér því að
þó að börnin mín fái ekki að kynnast
afa sínum þá munu þau fá að vita
hversu yndislegur og góður faðir þú
varst, sá besti.
Elsku pabbi, ekki hafa áhyggjur af
mömmu því þú veist manna best hve
sterk og dugleg hún er. Ég skal
hugsa eins vel um hana og ég get, því
skal ég lofa þér.
Ég á fjársjóð af góðum minning-
um um þig sem sækja stíft að mér
þessa dagana en það er sárt að hugsa
um þær núna en ég veit að það er
svona sárt af því að ég átti besta
pabba í heimi.
Ég kveð þig með trega og söknuði
því það kemur enginn í staðinn fyrir
þig. Þú munt ávallt eiga stóran stað í
hjarta mínu, ég mun aldrei gleyma
þér, elsku pabbi minn. Það eina sem
veitir mér huggun er að núna ertu
orðinn heilbrigður á ný og líður vel.
Ég hlakka til að sjá þig á ný og
mig langar að kveðja þig með broti
úr lagi Villa Vill:
Bíddu pabbi, bíddu mín,
bíddu því ég kem til þín.
Takk fyrir allt, elsku pabbi minn,
minning þín lifir í hjörtum okkar.
Láttu þér líða vel.
Þín pabbastelpa
Ásta Kristín.
VICTOR BJÖRGVIN
INGÓLFSSON
Fleiri minningargreinar um Vic-
tor Björgvin Ingólfsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Emma
og Sara Margrét, Þórdís, Jón Viðar,
Hinrik, Björgvin Þór Halldórsson,
Bryndís, Sigurður og strákarnir í
Ljósabergi, Anne Helen Lindsay,
Hulda G. Geirsdóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÍSAK ELÍAS JÓNSSON
tónlistarkennari
frá Ísafirði,
Bollebygd, Svíþjóð,
verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju fimmtu-
daginn 22. júlí og hefst athöfnin kl. 14.00
Atli Ísaksson, Steinunn Ólafsdóttir,
Margret Ísaksdóttir,
Guðný Ísaksdóttir, Jón Reynisson
og afabörnin.
Ástkær og hjartfólgin dóttir okkar og systir,
JÓHANNA MARGRÉT HLYNSDÓTTIR,
Dalbraut 54,
Bíldudal,
lést í bílslysi á Bíldudal fimmtudaginn 15. júlí.
Minning hennar er ljós í lífi okkar.
Hlynur Vigfús Björnsson, Guðbjörg Klara Harðardóttir,
Ívar Örn Hlynsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og systir,
HAFDÍS JÓNSDÓTTIR,
Rauðalæk 36,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík
miðvikudaginn 21. júlí og hefst athöfnin
kl. 13.30.
Karl R. Guðfinnsson,
Geir Jón Karlsson,
Heiða Björk, Karl Reynir, Andrea, Hafdís
og systkini hinnar látnu.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁRNÝ ÓLÍNA SIGURJÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum laugar-
daginn 17. júlí.
Valgerður Jónsdóttir, Guðmundur Sveinsson,
Páll Jónsson, Þórunn Guðnadóttir,
Bjarni Jónsson, Ása Björgvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
Áskær faðir okkar,
SÖLVI ÓLASON,
andaðist laugardaginn 17. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Fáskúðsfjarðarkirkju
mánudaginn 26. júlí kl. 14.00.
Margrét Guðný Sölvadóttir,
Pálína Ósk Bragadóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Sólvallagötu 47, Keflavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í
Garðabæ sunnudaginn 18. júlí.
Útförin auglýst síðar.
Eygló Gísladóttir, Garðar Jónsson,
Pollý Gísladóttir, Henning Á. Bjarnason,
Brynjar Vilmundarson, Kristín Torfadóttir
aðrir afkomendur.
www.mosaik.is
LEGSTEINAR
sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SOFFÍA ERLINGSDÓTTIR,
Álfaheiði 8a,
Kópavogi,
lést á Landspítala Landakoti föstudaginn
16. júlí síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn
23. júlí kl. 13.30.
Ingvi E. Valdimarsson,
Arnþrúður Kr. Ingvadóttir, Sigurjón Skúlason,
Valdimar Ingvason, Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir,
Aðalheildur Ingvadóttir, Kolbeinn Sigurðsson,
Unnur Ingvadóttir, Ævar M. Axelsson,
Erlingur Ingvason,
Sveinn Ingvason, Guðlaug Jónsdóttir,
Rannveig Ingvadóttir, Ian Wilkinson,
Viðar Ingvason,
barnabörn og langömmubörn.