Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 35
MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 35 VELGENGNI tónleikaraða mótast ekki sízt af aðstöðu og elju. Því erfið- ari aðstaðan, því meiri þarf eljuna. Eins og nýverið sást á Þjóðlagahá- tíðinni á Siglufirði, sannkölluðu grettistaki ef ekki kraftaverki sem hvorki nýtur jafn aðsóknarvænnar staðsetningar og tónlistasalir höfuð- borgarsvæðisins né sambærilegra styrktarmöguleika. Hvað þá víð- kunns meistarahljóðfæris eins og Hallgrímskirkja, sem fært hefur Sumarkvöld við orgelið í fremstu röð norrænna orgeltónleika. Sem fyrrverandi organisti Hall- grímskirkju í ársleyfi Harðar Ás- kelssonar ætti Douglas Brotchie að vera vel að sér í fjölskrúðugri hljómaveröld Klais-orgelsins. Sl. helgi kom hann fram á bæði hádeg- istónleikum Listvinafélags kirkj- unnar á laugardag og í fyrrgetinni tónleikaröð kvöldið á eftir. En þó að ítölsku endurreisnarverkin væru stutt, hefði samt vel mátt reifa höf- unda þeirra í tónleikaskrá, enda lítt kunnir almennum hlustanda, auk þess sem munnleg kynning Brotch- ies barst frekar illa. Fyrst var frískleg madrígalísk kanzóna „La Pace“ eftir Feneying- inn G. P. Cima (d. 1630). Eftir hæg- skreiðan Hymna Cavazzonis yngri (d. e. 1577) komu þrjú stutt verk úr Fiori Musicali hins frumlega meist- ara Frescobaldis (d. 1643) með m.a. athygliverðri stækkunarfúgu. Ósér- greindum en glæsilegum Sálmfor- leik Buxtehudes (d. 1707) fylgdi Pre- lúdía hans í kaflaskiptum fanstasíu- stíl er endaði á líflegu fúgatói. Loks var „Trumpet Tune“, skrúðgöngu- legur mars eftir hinn bandaríska David Johnson, er J. P. Sousa hefði eins getað samið fyrir auðkýfinga- brúðkaup. Sem flest undangengið leikið af öryggi og smekkvísi í reg- istrun. Raddval óskast! Kvöldtónleikar Douglasar á sunnudag hófust á Fantasíu Bachs um Komm heiliger Geist Herre Gott BWV 652, sálmforleik úr Leipzig- safninu í þykkri registrun og með sálmalagið í fótspili. Annar forleikur Bachs um sama lag, „alio modo“ [með öðrum hætti], kom eftir glað- kvakandi Chants d’oiseaux [Fugla- söng] úr Orgel- bók Messiaens með lagið í efstu rödd að rithætti tríósónötu. Að sama skapi krefj- andi, en engu að síður leikið með óþvinguðum þokka. Andstætt hádegistónleikunum á laugardag var nú góðu heilli leikið á neðri spilstæðu kirkjunnar. Það er ævinlega hrífandi að geta horft á flinkan organista vinna tveggja manna verk í senn með að virðist hverfandi fyrirhöfn – til viðbótar töfrandi tónalitadýrðinni sem laða má fram úr stóru orgeli. Kveikir hún óneitanlega oft löngun eftir að vita hvaða raddblanda er uppi hverju sinni. En úr því líklega verði seint í boði ljósaskilti er tilkynnir jafnóðum Principal 8’, Waldflöte 2’, Praestant 16’ eða álíka, mætti þó kannski stöku sinni gefa upp raddval í tónleikaskrá hlustendum til fróðleiks (auðkennt númerum í plásssparnaðarskyni). Enda þótt tónbarþjónar vilji skilj- anlega helzt liggja á bezt heppnuðu hanastélum sínum sem ormar á gulli, líkt og Helmut Walcha á sínum tíma. Hugmyndinni er hér með kom- ið á framfæri. Ensktitluð hugleiðing Hafliða Hallgrímssonar, „Transfiguration of Christ on the mountain“ sló mig sem áhrifamesta verk kvöldsins úr nú- tímadeild, með hægri sannfærandi stígandi úr dulreimu hvísli í krass- andi klímax. Glimrandi spilað, þó að hugsanlegar feilnótur feldust vel í framsæknum stílnum. Gaudeamus in loci pace (1998) eftir skozkan landa Douglasar James MacMillan (f. 1959) var mun áferðargrynnra; nánast sem líðandi munkasöngur við rytmískt fuglatíst í klausturgarði. Prelude, scherzo & passacaglía (1963) eftir Kenneth Leighton (d. 1988) var hins vegar ágeng smíð, einkum í ystandi ómstríðum loka- þættinum er var í það akademíuleg- asta fyrir minn smekk. Hins vegar var frumlegur kraftur yfir fyrsta þættinum við örlagaþrungið tvítóna þrástef í pedal er kýldi mann í sálar- þind sem ítrekuð vinstri- og hægri hnefahögg, og gáskafullur 6/8- gikkur scherzósins dillaði af spræku hálendinga„flingi“ í innlifaðri túlkun Brotchies. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Hallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Endurreisnarverk eftir Cima, Cavazzoni, Frescobaldi og Buxtehude. Douglas A. Brotchie orgel. Laugardaginn 17. júlí kl. 12. Hallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Verk eftir J. S. Bach, Messiaen, Hafliða Hallgrímsson, MacMillan og Leighton. Douglas A. Brotchie orgel. Sunnudaginn 18. júlí kl. 20. Dr. Douglas A. Brotchie MENNINGARHÚSIN Norður- bryggja og Norden i Fokus tóku höndum saman og buðu Kaup- mannahafnarbúum upp á ískalda djasstóna úr útnorðri á hinni árlegu djasshátíð í Kaupmannahöfn sem haldin var um helgina. Björn Thor- oddsen og Jón Rafnsson, sem mynda tríó með danska klarinett- leikaranum Jørgen Svare, léku fyr- ir fullu húsi og djass-pönk-hljóm- sveitin Rodent, með Hauk Gröndal og Helga Sv. Helgason í farar- broddi, lék einnig við góðar undir- tektir áhorfenda, en alls voru tíu tónleikar á dagskránni þar sem ungt hæfileikafólk mætti þekktari nöfnum úr djassheiminum. Meðal annarra listamanna sem prýddu dagskrána var tríóið Dørge, Becker og Carlsen sem tróð upp ásamt Aviaja Lumholt með inúítablús. Sænski rokkarinn Mika- el Rickfors sýndi á sér óvænta hlið með kröftugum djasssöng og danski framúrstefnulistamaðurinn Birgit Løkke flutti tónverkið For- bidden Forest. Þetta var í fyrsta sinn sem Norð- urbryggja tekur þátt í djasshátíð- inni í Kaupmannahöfn en að sögn stjórnenda má fastlega gera ráð fyrir að hér eftir verði djasshátíðin árlegur viðburður á Norður- bryggju. Djasstríóið Jón Rafnsson, Jørgen Svare og Björn Thoroddsen. Hánorrænn djass á Norð- urbryggju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.