Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 24
MINNINGAR
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
M
álverk Emm-
anuels Leutzes
af George Wash-
ington að sigla
yfir Delaware-
ána í Bandaríkjunum á jólum
1776 er mynd af stórmenni og
miklum leiðtoga. Washington
stendur í litlum árabát með ann-
an fótinn uppi á borðstokknum,
sveipaður glæsilegum klæðum
og með sverð við mjöðm. Um-
hverfis hann er bjartur ljómi
sem rýfur óveðursskýin sem
hrannast upp á himni.
Hann horfir fráneygur fram á
við, líkt og hann sjái í hillingum
orrustuna við Trenton, sem háð
var dagana á eftir og lauk með
glæstum sigri
Washingtons
og bandaríska
hersins og
markaði
þáttaskil í
bandaríska
frelsisstríðinu. Allt í kringum
Washington í bátnum eru menn
hans streðandi við að róa í gegn-
um íshrönglið á ánni, og að baki
honum standa tveir ábúðarmiklir
fánaberar sem með erfiðis-
munum halda á lofti bandaríska
flagginu. („Stars and Stripes“,
sem reyndar var ekki til á þess-
um tíma, en það, eins og mörg
önnur söguleg ónákvæmni í mál-
verkinu, skiptir ekki máli fyrir
táknrænt mikilvægi þess í
bandarískri sögu og þjóðarvit-
und.)
Leutze var þýskur lýðræð-
issinni og málaði myndina í
Þýskalandi 1851 þegar vonir
byltingarmanna þar voru að
engu orðnar. Eflaust hefur inn-
blástur hans að einhverju leyti
átt rætur að rekja til hugmynd-
arinnar um að ef þýsku lýðræð-
isbyltingarmennirnir hefðu haft
slíkan leiðtoga sem Washington
hefði þeim gengið betur, og jafn-
vel sigrað.
Það eru enn málaðar myndir
af stórmennum, en nú eru þau
flest jakkafataklædd í hæg-
indastól og stórmennska þeirra
fólgin í því að stjórna bönkum
eða öðrum valdamiklum fyr-
irtækjum eða stofnunum.
En þær myndir af stórmenn-
um nútímans sem máli skipta
eru ekki málverk heldur rafræn-
ar sjónvarpsmyndir. Stórmenni
nútímans birtast á CNN, stund-
um fleiri en eitt hlið við hlið, og
ræða yfirveguð við fréttamenn
um það sem skekur heiminn,
sitjandi í mjúkum stólum í helstu
valdamiðstöðvum veraldarinnar,
eins og til dæmis Hvíta húsinu.
Málverk og sjónvarpsmyndir
hafa þó þau takmörk að sýna
stórmennið einungis utanfrá, en
gefa ekki innsýn í þau. Til að
skyggnast um innviði þeirra má
auðvitað lesa ævisögur, en skáld-
skapur getur verið enn aðgengi-
legri og gefið gleggri og meitl-
aðri mynd. Hér er tilfærð ein
sem er að vísu ekki sérlega
hugguleg. – En stórmenni eru
ekki alltaf sérlega hugguleg, og
kannski síst í augum þeirra sem
næst þeim standa.
Í skáldsögunni Eiginkonan,
sem kom út í fyrra (og heitir á
ensku The Wife), dregur banda-
ríski rithöfundurinn Meg Wolitz-
er upp mynd af Joseph Castle-
man, frægum rithöfundi sem er
á leið með konunni sinni, Joan,
til Finnlands að taka á móti bók-
menntaverðlaunum. Sagan er
sögð frá sjónarhorni eiginkon-
unnar, sem í upphafi bókar er
búin að ákveða að skilja við
þennan fræga eiginmann sinn,
eftir langt hjónaband. Joan lýsir
stórmenninu sínu svona:
„Hann var Joseph Castleman,
einn af þessum mönnum sem
eiga heiminn. Þið þekkið svona
menn: þessar auglýsingar fyrir
sjálfa sig, þessa risastóru svefn-
gengla sem flakka um heiminn
og traðka á öðrum mönnum,
konum, húsgögnum, heilu þorp-
unum. Hvað varðaði þá um það?
Þeir áttu allt, höfin og fjöllin,
gjósandi eldfjöllin, fossandi fljót-
in. Það eru til margar tegundir
af þessari manngerð: Joe var rit-
höfundartegundin, lágvaxinn og
örlyndur skáldsagnahöfundur
með lafandi vömb og svaf eig-
inlega aldrei, vissi ekkert betra
en mjúka osta, viskí og vín sem
hann notaði til að skola niður
pillunum sem komu í veg fyrir
að blóðið í honum stífnaði eins
og gömul steikarfita … “
Nokkrum blaðsíðum seinna
ávarpar Joan lesandann aftur:
„Þú öfundar okkur kannski –
hann af öllum kraftinum sem
býr í digrum, sjúskuðum
skrokknum, og mig af því að
hafa aðgang að honum allan sól-
arhringinn, líkt og mikill og
frægur rithöfundur sé verslun
sem eiginkonan getur brugðið
sér í þegar henni sýnist og feng-
ið sér nokkra lítra af stórkost-
legum gáfum, snilld og skemmti-
legheitum.“
Hún Joan er bitur, sár og
svekkt, og búin að fá nóg. En
hún má eiga það að hún kennir
ekki Joe um allt sem aflaga hef-
ur farið, heldur veit sök upp á
sjálfa sig þótt hún skilji ekki al-
veg hvað veldur: „Var ekki
bjánalegt að ég skyldi hvað eftir
annað láta hann narra mig?
Frægja hann, lofsyngja hann.
En ég gat ekki fundið hjá mér
hvöt til að gera neitt annað.“
Þetta minnir á það sem þýski
heimspekingurinn Hegel skrifaði
í Heimspeki sögunnar, að það
væri mikill sannleikur fólginn í
orðtækinu að engin hetja væri
hetja í augum skósveins síns, en
Hegel bætti svo við, að það væri
ekki vegna þess að hetjan væri í
rauninni ekki hetja, heldur
vegna þess að skósveinninn væri
skósveinn.
Stórmennið Joe tekur varla
eftir því þótt meðalmennið Joan
sé orðið biturt og níði niður af
honum skóinn. Skal engan
undra. Það hefur löngum verið
hið dapurlega hlutskipti með-
almenna sem ekki geta sætt sig
við yfirvald stórmennanna að
gera grín að þeim. Dapurlegt (og
jafnvel barnalegt) því að á end-
anum er brandarinn á kostnað
meðalmennanna sjálfra vegna
þess að sönn stórmenni taka
ekki eftir því þótt þau séu höfð
að háði og spotti.
Myndir af
stórmenni
„Þið þekkið þessa menn: þessar auglýs-
ingar fyrir sjálfa sig, þessa risastóru
svefngengla sem flakka um heiminn og
traðka á öðrum mönnum, konum, hús-
gögnum, heilu þorpunum.“
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
kga@mbl.is
Meg Wolitzer: Eiginkonan
✝ Elín Sigurðar-dóttir fæddist að
Stekk í Garðahreppi
18. nóvember 1915.
Hún lést á Hjúkrunar-
heimilinu Víðinesi 12.
júlí síðastliðinn. Hún
var dóttir Sigurðar
Magnússonar bónda
og ráðskonu hans
Helgu Eiríksdóttur.
Systkini Elínar eru:
Ólafía Lilja, Magnús
Eiríkur, Guðmundur
Ágúst, Kristín Ingi-
björg, Sigurveig
Fanney, Andrea Guð-
rún Ingibjörg, Þorvaldur Axel,
Guðbjartur Eðvarð, Guðmundur
Diðrik, Guðrún Anna, Guðbjörg
Svala, Guðjón Stefán, Jón og
Hjalti. Nú er einungis Svala á lífi.
Elín giftist 29.6. 1956 Sigurði
Jónssyni, f. 7.12. 1897, d. 16.4.
1960. Foreldrar hans voru þau Jón
Jónsson og Ragnhildur Sigurðar-
dóttir í Raufarfelli í A-Eyjafjalla-
hrepp. Sonur þeirra Elínar og Sig-
urðar er Sigurður
Hjalti, f. 14.1. 1956,
kvæntur Guðrúnu
Jónsdóttur, f. 30.12.
1963. Börn þeirra
eru Reynir Ari, sonur
Guðrúnar, Freyr,
Sindri og Elín.
Elín dvaldist stór-
an hluta ævi sinnar á
Vífilsstöðum og á
Reykjalundi til lækn-
inga á berklum.
Hún lærði sauma-
skap og fékk meist-
arabréf í kjólasaum
1950 og fór svo í
framhaldsnám til Danmerkur,
ásamt því að leita sér lækninga þar.
Hún stjórnaði saumastofu á Reykja-
lundi og vann lengi eingöngu við
sauma en seinna með öðrum störf-
um á Kleppi og Landspítala. Hún
bjó lengst af í Reykjavík og dvaldi
síðustu árin á Hjúkrunarheimilinu
Víðinesi. Útför Elínar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Mig langar að skrifa nokkur
kveðjuorð til Elínar tengdamóður
minnar. Saga okkar saman er ekki
nema rúmur fjórðungur af ævi henn-
ar en rúmur helmingur af minni, hún
hefur því haft meiri áhrif á mitt líf en
ég hennar. Dagana síðan hún dó höf-
um við Siggi verið að fara í gegnum
skjöl og myndir og ég hef gert mér
grein fyrir því hversu langa og
óvenjulega ævi þessi mæta kona hef-
ur átt. Áratuga vist á berklahælum í
blóma lífsins er eitthvað sem við nú-
tíma Íslendingar eigum afskaplega
bágt með að sjá fyrir okkur. Á Vífils-
stöðum og Reykjalundi voru tugir og
hundruð ungra Íslendinga, oft svo
árum skipti, við getum kannski best
sett okkur í þessi spor ef við ímynd-
um okkur að við förum í heimavist
upp úr fermingu og séum þar fram
yfir fertugt. Ekkert hefðbundið fjöl-
skyldulíf, jafnvel hömlur á samgangi
við annað fólk vegna smithættu og
það sem hefur örugglega verið sér-
staklega erfitt að horfa upp á vini og
ættingja veika og jafnvel deyjandi og
vita sjálfa sig í sömu sporum. Þessi
reynsla hlýtur að hafa mótað allt líf
Elínar og þeirra sem í þessu lentu.
Okkar tími saman einkennist af sam-
eiginlegu barnauppeldi, þar sem hún
átti stóran þátt í að ala upp börnin
mín, sem eiga fyrir vikið þá dýrmætu
reynslu að umgangast fullorðna
manneskju og læra af henni venjur,
siði og gildi sem oft vantar í hröðu
nútíma þjóðfélagi.
Elínu einkenndi líka líkamlegur
styrkur sem sást best á því að hún
hristi af sér heilablæðingu sem hún
fékk eftir slæma byltu og brjósta-
krabbamein. Þetta var eitthvað sem
þurfti að klára og svo átti ekki að
ræða það meir. Hana einkenndi líka
andlegur styrkur og því var það bæði
henni og okkur afar erfitt þegar hún
greindist með Alzheimer fyrir nokk-
urum árum. Þegar á leið og hún var
ekki fær um að búa hjá okkur lengur
fór hún til vistar í Víðinesi. Þar
fannst henni gott að vera og talaði
oft um hvað allir væru sér góðir. Ég
get tekið undir með henni. Starfsfólk
Víðiness á heiður skilinn fyrir
umönnun hennar og hlýhug í okkar
garð á dánarbeði Elínar.
Með virðingu
Guðrún.
ELÍN
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Guðrún Guð-mundsdóttir
fæddist á Borg í
Sandgerði 17. ágúst
1934. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja í Keflavík 14.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðbjörg Sig-
ríður Þorgilsdóttir, f.
4. febr. 1904, d. 16.
okt. 1964, og Guð-
mundur Jónsson bíl-
stjóri í Hlíð í Sand-
gerði, f. 5. júlí 1897,
d. 24. maí 1971. Móðurforeldrar
voru hjónin Unnur Sigurðardóttir,
f. 16. júní 1886, d. 28. júní 1965, og
Þorgils Árnason sjómaður á Þórs-
hamri í Sandgerði, f. 21. júní 1878,
d. 1. apríl 1927. Föðurforeldrar
voru hjónin Þóra Eyjólfsdóttir, f.
10. okt. 1864, d. 25. nóv. 1918, og
1956. Börn Guðrúnar og Finns eru:
1) Guðmundur, framkvæmdastjóri í
Keflavík, f. 19. maí 1956, kvæntur
Sigríði Aradóttur. Synir þeirra:
Finnur Sigurður, f. 6. júní 1984, og
Arnar Páll, f. 29. sept. 1987. 2) Þor-
valdur bifreiðarstjóri í Keflavík, f.
14. des. 1959. 3) Ævar Már, múrara-
meistari í Keflavík, f. 30. jan. 1963,
kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur.
Dætur þeirra: Anna María, f. 21.
mars 1987, Helena Ösp, f. 24. jan
1993, og Elva Rún, f. 12. apríl 1998.
4) Guðbjörg Sigríður, íþróttakennari
í Kópavogi, í sambúð með Kjartani
Hauk Kjartanssyni viðskiptafræð-
ingi. Dætur þeirra eru: Guðrún Ísa-
bella, f. 27. júní 2000, og Fríða
Sylvía, f. 15. sept. 2002.
Guðrún og Finnur bjuggu í ára-
tugi á Túngötu 15 í Sandgerði en
síðustu tvö árin á Aðalgötu 1 í
Keflavík. Eftir að börnin uxu úr
grasi vann Guðrún úti, fyrst í fisk-
vinnslu en síðan lengi í Íþróttahús-
inu í Sandgerði.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett verður
á Hvalsnesi
Jón Jónsson smiður í
Eldhúsinu í Keflavík, f.
7. sept. 1861, d. 21.
apríl 1930. Albræður
Guðrúnar eru Ólafur
Þorgils, málarameist-
ari í Ytri-Njarðvík, f.
24. júlí 1939, kvæntur
Guðlaugu Fríðu Bárð-
ardóttur, og Jón, neta-
gerðarmaður í Garða-
bæ, f. 6. júlí 1940.
Hálfbróðir Guðrúnar
samfeðra var Einar
Vilhelm, verkamaður í
Sandgerði, f. 20. maí
1936, d. 10. mars 2003.
Hinn 26. des. 1955 giftist Guðrún
Finni Þorvaldssyni bifreiðarstjóra, f.
15. apríl 1931 í Hnífsdal. Foreldrar
hans voru hjónin Guðrún Guðjóns-
dóttir, f. 18. júlí 1896, d. 6. júlí 1996,
og Þorvaldur Pétursson, sjómaður í
Hnífsdal, f. 12. maí 1897, d. 10. jan.
Elsku mamma. Nú ertu búin að
kveðja okkur. Mikið var gott að við
vorum öll saman hjá þér. Þú kvaddir
okkur með svo mikilli reisn. Við
gerðum okkur grein fyrir því að
þetta var alvarlegt þegar þú greind-
ist fyrir 11 vikum en ekki að þetta
myndi gerast svona fljótt. Allir eru
steinhissa á að þú svona hraust
manneskja farir með þessum hætti.
En það er ábyggilegt að þú varst
ekki vön að láta aðra sjá um þig og
kærðir þig ekki um það. Þú varst vön
að gera allt sem þú vildir gera og
þannig vildir þú hafa það. Það ríkir
ró og friður yfir þér. Við höfum ekki
áhyggjur, þú ert komin á góðan stað
til að gæta okkar ásamt ömmu og afa
og Rúnari Bárði. Barnabörnin vita
að amma er orðin engill, fallegur
engill sem flýgur og sefur á skýi og
horfir eftir börnunum sínum, hvar
sem þau eru. Minningin um þig lifir.
Þú hjálpaðir okkur við heimanámið
þegar við vorum lítil og hafðir jafn-
mikinn áhuga á því og við ef ekki
meiri, sérstaklega landafræði. Þú
vissir allt. Öll ferðalögin þegar við
vorum krakkar, keyrandi um okkar
fallega land með ferðahandbókina
við höndina. Þú varst aldrei þreytt og
hafðir stjórn á þessu öllu með léttum
leik með pabba við hlið þér, örugg-
asta bílstjóra í heimi.
Þú hafðir alltaf nóg að gera og
þekktir ekki annað. Gaman var að sjá
og heyra hve mikla unun þú hafðir af
öllum ferðalögunum sem þið fóruð
utanlands og sáuð listir og menningu
annarra þjóða. Þetta hefði þig ekki
grunað að eiga eftir að gera á þeim
tíma sem þú varst að ala okkur upp.
Þú lifðir svo sannarlega lífinu lifandi.
Við erum stolt af því að hafa átt þig.
Elsku mamma, við eigum eftir að
sakna þín og hann pabbi sem elskaði
þig svo mikið. Góði guð, þú styrkir
okkur í þeirri sorg sem fylgir ást-
vinamissi. Við kveðjum þig, mamma,
með bæninni „Til mömmu“, eins og
þegar við vorum litlu börnin þín.
Elskulega mamma mín,
mjúk er alltaf höndin þín.
Tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er,
allt það launa skal ég þér.
(S.J.J.)
Guðmundur, Þorvaldur,
Ævar og Guðbjörg.
Það er með sorg og söknuði sem ég
kveð hana Guðrúnu. Það er margs að
minnast þegar litið er til baka þau ár
sem við þekktumst. Leiðir okkar
Guðrúnar lágu fyrst saman sumarið
1997 skömmu eftir að ég hafði
kynnst dóttur hennar Guðbjörgu.
Guðrún var alltaf svo góður vinur og
gott að vera í návist hennar. Svo var
alltaf skemmtilegt að ræða við hana
um heimsmálin og þjóðlífið enda kom
maður sjaldan að tómum kofunum í
þeim efnum og lá Guðrún sjaldan á
skoðunum sínum. Það var alltaf svo
notalegt og gaman að koma heim til
Guðrúnar og Finns í Sandgerði, enda
voru þau hjónin afar gestrisin og átt-
um við margar góðar stundir þar.
Góður vinur er genginn, við sökn-
um hennar sárt. Blessuð sé minning
um góðan vin og við felum hana góð-
um Guði á vald. Megi Guð hugga og
styrkja fjölskyldu hennar.
Kjartan H. Kjartansson.
Ég lifi í Jesú nafni,
í Jesú nafni eg dey,
þó heilsa og líf mér hafni
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgr. Pét.)
Ég kveð tengdamóður mína með
virðingu og bið henni og okkur öllum
blessunar Guðs.
Sigríður.
GUÐRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um
Guðrúnu Guðmundsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundur er Arnar
Páll.