Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Stjórnvöld ætluðu íársbyrjun að náfram um 450 millj- óna króna sparnaði í lyfja- útgjöldum Trygginga- stofnunar ríkisins en nú er ljóst að vegna aukins kostnaðar þyrfti að ná yfir 900 milljóna sparnaði ef markmið fjárlaga eiga að nást. Í kjölfar útkomu skýrslu Ríkisendurskoð- unar í apríl sl. var gripið til ýmissa aðgerða til að stemma stigu við hömlu- lausri hækkun lyfjakostn- aðar en lyfjakostnaður hef- ur undanfarin ár hækkað um 10–20% árlega. Í skýrslunni kom m.a. fram að kostnaður vegna lyfjanotkunar á hvern Íslending væri um 46% hærri en meðaltal fyrir hvern íbúa í Danmörku og Noregi. Var skýr- ingin fyrst og fremst sögð felast í verulega minni notkun ódýrra samheitalyfja hér á landi og hærri kostnaði við dreifingu og sölu. Heilbrigðisráðherra frestaði í vor um þrjá mánuði gildistöku reglu- gerðar og viðmiðunarverðskrár lyfja með sambærileg meðferðar- áhrif sem átti að taka gildi 1. maí. Í staðinn var ákveðið að reyna að ná fram samningum milli fulltrúa lyfjaheildsala, smásala og hér- lendra lyfjaframleiðenda um al- menna lækkun á lyfjaverði. Sam- komulag milli Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) og lyfja- verðsnefndar tók svo gildi 1. júlí sl. en það gerði ráð fyrir 300 milljóna króna sparnaði á ári miðað við heildsöluverð og 500 milljónum í smásölu. Þrátt fyrir þessar aðgerð- ir þykir nú ljóst að verði ekkert frekar að gert muni sparnaðar- markmið ekki nást og hafa samn- ingaviðræður FÍS og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins farið fram undanfarnar vikur. Vonast heilbrigðisráðuneytið til þess að lyfjainnflytjendur og lyfsalar geti lækkað lyfjaverð enn frekar. FÍS segir alla aðila af vilja gerða til að lækka lyfjaverð en þegar hafi verið gefið mikið eftir. Tvisvar sinnum fleiri apótek hér en í nágrannalöndunum „Það er alveg ljóst að við getum ekki veitt einhvern 900 milljóna króna afslátt, það er alveg út úr kortinu,“ segir Guðbjörg Alfreðs- dóttir, lyfjaforstjóri hjá Pharma- Nor, sem situr í stjórn lyfjahóps FÍS. Hún segir að viðræður standi yfir og þegar hafi lyfjaverð verið lækkað töluvert, bæði í heildsölu og smásölu, og að vonast hafi verið eftir því að það myndi duga. „Við erum búin að gefa ansi mikið eftir, það er alveg ljóst.“ Hún segir að lausna sé leitað og allir séu af vilja gerðir til að lækka lyfjaverð hér- lendis. „Það kemur fram í Ríkisendur- skoðunarskýrslunni, sem kom út 2. apríl, þar er talað um að lyfjakostn- aður sé um 4,4 milljörðum hærri [en ef lyfjaverð væri sambærilegt hér og í Danmörku og Noregi]. Ef hlutinn í heildsölunni er ekki nema einn [milljarður] þá eru aðrir 3,4 [milljarðar] sem myndast. Það er ekki alltaf bara út af heildsölunum. Það eru tvisvar sinnum fleiri apó- tek á Íslandi en í nágrannalöndun- um á hvern íbúa,“ segir Guðbjörg. Vilja sambærilegt verð Lyfjakostnaður á mann er um 40–50% hærri hér en í Noregi og Danmörku, þrátt fyrir að Íslend- ingar noti að jafnaði minna af lyfj- um, að sögn Eggerts Sigfússonar, deildarstjóra lyfjamála í heilbrigð- isráðuneytinu. Ástæðan sé m.a. sú að Íslendingar nota dýrari lyf, sér- staklega t.d. í geðdeyfðarlyfja- flokknum. Eggert segir að verð lyfja hingað til lands sé í mörgum tilfellum hærra en í samanburðar- löndunum. „En við viljum fá sam- bærilegt verð á við aðra Norður- landabúa. Markmiðið er að dreifingin verði ekki óhóflega dýr. Við erum með dýrt dreifingarkerfi, mörg apótek og heildsölur og hugsanlega mætti spara þar.“ Eggert segir vonir standa til að ráðuneytið og FÍS geti komið sér saman um viljayfirlýsingu sem feli í sér samkomulag um að lækka lyfjaverð með skipulegum hætti. „Við sitjum á hverju ári uppi með óviðráðanlega kostnaðaraukningu sem getur ekki haldið áfram enda- laust.“ Aðgerðir á heilbrigðisstofn- unum langtímaverkefni Gripið hefur verið til ýmissa annarra aðgerða til að ná mark- miðum fjárlaga varðandi lyfja- kostnað, bæði fyrir TR og heil- brigðisstofnanir. Eitt það helsta er að koma á fót lyfjanefndum við heilbrigðisstofnanir í landinu er gangi frá lyfjalistum sem er skrá yfir þau lyf sem lyfjanefnd á tiltek- inni stofnun hefur valið til notkun- ar. Haldnir voru fundir með starfs- fólki heilbrigðisstofnana sl. vetur og þær hvattar til að móta stefnu í lyfjakaupum. Eggert segir nokkr- ar stofnanir þegar byrjaðar að vinna samkvæmt þessu en um sé að ræða langtímaverkefni sem fari ekki að skila miklum sparnaði strax. „Lyfjalistar þýða m.a. að vilji læknar nota önnur lyf en á þeim eru þurfa þeir að gera mjög góða grein fyrir því. Þetta er að- haldsstýring sem við viljum koma á.“ Fréttaskýring | Viðræður milli heilbrigð- isráðuneytis og FÍS um lyfjaverð Þörf á meiri sparnaði Innflytjendur, lyfsalar og framleið- endur segjast hafa gefið mikið eftir Lyfjakostnaður heldur áfram að aukast. Aukin notkun dýrra lyfja var ekki fyrirséð  Útlit er fyrir að hækkun á lyfjakostnaði Tryggingastofn- unar milli áranna 2003 og 2004 verði að minnsta kosti 18% en ekki 9% eins og ráð var fyrir gert í fjárlögum. „Það er aukin notk- un á væntanlega dýrari lyfjum sem skýrir þetta og var ekki fyr- irséð,“ segir Eggert Sigfússon, deildarstjóri lyfjamála í heil- brigðisráðuneytinu. Þetta gerist þrátt fyrir að ráðuneytið hafi beitt sér fyrir því að ódýrari lyf séu notuð sé það mögulegt. sunna@mbl.is, jonpetur@mbl.is SAMGÖNGURÁÐHERRA, Sturla Böðvarsson, heimsótti aðstöðu skemmtiferðaskipa og skipafélaga í Reykjavíkurhöfn í gærdag, ásamt ráðuneytisstjóra samgönguráðu- neytisins, Ragnhildi Hjaltadóttur, og öðrum fulltrúum ráðuneytisins. Með í för voru sömuleiðis fulltrúar úr hafnarstjórn, frá Siglingastofn- un og embætti lögreglunnar í Reykjavík. Heimsóknin var farin í tilefni nýrra reglna um siglinga- vernd, og breytta aðstöðu skemmtiferðaskipa í íslenskum höfnum af þeim sökum. Íslendingar voru að sögn Sigl- ingastofnunar framarlega í flokki þjóða sem voru með öryggiskröfur í lagi þegar nýjar reglur Alþjóða siglingamálastofnunarinnar um siglingavernd gengu í gildi 1. júlí síðastliðinn. „Þetta er mjög athyglisvert og umfangsmiklar framkvæmdir sem lagt hefur verið í,“ sagði sam- gönguráðherra aðspurður um heimsóknina þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins hittu hópinn í Sundahöfn í gærdag. „Þetta er flókin löggjöf, en mér sýnist þetta hafa tekist afskaplega vel. Forsvarsmenn Reykjavíkur- hafnar eiga heiður skilinn fyrir hversu vel þeir hafa staðið að þessu,“ bætti ráðherra við. „Ég er ánægður að sjá hve vel hefur gengið að leysa úr mörgum flóknum viðfangsefnum á stuttum tíma, án þess að það hafi bitnað á annarri starfsemi hafnarinnar,“ sagði Helgi Hjörvar, varaformaður hafnarstjórnar. „Sem dæmi má nefna að á Miðbakka eru hvort tveggja afgreidd fiskiskip og skemmtiferðaskip. Menn vilja hafa hafnarbakkann sem mest opinn svo að fólk geti gengið um höfnina, og þetta verk hefur verið unnið með það í huga,“ útskýrir Helgi Hjörvar. Hallur Árnason, hafnarverndar- fulltrúi hjá Reykjavíkurhöfn, sagði margt nýtt felast í nýjum lögum um siglingavernd, sem tóku gildi 1. júlí. Hann sagði menn vera að læra og bæta aðstöðuna enn frek- ar, og heimsókn og fundir ráð- herra og annarra hagsmunaaðila væru gagnleg í því sambandi. Samgönguráðherra skoðar öryggissvæði skemmtiferðaskipa Eiga heiður skilinn fyrir framkvæmdina Morgunblaðið/Eggert Einn yfirmanna skemmtiferðaskipsins Rotterdam ræðir við Helga Hjörvar, varaformann hafnarstjórnar, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra við Reykjavíkurhöfn í gærdag. KOMAST hefði mátt hjá því að greiða tryggingu fyrir sex torfæru- bíla sem hingað komu í tengslum við norræna torfærukeppni um síð- ustu helgi, án atbeina fjármálaráð- herra, skv. upplýsingum frá emb- ætti Tollstjórans í Reykjavík. Tvísýnt var hvort af keppninni yrði þar sem Tollstjóri krafðist 25 milljóna króna tryggingar vegna ökutækjanna en skipuleggjendur mótsins höfðu ráðgert að greiða innan við helming þeirrar upphæð- ar. Í reglugerð um tímabundinn inn- flutning 798/2000 segir í 5. gr. að fullnægjandi trygging teljist fjár- trygging eða skuldaviðurkenning, en einnig svonefnt ATA Carnet- ábyrgðarskjal. Að sögn Harðar D. Harðarsonar hjá embætti Tollstjórans í Reykja- vík er Ísland aðili að ATA-samn- ingnum sem og flest önnur ríki heims, en samkvæmt honum er heimilt að flytja inn tímabundið ákveðnar vörur, t.d. sýningartæki, án þess að greiða tolla eða trygg- ingar. Hægt er að fá ATA-skírteini útgefið af Verslunarráði Íslands. Í tilvikum þar sem slíkt skírteini liggur ekki fyrir, eins og í um- ræddu tilviki með torfærubílana, er greidd tiltekin fjártrygging sem miðast við aðflutningsgjöld vörunn- ar auk 25% álags. Þegar varan er farin úr landi aftur fær viðkomandi greitt til baka, eða um leið og fyrir liggur útflutningsskýrsla staðfest af Tollgæslunni. Tryggingagjöldin eru innheimt til að tryggja að í raun og veru sé um tímabundinn innflutning að ræða. Samkvæmt sérstakri reglugerð um vörugjald af ökutækjum 331/ 2000 eru sérsmíðaðar bifreiðar til akstursíþrótta undanþegnar vöru- gjöldum ef fyrir liggur vottorð frá framleiðanda bifreiðar ásamt rök- studdri yfirlýsingu samtaka um akstursíþróttir um að bifreiðin sé sérsmíðuð keppnisbifreið til akst- urskeppni í viðkomandi keppnis- grein. Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi að flytja inn torfærubíla á númerum en með því móti ferðast eigendur þeirra hingað til lands sem hverjir aðrir ferðamenn og greiða engin gjöld. Torfærubílarnir sem ráðherra bjargaði úr tolli fyrir helgi Mátti flytja inn án tryggingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.