Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 15
LÖGREGLAN í Suður-Kóreu sagði
frá því á sunnudag að hún hefði
handtekið Yoo Young-chul, 33ja
ára karlmann sem er grunaður um
að hafa myrt allt að 26 manns.
Hann mun því vera einn mesti
fjöldamorðingi í sögu landsins.
Við húsleit lögreglu í íbúð
mannsins fannst m.a. ljóð eftir Yoo
þar sem hann lýsir þrá sinni í garð
móður sinnar og listilegar teikn-
ingar af konum. Yoo mun hafa
ginnt einhver fórnarlambanna með
fölsuðum lögregluskilríkjum sem
hann bjó til á heimili sínu.
Lögreglan gróf upp 11 lík á hæð í
nágrenni heimilis hans. Fórnar-
lömbin voru einkum vændiskonur
og auðugt eldra fólk.
Bossi hættir
UMBERTO Bossi, leiðtogi Norður-
bandalagsins, sem aðild á að ríkis-
stjórn Silvios Berlusconis, tilkynnti
í gær að hann
hygðist hverfa úr
stjórn og sömu-
leiðis láta af
þingmennsku. Í
staðinn myndi
hann taka sæti á
Evrópuþinginu.
Ákvörðun Bossis
tengist veikind-
um sem hann
hefur átt við að
stríða, hann fékk hjartaáfall í mars
og lá lengi þungt haldinn á spítala.
Brotthvarf hans úr ríkisstjórn er
talið veikja ríkisstjórn Berlusconi
enn frekar en forsætisráðherrann
hefur átt undir högg að sækja að
undanförnu vegna ýmissa mála,
sem upp hafa komið.
Nauðgunum beitt
sem vopni í Darfur
SÚDÖNSK stjórnvöld bera beina
ábyrgð á glæpum gegn mannkyni
sem framdir hafa verið í Darfur-
héraði í vesturhluta landsins. Þetta
segir í nýrri skýrslu samtakanna
Amnesty International. Þau segja
m.a. að nauðgunum á konum hafi
markvisst verið beitt í hernaðinum
sem arabískar vígasveitir hafa
staðið fyrir í Darfur gegn íbúum
þar. Ber skýrslan sem Amnesty
sendi frá sér titilinn „Súdan, nauðg-
un sem vopn í stríði“.
Pútín stokkar upp í
rússneska hernum
VLADIMIR Pútín, forseti Rúss-
lands, rak í gær herráðsforingja
sinn Anatolí Kvashnin og setti í
hans stað Júrí Balujevskí. Frétta-
skýrendur segja Pútín með þessu
vera að fylgja eftir víðtækari breyt-
ingum hjá rússneska hernum sem
ráðist var í í kjölfar þess að upp-
reisnarmenn í Ingúsetíu, lýðveldi í
suðurhluta Rússlands, myrtu allt að
eitt hundrað manns í aðgerðum í
síðasta mánuði án þess að rússneski
herinn fengi rönd við reist.
Al-Qaeda-liðar
fóru um Íran
YFIRVÖLD í Íran sögðu í gær, að
hugsanlegt væri, að einhverjir
þeirra, sem stóðu að hryðjuverk-
unum í Bandaríkjunum 11. septem-
ber 2001, hefðu lagt leið sína um
Íran frá Afganistan nokkrum
mánuðum fyrir hermdarverkin.
Þau vísuðu því hins vegar á bug
sem „þvættingi“, að þau hefðu átt
einhvern þátt í þeim. Hamid Eeza
Asefi, talsmaður íranska utanríkis-
ráðuneytisins, sagði, að vel gæti
verið, að fimm eða sex menn hefðu
farið um landið án vitneskju yfir-
valda enda væru landamærin löng
og erfitt að gæta þeirra. Var hann
að svara því, sem fram kemur í
bandarískri rannsóknarskýrslu um
hryðjuverkin, en í henni segir, að
írönsk yfirvöld hafi hugsanlega átt
þátt í þeim með því að greiða fyrir
ferð átta til tíu flugræningjanna um
Íran. Sagði Asefi, að miklu fleira
fólk færi ólöglega yfir landamæri
Bandaríkjanna og Mexíkós.
Talinn hafa myrt 26
manns í S-Kóreu
Umberto Bossi
TALIÐ er að a.m.k. fjörutíu manns
hafi beðið bana í bílslysi í þorpinu
Laxmipur í Vestur-Bengal, um 300
km norður af borginni Kalkútta í
Indlandi, í gær. Slysið átti sér stað
með þeim hætti að rútubifreið sem
full var af fólki fór út af þjóðvegin-
um og endaði ofan í skurði sem full-
ur var af vatni í kjölfar mikilla
rigninga undanfarið. Rútunni var
ekið á „ofsahraða“ við erfiðar að-
stæður, að sögn lögreglufulltrúans
Chayan Mukherjee. Sagði hann að
ökumaður rútunnar, sem komst lífs
af, hefði verið handtekinn.
AP
Afdrifaríkur „ofsaakstur“
RÓTTÆKI Vinstriflokkurinn í
Danmörku hefur krafist þess
að dönsku útlendingalögunum
verði breytt eftir að mannrétt-
indafulltrúi Evrópuráðsins
gagnrýndi lögin og sagði þau
brjóta í bága við mannréttinda-
sáttmála Evrópu.
Marianne Jelved, leiðtogi
Róttæka vinstriflokksins, sagði
að flokkurinn myndi ekki
mynda stjórn með Jafnaðar-
mannaflokknum eftir næstu
þingkosningar nema lögunum
yrði breytt. „Við getum ekki átt
aðild að ríkisstjórn sem virðir
ekki niðurstöðu alþjóðlegrar
stofnunar á borð við Evrópu-
ráðið,“ hafði danska blaðið
Politiken eftir Jelved.
Brjóta í bága við Mannrétt-
indasáttmála Evrópu
Alvaro Gil-Robles, mannrétt-
indafulltrúi Evrópuráðsins,
sagði í viðtali við Politiken á
dögunum að útlendingalögin
samræmdust ekki Mannrétt-
indasáttmála Evrópu. Hann
gagnrýndi einkum þá reglu að
fólk undir 24 ára aldri gæti ekki
fengið dvalarleyfi í Danmörku
á grundvelli fjölskyldutengsla.
Bertel Haarder, sem fer með
málefni innflytjenda og flótta-
manna í stjórninni, vísaði þess-
ari gagnrýni á bug. Frank
Jenssen, talsmaður Jafnaðar-
mannaflokksins, sem studdi
regluna um 24 ára aldurslág-
mark, sagði að flokkurinn vildi
ekki breyta lögunum þar sem
það væri ekki hlutverk stjórn-
arandstöðunnar að meta hvort
gagnrýni mannréttindafulltrú-
ans væri réttmæt.
Jelved sagði hins vegar að
þetta væri ekki aðeins hlutverk
stjórnarinnar, heldur einnig
þeirra stjórnarandstöðuflokka
sem greiddu atkvæði með lög-
unum. „Það er ekki trúverðugt
að tala um mannréttindi ef
Danmörk virðir ekki þær al-
þjóðlegu stofnanir sem eiga að
hafa eftirlit með því að mann-
réttindi séu virt,“ sagði hún.
Danmörk
Útlend-
ingalög
gagn-
rýnd
JAPÖNSK stjórnvöld hugleiða nú að fara fram á
að dómsmálayfirvöld í Bandaríkjunum sýni
bandaríska liðhlaupanum Charles Jenkins vægð,
en hann hefur búið í Norður-Kóreu frá 1965.
Jenkins kom á sunnudag til Tókýó til að vera með
japanskri eiginkonu sinni og tveimur dætrum og
var hann þegar lagður inn á spítala vegna lasleika.
Mál Jenkins hefur vakið heimsathygli enda
þykir saga hans nokkuð óvenjuleg. Hann hvarf
nærri hlutlausa svæðinu, sem skilur að N- og S-
Kóreu, árið 1965 og þó að margt sé á huldu um
dvöl hans í N-Kóreu hefur hann æ síðan verið eft-
irlýstur af Bandaríkjaher vegna liðhlaups.
Almenningur í Japan hefur hins vegar mikla
samúð með þeim hremmingum sem eiginkona
Jenkins, Hitomi Soga, hefur þurft að ganga í
gegnum á lífsleiðinni og Junichiro Koizumi for-
sætisráðherra beitti sér sjálfur fyrir því að Jenk-
ins kæmi til Japans til að vera með fjölskyldu
sinni. Ástæðan er sú að Soga var á sínum tíma í
hópi Japana sem norður-kóresk stjórnvöld rændu
1978, fluttu til Norður-Kóreu og neyddu þar til að
kenna útsendurum leyniþjónustunnar japönsku.
Vissi enginn hvað um hana hafði orðið fyrr en fyr-
ir tveimur árum, þegar Koizumi fór í sögulega
heimsókn til Pyongyang.
Soga kynntist Jenkins í N-Kóreu, giftist honum
og eignaðist tvær dætur en þegar N-Kóreumenn
slepptu Soga og sjö öðrum, í kjölfar heimsóknar
Koizumis, fékk hún ein að yfirgefa landið en Jenk-
ins varð eftir ásamt dætrum þeirra.
Jenkins, sem er 64 ára, hefur fram til þessa
ekki þorað að fara til fundar við eiginkonu sína í
Japan af ótta við að verða framseldur til Banda-
ríkjanna, þar sem hann á yfir höfði sér lífstíð-
arfangelsisdóm. En eftir að þau hjón höfðu átt
fund í Indónesíu – sem ekki hefur samning við
Bandaríkin um framsal fanga – fyrir viku ákvað
hann að taka áhættuna.
Bandarískir embættismenn í Japan hafa gefið í
skyn að framsals Jenkins verði að minnsta kosti
ekki krafist á meðan hann leitar sér lækninga.
Liðhlaupinn Charles Jenkins kominn til Japans
Óttast framsalsbeiðni
Reuters
Charles Jenkins ásamt eiginkonu sinni, Hitomi
Soga, er þau komu til Tókýó á sunnudag.
Tókýó. AP.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum vilja fátt um
það segja hvað bíði Bobbys Fischers, fyrrverandi
heimsmeistara í skák, en hann var handtekinn í
Japan í síðustu viku. Þau gefa þó í skyn, að hann
verði framseldur til Bandaríkjanna.
Richard Boucher, talsmaður utanríkiráðuneyt-
isins, kvaðst ekki hafa mikið um málið að segja en
upplýsti, að vegabréf Fichers hefði verið ógilt í
desember síðastliðnum. Fischer kom hins vegar til
Japans 15. apríl síðastliðinn án þess, að nokkrar
athugasemdir væru gerðar við vegabréfið.
Fischer hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum
síðan hann tefldi við Borís Spasskí í Svartfjalla-
landi 1992 en þá voru í gildi alþjóðlegar refsiað-
gerðir gegn Júgóslavíu. Vann Fischer einvígið
glæsilega og fékk að launum 236 millj. ísl. kr. Var
einvígið nokkurs konar upprifjun á heimsmeist-
araeinvíginu í Reykjavík 1972 þegar Fischer varð
fyrstur Bandaríkjamanna heimsmeistari í skák.
Robert James Fischer er fæddur 9. mars 1943 í
Chicago, sonur þýsks eðlisfræðings. Hann var sex
ára er systir hans kynnti honum mannganginn og
eftir það var skákin hans eina ást og ástríða. 14 ára
gamall sigraði hann á bandaríska meistaramótinu,
og ári síðar varð hann yngstur þeirra, sem nokkru
sinni hafa tekið þátt í undankeppni heimsmeist-
aramótsins í skák.
Víst talið að
Fischer verði
framseldur
Washington. AFP.
FILIPPSEYSKA herdeildin sem
verið hefur í Írak undanfarna mán-
uði hélt frá landinu í gær en brott-
hvarf hennar tengist hótunum
mannræningja þess efnis að þeir
myndu taka filippseyskan gísl af lífi
ef herinn hyrfi ekki frá Írak. Alls
voru fimmtíu og einn hermaður í fil-
ippseysku herdeildinni og kom hers-
höfðingi deildarinnar heim til Fil-
ippseyja í gærmorgun. Gert var ráð
fyrir því að afgangur herdeildarinn-
ar kæmi til Kúveits fyrir kvöldið og
þaðan yrði flogið til Maníla í dag.
Mannræningjar rændu filipps-
eyskum vörubílstjóra, Angelo de la
Cruz, 7. júlí sl. og hótuðu þeir að
hálshöggva hann ef filippseyskir
hermenn héldu áfram störfum sínum
í Írak. Ákvörðun stjórnvalda á Fil-
ippseyjum, um að kalla herliðið
heim, hefur sætt harðri gagnrýni
stjórnvalda í Bandaríkjunum sem
segja brottför hermannanna hvetja
hryðjuverkamenn til frekari mann-
rána og voðaverka. Sagði embætt-
ismaður bandarískra stjórnvalda á
sunnudag að Bandaríkjastjórn
myndi endurskoða samband sitt við
Filippseyjar í kjölfar atburðanna.
Ekkert hefur spurst frekar til
gíslsins en vonast er til að honum
verði nú sleppt úr haldi. „Við höfum
staðið við okkar, nú er komið að þeim
að standa við sín loforð,“ sagði
ónafngreindur filippseyskur emb-
ættismaður.
Egypskum vörubílstjóra, sem
mannræningjar höfðu haldið í gísl-
ingu síðan í byrjun júlí, var hins veg-
ar sleppt úr haldi í gær. Egypskir
sendifulltrúar í Írak sögðu hann vera
við góða heilsu en neituðu að gefa
upp hvort lausnargjaldið sem krafist
var hefði verið greitt. Maðurinn var
að koma til Íraks frá Sádi-Arabíu er
honum var rænt.
Bílsprengja banaði níu manns
Að minnsta kosti níu biðu bana og
um fimmtíu særðust þegar bíl-
sprengja sprakk í miðborg Bagdad í
gærmorgun. Þá var háttsettur liðs-
maður íraska varnarmálaráðuneyt-
isins, Issam Jassem Qassim, ráðinn
af dögum skammt frá heimili sínu á
sunnudagskvöld.
Filippseyskir her-
menn farnir frá Írak
Manila, Bagdad. AP, AFP.