Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 19
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 19 Björg Bjarnadóttir er þró-unarsálfræðingur og hef-ur alla tíð haft mikinnáhuga á draumum. Hún er nýkomin frá kóngsins Kaupmanna- höfn þar sem hún sat alþjóðlega draumaráðstefnu og fyrr í þessum mánuði opnaði Draumasetrið Skuggsjá, sem hún veitir forstöðu, veggspjaldasýningu í Löngubúð á Djúpavogi. Þar er fjallað um drauma Íslendinga fyrr og nú. En dreymir Íslendinga eitthvað öðruvísi en fólk í öðrum löndum? „Já, að einhverju leyti. Svo virðist sem umhverfið og náttúran hafi áhrif á drauma fólks því þeir sem búa við svipuð vist- fræðileg skilyrði og við hér í norðr- inu, þá dreymir svipaða drauma. Reyndar vantar meira af sam- anburðarannsóknum tengdum draumum til að geta fullyrt um þessa hluti en þær eru að fara af stað erlendis og það verður spenn- andi að sjá hvað kemur út úr þeim. Aftur á móti get ég fullyrt að mörg draumaþema eru hin sömu út um víða veröld og eins er það sameig- inlegt með öllu mannfólki að á ákveðnum tímabilum í lífinu finnur fólk fyrir auknu draumaflæði. Þetta á til dæmis við um konur sem bera barn undir belti, auknar martraðir á unglingsárum og drauma af nýlátn- um ættingjum.“ Guðrún og Flosi voru berdreymin Björg segir að draumaflokkarnir séu margir og einn af þeim er ber- dreymi. „Í heimildum um drauma er mest skráð um berdreymi og forspáa karla og konur. Í heimildum sjáum við að á Íslandi hafa verið og eru miklar draumakonur og karlar. Draumahefðin kom til landsins frá Noregi með landnámsmönnunum og til dæmis er sagt frá draumum í Heimskringlu og Íslendingasög- unum. Í Laxdælu er sagt frá því þegar Guðrúnu Ósvífursdóttur dreymir fyrir mönnunum fjórum sem áttu eftir að verða örlagavaldar í lífi hennar. Í Njálssögu er sagt frá því þegar Flosa á Svínafelli dreymir veru nokkra koma út úr fjallinu Lómagnúpi og var sá draumur ráð- inn á þann veg að hann væri fyrir dauða Flosa og stuðningsmanna hans. Lómgnúpur er reyndar einn af þeim stöðum á Íslandi sem tengjast draumum, því Séra Jón Stein- grímsson eldklerk dreymdi þessa sömu veru og sagt er frá í Njálu, koma úr Lómagnúpi á síðari hluta 18. aldar og var sá draumur talinn vera boðberi Skaftárelda.“ Mikil draumahefð hérlendis Björg segir Íslendinga ævinlega hafa haft mikinn áhuga á berdreymi og hún lét gera Gallup-könnun í fyrra á draumum Íslendinga og svefnvenjum. „Þar kom í ljós að nið- urstöðurnar voru svipaðar og fyrir 25 árum þegar gerð var samsvarandi könnun á berdreymi hér á landi. Um 40 prósent núlifandi Íslendinga segj- ast sjálfir hafa reynslu af berdreymi og yfir 70 prósent trúa að draumar hafi einhverja merkingu. Rúmur helmingur landans man einn draum eða fleiri á viku og sömuleiðis kann- ast rúmur helmingur við að sig dreymi meðvitaða drauma en það ástand er kallað skírdreymi (lucid dreaming). Þá gerir fólk sér grein fyrir því í svefninum að það sé að dreyma og getur jafnvel losað svefn og haft áhrif á framvindu draumsins. Þessi háa tala fyrir skírdreymi Ís- lendinga er óvenjuleg á heimsvísu en kemur kannski að einhverju leyti til af því að við erum alin upp í mikilli draumahefð. Í íslenskum skáldsög- um og ljóðum, nýjum sem gömlum, er til dæmis mjög margt að finna um drauma og Halldór Laxness segir á góðum stað: „Dáið er allt án drauma“. Íslendingar tala enn mikið um drauma sína og líta ekki á þá sem vitleysu og þeir sækja í að fá drauma sína ráðna. Unga fólkið hér á landi er mjög áhugasamt um drauma og enn dreymir fólk fyrir veðri, giftingum, fæðingu, dauða og slysum. Trú fólks á drauma virðist því standast breytingar á heims- myndinni sem hefur vissulega verið mikil í kjölfar tæknivæðingar. Draumatrúin er kannski einmitt að aukast vegna tækninnar því unga fólkið gerir sér enn betur grein fyrir því hve vitund og líf er til á mörgum sviðum samtímis.“ Virðum hvert annars drauma Björg segir að innan sálfræðinnar og skyldra greina sé margt skemmtilegt að gerast í tengslum við drauma. „Víða fer fram markviss söfnun draumadæma og einnig eru draumar í auknum mæli notaðir til að fá innsýn í sálarlíf fólks, fólk not- ar þá sjálfu sér til uppbyggingar og svo eru þeir notaðir í meðferð. Draumahópar eru stofnaðir og hald- in námskeið þar sem fólk ber saman drauma sína og miðlar af reynslu sinni. Við sem erum innan alheims- samtaka um drauma höfum sterkar siðareglur og leggjum ríka áherslu á að draumar séu eign sérhvers dreymanda og okkur beri að virða drauma hvert annars,“ segir Björg að lokum og bætir við að námskeið um drauma hefjist með haustinu en þau verða byggð á bók hennar Draumalandið. Þess má geta að Draumasýningin á Djúpavogi hefur vakið mikla athygli og er hún bæði á íslensku og ensku. Einnig verður Björg með tvo fyrirlestra um drauma Íslendinga fyrr og nú á al- heimsþingi sálfræðinga í Peking síð- ar í sumar. Vefsíða draumasetursins er í smíðum og verður formlega opn- uð í lok ágúst. Slóðin verður: www.dreamcenterskuggsja.is  SÁLFRÆÐI|Rúmlega sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnun um drauma trúa því að þeir hafi merkingu Draumar eru eign sérhvers dreymanda TENGLAR ..................................................... www.ASDreams.org www.lucidart.org www.dreamwisdom.info www.dreamgate.com/electricdreams khk@mbl.is Um 40 prósent núlifandi Íslendinga segjast sjálfir hafa reynslu af berdreymi Þróunarsálfræðingurinn: Björg Bjarnadóttir. Morgunblaðið/Kristján 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Reykjavík v/ Ægisgarð • S. 555 3565 • www.elding.is Hvalaskoðun Þrjár ferðir daglega – fróðleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Ferðir alla þriðjudaga kl. 18:00 og laugardaga kl. 13:30. Einnig sérferðir fyrir hópa, tímar eftir samkomulagi. Sjóstangaveiði á sjó Ævintýri Hvalaskoðun með Moby Dick Sími: 421 7777 & 800 8777 Farsími 896 5598 - Fax 421 3361 Pósthólf 92, 230 Kefl avík www.dolphin.is - moby.dick@dolphin.is Daglega frá Kefl avíkurhöfn frá apríl til október. Sjóstangveiði - Skemmtisiglingar. 10 ára 1994 - 2004 FERÐALÖG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.