Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM. STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM. STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA. Kvikmyndir.is SV.MBL DV Sýnd með íslensku og ensku tali.  Allt er vænt sem vel er grænt. KD. Fréttablaðið. STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM. STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. Íslenskt tal. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. H.K.H. kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Einnig sýnd í Sambíóunum Keflavík kl. 10. Kvikmyndir.is Sýnd í stórum sal kl. 9. Sýnd kl. 10.15. Sigurvegari CANN ES og EVRÓPSKU KVIKMYNDAVERÐ LAUNANNA, bráðfyndið meista rastykki. STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM. STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA. Frábær ný gamanmynd frá Coen bræðrunum.  HL Mbl Kvikmyndir.is Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd með íslensku og ensku tali. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Enskt tal. Sýnd kl. 5 og 7. Íslenskt tal. „Ansi fyndin mynd, uppfull af myndlíkingum og húmor.“ - Ó.Ö.H., DV  Allt er vænt sem vel er grænt. KD. Fréttablaðið. Ó.H.T Rás 2 SV.MBL  Ó.H.T Rás 2  HL Mbl Sýnd kl. 5.30. Ó.H.T Rás 2 SV Mbl Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. H.K.H. kvikmyndir.com DV www.fujifilm.is 2 á vikuÓKEYPISSUMARLEIKUR FUJIFILM T he Album Leaf er eins manns sveit Jimmy Lavalle, Bandaríkjamanns sem búsettur er í San Diego. Þriðjudaginn 22. júní kom þriðja plata Album Leaf, In a Safe Place, út í Bandaríkjunum á vegum Sub Pop en út- gáfa í Evrópu verður mánuði síðar á þýska merkinu City Slang. Sem er svo sem ekki í frá- sögur færandi utan að platan var öll tekin upp í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar í Mos- fellsbæ, þar sem Lavalle til aðstoðar voru þeir Sigur Rósar-liðar Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason og Jón Þór Birgisson og einnig Gyða Valtýsdóttir, fyrrum múm-ari og María Huld Markan úr Amina, strengjakvartettinn sem unnið hefur náið með Sigur Rós síðustu ár. Til- drög þessa eru þau að Sigur Rósar-liðar báðu Lavalle um að hita upp fyrir sig í tónleika- ferðalagi um Bandaríkin haustið 2001 vegna þess að þeir „fíluðu“ tónlist Lavalle í botn. Sterk tengsl mynduðust þegar með Lavalle og Sigur Rós og hafa þeir átt í samstarfi æ síðan, á sviði jafnt sem utan þess. T.a.m. hélt Album Leaf hljómleika í Austurbæ í fyrrahaust og naut þá að stoðar Sigur Rósar-drengja og fleiri innlendra tónlistarmanna. Í kynningarherferð vegna plötunnar nýju eru þessar staðreyndir undirstrikaðar og það verður að teljast pínu einkennilegt fyrir litla Íslendinginn í manni að vera allt í einu kominn hinum megin við borðið. Íslensk tónlist er sem sagt ekki bara að gera það gott á erlendri grundu heldur er hún farin að selja erlendu tónlistina líka! Kolli kinkað Tónlist Album Leaf er viðkvæmnisleg og melódísk raftónlist með sveimlegri áferð („ambient“). Áður hafa komið út breiðskíf- urnar An Orchestrated Rise to Fall (’99) og One Day I’ll Be On Time (’01) og einnig nokkr- ar stutt-, smá- og deiliplötur („split“). Lavalle er klassískt menntaður píanóleikari og hefur leikið með mörgun og ólíkum sveitum. Lengst af var hann í rokksveitinni Triztesa, en er hættur þar til að einbeita sér að Album Leaf. Hann hefur þá leikið med pönksveitinni The Locust, hinni taktglöðu GoGoGo Airheart og einnig þunglyndisrokkurunum í The Black Heart Procession en leiðtogi þeirra, Pall Jenk- ins, rekur inn nefið á nýju plötunni. Á In A Safe Place má segja að Lavalle vinni tónlist sína á aðgengilegri hátt en oft áður, án þess þó að fórna fyrir það listrænum heil- indum. Á In A Safe Place er kolli kinkað til Íslands og þess umhverfis sem Jimmy starfaði í á með- an á upptökum stóð. Þetta er t.d. gert með lagatitlum eins og „Thule“, „Moss Mountain Town“ og „Streamside“ (Þess má þá geta að eitt lagið á Seal Beach-stuttskífunni sem út kom í fyrra heitir „Brennivín“). Blaðamaður fékk símhringingu frá Lavalle þar sem okkar maður var staddur í Berlín, í höfuðstöðvum City Slang. Það fór afslappandi tilfinning um blaðamann þegar hann hóf viðtalið, bæði hafði hann rætt áður við Lavalle og vissi að þetta var sómadrengur en einnig er Lavalle orðinn „inn- vígður“ og því spjallið þægilega óformlegt. Ástandið – Maður heyrir íslensku áhrifin á plötunni nokkuð greinilega … „Já, þau eru þarna, ég veit það. Sjálfur á ég erfitt með að benda nákvæmlega á þau en hún var tekin upp á Íslandi svo að þau eru óhjá- kvæmilega yfir um og allt í kring.“ – Þú vísar meðvitað í íslensk örnefni … „Já, þetta eru skilaboð til Íslendinga, því ég veit að fæstir erlendis vita af því sem ég er að vísa í, t.d. með lagatitlinum „Moss Mountain Town“. Maður er búinn að gleypa þetta land í sig, ég er núna í bol merktum Íslandi sem ég keypti í einhverri túristabúðinni (hlær).“ – Hvenær nákvæmlega var platan tekin upp? „Ég byrjaði síðastliðinn september, hélt áfram í kringum síðustu Airwaves-hátíð og svo að endingu kom ég hingað aftur í janúar til að binda alla lausa enda. Ég vann hana að mestu med Kjartani, Orra og Maríu. Ég gisti hjá Kjartani og Maríu og þar var mikið pælt og hlustað.“ Þessi öruggi staður sem talað er um í plötu- titlinum, er það Ísland? „Já. Reyndar ætlaði ég upphaflega að kalla plötuna Ísland, með íslenskri stafsetningu. En það datt upp fyrir. Kannski var það full- dramatískt. En titillinn sem var valinn á end- anum vísar í það ástand sem ég er í núna. Ég er búinn að vera í burtu frá San Diego lengi en finn fyrir miklu öryggi, þrátt fyrir að vera einn því ég er umkringdur vinum sem ég hef hitt hér og er því í raun ekki einn, a.m.k. er ég ekki einmana.“ – Þetta er þriðja plata þín sem Album Leaf. Hvernig hafa hlutirnir breyst hjá þér und- anfarin ár? „Ég er orðinn eldri og öruggari með tónlist- ina sem ég er að gera. Ég hef ekki áhyggjur af því hvað öðrum finnst lengur heldur er ein- beittur í því að búa til tónlist eins og ég vil hafa hana. Samstarfið við Sigur Rós hefur líka verið einkar gefandi.“ Stressið – Hvað er svona sérstakt við Ísland? „Landslagið hérna er einstakt. Samfélagið er vinalegt, að mínu mati alltént, og manni er tekið opnum örmum. Tónlistarlífið er öflugt og það þrífast allir geirar hérna. Mér líður bara mjög vel hérna.“ – Sumir segja að Íslendingar séu frekar stressaðar manngerðir. Hvað segir þú um það? „Kannski að því leytinu til að allt er gert á síðustu stundu. Eins og þegar ég hélt tónleika hér þá vippaði Kjartan þeim upp tveimur dög- um fyrir tónleikana. Ég hugsaði „Nú, já, svona er þetta gert hér,“ því ég átti engan veginn von á því að þetta myndi reddast. Svo mættu 500 manns og allt var í lukkunnar velstandi. Maður sjálfur varð stressaður en það er eins og þetta sé Íslendingum eðlislægt.“ – Hefur það komið þér á óvart hvernig hlut- irnir hafa þróast hjá þér? „Algerlega. Þetta er búið að vera dálítið skrítið. Leiðin hefur verið undarleg en ég er fullkomlega sáttur við hvert ég er kominn. Þetta er það sem ég hef stefnt að, að geta gert tónlist með svipað þenkjandi fólki, vera hvattur áfram til góðra verka og finna fyrir stuðningi.“ Tónlist | The Album Leaf Ísland og öryggið Jimmy Lavalle er Album Leaf. Ætli myndin hafi verið tekin nálægt „Moss Mountain Town“? Jimmy Lavalle, sem hljóðritar undir nafni Album Leaf, tók upp þriðju plötu sína hér á landi. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Lavalle. The Album Leaf verður á túr um Ameríku, Japan og Evrópu fram á haustið. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.