Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ GLÖGGT er gests augað. Þessa frómu alþýðuvisku reyndi ég að hafa að leiðarljósi í fyrri hluta þess- arar greinar sem birtist nýlega á síðum Morgunblaðs- ins. Þar benti ég á að gagnrýni Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar og fylgisveina hans á suma af þekktustu lögspekingum lands- ins, um að þeir blandi stjórnmálaskoðunum og öðrum annarlegum sjónarmiðum í lög- fræðiálit sín, beri sterkan keim af ára- tugalangri deilu milli hug- og félagsvísinda- manna annars vegar og heimspekinga og raunvísinda- manna hins vegar um eðli og tilvist sannrar þekkingar. Fræðileg þekk- ing sem er „menguð“ á þennan hátt er nokkuð sem Jón Steinar kallar ómarktækar „vildarskoðanir“. Þetta er fráleit skoðun því samkvæmt henni verður kenning Darwins um náttúrlegt val, ein áhrifamesta kenning nútímavísinda, ekkert ann- að en „vildarskoðun“. Lítum nánar á málið. Jón Steinar virðist á þeirri skoð- un að til sé eitt og aðeins eitt svar við flestum lögfræðilegum vanda- málum, sem í slagtogi við önnur ummæli hans upp á síðkastið benda sterk- lega til þess að hann aðhyllist pósitívisma. Heimspeki pósitívism- ans má skilgreina sem hvert það kerfi sem heldur sig við skyn- reynslugögn og úti- lokar fyrirframgefnar og frumspekilegar vangaveltur. Hún á sér rætur í frönsku upp- lýsingunni og átti þátt í að umbylta við- horfum Evrópubúa til náttúrunnar og einstaklingsins. Í einu magnaðasta riti upplýsing- arinnar, Kerfi náttúrunnar (1770) eftir Holbach (1723–89), segir að „maðurinn hafi fyllt náttúruna með öndum, þar sem orsakir þess er vakið hefur undrun hans hafi nán- ast alltaf verið honum ókunnar. Þessum öndum og öðrum hind- urvitnum reyndu upplýsingarhugs- uðirnir að eyða með því reyna að sannfæra fólk um að ekkert væri til nema orsök og afleiðing hreyfingar efnisins í heiminum, sem sjá mátti með því að beita skynseminni (rationality). Áhrifamesti talsmaður pósitív- ismans var franski heimspeking- urinn August Comte (1798–1857), en hann taldi mannlega þekkingu fara í gegnum þrjú stig: Fryst það guðfræðilega, þá það frumspekilega og að lokum tekur vísindalega, þ.e. pósitíva, stigið við. Ein helsta for- senda pósitívismans er, eins og við höfum séð, að rannsakandinn geti einangrað sig frá umhverfinu og þannig framleitt hreina og ómeng- aða þekkingu. Þegar Kerfi náttúr- unnar er lesin verður augljóst að upplýsingahugsuðirnir sóttu fyr- irmynd þessa í eðlisfræði þess tíma. Holbach síendurtekur að náttúran sé ekkert annað en afleiðing eilífrar hreyfingar óháðra efnisagna, sem byggðu upp efnisheiminn. Með þetta í huga dró hann þá almennu ályktun „að kjarni hverrar ver- undar [being] sé einstaklingseðli hennar“. Einstaklingshyggja liggur því til grundvallar pósitívismanum. Vandamálið er hins vegar að hún er grundvölluð á löngu úreltri hug- mynd um frumefnin, því langt er síðan eðlisfræðingar áttuðu sig á því að þau eru ekki óháð eins og billjardkúlur. Eftir stendur að mínu viti illa haldinn pósitívismi. Til að sýna hversu fráleit ein- staklingshyggja pósitívismans er skulum við líta á þróunarkenningu Charles Darwins. Eins og alkunna er birti Darwin kenningu sína um náttúruval í Uppruna tegundanna árið 1859. Í dag velkist enginn í vafa um að kenningin eigi rætur sína í hagfræði- og stjórnmálakenn- ingum Viktoríutímans. Karl Marx var líklega fyrsti maðurinn til þess að benda á þetta í bréfi til Engels 18. júní 1862, og staðfesti þar með að auga gestsins getur verið glöggt: „Það er makalaust hvernig Darwin enduruppgötvar, meðal dýra og plantna, enskt samfélag sem ein- kennist af verkaskiptingu, sam- keppni, opnun nýrra markaða, upp- finningum og Malthusískri baráttu fyrir tilverunni. Þetta er Hobbes‚ bellum omnium contra omnes [stríð allra gegn öllum]. Ef Darwin hefði farið eftir kennisetningum pósitív- ismans hefði kenningin um nátt- úruval líklega ekki litið dagsins ljós, sem sýnir gjörla að „þekking plús „stjórnmál getur leitt til stórkost- legra vísindalegra afreka, ekki síð- ur en „vildarskoðana“. Nú ætti flestum að vera ljóst hversu fráleit hugmyndafræði pósi- tívismans er, enda byggist hún, eins og áður segir, á löngu úreltum hug- myndum um frumefnin. Jón Steinar getur því allt eins sótt réttlætingu pósitívismans í einstaklingshyggj- una, þ.e. stjórnmálaheimspekina sem hann virðist aðhyllast, því hún grundvallast einnig á þeirri skoðun að einstaklingurinn sé „óháður“ og „skynsamur“. Án þess að átta sig á því virðist Jón Steinar því aðhyllast pósitívisma vegna þess að hann að- hyllist stjórnmálalega einstaklings- hyggju. Hann er því jafn „pólitískur og lögfræðingarnir sem hann sakar um að senda frá sér lögfræðiálit sem innihalda „vildarskoðanir“. Hann þarf hins vegar ekkert að skammast sín fyrir þetta því eins og rannsóknir mínar og fjölmargar annarra fræðimanna á félagsfræði þekkingar hafa sýnt er skynsemi, þ.e. upplýsingarhluti, skynjunar okkar undir sífelldum og oftast ómeðvituðum áhrifum frá almenn- um viðhorfum okkar til lífsins og tilverunnar. Lögfræði, stjórnmál og sannleikur II Steindór J. Erlingsson fjallar enn um stjórnmál og sannleika ’Nú ætti flestum aðvera ljóst hversu fráleit hugmyndafræði pósitív- ismans er enda byggist hún, eins og áður segir, á löngu úreltum hug- myndum um frum- efnin.‘ Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur. VORIÐ hefur verið viðburðaríkt í Evrópu. Evrópusam- bandið (ESB) hefur – loksins – samið um stjórnarskrá sem ger- ir reglur og skilyrði Evrópusamstarfsins skýrari og skil- merkilegri. Nýju að- ildarlöndin tíu hleypa jafnframt nýjum þrótti í samstarfið. Danska Þjóð- arhreyfingin gegn ESB hefur mitt í þessari atburðarás gert grein fyrir skoð- anakönnun sem á að sýna að danska þjóðin a.m.k. sé hlynntari Norðurlandasamstarf- inu en ESB. Ekki þarf að fara í graf- götur um það sem undir býr. „Veðjum á Norðurlönd og segj- um skilið við Evrópu.“ Hvað skal segja? Það er fróðlegt að sjá að norræna sam- starfið skuli svo mikils metið. En þvert á kröfur Þjóðarhreyf- ingarinnar ætti að nota þessa norrænu kennd til að byggja upp þróttmikla Evr- ópu. Gagnstæða stefnan hefur verið reynd áður með lélegum árangri. Í hvert sinn sem Norðurlönd hafa reynt að bjóða sig fram sem valkost gegn ESB og Evrópu hefur það misheppnast. Og þannig mun ekki síður fara í framtíðinni. Í nýju Evrópu er einmitt verið að þróa kerfi samstarfs- tengsla. Allir vita að ESB-samstarfið krefst samstöðu sem byggist á sameiginlegum hags- munum. Formgerð- irnar sem dafnað hafa geta verið meira eða minna varanlegar og skarast oft. Það er eðli- legt að taka þátt í sam- starfi af ýmsum og ólíkum toga í einu. Með því að taka virkan þátt í að byggja upp þetta samstarfsnet geta Norðurlönd kom- ist til meiri áhrifa. Fátt segir af einum. Það norræna samstarf sem reynsla er komin á er eðlilegt ívaf í stærra ESB-samstarfsneti, helst með tilstyrk Eystrasaltsríkjanna og kannski líka Póllands ef svo ber undir. Sú stefna að ná fram sameiginlegri afstöðu hefur oftast reynst skynsamlegust þegar þess konar samstarf er mótað. Og víst er það mikilvægt, einkum fyr- ir fámennari þjóðir. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að fámennari þjóðir kanni líka hvernig samstarf þeirra geti gert þær samkeppnisfærari innan víðari evrópsks samstarfs- ramma. Í því sambandi má hafa tvö áþreifanleg dæmi úr starfi Nor- rænu ráðherranefndarinnar að leið- arljósi: Fyrir rúmu ári fólu norrænar ríkisstjórnir Poul Schlüter, fyrrum forsætisráðherra Dana, að reyna að ryðja landamærahindrunum úr vegi norænna borgara. Nú á það verk- efni jafnframt að taka til fyr- irtækja. Víst getur það talist hreinn greiði við norrænar þjóðir að reyna að ryðja ófagnaði úr vegi sem vinnur gegn hreyfanleika og fjárfestingum. En þar er fleira í húfi. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta spurning um aðlöðunarhæfni Norðurlanda. ESB hefur ekki einungis í för með sér samstarf heldur líka samkeppni. Vinni Norðurlönd og Eystrasalts- ríkin saman geta þau boðið mun vænlegri markað, bæði hvað fólk og fjármagn varðar, en aðrir hlutar Evrópu eða hvert land fyrir sig. Á fundi norrænu rannsókn- arráðherranna nýlega kom fram annað dæmi um áþreifanlegt svæðabundið samstarf sem tengist ESB. Þá var NordForsk komið á laggirnar, norrænni stofnun sem á að reyna að sameina rannsóknir sem hvert land fyrir sig telur for- gangsmál. NordForsk fær til sinna forráða norræna fjárhagsáætlun fyrir „áhættu“-fjármögnun. Hugmyndin að baki NordForsk er bæði einföld og brýn. Jafnvel lönd sem náð hafa árangri í rann- sóknum eins og Norðurlönd þarfn- ast hvert annars til að koma veru- lega til álita í baráttunni um evrópskt rannsóknarfé og grunn- virkjafjárfestingar. Þá stöðu á nú að styrkja. Í NordForsk er jafn- framt „glufu“ að finna til að greiða fyrir auknu rannsóknarsamstarfi Norðurlanda og Eystrasaltslanda. Dæmi um það hvernig við getum nýtt og þróað gömul tengsl til að falla inn í nýtt pólitískt landslag í Evrópu geta og ættu að vera fleiri. Það er spennandi áskorun að koma þessu í verk og þegar öllu er á botninn hvolft forsenda fyrir vel- ferð og öryggi Norðurlanda. Þetta var kannski ekki það sem Þjóðarhreyfingin hafði í huga þegar hún birti niðurstöður sínar, en það er einmitt í þessa átt sem Norð- urlönd verða að halda. Fátt segir af einum Per Unckel fjallar um stjórn- arskrá fyrir Evrópusambandið Per Unckel ’Þetta varkannski ekki það sem Þjóð- arhreyfingin hafði í huga þegar hún birti niðurstöður sín- ar, en það er einmitt í þessa átt sem Norð- urlönd verða að halda.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Nor- rænu ráðherranefndarinnar. ÞÆR fréttir berast nú á öldum ljósvakans að Bobby Fischer hafi verið handtekinn á flugvellinum í Tokyo að undirlagi Bandaríkjamanna. Í nokkurn tíma hafa Bandaríkjamenn reynt að rekja slóð hans og loks fundið hana og nú handtekið hann. Árið 1972 var Fisc- her tekið sem þjóð- hetju í Bandaríkj- unum. Nær einn síns liðs hafði hann fært landi sínu heimsmeist- aratitilinn í skák og lagt að velli sovéska skákheimsveldið. Flestir munu á einu máli um að afrek hans verði aldrei endurtekið, þær aðstæður sem ríktu þá í heiminum munu aldrei koma aftur. Meðan skák er tefld á jörðinni mun nafn Fischers ekki gleymast. Eftir einvígið í Reykjavík 1972 dró hann sig í hlé og tefldi ekki eina einustu skák opinberlega í tuttugu ár. Margir urðu til þess að reyna að fá hann að skákborðinu en án árangurs. Tuttugu árum eftir einvígið tókst að lokka hann að skákborðinu en þá í Sveti Stefani í Júgóslavíu. Illu heilli höfðu Banda- ríkjamenn lýst yfir viðskiptabanni við Júgóslavíu og töldu Fischer brjóta gegn þessu banni með því að tefla þarna. Gefin var út hand- tökuskipun á Fischer í öllum ríkjum Banda- ríkjanna og 10 ára fangelsi liggur við broti hans. Bandaríski sendiherrann á Íslandi upplýsti mig á sínum tíma um að brot hans fyrntist aldrei. Enginn annar, sem tók þátt í þessum atburði, sætti slíkri aðför, Spassky, Lothar Schmidt og fleiri voru aldrei ásak- aðir um neitt í tengsl- um við þennan atburð. Þessi einmana snillingur, sem hafði fórnað skákgyðjunni öllu lífi sín og aldrei gert flugu mein, nema þá með óvægnum orðum sínum, var nú orðinn landflótta sakamað- ur, alþjóðlegur flóttamaður, og settur á bekk með nauðgurum og morðingjum. Þannig var hann sviptur rétti til að koma til heima- lands síns og missti tengsl við vini sína og ættingja. Einmana flæktist hann á flótta um ýmis lönd og þeg- ar móðir hans og systir dóu var honum ókleift að vera við jarð- arfarir þeirra. Þannig léku Bandaríkjamenn þennan einstæða snilling sem í demonískri einhyggju hafði varið allri ævi sinni og orku í að færa trémenn af hvítum reitum á svarta og unnið við hið sextíu og fjögurra reita borð afrek sem voru nánast ofurmannleg. Höfundar bókarinnar Bobby Fischer goes to War, komust yfir skjöl bandarísku leyniþjónustunnar og sáu þá að í áratugi hafði leyni- þjónustan njósnað um Fischer og móður hans vegna ótta um að þau væru sovéskir njósnarar. Engan þarf að undra að 12 ára útlegð frá heimalandi sínu og ætt- ingjum og vinum hafi haft áhrif á andlegan styrk Fischers og átt þátt í að snúa huga hans gegn Banda- ríkjunum og orsakað óvægin orð hans og óviturleg í garð heima- lands síns. Nú hefur Bandaríkjamönnum tekist að hafa uppi á honum og lát- ið handtaka hann. Nú verður einn mesti snillingur skáksögunnar færður fyrir dómstóla fyrir að vinna gegn hagsmunum Bandaríkj- anna. Hér er persónulegur harm- leikur að gerast. Enginn virðist ásaka stjórn Bandaríkjanna fyrir þau hörmulegu áhrif sem hún hefur haft á líf þessa einmana snillings. En sagnfræðingar framtíðarinnar munu dæma Bandaríkjamenn hart og óvægið. Þetta stærsta og eina stórveldi heims virðist sjá óvini í hverju horni. Hamlet hefði sagt: „Something is rotten in the state of the dollar.“ Bobby Fischer handtekinn Guðm. G. Þórarinsson fjallar um málefni Bobby Fischers ’Hér er persónulegurharmleikur að gerast. Enginn virðist ásaka stjórn Bandaríkjanna.‘ Guðmundur G. Þórarinsson Höfundur er verkfræðingur og fyrr- verandi formaður Skáksambandsins. Í dag birtist grein eftir Jón Steinsson hagfræðing sem fjallar um skatta á arðgreiðslur fyrirtækja. Greinin er á mbl.is undir aðsendar greinar. Meira á mbl.is/Aðsendar greinar Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.