Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
róunin hefur verið
mjög jákvæð, en [í
dag] er ákveðin úr-
slitastund,“ sagði
Stefán Ásmundsson,
formaður íslensku sendinefndar-
innar í Alþjóðahvalveiðiráðinu á
ársfundinum í Sorrento á Ítalíu,
sem hófst í gær. Í dag er gert
ráð fyrir að samantekt formanns
ráðsins, Danans Hendriks Fisc-
hers, verði rædd, en hann telur
mikilvægt fyrir trúverðugleika
ráðsins að hvalveiðar verði leyfð-
ar aftur með sérstökum skilyrð-
um.
Stefán sagði að í umræðunum
mundi skýrast hvernig Alþjóða-
hvalveiðiráðið kæmi til með að
þróast. „Hvort til stendur raun-
verulega að gera eins og stofn-
samningurinn segir til um, að
stjórna hvalveiðum, eða hvort
menn vilji frekar halda sig við al-
gjört bann við öllum hvalveiðum,
óháð því hvort það séu stundaðar
sjálfbærar hvalveiðar á viðkom-
andi stofni,“ sagði Stefán.
Japanir hóta úrsögn
Hann sagði að yrði tillögum
formannsins vísað frá setti það
málin í ákveðið uppnám, en Jap-
anir hafa sagt Alþjóðahvalveiði-
ráðið algjörlega óstarfhæft og
hafa hótað að segja sig úr því
verði hvalveiðar í atvinnuskyni
ekki leyfðar að nýju.
„Það má segja að staðan sé
heldur bjartari en hún hefur yf-
irleitt verið í Hvalveiðiráðinu.
Þannig að það er kannski ekki
rétti tíminn til að vera með mjög
mikinn bölmóð,“ sagði Stefán
þegar hann var inntur eftir því
hvort fleiri ríki, sem eru hlynnt
hvalveiðum, væru að skoða þann
möguleika. Japanir hafa m.a.
nefnt að þeir vilji koma á fót
stofnun sem verði hlynnt hval-
veiðum. Stefán sagði að Japanir
hefðu t.d. rætt um að auka sam-
starfið við NAMMCO, Norður-
Atlantshafssjávarspendýraráðið,
eða stofna svipuð samtök fyrir
sitt svæði.
Hvalveiðiandstæðingar
enn í meirihluta
Stefán sagði að það yrðu mikil
vonbrigði ef tillögum Fischers
yrði hafnað, en það væri vissu-
lega möguleg niðurstaða. „Hér
hefur maður verið í viðræðum
við ýmsa sem telja sig til þessa
miðjuhóps [milli hvalveiðisinna
og hvalveiðiandstæðinga] og ég
bind vonir við það að nógu marg-
ir þeirra samþykki að hugmyndir
Hendriks séu rétt leið áfram,
það verði unnið áfram á þeim
grunni og stefnan verði sett á að
klára þetta á næsta ársfundi,“
sagði Stefán.
Í gær fór fram atkvæða-
greiðsla á ársfundinum um fund-
arsköp og leynilegar atkvæða-
greiðslur. „Miðað við hana
virðast hvalveiðiandstæðingar
enn vera í meirihluta, en það
munar ekki nema örfáum at-
kvæðum,“ sagði Stefán.
57 lönd eiga aðild að Alþjóða-
hvalveiðiráðinu. Ísland, Noregur,
Japan, Kína og Rússland styðja
að hvalveiðar verði hafnar að
nýju, ásamt ýmsum ríkjum í Afr-
íku, Asíu, Karíbahafi og Kyrra-
hafi. Stefán segir að hvalfriðun-
arsamtök vilji bregða upp þeirri
mynd að allur heimurinn sé á
móti hvalveiðum, nema 2–3 ríki
sem hafi keypt sér stuðning frá
þróunarríkjum. „Þau ríki sem
eru sökuð um að hafa verið að
selja sitt atkvæði eru í flestum
tilfellum fátæk þróunarríki. Það
viðurkenna þá staðreynd að
veiðar eiga sér stað þrátt
að það sé hvalveiðibann o
sé betra að færa hvalveiðar
ir stjórn ráðsins en halda
ástandinu,“ sagði Stefán.
Ísland sniðgengið vi
stofnun friðunarnefnd
Í síðustu viku komu Í
ingar í veg fyrir að frið
nefnd ráðsins, sem var stof
síðasta ársfundi, tæki m
málefnalegrar umfjöllunar.
var stofnsett á grunni se
okkar mati var algjö
óásættanlegur og án no
samráðs við okkur. Nú st
getur nú fátt verið jafneðlilegt
og að þau ríki hafi það sem meg-
inreglu að þeim beri að nýta þær
auðlindir sem þau hafa,“ sagði
Stefán.
Aukinn meirihluta eða ¾ at-
kvæða þarf til að hnekkja hval-
veiðibanninu frá árinu 1986.
„Þetta snýst um að ná saman
annars vegar þeim ríkjum sem
styðja hvalveiðar og hins vegar
ríkjum sem eru ekki harðlínu-
andstæðingar hvalveiða og telja
að það sé betra að Hvalveiðiráðið
stjórni hvalveiðum frekar en að
þær fari fram án stjórnar ráðsins
– jafnvel þótt þau séu á móti
hvalveiðum í rauninni. Þau bara
Tillaga formannsins um að leyfa aftur hval
skyni verður rædd á Ítalíu í d
Úrslitastund
þjóðahvalveiðir
)
)
"
0 ! 1
1
!
2
)
)
))
)#
4
2
:;-7;>56-'& ##
%
&-(?
&@5
&A
&B
!
%D7-6E'&F,795&:;-7-$
!"
!
"#
$
:
% & '
())
*+))) ,- 1 0"
,
./&&$
0( )0
1-
)
1#
)0)
1)####
)G)!
2
) ####
)4 ###
) 4##
!42##
=H
!##
)!##
7
3
33##
4 ###
I
)"##
0 !##
#$%&' (
)!( %
%&% #$
% "
$$$ "
&*!+
,--, ',--.
'
% &
/* % &
' % &
14%454
% &
0(
)!( %
%& '&+"
&*' % &
'0' $
$$
ÞJÓÐVERJAR OG SAGAN
Sextíu ár eru í dag liðin frá því aðClaus Schenk von Stauffenberggerði tilraun til að ráða Adolf
Hitler af dögum með því að sprengja
sprengju, sem falin hafði verið í skjala-
tösku á fundi kanslarans og samstarfs-
manna hans. Það varð Hitler til lífs að
einn fundarmanna ýtti við töskunni. 24
menn voru á fundinum og létu fimm líf-
ið. Hitler hlaut aðeins smávægileg sár.
Stauffenberg var í hópi yfirmanna úr
þýska hernum, sem hugðust ná völdum
í Þýskalandi. Hann var leiddur fyrir
aftökusveit og tekinn af lífi ásamt
þremur samverkamönnum sínum að
kvöldi sama dags. Fjölda annarra beið
kvalafullur dauðdagi.
Í þýska vikuritinu Der Spiegel í
þessari viku segir að það sé „einn
helsti harmleikur 20. aldarinnar“ að
tilræðið skuli ekki hafa tekist. Þar er
getum leitt að því að hefði Hitler verið
ráðinn af dögum hefði mátt bjarga lífi
fjögurra milljóna Þjóðverja, milljóna
gyðinga, 1,5 milljóna sovéskra her-
manna og rúmlega 100 þúsund banda-
rískra og breskra hermanna, sem létu
lífið frá því að tilræðið var framið til
loka heimsstyrjaldarinnar síðari.
Þegar heimsstyrjöldinni síðari lauk
var litið niður á tilræðismennina og
átti það viðhorf lengi hljómgrunn. En
það er breytt og í dag verður tilræð-
isins minnst með viðhöfn, sem bæði
Gerhard Schröder kanslari og Horst
Köhler forseti munu verða viðstaddir.
„Þeir sýndu að til var annað Þýska-
land, gott Þýskaland, lýðræðislegt
Þýskaland á þessum tíma,“ sagði
Schröder er hann minntist tilræðis-
mannanna í fréttasamtali í gær. „Ef til
eru fyrirmyndir í Þýskalandi, mann-
legar fyrirmyndir, held ég að þessir
menn og konur séu í þeirra hópi.“
Þessi orð kanslarans eru ekki sögð í
tómarúmi. „Þjóðverjar geta ekki hald-
ið áfram að finna aðeins fyrir sektar-
kennd – það er ekki hægt,“ segir þýski
blaðamaðurinn Henryk Broder í sam-
tali við fréttavef BBC. „Fyrst eftir
stríðið var sakleysi [Þjóðverja] haldið
fram, síðan kom sektarkenndin, sem
allt gleypti. Það er kominn tími til
breytinga – það er fullkomlega eðlilegt
að vilja leggja áherslu á það jákvæða.“
Undanfarið hefur borið á því í
Þýskalandi að dregnir hafa verið fram
einstaklingar, sem sýndu hugrekki í
Þýskalandi nasismans. Tilraunir til að
brjótast undan sagnfræði sektarinnar
hafa einnig komið fram í umfjöllun um
atburði, sem hljótt hafði verið um.
Þýskir sagnfræðingar hafa á undan-
förnum árum skrifað um sprengju-
árásir bandamanna á þýskar borgir
þar sem óbreyttir borgarar létu lífið
með hryllilegum hætti án þess að
draga nokkuð undan. Þá vakti athygli
þegar nóbelsskáldið Günter Grass gaf
út skáldsöguna Im Krebsgang fyrir
rúmum tveimur árum. Þar fjallaði
hann um það þegar sovéskur kafbátur
sökkti skipinu Wilhelm Gustloff með
níu þúsund flóttamönnum og særðum
hermönnum árið 1945. Þótti Grass með
skrifum sínum hafa tekið fyrir forboð-
ið efni, sem fram að því hafði helst ver-
ið til umfjöllunar í áróðri nýnasista.
Sagnfræðingurinn Wolfgang Benz
hefur skrifað um andóf í þriðja ríkinu
og í bókinni Überleben um Dritten
Reich fjallar hann um gyðinga, sem
voru í felum meðan á stríðinu stóð, sem
hjálpuðu þeim. Fólk úr öllum stéttum
var tilbúið að skjóta skjólshúsi yfir
gyðinga þrátt fyrir ógnarstjórn nas-
ista, en lítið sem ekkert hefur verið
fjallað um hugrekki þess. Í viðtali, sem
birtist á fréttavefnum Netzeitung.de,
segir Benz að nauðsynlegt sé að fram
komi að fleiri hafi lagt sitt af mörkum
gegn nasistum en tilræðismennirnir
20. júlí og námsmennirnir í Hvítu rós-
inni, sem komu gyðingum undan. En
það vakir ekki aðeins fyrir Benz að
draga fram nýjar andófshetjur úr
þriðja ríkinu: Kenning Benz er sú að
hægt hefði verið að bjarga lífi margfalt
fleiri án mikilla sjálfsfórna. Viðurlög
við því að hjálpa gyðingum hafi alls
ekki verið hörð. Slík hjálp hefði senni-
lega haft áhrif á starfsframa og fé-
lagslega stöðu, en ekki sjálfkrafa leitt
til vistar í fangabúðum eins og látið
hafi verið í veðri vaka.
Umræðan um arfleifð Hitlers hefur
breyst mjög í Þýskalandi á undanförn-
um árum, ekki með þeim hætti að gera
eigi lítið úr þeim glæpum, sem framdir
voru undir merkjum þriðja ríkisins,
heldur að nú sé óhætt að fjalla um
stríðið frá öllum hliðum og jafnvel
finna fyrirmyndir í Þýskalandi nasism-
ans, svo vísað sé til orða kanslarans.
KEPPNISANDI
Á JAFNRÉTTISGRUNDVELLI
Knattspyrnusamband Íslands til-kynnti í gær að fyrir tilstuðlan
Landsbanka Íslands hefði verið ákveð-
ið að jafna verðlaunafé í Landsbanka-
deildum karla og kvenna í knattspyrnu.
Um er að ræða verulega hækkun á
verðlaunafé til meistaraflokka kvenna,
en verðlaunafé í karladeildinni lækkar
nokkuð þótt sú lækkun sé mun minni
en hækkunin í kvennadeildinni.
Með þessu eru KSÍ og stuðningsaðili
þeirra, Landsbanki Íslands, væntan-
lega að bregðast við harðri gagnrýni
sem beindist að þeim í vor vegna þess
umtalsverða munar sem var á upphæð-
um á verðlaunafé í karla- og kvenna-
deildum. Eins og þeim var þá háttað
fengu Íslandsmeistarar kvenna í knatt-
spyrnu til að mynda aðeins einn fimmta
þeirrar upphæðar er Íslandsmeistarar
karla fengu í sinn hlut. Mörgum þótti
þessi mikli munur vera til vitnis um það
að konum sem íþróttir stunda væri ekki
gert jafn hátt undir höfði og karlmönn-
um og þau jafnréttissjónarmið sem
íþróttahreyfingin á að standa fyrir
hefðu beðið hnekki fyrir vikið.
Með ákvörðun þeirri sem kynnt var í
gær hefur Knattspyrnusambandið sýnt
það og sannað að það er fyllilega fært
um að stunda jafnrétti í verki innan
sinna vébanda. Um leið stendur sam-
bandið undir nafni sem sú jákvæða og
uppbyggjandi fyrirmynd sem íþrótta-
hreyfingar eiga að vera í samfélaginu.
Stuðningsaðilinn, Landsbanki Íslands,
sýnir sömuleiðis sinn vilja í þá veru í
verki með því að gera þessa breytingu
mögulega, enda ljóst að það er engu
fyrirtæki til framdráttar að styðja
starfsemi sem ekki byggist á jafnrétt-
ishugsjón. Slíkt er einfaldlega ekki góð
ímyndarhönnun – hvort sem um er að
ræða stuðning við íþróttir, menningu
eða aðra starfsemi í þágu almanna-
heilla.
Íþróttakonur hljóta að fagna þessari
ákvörðun, sem og allir þeir sem unna
heilbrigðum keppnisanda á sviði
íþrótta.
ÁTJÁN ár eru frá því ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins um tíma
bundna stöðvun hvalveiða í atvinnuskyni tók gildi árið 1986. Í up
átti bannið að gilda í fjögur ár, en við því hefur ekki verið hróflað
það var sett. Aukinn meirihluta þarf til að hnekkja ákvörðuninni
Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, e
staddur á Ítalíu en hann sat fund vísindanefndar ráðsins í júnílok
fundinum voru íslensku vísindaveiðarnar, sem hófust á síðasta ár
kynntar og framlenging á tímaramma rannsóknaráætlunarinnar
kynnt. Upphaflega áttu vísindaveiðarnar að standa í tvö ár, 2003
2004, en í sumar tilkynnti Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra
rannsóknaáætlunin hefði verið framlengd um óákveðinn tíma.
Gísli segir að íslensku vísindamennirnir hafi lagt fram áætlun s
miðar við að vísindaveiðum á hrefnum ljúki árið 2006. Hann segir
raun jákvætt að rannsóknin dreifist yfir lengra tímabil, þá sé hæg
sjá sveiflur t.d. á fæðu hrefnunnar á milli ára, en þetta þýði að nið
urstöðurnar berist síðar og rannsóknin verði eflaust dýrari.
„Ég myndi segja að íslenska áætlunin hafi fengið tiltölulega vin
lega umfjöllun miðað við það sem gengur og gerist í þessu ráði og
kannski bara litla umfjöllun. Við lögðum áherslu á að við værum
veg komin í gagnasöfnun enn þá,“ segir Gísli. Hann reiknar með
hægt verði að leggja fram bráðabirgðaniðurstöður á fundi vísind
nefndarinnar næsta ár.
Aukinn meirihluta
til að afnema bann