Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
JAFNRÉTTISSTOFA hefur sent frá sér
fréttatilkynningu þar sem hún fagnar
þeim fréttum sem bárust í gær að KSÍ
hefði fyrir tilstuðlan Landsbanka Íslands
ákveðið að jafna verðlaunafé í Lands-
bankadeildum karla og kvenna í knatt-
spyrnu.
Stofunni hafa borist margar athuga-
semdir vegna þess hve hlutur kvenna var
rýr í upphafi keppnistímabils. Viðbrögð
bankans séu dæmi um farsæla lausn á
málinu og aðgerðin sé í anda jafnrétt-
islaga sem kveða á um jöfnuð kynjanna á
öllum sviðum samfélagsins, segir í frétt-
inni.
Jöfnun verð-
launafjár fagnað
NOKKUR leit var gerð í Skerjafirði og
við Gróttu eftir að neyðarblys sást á lofti
um hádegisbil í gær. Að sögn lögregl-
unnar í Reykjavík kom fljótlega í ljós að
blysinu var skotið upp við Nauthólsvík af
nokkrum starfsmönnum fyrirtækis sem
vildi með þessu mótmæla Kárahnjúka-
virkjun.
Samkvæmt upplýsingum frá Tilkynn-
ingarskyldunni var leitað bæði á sjó og
frá landi. Auk lögreglunnar kom björg-
unarsveitin Ársæll að leitinni og starfs-
menn Landhelgisgæslunnar á Reykjavík-
urflugvelli. Lögregla minnir á að neyðar-
blys eru ekki ætluð til mótmæla heldur
einungis í neyð.
Blys á lofti
við Nauthólsvík
EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hefur sent
öllum lögreglustjórum ábendingar varð-
andi lausagöngu búfjár og hvatt þá til að
hlutast til um úrbætur þar sem þeirra sé
þörf.
Embætti yfirdýralæknis og landnýting-
arráðunautur Bændasamtaka Íslands hafa
sent embætti ríkislögreglustjóra og fleir-
um tilkynningu um atriði er lúta að lausa-
göngu búfjár og hvernig sporna megi
gegn því að einkum sauðfé, hross og naut-
gripir komist inn á vegi eins og ótal dæmi
eru um. Er tekið fram að þörf sé á aðstoð
lögreglu til að fylgjast með og skrásetja
hvar hætta er vegna ferða eða nálægðar
búfjár og til að vara viðkomandi sveit-
arfélög og í sumum tilfellum eigendur bú-
fjár og jarða við hættunni sem lausagöngu
fylgir.
Varað við
lausagöngu búfjár
TVEIR fólksbílar skullu saman af miklu
afli efst í Bólstaðarhlíðarbrekku á Vatns-
skarði um tvöleytið í gær. Annar bíllinn
kastaðist út af og hafnaði 10 metra frá
veginum.
Átta manns voru í bílunum en þeir
sluppu án teljandi meiðsla, að sögn lög-
reglunnar á Blönduósi. Hugðust þó sumir
leita læknis til skoðunar.
Áreksturinn varð þegar öðrum bílnum
var ekið yfir á rangan vegarhelming. Ann-
ar bíllinn er ónýtur en hinn mikið
skemmdur.
Kastaðist 10
metra út fyrir veg
SAMTÖK ferðaþjónustunnar (SF) segja
það óþolandi fyrir ferðaþjónustu í land-
inu að Brunamálastofnun skuli ítrekað
birta skýrslur um að tiltekinn hluti gisti-
staða í landinu, hvort sem um sé að ræða
veiðihús, heimavistarskóla eða aðra gisti-
staði, séu með lélegar eða óviðunandi
brunavarnir.
Í fréttatilkynningu frá SF segir að all-
ir gististaðir þurfi starfsleyfi samkvæmt
lögum um veitinga- og gististaði og þau
séu ekki veitt nema viðkomandi eldvarn-
areftirlit gefi jákvæða umsögn til sýslu-
manns. Skýring á ástandinu geti því að-
eins verið sú að brunamálayfirvöld eða
sýslumenn á viðkomandi svæðum veiti
leyfi án þess að ákvæði laga og reglu-
gerða séu uppfyllt. SF beina því þeirri
spurningu til brunamálayfirvalda hvers
vegna gististaðir sem fá einkunnina
„óviðunandi“ eða „slæmt“ fyrir bruna-
varnir sínar fái starfsleyfi.
Gististaðir með
óviðunandi bruna-
varnir ættu ekki
að fá starfsleyfi
„NÚ langaði okkur að takast á við eitthvað
sem aldrei hefur verið gert áður. Menn
hafa riðið að norðan og suður. Menn hafa
riðið að vestan og austur. Nú ætlum við að
taka þá lengstu leið sem hægt er að fara,“
segir Finnur Ingólfsson, forstjóri Vátrygg-
ingafélags Íslands (VÍS). Hann mun ásamt
19 öðrum vinum og ættingjum leggja í
hestaferð í sumarfríinu. Hestaferðin er
merkileg fyrir þær sakir að farið verður á
ská suðvestur eftir Íslandi, frá Fonti á
Langanesi og verður endastöðin á Reykja-
nestá. Lagt verður í hann sunnudaginn 25.
júlí og búist er við að ferðin taki um 18
daga og eru tveir dagar hugsaðir til hvíld-
ar. Er því fyrirhugað að komast á leið-
arenda 11. ágúst.
Finnur segir ferðina vera á bilinu 7 til
800 kílómetra langa og verða farnir um það
bil 30–40 kílómetrar hvern dag. Lengstu
dagleiðirnar eru tvær og verða farnir um
50 kílómetrar á þeim leiðum. Sú fyrri verð-
ur á milli Grímsstaða og Mývatns og sú
seinni frá Ingólfsskála að Svartárbotnum.
Fyrirhugað er að ríða fram hjá Hofsjökli
norðanmegin en önnur leið er höfð til vara,
þ.e. að fara fyrir sunnan jökulinn ef sú
nyrðri er ófær.
Gríðarlegur undirbúningur
Finnur segir svona ferð kosta gríð-
arlegan undirbúning. „Við tókum ákvarð-
anir um að fara þetta um áramótin. Í byrj-
un janúar vorum við að ákveða þetta og þá
byrjuðum við strax að skipuleggja,“ segir
Finnur og bætir við að það hafi verið flókið
að skipuleggja gistingu bæði fyrir menn og
hesta á þeim tíma sem ætlaður var til ferð-
arinnar. „Erfiðast var að ná gistingu í Mý-
vatnssveit og síðan í skálunum bæði við
Laugafell og Ingólfsskála.“
Hann segir að hluti af skipulagningunni
sé að finna góða menn sem geti veitt aðstoð
m.a. við að finna gistingu á leiðinni og fá
leiðsögn. Meðal þeirra sem Finnur nefnir er
Jóhannes Sigfússon á Gunnarstöðum, en
hann hefur hjálpað mikið til við skipulagn-
inguna. „Hann hefur haldið utan um þetta
fyrir norðan,“ segir Finnur og bætir við að
búið sé að flytja hestana norður til Gunnars
en það var gert síðustu helgi. Segir Finnur
að hópurinn sé því viku á undan áætlun.
Allt sé þetta stórt ferli enda
þurfi að panta flutningabíla og
annað af þeim toga. Um langan
veg þurfi að fara og sé það
kostnaðarsamt.
Ferðafólk á öllum aldri
Hann segir hópinn byggjast
á fjórum fjölskyldum og er
yngsti þátttakandinn 13 ára og
sá elsti 72 ára, allt þrautreynt
ferðafólk. Hann segir hópinn
búinn að ferðast saman í átta
ár. „Við höfum áður farið í
svona stóra ferð en ekki ná-
lægt því eins langa,“ segir
Finnur.
Ekki verður skortur á reið-
skjótum en alls verða 58 hestar með í för
og segir Finnur að það sé hæfilega mikið.
Hann segist hafa farið í ferð með um 40
manns og á 100 hestum og þótti honum nóg
um. Tuttugu manns og tæplega 60 hestar sé
því passlegt í svona langferðir. Ekki munu
þó alveg allir vera á hestum í ferðinni að
sögn Finns en fjórir ætla að
láta sér nægja að ferðast með í
jeppum. „Svo fylgja okkur
bílar, vinir og skyldmenni, sem
ekki hafa áhuga á að fara á bak
en hafa gaman af því að keyra
og ferðast um landið.“
Allir munu sjá um að kaupa
mat fyrir sig sjálfa en svo mun
hópurinn skiptast á að útbúa
kvöldmat í lok hvers dags, segir
Finnur.
Leiðin kortlögð
með GPS-tæki
„Við erum með GPS-punkta á
leiðinni,“ segir Finnur og bætir
við að hugsað sé fyrir öllum ör-
yggisbúnaði til ferðarinnar. Landssamband
hestamanna hefur unnið mjög gott verk við
að kortleggja reiðleiðir að sögn Finns og
verður hópurinn með GPS-staðsetning-
artæki frá Landssambandinu og setur inn
punkta meðan á ferðinni stendur. „Þessi
reiðleiðverður vel merkt eftir þessa ferð.“
Tuttugu manns á 58 hestum frá Fonti að Reykjanestá
!" # !
$ %&
%& &&
&&'(
Finnur Ingólfsson
Lengsta leið sem hægt er að fara
ILLUGI Jökulsson, ritstjóri DV,
segir að dómur Mannréttindadóm-
stóls Evrópu í máli Karólínu prins-
essu af Mónakó hafi engin áhrif á
stefnu DV varðandi myndbirtingar.
Róbert Marshall, formaður Blaða-
mannafélags Íslands, segir að ís-
lenskir blaðamenn hafi ekki gengið
svo nærri einkalífi fólks að þeir
þurfi að breyta starfsháttum sínum
vegna dómsins.
Enn er mögulegt að dómnum
verði áfrýjað til yfirdeildar Mann-
réttindadómstólsins en verði hann
endanlegur getur hann markað
tímamót í umfjöllun og myndbirt-
ingu fjölmiðla. Í grein eftir Pál Þór-
hallsson, lögfræðing hjá Evrópu-
ráðinu, sem birtist í Morgunblaðinu
á sunnudag, segir m.a. að það blasi
við að fjölmiðlar verði framvegis að
óska leyfis einstaklinga áður en
myndir af þeim eru birtar nema
myndirnar teljist eðlilegur hluti af
fréttnæmri frásögn.
Illugi Jökulsson, ritstjóri DV,
hafði ekki lesið dóminn í gær heldur
aðeins lesið grein Páls. „Með þeim
fyrirvara þá sýnist mér að þarna sé
fjallað um miklu harðneskjulegri og
svæsnari „paparazzi“-ljósmyndun
en nokkurn tíma hefur þekkst á Ís-
landi. Í bili sé ég því ekki að þetta
hafi sérstakt gildi fyrir okkur,“ seg-
ir hann. Hér á landi hafi ekki verið
stunduð viðlíka vinnubrögð og Kar-
ólína hafi kvartað undan.
Illugi segir að ef reglum yrði
framfylgt hér sem væru í samræmi
við dóminn gæti það haft skrítnar
afleiðingar. Eins og Páll Þórhalls-
son hafi bent á yrði jafnvel bannað
að birta myndir af fólki í Nauthóls-
vík nema það hafi gefið leyfi fyrir
myndbirtingu.
Illugi segir að dómurinn muni
engin áhrif hafa á stefnu DV varð-
andi myndbirtingar. „Í þeim tilvik-
um þar sem við höfum birt myndir
af fólki þegar líklegt er að fólkið sé á
móti því að myndirnar séu birtar
snýst það eingöngu um fréttamál
þar sem ekki er verið að ráðast inn í
einkalíf fólks sem ekki er í fréttun-
um þann daginn,“ segir hann.
Spurður hvort DV muni breyta
stefnu sinni gagnvart myndbirting-
um af útlendingum sem birtast í er-
lendum blöðum, t.d. varðandi sams-
konar myndir og teknar voru af
Karólínu, segir Illugi að blaðið muni
fara afskaplega varlega í að breyta
um stefnu. „Ef Karólína fer í mál við
okkur út af einhverjum myndum
munum við takast á við það þegar
þar að kemur,“ segir hann.
Dómurinn gengur of langt
Róbert Marshall, formaður
Blaðamannafélags Íslands, segist
ekki sjá að dómurinn muni hafa
áhrif hér á landi. „Að mínu mati
hafa íslenskir blaðamenn ekki
gengið það hart fram eða svo nærri
einkalífs fólks að það sé ástæða til
þess,“ segir hann. Ekki þurfi að
setja sérstök lög um þessi mál hér á
landi en ef sú yrði raunin ættu þau
að vera í samræmi við siðareglur
blaðamannafélagsins.
Róbert segir að miðað við um-
fjöllun Páls Þórhallssonar gangi
dómurinn alltof langt. Róbert bend-
ir á að dómurinn sé ekki endanlegur
og að hugsanlega verði honum
áfrýjað. Íslenskir blaðamenn verði
þó að taka hann til athugunar og
velta því fyrir sér hvort hann kalli á
breytingar á því hvort þeir taki upp
frásagnir af útlendingum sem áður
hafi birst í erlendum blöðum. „Þetta
undirstrikar nauðsyn þess að menn
virði siðareglur blaðamanna,“ segir
hann.
Dómur Mannréttindadómstólsins í máli Karólínu prinsessu
Engin áhrif á
stefnu DV í
myndbirtingum
FRAM kemur í blaðinu Politiken í
gær að danska matvælaeftirlitið
hefur varað við því að börn undir 14
ára aldri neyti meira en 100
gramma á viku af stórum ránfisk-
um, svo sem skötu, túnfiski og lúðu.
Matvælasvið Lýðheilsustöðvar
mælir ekki með því að barnshafandi
konur eða börn undir sjö ára aldri
neyti ránfiska eða -fugla eða eggja
þeirra. Þetta er vegna þess að
kvikasilfur safnast fyrir í vef dýra
efst í fæðuvefnum. Til þeirra teljast
hákarl, fýll, fýlsegg, sverðfiskur,
búrfiskur, túnfiskur og stórlúða.
Hingað til hefur verið þekkt að
verðandi mæður og konur með börn
á brjósti ættu að varast ofneyslu
slíkra ránfiska, en kvikasilfur í þeim
kemur til bæði af náttúrulegum or-
sökum og af umhverfismengun og
eykst eftir því sem ofar dregur í
fæðukeðjunni, samkvæmt frétt
Politiken. Rannsóknir hafa sýnt að
kvikasilfrið getur skaðað þroska
hjartans, jafnt í ungum sem ófædd-
um börnum. Þá leggur eftirlitið
áherslu á að hér sé aðeins um að
ræða ránfiska en óhætt og æskilegt
sé að snæða annan fisk.
Laufey Steingrímsdóttir, sviðs-
stjóri rannsóknasviðs hjá Lýð-
heilsustöð, segir mesta hættu vera á
ferðum á meðan fóstur eru að
þroskast eða á mikilvægum þroska-
stigum. Þá segir hún enga hættu á
ferðum fyrir fullorðna og stálpuð
ungmenni, þar sem kvikasilfur hafi
ekki sömu áhrif á líkama þeirra. Þá
segir hún enga ástæðu til að hafa
áhyggjur af þorskáti, enda sé þorsk-
ur frekar um miðbik fæðukeðjunn-
ar. Neysla á þorskalifur er þó ekki
talin æskileg fyrir barnshafandi
konur og ung börn vegna þrávirkra
lífrænna aðskotaefna. Þetta gildir
þó alls ekki um lýsi, þar sem að-
skotaefnin eru hreinsuð úr vörunni.
Varað við neyslu ránfiska á meðgöngu