Morgunblaðið - 27.08.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.08.2004, Qupperneq 1
 Fá›u morgunkoss fyrir matinn ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 24 84 1 0 8/ 20 04 Uppáhald matgæðings Spænskir sælkeraréttir á borð- um í Biskupstungum | Daglegt líf Ný plata Bjarkar fær almennt góða dóma | Menning VEXTIR á peningalánum Íbúða- lánasjóðs verða 4,35% í september- mánuði, sem er 0,05 prósentustigum lægri en vextir á nýjum íbúðalánum bankanna og 0,15 prósentustigum lægri en vextir á útlánum Íbúðalána- sjóðs eru nú. Lífeyrissjóðir eru farn- ir að huga að lækkun vaxta á sjóð- félagalánum sínum og Lífeyrissjóður sjómanna hefur þegar ákveðið vaxtalækkun um rúmlega hálft pró- sentustig í 4,3% og tekur vaxta- breytingin bæði til nýrra og eldri lána. Ákvörðun um vaxtalækkun á pen- ingalánum Íbúðalánasjóðs var tekin á fundi stjórnar sjóðsins í gær á grundvelli niðurstöðu annars útboðs sjóðsins á íbúðabréfum. Bréfin voru seld erlendum fjárfest- um í lokuðu útboði eins og í fyrsta útboðinu fyrir réttum mánuði. Boðin voru út íbúðabréf að fjár- hæð sjö milljarðar króna og var ávöxtunarkrafa í útboðinu 3,73% en 3,77% þegar umsýsluþóknun hefur verið tekin með, sem er 13 punkta lækkun frá fyrra útboðinu. Vaxtaálag sjóðsins er 0,6 prósentustig og segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, að ákveðið hafi verið að rúna vextina að hálfum eða heilum tug og því hafi vextirnir verið ákveðnir 4,35%. Hann sagði að ekkert hefði verið horft til vaxta bankanna á íbúðalánum við þessa ákvörðun. Lífeyrissjóður sjó- manna hefur fyrstur líf- eyrissjóða breytt vaxta- stefnu sinni í kjölfar lækkunar á langtímalán- um bankanna. Frekari lækkanir Vaxtamálin hafa verið til skoðunar hjá stærstu lífeyrissjóðunum nú að undanförnu þótt þeir hafi ekki enn breytt vöxtum sínum en reikna má með að draga muni til tíðinda í þeim efnum eftir helgina. Þannig liggur til dæmis fyr- ir að stærsti lífeyrissjóður landsins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, mun lækka vexti í næstu viku og að öllum líkindum í 4,3%. Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjó- manna, segir sjóðinn hafa verið með 50 punkta álag ofan ákveðinn hús- bréfaflokk en ekki hafi lengur verið hægt að miða við það vegna þess að sá flokkur hafi ekki verið virkur lengur. „Það var tekin ákvörðun á stjórn- arfundi í gær [miðvikudag] að taka mið af skuldabréfum Íbúðalánasjóðs með 50 punkta álagi og það gerir 4,3%,“ segir Árni. Vextir á útlánum Íbúða- lánasjóðs verða 4,35% Lífeyrissjóður sjómanna lækkar vexti og aðrir sjóðir íhuga lækkun                   Ávöxtunarkrafa/12  Bylting/26 HELSTI ráðgjafi Ali al-Sistanis, and- legs leiðtoga íraskra sjíta, skýrði frá því í gærkvöld, að uppreisnarklerk- urinn Moqtada al-Sadr hefði fallist á tillögu Sistanis um að binda enda á meira en þriggja vikna bardaga í hinni helgu borg Najaf. Hefur íraska bráðabirgðastjórnin samþykkt sam- komulagið. Mikill mannfjöldi fylgdi Sistani til Najafs en það skyggði á, að nokkru áður en hann kom til borgarinnar var gerð sprengjuárás á mosku í systur- borginni Kufa en hún var full af fólki. Ekki er vitað hverjir voru að verki en ljóst er, að skotið var frá bækistöð ír- askra og bandarískra hermanna að tveimur göngum stuðningsmanna Sadrs til Najafs frá Kufa og bænum Diwaniya. Talið var, að 74 menn hefðu fallið í þessum árásum í gær og á fjórða hundrað særst. Sömdu eftir stuttan fund Þeir Sistani og Sadr ræddust við seint í gær og aðeins skömmu eftir að fundur þeirra hófst tilkynnti Hamed al-Khafaf, ráðgjafi Sistanis, að Sadr hefði samþykkt friðartillögurnar. Meginefni þeirra er, að borgirnar Najaf og Kufa verði lýstar vopnlaust svæði. Allur erlendur her á að fara þaðan og aðrar vopnaðar sveitir að af- vopnast eða fara burt. Öryggisgæsla í borgunum á að vera í höndum íraskra lögreglumanna og þá eru einnig ákvæði um, að íraska ríkisstjórnin greiði bætur þeim, sem orðið hafa illa úti í átökunum í Najaf. AP Sjítar í Najaf með mynd af Sistani, æðsta trúarleiðtoga sínum, framan á bílnum. Urðu margir við kalli hans um að koma til hinnar helgu borgar. Friður í Najaf Najaf. AP, AFP. CHERIE Booth Blair, lögmaður og eiginkona Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom hingað til lands í gær, en hún er sérstakur gest- ur málþingsins Konur, völd og lögin, sem fram fer í Háskólabíói í dag. Með í för var fjögurra ára sonur þeirra hjóna, Leo, og barnfóstran hans auk öryggisvarðar. Cherie Blair sagði í samtali við Morgunblaðið að Þórdís Ingadóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu – en þær þekktust – hefði haft frumkvæði að komu hennar hingað til lands. „Þórdís bað mig um að koma og halda er- indi enda hefur mig alltaf langað til að koma til Íslands,“ sagði hún. „Ég hlakka til að kynnast þessu áhugaverða landi,“ bætti hún við. Blair sagði að erindi sitt í dag myndi m.a. fjalla um mikilvægi þess að konur ynnu saman og mynduðu tengslanet. „Þá mun ég fjalla um jafnvægið milli einkalífs og vinnu og hversu mik- ilvægt það jafnvægi er fyrir bæði konur og karla.“ Aðspurð sagðist hún þekkja lítillega til sögu kvenna hér á landi. „Ekki síst vegna þess að þið voruð fyrst til að kjósa konu sem forseta,“ sagði hún. Málþingið í dag er haldið á vegum Rann- sóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og Laga- deildar Háskóla Íslands. Alper Mehmet, sendi- herra Breta á Íslandi, tók á móti Blair á Keflavíkurflugvelli í gær, en síðdegis var haldið boð henni til heiðurs í breska sendiráðinu. Á morgun munu þau opna sýningu í Listasafninu á Akureyri, en áformað er að hún haldi af landi brott eftir helgi. Cherie Booth Blair komin til landsins og heldur erindi í Háskólabíói Morgunblaðið/Jim Smart Móttaka var í breska sendiráðinu í Reykjavík í gær í tilefni af komu Cherie Booth Blair lögmanns hing- að til lands. Hér er Blair, ásamt Alper Mehmet, sendiherra Breta, og Dorrit Moussaieff forsetafrú. Ræðir um jafnvægið milli einka- lífs og vinnu Í NÝRRI skýrslu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF) kemur fram að 2,6 milljarðar manna, um 40% jarð- arbúa, búa við óviðunandi hrein- lætisaðstöðu og um milljarður er án ómengaðs drykkjarvatns. Segja SÞ „þögult neyðarástand“ blasa við jarðarbúum vegna þessa. Fátækustu og vanþróuðustu Afríkuríkin, einkum sunnan Sa- hara, þjást mest vegna þessa og sjúkdómar breiðast þar hratt út. Skortur á hreinu vatni og óviðun- andi hreinlæti eiga sinn þátt í dauða 10 milljóna barna á ári hverju. Drykkjarvatnsskortur leið- ir þar að auki til vinnutaps í Afríku upp á 40 milljarða klst. Áhyggjur hafa aukist vegna hraðrar iðnvæðingar margra ríkja sem leitt hefur til þess að hlutfalls- lega færri hafa aðgang að hrein- lætisaðstöðu og drykkjarvatni. Góðu fréttirnar eru þær að 1,1 milljarður manna hefur bæst í hóp þeirra sem drukkið geta hreint vatn. Hefur mestur árangur náðst í Asíu. Fólksfjölgun er sögð eitt mesta vandamálið en hún veldur miklu álagi á vatnskerfi fjölmargra borga. „Þögult neyðarástand“ Genf. AFP. Dómar um Medúllu STOFNAÐ 1913 233. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Íþróttir í dag Guðjón Valur fór aldrei af velli  Bandaríkjamenn sigursælir  Tímamót og kynslóðaskipti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.