Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 4

Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Endurreisn Þjóðminjasafns: Saga Þjóðminjasafnsins. Viðtal við Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð. Guja Dögg Hauksdóttir skrifar um breytingar á safnhúsinu. Magnús Gestsson skrifar um nýja grunnsýningu á minjum safnsins. Greinar um rannsóknarstarf safnsins og aðra starfsemi innan þess. Annað í Lesbók: Bourne er jarðbundin Bond: Umfjöllun um kvikmyndina The Bourne Supremacy. Stalín góði: Umfjöllun um nýjustu skáldsögu rússneska rithöfundarins Viktors Jerofejevs. Krísan hennar Dísar Silja Hauksdóttir, leikstjóri Dísar, og Álfrún Helga Örnólfsdóttir, sem leikur Dís, segja að svolítil Dís leynist innra með okkur flestum. Lífið er eitt stórt leiksvið Þótt Ólöf Inga Halldórsdóttir sé bundin við hjólastól, lætur hún hindranir ekki stöðva sig. Músik og minningar fyrir nátthrafna Barcelona er ekki aðeins borg sólar og sjávar og merkilegs arkitektúrs, heldur barþúsunda. Slá í gegn . . . og líka út í sjó Jón Arnór Stefánsson, atvinnumaður í körfuknattleik, sýndi fína tilburði miðað við byrjanda í golfi. Lækningajurt erkiengilsins Þráinn Þorvaldsson og Elín G. Óskarsdóttir ferðuðust um landið og skáru hvönn í tonnavís í sumar. Endurreisn ÞjóðminjasafnsMeðal efnis í Lesbók Morgunblaðsins á morgun: Meðal efnis í Tímariti Morgunblaðsins á sunnudaginn: Sunnudagur 29.08.04 DRAUMADÍS SILJU OG ÁLFRÚNAR Þótt Ólöf Inga Halldórsdóttir sé bundin við hjólastól lætur hún ekki hindranir stöðva sig á leiksviði lífsins HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ánægður með fund framsóknar- kvenna á miðvikudag, og þá ályktun sem samþykkt var á fundinum, en á honum var staða kvenna innan flokksins rædd í kjölfar ákvörðunar um að Siv Friðleifsdóttir gengi úr ríkisstjórn. „Ég geri mér grein fyrir því að um þetta mál eru skiptar skoðanir og það er óánægja innan flokksins um þær ákvarðanir sem bæði ég og þingflokkurinn tók. Ég er tilbúinn að vinna með konunum innan flokksins eins og ég hef gert frá því ég varð formaður, og ég tel það nauðsynlegt og eðlilegt að jafnrétt- issjónarmið séu höfð í huga við allar ákvarðanir. Það hef ég gert og hyggst gera það áfram,“ segir Hall- dór. Hann segir mikilvægt að fram- sóknarkonurnar hyggist auka sitt starf innan flokksins og fagnar þeirri ákvörðun. Halldór segir að von hafi verið á óánægju alveg sama hver ákvörðun um ráðherramál hefði orðið. „Það má segja að það sé alltaf erfitt þegar verið er að fækka ráðherrum í ríkisstjórn.“ Segir of fáar konur í stjórnum flokksins Aðspurður hvernig hann hyggist starfa með konum innan flokksins segir Halldór að þær séu með ýms- ar hugmyndir sjálfar, m.a. um að taka virkari þátt í starfi flokksins. „Það eru að mínu mati of fáar konur í stjórnum kjördæmissambandanna og í miðstjórn. Ég vildi gjarnan sjá fleiri konur á Alþingi innan flokks- ins. Þetta eru mál sem við verðum að vinna saman og ég fagna þeim áherslum sem konurnar hafa í þessu sambandi.“ segir Halldór. Hann segir að ekki hafi verið tek- in nein ákvörðun um uppstokkun í ríkisstjórn, sem hann boðaði þegar tilkynnt var að Siv Friðleifsdóttir myndi hætta í ríkisstjórninni. „Ég tel eðlilegt að jafnréttissjónarmið séu höfð í huga við þá ákvörðun þegar þar að kemur,“ segir Halldór. Aðspurður hvort hann sé með þessu að boða að Siv Friðleifsdóttir komi aftur inn í ríkisstjórn segir hann að ekki sé hægt að segja það fyrir, ræða þurfi við þingflokkinn þegar þar að komi, valdið sé hjá honum. Ánægður með fund framsóknarkvenna ÞOTA Icelandair, sem fara átti frá London um hádegi á miðvikudag, tafðist um níu klukkustundir eftir að hlaðmaður, sem var að afferma vél- ina, taldi sig hafa brennst á höndum við að handfjatla hættulegt efni sem lekið hafði úr farmi vélarinnar. Mikill viðbúnaður var þegar sett- ur í gang á Heathrow-flugvelli, flug- vélin einangruð og eiturefna- sérfræðingar slökkviliðs flugvallarins kallaðir til, segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þegar ljóst var að tafir yrðu á fluginu var ný áhöfn og flug- virki send frá Íslandi, og þegar ís- lenski flugvirkinn leit inn í vélina staðfesti hann endanlega grun heimamanna. Efnið hættulega sem hafði stöðvað vélina í margar klukkustundir reyndist vera þorska- lýsi sem lekið hafði úr kassa sem verið var að flytja til London. Ekki reyndist um mikinn leka að ræða. Ekki meint af lýsinu Guðjón segir að hlaðmaðurinn, sem uppgvötvaði lekann, hafi talið sig hafa brunnið á höndunum við að komast í snertingu við efnið, og því verið sendur beint til læknis. Honum varð þó ekki meint af því að hand- fjatla þorskalýsið og gat snúið aftur til vinnu eftir læknisskoðunina. Um 170 farþegar þurftu að bíða á flugvellinum á meðan meint eitur- efni voru skoðuð, og komust þeir ekki til Íslands fyrr en um miðnætti. Guðjón segir mikið af þessu fólki hafa verið á leið vestur um haf til Bandaríkjanna, og hafi það þurft að gista hér á landi eina nótt þar sem það missti af tengifluginu. Lýsisleki stöðvar far- þegaþotu MANNBJÖRG varð þegar báturinn Fjarki ÍS 44 sökk um 8 sjómílur suð- austur af Gjögri, skammt frá Veiði- leysufirði í Húnaflóa, um fjögurleyt- ið í gærdag. Einn maður var um borð og komst hann í gúmbjörgunarbát og var skömmu síðar bjargað um borð í bátinn Björgu Hauks, sem þar var skammt frá. Manninn sakaði ekki. Að sögn Tilkynningarskyldunnar barst neyðarkall frá bátnum um hálffjögurleytið en leki var þá kom- inn í vélarrúm og voru fjórir nær- liggjandi bátar beðnir um að koma bátnum til aðstoðar. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var í við- bragðsstöðu. Um klukkan 16 var báturinn tekinn að sökkva en mað- urinn var þá kominn um borð í gúm- björgunarbát, sem fyrr segir, og var bjargað skömmu síðar. Siglt var með manninn á Drangsnes. Reyndi að taka bátinn í tog Annar bátur, Eyjólfur Ólafsson, tók bátinn í tog en þá stóð aðeins stefnið upp úr sjónum. Eftir um hálf- tíma stím í átt að Gjögri slitnaði taugin og Fjarki sökk. Fjarki var 5,88 brúttótonn að stærð.                                      !"" Bjargað eftir að bát- ur sökk í Húnaflóa UMHVERFISRÁÐHERRAR Norðurlandanna funduðu hér á landi í gær. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir að þar hafi m.a. verið rædd sú ákvörð- un breskra stjórnvalda að minnka verulega losun á geisla- virka efninu teknisíum 99 í haf- ið við Sellafield. „Við erum mjög ánægð með þá ákvörðun en munum þó hafa auga með Sellafield áfram,“ segir hún. Siv segir að ráðherrarnir hafi einnig rætt samstarf Evrópu- sambandsins við nýju nágranna sína eftir stækkun sambands- ins. Samstarf við Rússland hafi þar m.a. verið rætt, en aðspurð segir hún að Norðurlöndin hafi lengi haft áhyggjur af umhverf- ismálum þar. Til dæmis hafi þau áhyggjur af mengun í Bar- entshafi og í Eystrasalti. „Norðurlöndin hafa mikið reynt að aðstoða Rússa við að takast á við fortíðarvanda sinn í þessum efnum.“ Fjöldamörg önnur mál voru rædd á fundunum að sögn Sivj- ar. Ráðherrarnir munu m.a. heimsækja Nesjavallavirkjun í dag en þeir fara af landi brott síðdegis. Hafa áfram auga með Sellafield ÓVENJU lítill snjór er nú á Heklu, eins og hún blasir við frá dyrapalli ljósmyndara á Stokkseyri og hefur þessi fjalladrottning ekki farið var- hluta af hlýindunum í sumar. Elstu menn muna vart jafn lítinn snjó á fjallinu. Hekla gaus síðast í upphafi árs 2000, en hún hefur gosið á 10 ára fresti undanfarið. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Hekla séð frá Stokkseyri, bærinn Traðarholt í forgrunni. Lítill snjór á Heklu Stokkseyri. Morgunblaðið. TVEIR menn björguðust þegar eikarbáturinn Björgvin ÍS 468 sökk um 17 sjómílur undan Dýrafirði í gærmorgun. Báturinn var á drag- nótarveiðum og var mjög gott veð- ur á veiðislóðinni. Ekki er ljóst hvað olli slysinu sem virðist hafa borið mjög brátt að því hvorugum bátsverja tókst að kalla á hjálp um talstöð eða í síma. Neyðarkallið barst bæði um gervihnött og um Sjálfvirku til- kynningarskylduna, STK, klukkan 10:11 en í bátum með slíkan búnað er neyðarhnappur sem nægir að ýta einu sinni á til að senda út neyðarkall. STK gefur, ólíkt gervihnatta- sendingum, upp mjög nákvæma staðsetningu og því gat Tilkynning- arskyldan kallað út þann bát sem var staddur næst Björgvini. Það var Steinunn ÍS 817 sem var í að- eins fimm sjómílna fjarlægð og að- eins leið um hálftími þar til bát- urinn var kominn á staðinn þar sem Björgvin maraði í hálfu kafi. Hann sökk stuttu síðar. Jafnframt var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, frá Ísafirði, kallað út ásamt þyrlu Landhelg- isgæslunnar en áður en skipið og þyrlan lögðu af stað bárust fregnir af því að mennirnir væru komnir um borð í Steinunni. Magnús Kristján Guðmundsson, afleysingaskipstjóri á Steinunni, sagði að mennirnir tveir hefðu verið vel á sig komnir enda báðir í flot- göllum og í björgunarbát. Skip- brotsmennirnir fengu far með Steinunni inn á Þingeyri en síðan var henni haldið aftur til veiða. Björgvin var 25,6 brúttótonna eikarbátur, smíðaður í Hafnarfirði árið 1974, samkvæmt upplýsingum úr skipaskrá. Hann hét áður Viðar ÞH 17 og var gerður út frá Rauf- arhöfn. Mannbjörg þegar eikarbátur sökk úti fyrir Dýrafirði Höfðu ekki ráðrúm til að kalla á hjálp Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Björgvin ÍS 468 var 25,6 brúttó- tonna eikarbátur. Hann hét áður Viðar ÞH og var gerður út frá Raufarhöfn.                                          !      ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.