Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Tilkynning um innlausn hlutabréfa í TVG-Zimsen hf.
Stjórn Eimskipafélags Íslands ehf., sem hefur eignast meira en 9/10 hluta af hlutafé í TVG-Zimsen
hf., og stjórn TVG-Zimsen hf. hafa á grundvelli 24. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 tekið ákvörðun um
innlausn hluta í TVG-Zimsen hf. Félögin hafa falið LOGOS lögmannsþjónustu að annast innlausn
hlutafjárins.
Samkvæmt hlutafélagalögum skal tilkynning um innlausn birt með sama hætti og aðalfundarboð.
Kveða samþykktir félagsins á um að það skuli gert með auglýsingu í dagblöðum í Reykjavík og
skriflega til allra hluthafa í hlutaskrá sem óskað hafa eftir skriflegri boðun. Tilkynning mun í dag
einnig verða send hluthöfum bréflega á þau heimilisföng sem fram koma í hlutaskrá félagsins.
Innlausnarverðið, sem byggir á mati KPMG endurskoðunar hf., miðast við kaupgengið 5,6. Rétt er
að vekja athygli á því, að niðurstaða mats KPMG endurskoðunar hf. sýnir að innlausnarverðið er
sanngjarnt fyrir hluthafa.
Hér með er skorað á hluthafa TVG-Zimsen hf. að snúa sér til LOGOS lögmannsþjónustu sem mun
annast greiðslu innlausnarverðsins gegn framsali hlutafjárins fyrir 25. september 2004. Verði
hluthafar ekki við áskorun um framsal er heimilt að greiða innlausnarverðið á geymslureikning á
nafni hluthafa og telst Eimskipafélag Íslands ehf. frá og með þeim tíma eigandi hlutafjárins.
Hlutafélagalög mæla svo fyrir um að vakin skuli athygli á því að vilji hluthafar sem sæta þurfa
innlausn ekki sætta sig við skilmála innlausnarinnar og matsgrundvöll innlausnarverðsins, megi
skjóta því til ákvörðunar matsmanna sem dómkvaddir skulu á heimilisvarnarþingi TVG-Zimsen hf.
Ef ákvörðun matsmanna leiðir til hærra innlausnarverðs en boðið er, gildir það fyrir alla sem sæta
verða innlausninni. Kostnað við ákvörðun verðsins greiðir sá sem innlausnarinnar krefst nema
dómstóll telji, vegna sérstakra ástæðna, að viðkomandi minnihluti hluthafa skuli að nokkru eða öllu
leyti greiða kostnaðinn.
Hluthöfum er bent á að snúa sér til LOGOS lögmannsþjónustu í síma 540 0300 vegna
innlausnarinnar eða með tölvupósti á netfangið sigridurk@logos.is.
F.h. Eimskipafélags Íslands ehf. og TVG-Zimsen hf.
27. ágúst 2004
LOGOS lögmannsþjónusta
Helga M. Óttarsdóttir hdl.
FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins
í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur snið-
gengu stjórnarfund í gærmorgun
þar sem samþykkt var viljayfirlýsing
um að Og Vodafone taki yfir hluta-
bréf OR í Línu.neti. Á móti tekur
Orkuveitan ljósleiðaralagnir Og
Vodafone yfir. Var forstjóranum fal-
ið að vinna áfram að málinu.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og
Guðlaugur Þór Þórðarson sögðu í
bréfi til forstjóra fyrirtækisins í gær
að mikilvægum spurningum um for-
sendur samstarfsins væri ósvarað.
Samið hefði verið um það á stjórn-
arfundi á þriðjudag, að svör lægju
fyrir áður en fundurinn yrði haldinn,
en við það hefði ekki verið staðið.
Það sé hrein vanvirða við borgarbúa
og eigendur Orkuveitunnar að láta
stjórnarmönnum ekki í té upplýsing-
ar til að byggja ákvörðun sína á þeg-
ar um sé að ræða hagsmuni borg-
arbúa sem nemi milljörðum.
Engar forsendur fylgdu
Þorbjörg segir þau hafa fengið
sent skjal klukkan hálf tólf í fyrra-
kvöld með tilbúnu dæmi, en engar
forsendur hefðu legið fyrir né hvern-
ig niðurstaðan væri fengin. Engin
viðskiptaáætlun fylgdi þessum upp-
lýsingum; ekki áætlun um arðsemi
verkefnisins, ekki hvernig OR ætlaði
að þróa það áfram, engar upplýsing-
ar um stöðu viðskiptavina og allt
mjög óskilgreint.
Hún segir samninginn flókinn og
það sé ábyrgðarhluti fyrir stjórnar-
menn að kynna sér ítarlega forsend-
ur hans. Því hefði hún spurt um fjöl-
marga hluti á stjórnarfundi á
þriðjudag, eftir að hafa fengið samn-
inginn í hendur kvöldið áður, en ekki
fengið skýr svör. Því hefði verið
haldið fram að svörin væru á reiðum
höndum en svo reyndist ekki að sögn
Þorbjargar. Þetta bæri þess merki
að vera illa undirbúið og illa unnið.
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður Orkuveitunnar, segir að öll-
um skriflegum spurningum sjálf-
stæðismanna hafi verið svarað og
send út daginn fyrir stjórnarfund.
Þeir hafi haft allar forsendur til að
taka málefnalega afstöðu til málsins.
Í raun og veru hafi stjórnarmenn
haft aðgang að ítarlegri upplýsing-
um um Línu.net en eðlilegt geti tal-
ist. Þó fyrirtækið sé í meirihlutaeigu
Orkuveitunnar verði að gæta jafn-
ræðis á milli allra hluthafa.
„Ég lít það mjög alvarlegum aug-
um að kjörnir stjórnarmenn Orku-
veitunnar skrópi á stjórnarfund. Ef
um forföll er að ræða ber mönnum að
kalla inn varamenn, en það var ekki
gert,“ segir Alfreð. Ástæðan fyrir
þessu upphlaupi sjálfstæðismanna
nú sé væntanlega vegna vonbrigða
með fullnægjandi svör sem leiddu
ekkert óeðlilegt í ljós. Hélt hann að
sjálfstæðismenn myndu frekar
fagna þessum aðskilnaði þar sem
þeir hefðu krafist þess til margra ára
að þetta fyrirtæki væri ekki á sam-
keppnismarkaði.
Meirihluti stjórnar OR samþykkti
bókun á fundinum í gærmorgun þar
sem m.a. kom fram að enginn drátt-
ur hefði verið á afhendingu upplýs-
inga. Stjórnarmenn OR hefðu fengið
afhent uppgjör og milliuppgjör
Línu.nets jafnvel þótt milliuppgjör
væru ekki opin gögn hjá fyrirtækinu.
Jafnframt segir í bókuninni að af-
hent hefðu verið viðskiptaáætlanir
og viðskiptamannalisti fyrirtækisins.
Alfreð segir að milliuppgjörið fyrir
fyrstu sex mánuði þessa árs hafi ver-
ið dreift á stjórnarfundinum í gær.
Guðlaugur Þór segir að aldrei áður
hafi milliuppgjör verið afhent síðan
hann settist í stjórn ólíkt því sem
komi fram í bókun meirihlutans.
Svörin nægðu
Tryggvi Friðjónsson er fulltrúi
Vinstri grænna í stjórn Orkuveit-
unnar. Segist hann hafa fengið svör
við spurningum sjálfstæðismanna í
fyrradag, eins og Alfreð heldur fram,
og þau hafi verið fullnægjandi. Að-
spurður hvort viðskiptaáætlun og
annað sem spurt var um hafi fylgt
með segir Tryggvi svo hafa verið.
Upplýsingarnar og svörin hefðu ver-
ið fullnægjandi til að byggja ákvörð-
un sína á.
Stjórn OR samþykkir samstarf við Og Vodafone
Harðar deilur um
afgreiðslu málsins
Morgunblaðið/Golli
FREMUR furðulegur fiskur var á
svamli í höfninni í Þorlákshöfn í
gærmorgun.
Félagar björgunarsveitarinnar í
Þorlákshöfn brugðust fljótt við og
fóru út í höfnina á gúmmíbát og
fönguðu dýrið með því að krækja
haka í hnúð á baki fisksins en
hann var að dauða kominn þegar
björgunarsveitarmenn komu að
honum.
Enginn viðstaddra hafði hug-
mynd um hvaða furðufiskur var
þarna á ferðinni. Síðar kom í ljós
að um tunglfisk var að ræða sem
ber nafnið Mola Mola á latínu en á
þýsku er hann nefndur Mondfisch
og á ensku kallast hann Ocean
Sunfish. Tunglfiskur getur orðið
allt að 350 cm langur og tvö tonn
að þyngd en sá sem var að svamla
í höfninni í Þorlákshöfn var um
tveggja metra langur.
Tunglfiskur lifir við marg-
víslegar aðstæður og í misjafnlega
heitum sjó, en er sjaldséður.
Ekki er ljóst hvað gert verður
við fiskinn sem náðist í gær en
hann var settur í frysti og segir
Ásgeir koma til greina að hann
verði stoppaður upp og settur á
safn.
Rúnar Marvinsson, kokkur á
veitingastaðnum Við Tjörnina, eld-
aði tunglfisk fyrir nokkrum árum
en tók undir það að fiskurinn væri
sjaldséður og nokkuð sérstakur í
laginu. „Það er eins og einhver
hafi keyrt aftan á hann,“ segir
Rúnar.
Holdið af tunglfiski er nokkuð
svipað túnfiski, þó bragðið sé ekki
eins. Tunglfiskurinn mæltist vel
fyrir þegar Rúnar eldaði hann og
segist hann hafa áhuga á að kom-
ast yfir fiskinn sem náðist í höfn-
inni í gær og spreyta sig á því að
elda hann aftur.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmunds
Ásgeir Guðmundsson, björgunarsveitarmaður í Þorlákshöfn, með tungl-
fiskinn sem hann og félagar hans í sveitinni náðu á land í gærmorgun.
Tveggja metra
tunglfiskur í höfninni
Þorlákshöfn. Morgunblaðið
VÉLAMIÐSTÖÐIN ehf. hefur
eins og mörg önnur fyrirtæki leit-
að tilboða hjá bönkunum um lána-
viðskipti en þau kjör eru, líkt og
hjá öðrum fyrirtækjum í landinu,
trúnaðarmál milli bankans og fyr-
irtækisins.
Þetta segir Hersir Oddsson,
framkvæmdastjóri Vélamiðstöðv-
arinnar ehf. vegna ummæla stjórn-
arformanns Gámaþjónustunnar í
Morgunblaðinu þess efnis að Véla-
miðstöðin njóti betri kjara í bönk-
um og sé þar af leiðandi í sterkari
samkeppnisstöðu.
Leitað tilboða
hjá bönkunum
Hersir segist á sínum tíma, þeg-
ar fyrirtækið varð einkahlutafélag
árið 2002, hafa leitað tilboða hjá
þremur bönkum og einum spari-
sjóði. Á endanum hafi verið samið
við Landsbankann þótt afar lítill
munur hafi verið á tilboðum
tveggja banka. „Ég held að við
séum svo sem með ágætis kjör en
þau eru trúnaðarmál milli bankans
og okkar. Þau kjör eru stöðugt
breytileg,“ segir Hersir.
Hann segir Landsbankamenn
hafa heimsótt fyrirtækið, skoðað
starfsemina og kynnt sér rekstur
þess. „Þeir gengu mjög faglega til
verks, fannst mér, og gáfu sér
góðan tíma í þetta.“
Aðspurður hvort tekið hafi verið
sérstaklega fram að ábyrgð annars
aðila væri á bak við Vélamiðstöð-
ina ehf. segir Hersir það alls ekki
hafa verið.
„Þetta er bara Vélamiðstöð ehf.
Gylfaflöt 9 í Reykjavík. Ég veit
ekki hvaða kjör þeir hjá Gáma-
þjónustunni hafa. Ég ætla bara að
vona að þau séu góð og óska þeim
alls góðs,“ segir Hersir Oddsson
aðspurður.
Hefur starfað sem einkahluta-
félag í langan tíma
Hann segir að þótt stofnað hafi
verið til einkahlutafélags árið 2002
hafi Vélmiðstöðin í langan tíma
alltaf starfað sem sjálfstætt fyr-
irtæki.
„Við höfum aldrei verið upp á
neina peninga frá borgarsjóði
komnir. Það er frekar að við höf-
um lagt okkar eigendum til pen-
inga á liðnum árum,“ segir Hersir
Oddsson.
Hersir Oddsson framkvæmdastjóri
Vélamiðstöðvarinnar ehf.
Semja við banka
rétt eins og
önnur fyrirtæki
Sömdu við Landsbankann 2002