Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 10

Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA er mjög erfitt því margir af þessum nemendum eru búnir að stunda lengi tónlistarnám og eru komnir alveg á lokasprettinn. Það er alveg svakalegt að fara svona með þau. Bæjarfélögin eru með þennan þrýsting til að koma þessu yfir á ríkið og beita þess vegna svona óvönduðum vinnubrögðum,“ segir Ásrún Davíðs- dóttir, aðstoðarskólastjóri Söngskól- ans. Um þrjátíu nemendur skólans, sem stunda nám í Reykjavík, en eiga lög- heimili í öðru sveitarfélagi, vita ekki hvernig námi þeirra verður háttað í vetur, en sveitarfélögin vilja að ríkið yfirtaki það verkefni þeirra að styrkja tónlistarnám á framhaldsstigi. „Vandamálið er að samkvæmt nú- gildandi lögum ber sveitarfélögum í raun og veru að styrkja tónlistarnem- endur. Það er alveg óvéfengjanlegt að lögin [lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla], kveða á um að tón- listarnám sé alfarið í höndum sveitar- félaga og að sveitarfélögin styrki tón- listarkennslu,“ segir Ásrún. Eftir að þessi lög tóku gildi voru grunnskól- arnir færðir yfir á sveitarfélögin, en framhaldsmenntun er í höndum rík- isins. Telja eðlilegt að ríkið sjái alfarið um framhaldsmenntun Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir að nú sé unnið að því að ná samkomulagi um að ríkið taki að sér ákveðna þætti er varða framhalds- menntun í tónlist. „Við hefðum talið eðlilegt að ríkið greiddi fyrir alla framhaldsmenntun í tónlistarskólum, að sveitarfélögin sæju um grunn- menntunina en síðan tæki ríkið að sér að sjá um framhaldsmenntun á tón- listarsviði, eins og bara aðra fram- haldsmenntun í landinu. Við höfum verið að vinna að því að ná samkomu- lagi um það að ríkið greiddi, allavega núna, á næsta ári, hluta af kostnaði nemenda sem eru í framhaldsskólum, en það er ekki komin niðurstaða í þetta mál,“ segir Þórður. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir að nefnd á vegum sam- bandsins og menntamálamálaráðuneytis hafi gert drög að samkomulagi um þetta mál. Hins vegar hafi komið skilaboð frá menntamálaráðuneytinu um að það þurfi að semja um hvað sveitarfélögin geti tekið að sér á móti. „Við höfum sent erindi til fjármálaráðuneytisins og óskað eftir því að undirritun þessa samkomulags og framkvæmd þess verði hraðað,“ segir Vilhjálmur. Allt í stappi í fyrravetur Einnig segir hann að óskað hafi verið eftir því að sú upphæð sem ríkið telur að það taki á sig vegna þessa verði sett á biðreikning, sem komi til umfjöllunar þegar frekari verkaskipt- ing ríkis og sveitarfélaga verður rædd, en verði ekki látin bíða í langan tíma þar til endanlegar tillögur um verkaskiptingu liggi fyrir. Ásrún segir að Reykjavíkurborg hafi áður í raun styrkt alla nemendur sem stunduðu nám í tónlistarskólum borgarinnar, hvort sem þeir áttu lög- heimili í Reykjavík eða ekki. Fyrir rúmu ári hafi verið tilkynnt um að ekki yrði lengur greitt með nemend- um sem ekki búa í Reykjavík og var nemendum með lögheimili utan höf- uðborgarinnar gert að sækja um styrk til síns sveitarfélags. „Þetta gekk í raun og veru í stappi allan fyrravetur, en endaði samt þannig að sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu styrktu öll sína nemendur. Sveitarfélögin úti á landi gerðu það ekki, það urðu að hætta hér nemend- ur hjá okkur sem áttu heima á Ak- ureyri, Eyrarbakka og Selfossi, eða flytja lögheimili sitt til Reykjavíkur,“ segir Ásrún. Hún segir að síðasta vetur hafi átt að nota til samninga, en málið standi í dag nákvæmlega eins og það gerði í fyrra. „Það er komin enn þá meiri harka í sveitarfélögin og þau vilja þrýsta á ríkið að taka þetta yfir, með því að neita að borga. Það sem er líka erfitt í þessu er að það fást engin ákveðin svör,“ segir Ásrún, sem segir að hver bendi á hinn og málið sé því strand. Rekstur tónlistarskóla er tvíþætt- ur. Nemendur borga skólagjöld sem notuð eru fyrir rekstrarkostnaði skól- ans, eins og rekstri skrifstofu, orku og húsaleigu. Styrkur sveitarfélaganna kemur hins vegar beint til skólans og er eingöngu fyrir kennslukostnaði. Innt eftir því hvernig tekið verði á málum þeirra nemenda sem hafa fengið neitun frá sínu sveitarfélagi segir Ásrún að í raun verði nemendur að borga hlut sveitarfélaganna. „Ef ég væri Hafnfirðingur, kominn yfir grunnskólaaldur og vildi stunda nám við Söngskólann hefði ég þrjá kosti. Einn væri að skrá lögheimili í Reykjavík. Annar kostur væri að greiða þetta gjald að fullu og sá þriðji væri að sækja um til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna,“ segir Ásrún. Söngskólinn var settur á miðvikudag og segir Ásrún þessa óvissu mjög hvimleiða. „Við erum í mjög slæmum málum því auðvitað eiga kennarar sinn rétt á því að það verði staðfest hvert kennsluhlutfall þeirra verður og þeir eiga rétt á því að fá það kennsluhlutfall greitt áfram.“ Þá vill Reykjavíkurborg fá lista yfir þá nemendur sem þeir þurfa að greiða með. „Nemendurnir standa frammi fyrir því að ef þeir fá neitun frá sínu sveitarfélagi eru þeir líka orðnir of seinir til að breyta um lög- heimili og komast inn í kennslukvót- ann hjá Reykjavíkurborg. Þannig að þeir eru settir alveg á milli steins og sleggju,“ segir Ásrún. Ásrún segir að boðað hafi verið til fundar hinn 6. september þar sem taka eigi málið upp. „Hvort það fást skýr svör, það vitum við ekki en þá verða liðnir a.m.k. tíu dagar frá því tónlistarskólarnir byrjuðu og þeir dagar eru náttúrlega alveg í upp- námi,“ segir hún. Tónlistarnám nemenda ut- an Reykjavíkur í uppnámi Sveitarfélögin vilja að ríkið taki við stuðningi við nemendur í tónlistarnámi VEIÐIMENN sem voru nýverið í Álftá á Mýrum fengu m.a. fjögurra punda sjóbirting sem við fyrstu sýn virtist vera grútleginn. En við nán- ari skoðun var hann einnig grálú- sugur. Þetta heitir að vera þaraleg- inn, en það eru fiskar sem hafa beðið lengi í hálfsöltu vatni eftir gönguskilyrðum. Í stað þess að verða legnir í ánni hafa þeir tekið lit af þaranum, en lúsin lifir áfram kóngalífi, enda er það ferskvatnið sem hún þolir ekki. Stórar áætlanir í Tungufljóti Umræddir veiðimenn fengu 8 laxa og 14 birtinga, laxarnir voru allt að 12 pund, birtingarnir á bilinu 2–4 pund. Nokkrir laxanna voru líka með lús og kom það mönnum á óvart því áin var gríðarlega vatns- lítil. Álftá var þá komin í 210 laxa og síðan hefur rignt og glæðst. Mikið hefur einnig veiðst af vænum sjó- birtingi. Veiðimenn sem renndu fyrir sil- ung fyrir ofan fossinn Faxa í Tungu- fljóti í Biskupstungum fyrir skemmstu fengu sex urriða, þá stærstu 6 punda. Laxastiginn í Faxa hefur verið endursmíðaður fyrir til- stuðlan Lax-ár, sem hefur tekið ána á leigu og hyggst vera þar með stór- felldar gönguseiðasleppingar eins og stundað er í Rangárþingi og víð- ar. Í sumar var þess vænst að fyrstu laxarnir skiluðu sér úr lítilli til- raunasleppingu í fyrra og hefur það gengið eftir, nokkrir hafa veiðst og verið sleppt. Í laxastiganum er gildra og verða klaklaxar teknir úr henni jafn harðan og þeir ganga í hana. Áætla forkólfar Lax-ár að lax- veiði geti hafist í ánni sumarið 2006. Héðan og þaðan Fáskrúð er komin með á annað hundrað laxa, eitthvað nálægt 120 um miðja vikuna. Áður en vætan náði vestur í Dali í fyrsta skipti í sumar. Tveir veiðifélagar sem brugðu sér á neðanverða Arnarvatnsheiði nýverið fengu á rúmlega hálfum degi tæpar 30 bleikjur í Arnarvatni litla og lóni efst í Refsverinu. Þetta var allt 1–2 punda bleikja og fékkst með því að veiða djúpt með kúlu- lausum púpum. Þá hafa heyrst fregnir af miklum ævintýrum í Fljótaá í Fljótum, m.a. að veiðimaður einn hafi tekið níu laxa í beit og þá neyðst til að hætta því börnin voru með og var farið að leiðast þófið! Fín veiði hefur verið á silungasvæði Hafralónsár í sumar, hér er Rögnvaldur Hallgrímsson með væna sjóbleikju. Þara- legnir í Álftá og víðar ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? „NÚNA stend ég frammi fyrir því að verða að skipta um lögheimili til að verða ekki vikið úr skóla, því Söngskólinn vill í rauninni ekki hafa mig í skólanum ef það fæst ekki styrkur fyrir mig,“ segir Þór- unn Vala Valdimarsdóttir, nemi á 8. stigi í söng í Söngskólanum, sem er búsett í Kópavogi. Hún segist ekki enn búin að ákveða hvað hún geri, hún eigi ættingja í Reykjavík sem séu til í að leyfa henni að flytja lög- heimili sitt til þeirra og eins hafi söngkennarinn hennar boðið henni það. „Fresturinn [til að skipta um lögheimili] rennur út [í dag], því þá þarf Söngskólinn að senda út lista yfir nemendur sem eiga heima í Reykjavík. Auðvitað á maður ekki að þurfa að skipta um lögheimili til að fá að stunda nám til jafns við aðra. Það er í raun ekki jafnrétti til náms, ef ég má ekki vera í Söng- skólanum af því að ég á heima í Kópavogi. Söngskólinn er eini skól- inn sem býður upp á breskt kerfi og eini sér- hæfði söngskól- inn á landinu,“ segir Þórunn Vala. Kópavogur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni styrkja nem- endur í framhaldsnámi í tónlist, en fundað var um málið í gær. Þórunn Vala segir eina möguleikann ef Kópavogur neiti að styrkja nem- endur að flytja lögheimilið til Reykjavíkur. „Það stendur enginn í því að borga 600.000 krónur, sem er það sem er borgað með hverjum nemanda á framhaldsstigi. Það er enginn venjulegur maður að fara að borga það, fyrir utan skólagjöld- in sem eru 215.000,“ segir Þórunn Vala. „Auðvitað á maður ekki að þurfa að skipta um lögheimili“ Þórunn Vala Valdimarsdóttir HANS-Ulrich Klose, þingmaður þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD) flytur erindi á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðbergs, miðviku- daginn 1. september, undir yfir- skriftinni: „Hvaða áhrif hefur fækkun bandarískra hermanna á ör- yggismál Evrópu?“ Skv. upplýsingum SVS og Varð- bergs hafa öryggis- og varnarmál Norður-Atlantshafssvæðisins verið í brennidepli jafnt í Bandaríkjunum sem og í Norður-Evrópu á undan- förnum árum. Bandaríkjamenn ætla að fækka umtalsvert í varnarliði sínu í Evrópu og vilja að Evrópulönd axli meiri ábyrgð á því sviði. „Deilur og ólík sjónarmið hafa verið meðal for- ystumanna NATO-ríkjanna, sem sér ekki fyrir endann á. Þjóðverjar hafa ætíð haft mikinn áhuga á öryggis- málum N-Atlantshafsins og eru traustir bandamenn okkar á þeim vettvangi, sem og fleirum.“ Hans-Ulrich Klose hefur verið virkur þátttakandi í þýskum stjórn- málum síðan 1964 og er í röð þekkt- ustu þingmanna Jafnaðarmanna- flokksins. Fundurinn hefst klukkan 17.15 í Skála á Hótel Sögu og er op- inn öllu áhugafólki um varnar- og ör- yggismál. Ræða áhrif fækkunar heraflans ♦♦♦ BORIST hefur eftirfarandi yfirlýsing frá Bláa lóninu: „Bláa Lónið hf vísar með öllu á bug lýsingu starfsmanns, sem sagt var upp störfum hjá fyrirtækinu þann 12. ágúst sl., á atviki og viðbrögðum starfsfólks, er sá hörmulegi atburður varð þann 6. ágúst sl., að 14 ára sviss- neskur drengur drukknaði í lóninu. Frétt byggð á lýsingu starfsmanns- ins fyrrverandi birtist í DV fimmtu- daginn 26. ágúst. Ljóst er að starfsfólk Bláa Lónsins – heilsulindar brást rétt við atvikinu og fór í hvívetna eftir neyðaráætlun fyrirtækisins, sem samþykkt er af Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Í eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftir- lits Suðurnesja, sem dagsett er þann 18. ágúst 2004, og fjallar um úttekt embættisins á laugargæslu, neyðar- og þjálfunaráætlun Bláa Lónsins – heilsulindar í kjölfar slyssins, kemur fram, að embættið telur ekki tilefni til athugasemda við fyrirkomulag laug- argæslu, neyðar- og þjálfunaráætlun- ar Bláa Lónsins hf. Forsvarsmenn Bláa Lónsins hf harma óréttmæta gagnrýni á starfs- fólk fyrirtækisins og þau óþægindi, er starfsfólkið hefur orðið fyrir vegna þessa.“ Yfirlýsing frá Bláa lóninu Öryggis- gæsla ávallt í fyrirrúmi OLÍUFÉLAGIÐ opnar fimmtu sjálfsafgreiðslustöðina á höfuðborg- arsvæðinu undir vörumerkinu EGO. Nýja stöðin er í Stekkja- bakka í Breiðholti og stendur við Staldrið. Félagið opnaði fjórar sjálfsaf- greiðslubensínstöðvar í apríl sl. undir vörumerkinu EGO, en á stöðvunum er áhersla lögð á að veita eldsneyti á lágu verði auk þess að bjóða viðskipavinum virðisauk- andi ávinning í formi afsláttarmiða og tilboða á vörum og þjónustu. Formleg opnunarhátíð hefst kl. 16. Ný bensín- stöð opnuð í Stekkjabakka ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.