Morgunblaðið - 27.08.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 27.08.2004, Síða 11
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 11 „BRETAR íhuguðu fyrir nokkrum árum að taka upp veiðistjórnun með framseljanlegum kvótum, en útveg- urinn mótmælti því hástöfum. Sam- kvæmt því sem ég hef séð á Íslandi virðist kerfið virka,“ segir Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í samtali við brezka sjávarút- vegsblaðið Fishing News. „Kvótakerfið eykur nálægð sjó- manna við markaðina, gerir þeim kleift að taka ákvarðanir, sem byggj- ast á stöðunni á mörkuðunum. Það jafnar framboð á fiski, sem er mikill kostur umfram sóknarstýringu, þar sem aðeins fæst fiskur þá daga sem róið er, og í raun er ekki einu sinni hægt að tryggja það. Hugmyndir um kvótakerfi á Bret- landi eru enn á frumstigi og við verð- um að finna leiðir hvernig koma megi kerfinu á og hvernig hægt sé að gera það án þess að aflaheimildirnar safn- ist saman á fáar hendur,“ segir Bradshaw. Hann lýsir mikilli ánægju með heimsókn sína til Íslands í samtali við blaðið og segir að Bretar geti lært mjög mikið af Íslendingum. Bradshaw tekur í sama streng í viðtali við brezka dagblaðið Financial Times. Hann segir að Íslendingum hafi tekizt að koma á góðri fiskveiði- stjórn með kvótakerfinu. Kerfið hafi leitt af sér verulega samþjöppun, sem leitt hafi til þess að flotinn sé gerður út með hagnaði, enda fiski þessi floti, sem sé þriðjungur af stærð brezka flotans, þrisvar sinnum meira. Bradshaw segir að það hafi komið sér á óvart að íslenzkir útvegsmenn telji að verið sé að veiða of mikið af þorski. Hann telur mikið til slíkrar ábyrgðar koma enda hafi hann aldrei heyrt slíkar raddir í Bretlandi. Þá nefnir hann að hvatinn til ofveiði hverfi með kvótakerfinu, því sjómenn eigi allt sitt undir skynsamlegri nýt- ingu til langs tíma og loks er hann hrifinn af hrygningarstoppinu. Getum margt lært af Íslendingum Morgunblaðið/ÞÖK Starfsbræður; Sjávarútvegsráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Ben Brads- haw ræddu fiskveiðistjórnun á fundi þeirra á Íslandi. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur sent bandarísku samtökunum Monteray Bay Aquarium bréf, þar sem brugðist er við áróðursherferð samtakanna gegn neyslu íslenska þorsksins í Bandaríkjunum og í Kanada. Samtökin hafa staðið fyrir dreifingu einblöðungs í vasabroti með lista yfir fisktegundir sem neytendur eru hvattir til að neyta eða forðast á grundvelli náttúru- verndarsjónarmiða. Í einblöðungn- um er íslenski þorskurinn tilgreind- ur sem tegund fisks sem forðast beri sökum ofveiði. Einblöðungnum er ætlað að að- stoða neytendur við val á sjávaraf- urðum í matvöruverslunum og á veitingastöðum, auk þess sem hon- um hefur verið dreift til skóla, dýragarða, fyrirtækja og stofnana í matvæla- og fiskiðnaði. Þannig hefur rúmlega tveimur milljónum bæklinga verið dreift um Bandaríkin og Kanada, m.a. með tímaritaáskriftum og á heimasíðu samtakanna. Upplýsingarnar í einblöðungnum eru sagðar byggja á skýrslu sér- staks rannsóknaraðila, en þar koma fram misvísandi alhæfingar og rangfærslur um stöðu þorskstofns- ins í Norður-Atlantshafi. Allir þorskstofnar svæðisins eru settir undir sama hatt, en íslenski þorsk- urinn einn er nefndur sérstaklega. Í bréfi utanríkisráðuneytisins, sem tekið er saman í samráði við sjávarútvegsyfirvöld, eru upplýs- ingar samtakanna hraktar og þau hvött til afturkalla einblöðunginn eða leiðrétta rangfærslur sem fram koma í honum. Áróðri mótmælt NÝR búnaður til að verjast marglyttu í laxakvíum Sæsilf- urs í Mjóafirði hefur reynst mjög vel. Það hefur verið mikið af marglyttu í Mjóafirði að undanförnu og marglytta hefur oft gert mikinn usla í eldisstöðvum síðari hluta sumars. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Nýi búnaðurinn hefur haldið marglyttunni frá kvíunum hjá Sæsilfri og varið laxinn fyrir þessum skaðlegu gestum. Búnaðurinn saman- stendur af fjórum loftgirðing- um sem komið er fyrir utan við kvíarnar. Lofti er dælt út í sjóinn og þegar marglyttan kemur yfir fyllist hún af lofti, flýtur upp og drepst. Hug- myndin að þessum búnaði er norsk en hefur verið þróuð áfram hjá Sæsilfri og ekki er vitað til þess að nokkur fisk- eldisstöð í heiminum hafi náð svo góðum árangri í að verj- ast marglyttu. Loft gegn marglyttu hjá Sæsilfri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.