Morgunblaðið - 27.08.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.08.2004, Qupperneq 18
♦♦♦ MIRALE Grensásvegi 8 sími: 517 1020 Opið: mán.- föstud.11-18 laugard. 11-15 Í tilefni af því að MIRALE hefur tekið við Cassina umboðinu á Íslandi veitum við 15% afslátt af öllum sérpöntuðum húsgögnum til 31. ágúst. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Kýr í Ölfushöll | Kúa- sýningin Kýr 2004 verð- ur haldin í Ölfushöll á Ingólfshvoli nk. laug- ardag. Húsið verður opnað kl. 12.30 og mun Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra, setja sýninguna, sem hefst svo með sýningu barna á kálfum. Keppt verður í fjölmörgum flokk- um og má búast við hörkukeppni. Nánari dagskrá má finna á vef Búnaðarsambands Suðurlands, www.bssl.is. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Kynning á flugmódelsportinu | Flug- módelfélag Suðurnesja stendur fyrir kynn- ingu á flugmódelsportinu sunnudaginn 29. ágúst nk., frá kl.10 til 12, á flugvelli félags- ins í Grófinni í Keflavík. Kynningin er háð því að veður sé hagstætt. Kynningin nýtur stuðnings Menningar-, íþrótta-, og tóm- stundaráðs Reykjanesbæjar. Í frétta- tilkynningu frá félaginu eru bæjarbúar hvattir til að nýta tækifærið til að með- höndla flugmódel með aðstoð leiðbeinanda. Úrgangur rækjuverksmiðju | Hrepps- nefnd Hólmavíkurhrepps hefur samþykkt ósk rækjuverksmiðjunnar Hólmadrangs hf. um lagningu nýrrar fráveitulagnar frá verksmiðjunni og út í Norðurfjöru. Ljúka á við fráveituna áður en bundið slitlag verður lagt á götuna en það er áformað á næstunni. Fram kemur í fundargerð hreppsnefndar að einstakir hreppsnefndarmenn hafa efa- semdir um að fráveitulagnirnar séu fram- tíðarlausn á losun úrgangs frá rækjuverk- smiðjunni. Tilkynningar um lok-un vegarins umMýrdalssand vegna sandfoks heyra nú að mestu sögunni til. Er það að þakka uppgræðslu við veginn yfir sandinn, að því er fram kemur hjá Reyni Gunnarssyni, verk- stjóra hjá Vegagerðinni á Hornafirði, á Sam- félagsvef Hornafjarðar. Reynir segir að gætt hafi foks á Skeiðarársandi eftir síðasta stórhlaup en mikið sé farið að draga úr því. Segir hann helst að það rjúki úr farvegi Núps- vatna og Gýgjukvíslar, að mestu fínt ryk. Sé mjög hvasst getur komið sand- fok við Skeiðará en allt er þetta á styttri köflum en var á Mýrdalssandi. Á því svæði sem Reynir hefur umsjón með eru 33 einbreiðar brýr, fleiri en í öðrum umdæmum. Þar af eru 26 á leiðinni milli Reykjavíkur og Horna- fjarðar. Ekki fok Skorradalur | Úthlutað hefur verið úr Blikastaða- sjóði í fjórða sinn. Þórey Bjarnadóttir hlaut styrk að fjárhæð kr. 350.000. Þórey er í meistaranámi í fóðurfræði við Landbún- aðarháskólann á Hvann- eyri og tekur hluta af námi sínu við University of Guelph. Það var Sig- steinn Pálsson, 99 ára gamall stofnandi sjóðsins, sem afhenti styrkinn. Blikastaðasjóðurinn var stofnaður árið 1999 af Sigsteini Pálssyni, fyrr- verandi bónda á Blika- stöðum, og fjölskyldu hans, til minningar um Helgu Jónínu Magn- úsdóttur, fyrrverandi húsfrú á Blikastöðum, og hjónin Þ. Magnús Þor- láksson og Kristínu Jón- atansdóttur. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Styrkur úr Blikastaðastjóði Rúnar Kristjánssoná Skagaströndfylgdist með fréttum af fundi fram- sóknarkvenna í fyrra- kvöld og orti að bragði: Framsóknarkonurnar flokkinn sinn prísa en fárast þó ögn yfir strákhvolpi þeim, sem kaus þeim á flugöldum ljósvaka að lýsa, en lýsingin kemur víst saman og heim! Því konurnar þaulelta karlana á röndum svo kynlega stöðu þar jafnréttið fær. Þær eru sem leirinn í ljóðkerans höndum og létt fara Halldór og Guðni með þær! Svo Framsóknarkonurnar blessaðar búa við baneitrað karlveldi ennþá í dag. Og þó að þær aldrei því ætli að trúa er ekkert sem styður þar jafnréttishag! Ef Valgerður talar – hún Halldóri hælir, og hinar þær eru ekki burðugri rif. En hópurinn grenjar og valdalaus vælir, og vonbrigðin skína af stóllausri Siv! Jafnrétti Framsóknar pebl@mbl.is Fagridalur | Stafaganga er sífellt að ryðja sér meira til rúms hér á landi, eins og víðar í Evrópu og Norður-Ameríku. Milljónir manna stunda nú þessa íþrótt enda fær fólk viðbótarþjálfun með því að nota stafina í göngu- ferðum. Hópur Mýrdælinga fór á dögunum á stafagöngunámskeið hjá Halldóri Hreinssyni og eftir það hafa sumir þátttakendanna sést á ferð með stafina, jafnvel á götum Víkurþorps. Íþróttin er upprunnin í Finn- landi en þar fóru skíða- göngumenn að æfa sig með staf- ina á sumrin. Tilburðirnir hjá fólkinu á stafagöngunámskeiðinu minntu líka nokkuð á skíðagöngu þegar það var við æfingar á tún- unum fyrir ofan Vík. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Stafaganga nýtur aukinna vinsælda Námskeið Eyjafjarðarsveit | Óttar Björnsson á Garðsá í Eyjafjarðarsveit opnar málverka- sýningu í Funaborg, félagsheimili hesta- manna á Melgerðismelum, næstkomandi laugardag kl. 13.30. Á sýningunni eru 33 myndir og verð- ur hún opin þennan dag. „Það má segja að þetta sé úrvalið úr því sem ég hef verið að dunda við á und- anförnum árum, annars er ég búinn að gefa mikið í af- mælis- og brúð- kaupsgjafir og það gerir yfirleitt mikla lukku,“ sagði Óttar í samtali við fréttaritara. Hann sagðist hafa byrjað snemma að teikna og mála, einnig hafi hann sótt námskeið hjá Erni Inga fjöllistamanni og fleirum. „Búskapurinn hefur krafist mikillar vinnu og þess vegna hef ég ekki haft eins mikinn tíma og ég vildi til að mála en ég hef notið hverrar stundar sem hefur gefist í það.“ Sýnir úrvalið í Funaborg ÁKVEÐIÐ hefur verið að byggja nýjan leikskóla á Laugarvatni. Skólinn verður byggður við grunnskólann sem er við hús- næði íþróttaskorar Kennaraháskólans. Verið er að hanna leikskólann og verður framkvæmdin boðin út í alútboði, að sögn Ragnars Sæs Ragnarssonar, sveitarstjóra Bláskógabyggðar. Reynt verður að nýta þá þekkingu sem til er á slíkri framkvæmd með því að fá vana verktaka til að bjóða í byggingu hússins. Um tuttugu börn eru í leikskóla á Laug- arvatni, um helmingur börn nemenda við Kennaraháskóla Íslands – íþróttaskor. Bygging skólans er að sögn Ragnars liður í því að búa sem best að skólanum og nem- endum hans. Pláss verða fyrir þrjátíu nem- endur í nýja leikskólanum. Hann verður tengdur grunnskólanum og millibygging á að nýtast báðum. Leikskólinn er í húsnæði gamla Héraðsskólans og hefur Bláskóga- byggð nú selt það húsnæði. Verður það af- hent eftir ár enda á nýi skólinn að vera tilbúinn 1. september 2005 samkvæmt áætlunum sveitarstjórnar. Nýr leikskóli á Laugarvatni SS sér um máltíðirnar | Ákveðið hefur verið að SS annist skólamáltíðir í fjórum af sjö grunnskólum Hafnarfjarðar. Skrifað verður undir saming þess efnis í dag, að því er fram kemur á vef vf.is. SS mun sjá um máltíðirnar í Öldutúnsskóla, Hvaleyr- arskóla, Setbergsskóla og Víðistaðaskóla. Skólamáltíðir hafa verið í boði í hinum þremur skólunum og verða með sama sniði í vetur og verið hefur. Verða því heitar skólamáltíðir í boði í hádeginu í öllum grunnskólum bæjarins.         

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.