Morgunblaðið - 27.08.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.08.2004, Qupperneq 22
Nú býðst kínakál í nýjum pakkn- ingum í verslunum. Kínakálið er skorið í tvennt og helmingunum sérpakkað. Í hverri pakkningu verða 400 gr. og yfir og þannig verður kínakálið selt í stykkjatali á föstu verði, hálfur haus í hverri pakkningu. Í fréttatilkynningu frá Sölufélagi garðyrkjumanna kemur fram að með þessu sé verið að koma til móts við óskir um nýtt íslenskt grænmeti í smærri pakkningum. Kínakál er stökkt og ferskt og hent- ar því einkar vel í salöt en einnig er hægt að snöggsteikja það, gufu- sjóða, baka eða gratínera, sjóða í súpu, súrsa og margt annað. Til- valið er að nota neðri hluta blað- anna í ýmsa steikta rétti (t.d. kín- verskan mat), pottrétti og fleira en efri hlutann í hrásalat. Svo má líka skera blöðin í ræmur og bera þau fram með ídýfu. Gott er að krydda kínakál t.d. með engifer, hvítlauk, vorlauk og ýmsum kryddjurtum. Kínakál eins og annað græn- meti er nær- ingar- og trefja- ríkt þrátt fyrir að innihalda fá- ar hitaeiningar eða aðeins 12 he í hverjum 100 g. Það vítamín sem kínakálið er hvað ríkast af er fólasín en það er einmitt af skornum skammti í fæði margra.  GRÆNMETI Kínakál í nýjum umbúðum Unnur Ágústa Sigurjóns-dóttir er hjúkrunarfræð-ingur og matgæðingurmikill. Hún hafði spænska matargerð í hávegum þeg- ar hún hélt glæsilegt kvöldverð- arboð á heimili sínu í Reykholti í Biskupstungum á björtu sum- arkvöldi fyrir skemmstu. Unnur var á fullu í eldhúsinu þeg- ar gesti bar að garði og fór fimum höndum um margvíslegt hráefnið. En hún var ekki alveg tilbúin að gangast við fullyrðingu eiginmanns síns, Ragnars Sæs, um að hún væri einn besti áhugakokkur landsins. Ragnar gerði lítið úr framlagi sínu í eldhúsinu en sagðist bestur í að leggja til hrós og hvetja Unni til dáða í matargerðinni. „Ég neita því ekki að mér finnst mjög gaman að elda og prófa nýja rétti og þar sem við fjölskyldan er- um nýkomin frá Mallorca er ég dálít- ið upptekin af spænskri matargerð þessa dagana. Ég keypti sérstök pa- ellu-grjón og pönnu á Mallorca og tók með mér heim til að geta búið til paellu sem er einn sá réttur sem Spánverjar eru hvað frægastir fyrir. Í paellunni kennir ýmissa grasa og þó að mikið sé af sjávarfangi í paell- unni sem ég bjó til í kvöld, þá er þar líka kjúklingur og beikon og í raun má nota hvað sem er í þennan rétt en gulu hrísgrjónin eru uppistaðan og safranið er nauðsynlegt.“ Líkjör sem eflir hug og dirfsku Unnur og Ragnar eru í sælkera- klúbbi ásamt nokkrum vinum og þau segja mjög gaman að vera í sælkera- klúbbi. „Við eldum þá fyrir hvert annað og tökum stundum fyrir ein- hver ákveðin lönd, þema eða hráefni. En við klúbbfélagarnir förum líka stundum saman út að borða og okk- ur finnst gaman að prófa nýja veit- ingastaði. Næst á dagskrá hjá okkur er uppskeruhátíð hjá Sigrúnu og Ingólfi á Engi og ég efast ekki um að þar verður margt gómsætt fram borið.“ Unnur segist hafa gaman af að kynna sér matargerð annarra þjóða og lesa sér til um sögu og ann- að sem liggur að baki réttum eða vínum. „Til dæmis er spánski líkjör- inn 43 sem ég nota í kaffið sem ég ber fram á eftir paellunni, gerður eftir þúsund ára gamalli uppskrift og í honum eru 43 „efni“ og af því dregur hann nafn sitt. Þessi líkjör var notaður í hernaði og gefinn her- mönnum áður en þeir héldu til or- ustu, því drykkurinn átti að örva þá til dáða á vígvellinum.“ Hér á eftir fylgja uppskriftir að spænsku veislunni sem hófst með þremur tapas-réttum. Rækjukokteill 300 g stórar rækjur 300 ml vatn safi af 2 lime ávöxtum ½ rauðlaukur smátt saxaður 1 msk. sojasósa salt og pipar 1 lítil agúrka skræld, skorin langs- um og kjarni tekinn úr ½ rauð paprika ½ búnt af fersku söxuðu dilli tabasko-sósa eftir smekk lime-bátar til skrauts Blanda saman vatni, lime-safa, rauðlauk, sojasósu, salti og pipar. Setja rækjur út í og marinera þær í ca. 30 mín. Bæta agúrkusneiðum, paprikusneiðum og dilli út í. Setja í skál, mala svartan pipar yfir og setja nokkra dropa af tabasko-sósu yfir og skreyta með lime-bátum. Smjörsteiktir hvítlaukssveppir 50 g smjör 15–20 sveppir sítrónusafi, salt og pipar 2 hvítlauksrif 2–3 msk. söxuð steinselja. Steikja sveppi í smjöri undir loki í um 5 mín. Hræra í af og til. Setja nokkra dropa af sítrónusafa yfir, krydda með salti og pipar. Bæta hvítlauknum út í og láta malla áfram í um 2 mín. Bæta þá steinseljunni út í og malla í 1 mín. Setja í skál og bera réttinn strax fram. Beikonvafðar döðlur Vefja ½ lengju af beikoni utan um döðlu og festa með tannstöngli og setja í 225–250 °C heitan ofn þar til beikonið hefur tekið góðan lit. Aðalréttur Paella Espanol fyrir 6 manns: 4 kjúklingabringur 100 g beikon 300 g stórar rækjur Ca 20 stk. kræklingur (fæst fros- inn, farið eftir leiðbeiningum á pakka) 1 pk. sjávarréttakokteill (fæst tilbúinn frosinn) 200 g hörpudiskur ½ lítri kjúklingasoð (2 Knorr teningar) 300 g hrísgrjón 1 stk. laukur 2 stk. tómatar 2 stk. hvítlauksgeirar (fínt saxaðir) 2 stk. paprikur, græn og rauð 1⁄4 tsk. mulið saffran ½ tsk. turmerik 1 búnt steinselja 1 dl grænar baunir, frystar salt og pipar olía til steikingar Skerið kjúklingabringurnar í bita, steikið og kryddið að smekk. Takið til hliðar. Saxið lauk og hvítlauk og steikið glæran. Bætið soðinu og grjónunum út í og kryddið með safr- an og turmeric. Sjóðið þar til grjónin eru tilbúin, hrærið í af og til. Hitið stóra pönnu og steikið beikonið. Bætið fiskinum, nema kræklingi út í ásamt smátt skornum tómötum og paprikunni. Veltið vel saman. Endið á að setja baunirnar, steinseljuna, kjúklinginn og hrísgrjónin saman við. Blandið vel. Bætið kræklingnum út í og hitið undir loki eða í ofni í nokkrar mínútur. Berið fram á pönn- unni. Salat Rúkóla-salat, mízuna-salat og basil- iku-blöð frá Engi í Biskupstungum. Sherrytómatar, rauðlaukur og ka- pers. Öllu blandað í skál, jómfrúar- ólífuolíu og balsamik-ediki dreypt yf- ir og skreytt með fagurfjólubláum blómum blóðbergsjurtarinnar. Svalandi sumardrykkur „Létt Sangría“: ½ lítri spánskt rauðvín ½ lítri appelsínusafi úr blóðappels- ínum ½ stk. appelsína í litlum sneiðum ½ grænt epli í bitum ½ banani í sneiðum 150–200 ml sprite eða fresca Blandið öllu saman í stóra könnu og fyllið upp með ísmolum. Eftirdrykkur Spánskt kaffi Spánski líkjörinn 43, sterkt kaffi, þeyttur rjómi og kanelsyk- ur. Setjið smáveg- is af líkj- örnum í glært glas eða bolla, fyllið upp með kaffi og setjið þeyttan rjóma of- an á. Kanelsykri stráð yfir í lokin.  MATARKISTAN|Unnur Ágústa Sigurjónsdóttir býður til kvöldverðar Spænskir sælkeraréttir Morgunblaðið/Kristín Heiða Spænsk stemning við matarborðið. Við borðið sitja vinstra megin (talið innan frá): Gabríel, Katrín, Hólm- fríður og Unnur, en hægra megin: Ragnar Sær, Gunnar Freyr, Hilmar Örn og Sonja Lehman. Sumar, sveitasæla og gómsætur matur. Kristínu Heiðu Krist- insdóttur var boðið til kvöldverðar skammt frá Krummaklettum. khk@mbl.is Unnur á fullu við elda- vélina að matreiða. Spænska kaffið, nammi og sögufrægi líkjörinn 43. DAGLEGT LÍF 22 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í gær fjölluðum við um gúrkukrydd sem hefur reynst erfitt að henda reiður á hvað sé. Þá fengum við vís- bendingu um að líklega væri það dillfræ sem átt væri við. Coletta Bürling hafði samband í framhaldi en hún telur afar ólíklegt að gúr- kukrydd sé dillfræ. Hún heldur frekar að átt sé við plöntu sem ber lat- neska heitið Borago offic- inalis og er er- lendis notuð sem gúrku- og salatkrydd og þá bæði blá blómin á plönt- unni og blöðin. Jurtin heitir á þýsku gurkenkraut. Þetta er einær planta sem dafnar vel á Íslandi og m.a. í garðinum hennar.  MATUR Meira um gúrkukrydd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.