Morgunblaðið - 27.08.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.08.2004, Qupperneq 26
KB-BANKI, Landsbanki og SPRON eru byrjaðir að afgreiða nýju íbýðalánin. Stutt er í að Íslandsbanki geti byrjað að afgreiða lánsumsóknir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbank- anum og Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis (SPRON), er mögulegt að afgreiða strax íbúðalán til viðskiptavina. KB banki hefur afgreitt mikinn fjölda umsókna. Helena Jónsdóttir, forstöðumaður sölu- og þróunardeildar KB banka, segir það hafa tekið átta vikur og kostað mikinn tíma að undirbúa þessa þjónustu fyrir við- skiptavini. Hún fagni samkeppninni en það hafi komið henni á óvart hve fljótt henni var svarað. Vinnan bak við lánaskjöl sé mikil, allar lagalegar hliðar þurfi að vera ljósar sem og ferli umsókna innan bankans og úrvinnsla þeirra, svo fátt eitt sé nefnt. Undirbúningurinn felist því í mörgum smáum atriðum sem þurfi að vera á hreinu. Í raun hafi þetta ferli hafist við sameiningu Kaupþings og Búnaðarbankans eins og komið hefur fram. Fólk gefi sér tíma Heba S. Björnsdóttir, forstöðumaður ein- staklingsviðskipta Íslandsbanka, segir mjög stutt í það að bankinn geti afgreitt lánsumsóknir viðskiptavina á þessum kjör- um. Hún segir líka rétt fyrir fólk að gefa sér tíma til að kynna sér þá kosti sem í boði eru. Finna þurfi réttu leiðina til að fjár- magna íbúðarkaup og fólki liggi ekkert óskaplega á. Lánin séu komin til að vera. Hún segir Íslandsbanka ekki eiga í nein- um erfiðleikum með að fjármagna þessi lán. Sérfræðingar bankans verði ekki í vand- ræðum með þetta frekar en annað. Ingólfur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri e Landsb greiða Þessi þ hvern t Aðsp hendi o þessa þ líka á a eignaþj Eins það ekk Guðm SPRON íbúðalá þarf að fólk til til að le Bankar byrjaðir að afg 26 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að greiða upp höf-uðstól peningalánaÍbúðalánasjóðs hvenærsem er á lánstímanum, samkvæmt gildandi reglum, án sér- staks uppgreiðslukostnaðar. Hins vegar er heimildarákvæði í lögum um að félagsmálaráðherra geti sett uppgreiðslugjald á lánin sé fjárhag sjóðsins stefnt í hættu. Vaxtakjör þeirra íbúðalána sem bankar og sparisjóðir fóru að bjóða upp á ný- verið eru hins vegar í meginatriðum bundin til loka umsamins lánstíma, en almennt er hægt að greiða þau upp með markaðskröfu viðkomandi bréfs eins og hún er á hverjum tíma, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Nýtt peningalánakerfi Íbúðalána- sjóðs leysti húsbréfakerfið af hólmi um mitt ár. Vextir á lánunum ráðast af þeim kjörum sem fást í útboðum á fjármagni fyrir sjóðinn hverju sinni. Fimm milljarðar króna voru boðnir út í sumar og var brúttóávöxtunar- krafa í útboðinu 3,9% sem gerði það að verkum að vextir á peningalánum Íbúðalánasjóðs eru nú 4,5% að við- bættu 0,6% vaxtaálagi sjóðsins. Bankar og sparisjóðir hafa síð- ustu daga kynnt íbúðalán sem geta numið allt að 80% af verðmæti íbúð- arhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri til 25 og 40 ára gegn föstum 4,4% vöxtum. KB banki reið á vaðið en hinir bankarnir og spari- sjóðir fylgdu í kjölfarið. Vextirnir eru fastir allan lánstímann og ekki er hægt að greiða upp lánið á láns- tímanum nema með uppgreiðslu- álagi sem nemur muninum á vaxta- kjörum lánsins og markaðsvöxtum. Hægt er sem sagt að greiða bréfið upp á markaðsvöxtum bréfsins á hverjum tíma. Tvær útfærslur eru fyrst og fremst í gangi. Annars vegar eru lánin bundin allan umsaminn láns- tíma. Hins vegar er þau bundin í fimm ár hverju sinni. Lánskjörin eru þá til endurskoðunar, en jafn- framt er hægt að greiða lánin upp án sérstaks uppgreiðslugjalds á þeim tímapunkti. Íbúðalán bank- anna eru jafnframt óháð því að fast- eignakaup fari fram þegar lánin eru tekin Kostir og gallar Segja má að kostir og gallar séu samfara föstum vöxtum til langs tíma. Kostirnir eru vitanlega þeir að vitað er allan lánstímann hverjir vextirnir verða og tryggt er að þeir hækka ekki frá því sem um var sam- ið. Þar sem lánin eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs er auðvitað þegar ákveðin óvissa fyrir hendi vegna verðlagsþróunarinnar í framtíðinni. Gallarnir eru þeir að ekki er hægt að komast undan samningnum á lánstímanum með því til dæmis að endurfjármagna lánið með láni á lægri vöxtum sé vaxtaþróunin með þeim hætti að þeir séu í boði. Til þessa liggja auð- vitað þau rök að bankarnir þurfa að fjármagna lánveitingar sínar með því að afla sér lánsfjár og þurfa því að tryggja sér að lágmarki þau vaxtakjör sem þeir bjóða að við- bættu tilteknu álagi vegna kostnað- ar af því að veita þjónustuna. Í raun má segja að vextir þessara lána bankanna séu ótrúlega lágir miðað við það sem verið hefur í boði hér á landi síðustu áratugina. Segja má að bylting hafi orðið í þessum efnum á skömmum tíma, og sambandi benda á að lán takmarkast ekki af öðru en þess húsnæðis sem um er og að vextir þeirra eru nok en vextir þeirra lána sem h hafa verið með hagstæðus þ.e.a.s. lífeyrissjóðslána o ekki horft til opinbera lána Raunar má í þessu samban á að fara þarf næstum tv aftur í tímann, aftur til h lánakerfisins sem sett var irnar árið 1986, til að finna lægri vexti í þessum efnum lána í því kerfi, sem var Bylting á mö til íbúðalána Aðstæður á íbúðalánamarkaði haf ana í kjölfar aukinnar samkeppni á Hjálmars Jónssonar kemur fram hafi orðið í þessum efnum Íbúðarlánamarkaðurinn hér á landi hefur tekið róttækum breyti GYLFI Þ. GÍSLASON Gylfi Þ. Gíslason, sem jarðsettur verður í dag, naut á margan hátt sér- stöðu í forystusveit jafnaðarmanna á Íslandi um og upp úr miðri 20. öld- inni. Hann var fíngerður mennta- og menningarmaður, sem átti sér ann- an bakgrunn en flestir þeir, sem hóf- ust til forystu í Alþýðuflokknum fram eftir síðustu öld. Hann blómstraði í háskólasamfélaginu og var frábær kennari. En hann átti ekki síður heima í veröld menningar og lista og gilti þá einu um hvaða listgrein var að ræða. Hann hafði augljósa hæfileika til tónsmíða eins og falleg tónlist, sem hann skilur eft- ir sig sýnir. Gylfi skaraði fram úr sem háskólakennari og hann naut sín jafn vel í hópi skálda og lista- manna. En hann varð stjórnmálamaður. Og á þeim vettvangi skaraði hann einnig fram úr. Gylfi Þ. Gíslason var einn af fremstu forystumönnum ís- lenzkra jafnaðarmanna á 20. öldinni og einn áhrifamesti stjórnmálamað- ur Íslendinga á sinni tíð. Á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari var Alþýðuflokkurinn flokkur ríkisafskipta og hafta. Og einnig á fyrstu árunum eftir stríð. Það er alltaf hæpið að eigna einum stjórnmálamanni eitthvað en óhætt er að fullyrða, að Gylfi átti mikinn þátt í, ef ekki mestan þátt, að breyta stefnu Alþýðuflokksins á þessu sviði á þann veg, að flokkurinn tók upp stuðning við frelsi í viðskiptum og athafnalífi gegn höftum og ríkisaf- skiptum. Um þessa stefnubreytingu segir Gylfi sjálfur í bók sinni um Viðreisn- arárin: „Ég hafði aldrei verið marxisti. Þegar á skólaárum mínum hafði ég tekið að aðhyllast stefnu sósíal- demókrata, jafnaðarmanna, eins og hún var þá yfirleitt boðuð. Mikilvæg- ustu náttúruauðlindir skyldu vera í eign ríkisins, stórfyrirtæki og þá einkum einokunarfyrirtæki skyldu þjóðnýtt og framvindu efnahagslífs- ins stjórnað með áætlunarbúskap, jafnframt því, sem lögð væri áherzla á velferðarsjónarmið með fram- kvæmd víðtækrar félagsmálastefnu. Smám saman breyttust skoðanir mínar með líkum hætti og skoðanir fjölmargra annarra jafnaðarmanna. Við gerðum okkur ljóst, að þótt rík- iseign auðlinda og fyrirtækja, sem ella hefðu einokunaraðstöðu, geti verið skynsamleg, sé ríkisvaldið yf- irleitt ekki ákjósanlegur atvinnurek- andi og ríkisafskipti af rekstri fyr- irtækja ekki heppileg nema þar sem hlutverk þeirra er t.d. það að tryggja heilbrigða samkeppni og koma í veg fyrir mengun. Markaðsbúskapur og frjáls viðskipti eru líklegri til þess að tryggja hagkvæma framleiðslu og sem bezt lífskjör en miðstýrður áætlunarbúskapur. Hins vegar þarf ríkið að setja atvinnulífi og viðskipt- um almennar leikreglur einmitt til þess að tryggja heilbrigðu framtaki réttlát og hagkvæm starfsskilyrði, jafnframt því, sem opinberir aðilar fylgja fram víðtækri félagsmála- stefnu, sem tryggir ungum mennt- un, öldruðum öryggi og öllum heilsu- gæzlu, að ekki sé talað um nauðsyn andlegs frelsis og lýðræðis í stjórn- málum.“ Í samræmi við þessa stefnubreyt- ingu átti Gylfi Þ. Gíslason mikinn þátt í þeim efnahagsumbótum, sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks kom á á árunum 1959- 1971. Hann hafði forystu um að leiða flokk sinn inn á nýjar brautir. Tveimur áratugum síðar fylgdu tveir aðrir forystumenn Alþýðuflokksins í kjölfar hans, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson. Á Viðreisnarárunum átti Gylfi líka mikinn þátt í aðild Íslands að EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evrópu. Sú aðild markaði þáttaskil í samstarfi Íslendinga á alþjóðavettvangi á sviði viðskipta. Aðildin að EFTA var mik- ið pólitískt átak enda snerti sú aðild beina hagsmuni íslenzks atvinnulífs með mun alvarlegri hætti en EES- samningurinn aldarfjórðungi seinna. Þegar Ísland gekk í EFTA voru enn mörg fyrirtæki starfandi, sem höfðu byggzt upp í skjóli gamla haftakerfisins. Kannski var heimkoma handrit- anna hápunkturinn á stjórnmálaferli Gylfa Þ. Gíslasonar. Hann hafði unn- ið ötullega að því máli, sem mennta- málaráðherra. Auðvitað komu marg- ir fleiri við þá sögu en það varð hlutskipti Gylfa að taka við fyrstu handritunum. Í menntamálaráðherratíð Gylfa Þ. Gíslasonar urðu miklar breytingar á skólakerfi landsmanna og undir lok ráðherratíðar hans voru lögð drög að miklum breytingum, sem snertu bæði landspróf og þróun framhalds- skóla. Í þeim umræðum urðu nokkr- ar sviptingar á milli Morgunblaðsins og Gylfa Þ. Gíslasonar en frá þeim skoðanamun gengu menn sáttir. Gylfi gat sér ekki síður orð sem menningarmálaráðherra en mennta- málaráðherra og er óhætt að segja að mikil reisn hafi einkennt störf hans á því sviði. Gylfi kom til virkra starfa í Al- þýðuflokknum í kjölfar klofnings flokksins 1938, sem átti eftir að hafa örlagarík áhrif á íslenzk stjórnmál. Á meðan hann starfaði í forystusveit flokksins markaði þessi klofningur Alþýðuflokkinn og stöðu hans. En þegar aldurinn færðist yfir lá leið gamalla samherja inn í Alþýðuflokk- inn á nýjan leik. Gylfi Þ. Gíslason hafði mikil áhrif á unga menn í Alþýðuflokknum eins og sjá má á minningarblaði, sem Morgunblaðið gefur út í dag. Sumir þeirra héldu uppi sambandi við hann allt til loka. Á milli Gylfa Þ. Gíslasonar og rit- stjóra Morgunblaðsins var náið og uppbyggilegt samband í marga ára- tugi. Ekki eru margir mánuðir liðnir frá því að síðasta slíkt samtal fór fram í síma. Skoðanamunur um ein- stök málefni lands og þjóðar skipti þar engu máli. Að leiðarlokum þakk- ar Morgunblaðið einlæg og gefandi samskipti um langt árabil og flytur Guðrúnu Vilmundardóttur og fjöl- skyldu þeirra allri samúðarkveðjur við lát þessa merka stjórnmála- manns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.