Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 28

Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 28
MINNINGAR 28 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ essa dagana sjást fyrstu merki hausts- ins á Íslandi. Auglýs- ingar frá búðum sem selja skólavörur eru áberandi og börnin halda í skól- ann, sum í fyrsta skipti, með tösk- ur á bakinu og fiðring í maganum vegna þess sem í vændum er. En það eru blikur á lofti. Grunn- skólakennarar eiga þessa dagana í viðræðum við sveitarfélögin um launamál og hafa boðað verkfall 20. september hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Vinnudeilur grunnskólakenn- ara og hugs- anleg verkföll vegna óánægju stéttarinnar með kjör sín eru vissulega viðkvæmt mál. Fyrir því eru að minnsta kosti tvær ástæður. Sú fyrri er auðvitað sú að í grunn- skólunum er markmiðið að börnin okkar hljóti menntun og illt er til þess að hugsa að þau fari á mis við hluta hennar, leggi kennarar niður vinnu. Hin ástæðan er sú að grunnskólinn í dag er ekki ein- ungis menntastofnun, heldur treysta vinnandi foreldrar, sér- staklega þeir sem eiga ung börn, á að þar sé barnanna gætt, meðan þeir sinna vinnu sinni. Grunnskól- arnir eru stór hluti af daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Því er ekki skrýtið að margir megi vart til þess hugsa að kenn- arar fari í verkfall. Engu að síður rak mig í roga- stans þegar ég heyrði frétt Sól- veigar Bergmann um kjaramál kennara á Stöð 2, fyrr í þessum mánuði. Þar lét fréttakonan fara frá sér ummæli sem ég tel vafa- samt að sæmi fréttamanni sem reynir að fjalla um málefni líðandi stundar með hlutleysi í huga. Sagði fréttakonan eitthvað á þá leið að tækjust samningar ekki, skylli brátt á „enn eitt kennara- verkfallið“. Vissulega hafa grunnskóla- kennarar farið nokkrum sinnum í verkfall undanfarna áratugi. Telst mér svo til að verkfall hafi verið hjá þeim árið 1977, 1984, 1995 og eins dags langt verkfall var árið 1997. Þetta gerir fjögur verkföll á 27 árum. Hvort þetta gefur tilefni til lýsinga af því tagi sem getið er um að ofan er í besta falli umdeilanlegt og að mínu mati helst til þess fallið að vekja andúð samfélagsins á kennurum og málstað þeirra. Þrátt fyrir að ný könnun Gallups sýni að stór meirihluti þjóðarinnar sé jákvæð- ur í garð kennara, fer ekki hjá því að reglulega heyrist fólk agnúast út í þá. Ekki er langt síðan ég heyrði karl og konu ræða um kennara á förnum vegi. Konan tók málstað þeirra, en karlinn stagaðist aftur á móti á því hvað kennarar hefðu það nú gott. Þeir fengju langt sumarfrí, páskafrí og jólafrí. Var á karlinum að heyra að kennarar ættu að hætta að kvarta yfir kjörum sínum. Það sem mér finnst eftirtektar- verðast, þegar kjaramál kennara eru skoðuð, er að þeir skuli þó þetta oft hafa talið sig knúna til að fara í hart til þess að ná fram kjarabótum. Hvernig stendur á því að kennarar þurfa ítrekað að grípa til ráða á borð við verkföll, til þess að reyna að knýja á um mannsæmandi laun? Þegar laun grunnskólakennara eins og þau eru í dag eru skoðuð virðist í það minnsta ljóst að það er ekki græðgi sem rekur þá áfram. Laun grunnskólakennara hafa vissu- lega batnað á undanförnum árum, þótt þau hafi hækkað minna en laun opinberra starfsmanna. Þau myndu þó seint teljast góð eða sanngjörn fyrir að sinna því mikilvæga og erfiða starfi sem kennsla grunnskólabarna er. Samkvæmt vefsíðu Kennara- sambandsins er 27 ára grunn- skólakennari, sem sinnt hefur kennslu í minna en fjögur ár, með um 155.000 krónur í grunnlaun á mánuði. Ég er hrædd um að margt ungt háskólamenntað fólk myndi ekki una sátt við kjör á borð við þessi! Þá kom í síðustu viku út ný skýrsla á vegum Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands um arðsemi menntunar á Íslandi. Þar kom fram að arðsemi þess að verða sér úti um réttindi til grunnskóla- kennslu væri engin. Í frétt Morg- unblaðsins um málið kemur áhugaverður flötur á því í ljós. Þar er bent á að skýrsluhöfundar setji mikinn fyrirvara við niður- stöðuna og bendi á að upplýs- ingar um grunnskólakennara séu ekki flokkaðar eftir kyni en margt bendi til þess að námið sé arð- samt fyrir konur. Þessi nið- urstaða er hvetur því karla svo sannarlega ekki til þess að leggja fyrir sig grunnskólakennslu. Það borgar sig ekki fyrir þá í pening- um talið og sennilega yrði banka- reikningurinn feitari ef þeir sinntu í staðinn störfum ófag- lærðra verkamanna. Raunar þarf ekki annað en kíkja í heimsókn í hvaða grunn- skóla sem er til þess að sjá að karlar hafa ekki þurft upplýs- ingar Hagfræðistofnunar Háskól- ans til þess að segja sér þetta. Það vantar sárlega fleiri karlkyns kennara í grunnskóla landsins Hagfræðingar myndu sennilega segja að fæð karla í starfinu sýni glögglega að launin teljist ekki eftirsóknarverð. Auðvitað væri æskilegast að grunnskólabörn og foreldrar þeirra kæmust hjá þeim erfið- leikum sem óneitanlega skapast við verkföll kennara þótt vart sé deilt um rétt þeirra til að grípa til slíkra aðgerða, bregðist annað. En til þess að komast hjá verk- föllum er þó nauðsynlegt að samningar náist um laun til handa grunnskólakennurunum sem eru til þess fallin að gera kennarastarfið aðlaðandi fyrir hæft fólk af báðum kynjum. Það er bráðnauðsynlegt að auka veg- semd starfsins og virðingu fyrir kennurum og fyrsta skrefið er að bæta kjör þeirra. Enn eitt verkfallið? Hvernig stendur á því að kennarar þurfa ítrekað að grípa til ráða á borð við verk- föll til þess að reyna að knýja á um mannsæmandi laun? Þegar laun grunn- skólakennara eins og þau eru í dag eru skoðuð virðist í það minnsta ljóst að það er ekki græðgi sem rekur þá áfram. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ✝ Haraldur Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 23. janúar 1912. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Hansson trésmiður, f. á Gauta- stöðum í Hörðudals- hreppi í Dalasýslu 4. október 1876, d. 6. desember 1961 og Sigríður Friðrikka Thomsen, f. í Kefla- vík 7. október 1878, d. 14. janúar 1965. Systkini Har- aldar voru: 1) Elín, f. 24. júní 1904, d. 8. febrúar 1992; maki hennar var Ágúst Jón Kristjánsson John- son, f. 9. ágúst 1879, d. 11. nóv- ember 1949. 2) Hans Pétur, f. 8. júní 1906, d. 25. febrúar 1994. Haraldur kvæntist 8. júní 1940 Gerðu Herbertsdóttur, f. 11. maí 1919. Foreldrar hennar voru Ólafía Guðlaug Árnadóttir, f. 24. mars 1890, d. 25. október 1981 og Herbert MacKenzie Sigmundsson, f. 20. júní 1883, d. 14. apríl 1931. Börn Haraldar og Gerðu eru: 1) Herbert, f. 24. ágúst 1942; maki hans er Hallfríður Jakobs- dóttir, f. 18. október 1942. Sonur þeirra er Jón Ingi, f. 29. ágúst 1963; maki hans er Laufey El- ísabet Löve, f. 11. janúar 1965; sonur þeirra er Þorri Jak- ob, f. 31. ágúst 2002. 2) Sigríður, f. 10. apríl 1947; maki hennar er Gunnar Þór Ólafsson, f. 19. ágúst 1938. Börn þeirra eru: a) Gerða, f. 29. janúar 1968; maki hennar er Guðmundur Arnar Jónsson, f. 13. júlí 1966; börn þeirra eru Arna Rán, f. 5. janúar 1993 og Jón Gunnar, f. 5. apríl 1995. b) Lára Guðrún, f. 23. apríl 1980. Sonur Gunnars Þórs er Birgir Þór, f. 18. febrúar 1956. Haraldur lauk prófi frá Verslun- arskóla Íslands árið 1930 og rak matvöruverslun ásamt bróður sín- um, Pétri, allt til ársins 1980. Útför Haraldar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Haraldur afi var mér einstaklega góður og gegndi stóru hlutverki í lífi mínu, ekki síst í æsku. Frá því að ég fæddist og fram til sex ára aldurs, þegar við mamma og pabbi fluttum til New York, bjuggum við í húsi afa og ömmu á Ásvallagötunni, fyrst í kjallaranum og svo í íbúðinni á efstu hæðinni. Það voru mikil forréttindi að hafa þau í svona mikilli nálægð og að fá að njóta hlýju og umhyggju þeirra dagsdaglega. Eftir að við fjölskyldan fluttum til New York fékk ég oft að búa hjá afa og ömmu á sumrin, m.a. annars þeg- ar ég var unglingur og farinn að vinna í símaflokki úti á landi. Á há- skólaárunum bjó ég líka sjálfur um tíma í kjallaraíbúðinni á Ásvallagöt- unni og var þá ómetanlegt að geta leitað til ömmu og afa sem voru alltaf jafn góð og þolinmóð við mig, sama á hverju gekk. Fyrir utan hvað mér þótti vænt um afa, leit ég alltaf upp til hans. Hann var mikils metinn í hverfinu og rak verslun í félagi við Pétur bróður sinn á horni Ásvallagötu og Blóm- vallagötu. Margar mínar skemmti- legustu æskuminningar eru tengdar búðinni. Ég man vel hvernig sælu- straumurinn fór um mig þegar ég hafði komið mér fyrir uppi á rauðu Kók-kælikistunni fyrir innan búðar- borðið með maltflösku í hendinni og fylgdist með afa rabba við kúnnana. Þegar ég varð svolítið eldri fékk ég að vera sendill hjá afa og fór með pantanir á hjóli um hverfið. Þetta var mikil ábyrgðarstaða og lærdómsrík, ekki síst fyrir þær sakir að afi tók þjónustuna við kúnnana alvarlega. Hann var mjög vandvirkur og það var honum greinilega mikilvægt að standa skil á sínu. Þrátt fyrir háan aldur var afi ótrú- lega unglegur og fram á síðustu stundu fylgdist hann grannt með heimsmálunum og hafði gaman af að ræða atburði líðandi stundar. Í síð- asta skipti sem ég sá hann, tæpri viku áður en hann dó, ræddum við ástand mála í forsetakosningaslagn- um í Bandaríkjunum. Ég á svo sann- arlega eftir að sakna þessara sam- verustunda og ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa átt svona góð- an og örlátan afa. Jón Ingi. Elsku afi minn, ég sakna þín. Við áttum yndisleg 36 ár saman. Ég man vel eftir því að þegar ég var lítil, fékk ég oft að sitja á rauða kókkælinum og fylgjast með ykkur ömmu vinna í búðinni. Margar góðar minningar þaðan. Seinna fluttist ég ásamt foreldrum mínum í annan bæj- arhluta, en kom oft í heimsókn því við áttum alltaf góðar stundir saman. Við hjónin fluttumst norður með börnin árið 1995 og bjuggum á Ak- ureyri í tæp tvö ár. Hugurinn var oft hjá ykkur, við vorum jú svo langt í burtu. Þegar við fluttum aftur til Reykjavíkur áttum við margar góðar samverustundir hjá ykkur og á heim- ili okkar. Það var gaman að ræða við þig því þú fylgdist svo vel með öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu. Eft- ir að þú veiktist voru heimsóknir þín- ar til okkar oft erfiðar, en tókust því þú ert algjör hetja í mínum huga, elsku afi minn. Nú þegar þú ert bú- inn að fá hvíldina, veit ég að þú ert í góðum höndum og þér líður vel. Ég mun ávallt varðveita minningu þína og passa upp á hana ömmu mína. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Gerða. Elsku afi. Mig langaði með örfáum orðum að minnast þín og um leið þakka þér fyrir allar samverustundir okkar. Þegar ég lít til baka þá koma margar góðar minningar upp í hugann, til dæmis þær stundir sem ég stóð við píanóið á Ásvallagötunni og söng há- stöfum lög Sigfúsar Halldórssonar við fallega undirspilið þitt. Ég man líka þegar ég var lítil og gisti hjá ykk- ur ömmu, þá var voðalegt sport að fara með ömmu fram í eldhús á sunnudagsmorgnum, hita kaffi og meðlæti og borða það inn á rúm- stokknum í svefnherberginu. Það hefur ósjaldan komið fyrir í gegnum tíðina, að þú laumaðir aur í hendina á manni þegar maður kom í heimsókn og alltaf heyrðist í þér: Æ, þetta er ekki neitt, þetta er svo lítið. Það eru hrein og bein forrréttindi að hafa átt þig sem afa og jafnvel þegar þú varst sem veikastur var alltaf jafn stutt í húmorinn og brand- arana. Elsku afi, nú ertu kominn á stað sem þér líður betur á og þó að þú sért ekki lengur hér á meðal okkar þá veit ég að þú vakir yfir okkur. Hvíl í friði elsku afi minn, þín Lára Guðrún. Nú ert þú horfinn til betri staðar Haraldur, eða afi Halli, eins og ég kallaði þig þegar ég talaði við börnin. Það voru margar góðar stundir sem við áttum saman þegar ég og Gerða komum til ykkar á Ásvallagötuna og ósjaldan horfðum á beinar útsend- ingar frá enska boltanum eða hand- boltanum. Gaman þótti mér að tala við þig um íþróttirnar því oft náðir þú að reka mig á gat þótt ég hefði verið vel inni í hlutunum. Þegar börnin okkar Arna Rán og Jón Gunnar voru með í för þá var nú stundum fjör og læti á Ásvallagöt- unni. Þú varst alltaf jafn góður við þau og ég veit að þau sakna þín mjög mikið því þeim þótti alltaf jafn gam- an að heimsækja þig, þótt þú værir á spítalanum og verst þótti Örnu Rán að geta ekki kysst þig þegar hún sá þig síðast vegna þess að hún var svo kvefuð. Elsku Halli afi, minning þín lifir hjá mér og börnunum. Guðmundur Arnar, Arna Rán og Jón Gunnar. Þeir hverfa af sjónarsviðinu einn af öðrum, mennirnir sem settu svip sinn á nýliðna öld, ekki með fram- hleypni og sýndarmennsku, heldur með hógværð og vinnusemi. Einn þessara manna var Haraldur Krist- jánsson, kaupmaður en hann rak í samstarfi við Pétur bróður sinn og konu sína Gerðu Herbertsdóttur, verslunina Pétur Kristjánsson h.f. á Ásvallagötu 19 í Reykjavík. Verslun- in var nokkurs konar félagsmiðstöð, staður þar sem fólk hittist og skiptist á skoðunum. Þegar Haraldur lét af störfum og seldi reksturinn hafði hann staðið við afgreiðsluborðið í vel yfir 50 ár og afgreitt og átt samskipti við flesta í hverfinu þannig að aldrei bar skugga á. Fylgst var með íbúum hverfisins jafnt í gleði og sorg og mörgum rétt hjálparhönd án þess að verið væri að orðlengja það. Þessi þáttur mannlegra samskipta er því miður að mestu liðin tíð. Ekki grunaði okkur þegar við fengum leigða íbúð á Ásvallagötu 22 fyrir 35 árum, að við ættum eftir að búa í því góða húsi í 13 ár. Í húsinu bjuggu einnig eigendur hússins, hjónin Haraldur og Gerða og bar aldrei nokkurn skugga á sambýlið, þrátt fyrir tilkomu tveggja sona okk- ar og allt það umstang sem fylgir börnum. Alltaf mætti okkur öllum sama góða viðmótið og til marks um sambúðina kölluðu synir okkar þau ömmu og afa. Það var gaman þegar Haraldur settist við píanóið og ekki síður þegar hann tók lagið. Þá var kátt í húsinu góða. Haraldur hafði afskaplega fal- lega söngrödd enda söng hann með Karlakór Reykjavíkur um árabil og fór með þeim í sögufrægar söngferð- ir erlendis á þeim árum, þegar menn voru ekki mikið að ferðast að óþörfu. Þegar horft er yfir farinn veg kem- ur margt upp í hugann en fyrst og fremst þakklæti, þakklæti fyrir tryggðina og elskusemina sem þau hjón hafa ávallt sýnt okkur öllum. Við þökkum Haraldi Kristjánssyni samfylgdina. Sigrún og Sveinn Áki. HARALDUR KRISTJÁNSSON  Fleiri minningargreinar um Har- ald Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Gunnar Jónasson í Kjötborg, Arna og Finnbogi. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.