Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.08.2004, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Dýrleif Yngva-dóttir fæddist á Egilsstöðum 23. nóv- ember 1982. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Dýrleifar eru Svanhvít Þór- hallsdóttir, f. 27. ágúst 1960 og Yngvi Þór Kjartansson, f. 5. desember 1958. Þau slitu samvistum 1998. Eiginkona Yngva er Veadrana Kjartans- son. Systkini Dýrleif- ar eru Berglind, f. 23. október 1981 og Kjartan Þór, f. 21. júlí 1985. Hálfsystir þeirra er Jóna Yngvadóttir, f. 4. apríl 1978 og sonur hennar er Viljar Máni, f. 14. des 2001. Móðurforeldrar Dýrleifar eru Þór- hallur Árnason, f. 24. júlí 1918, d. 4. október 2003 og Dýrleif Ásgeirsdótt- ir, f. 4. maí 1929. Föðurforeldrar Dýr- leifar eru Kjartan Ingvarsson, f. 5. maí 1931 og Bjarndís Helgadóttir, f. 14. desember 1934. Útför Dýrleifar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30 Elsku Dýrleif. Okkur langar til að minnast þín með örfáum orðum. Þú varst nokk- urra daga gömul þegar þú komst inn á okkar heimili, og dvaldist þar hjá okkur um tíma, áður en þú fórst með foreldrum þínum og systur til Bakkafjarðar. Þar áttir þú þín fyrstu æviár í návist við móðurfólk þitt. Tíð- ar urðu ferðir á milli Bakkafjarðar og Egilsstaða. Síðan fluttist þú til Neskaupstaðar og voru þá samveru- stundirnar fleiri. Þar áttum við margar dýrmætar stundir saman með þér og fjölskyldu þinni. Snemma byrjaðir þú og systir þín að æfa íþróttir. Oft fóruð þið í keppnisferða- lög og höfðum við þá miklar áhyggj- ur af ykkur ef veðrið var vont. Þú varst mikil keppniskona og hafðir mikinn metnað. Eftir að þið fluttuð til Akureyrar fórst þú að æfa knatt- spyrnu með Þór/KA. Þú tókst þátt í mörgum mótum, meðal annars í USA-Cup, sem er stærsta knatt- spyrnumót unglinga í Bandaríkjun- um og kom liðið heim með bikar. Þú varst kraftmikil stúlka og byrjaðir snemma að vinna þó svo þú værir í Verkmenntaskólanum. Við hringd- um í þig á afmælisdaginn þinn 23. nóv. sl. Þú varst svo glöð og sagðir „ég verð stúdent í vor og þið komið í útskriftina mína“. En allt í einu dró ský fyrir sól. Þú, sem varst svo hraust og hafðir aldrei verið veik, fórst að finna fyrir verkjum í höfðinu. Í byrjun árs varstu greind með krabbamein í höfði. Það er mikið áfall fyrir unga stúlku, sem er í blóma lífsins og á allt lífið framund- an. Þar með hófst þín mikla barátta við þennan illvíga sjúkdóm. Þú stóðst þig eins og hetja og kvartaðir aldrei. Þú varst glæsileg ung stúlka, heið- arleg, falleg og samviskusöm. Við er- um stolt af þér, og þín er og verður sárt saknað. Blessuð sé minning þín og Guð geymi þína ungu sál. Hvíl þú í friði. Elsku Svana, Yngvi, Vedrana, Berglind, Kjartan Þór og Jóna megi góður Guð hjálpa ykkur að takast á við sorgina og söknuðinn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Amma Bjarndís (Dídí) og afi Kjartan. Elsku Dýrleif. Þú komst eins og sólargeisli inn í fjölskylduna, yljaðir og gladdir þá sem næst þér stóðu og alla sem þér kynntust. Lífið blasti við þér, þú fagnaðir hverjum degi með bjarta brosinu þínu og glaða hlátrinum, framtíðin var björt, draumarnir svo margir, heimurinn beið þín með öll sín tækifæri. Skyndilega breyttist allt, allt nema þú, þessi ótrúlegi ill- vígi sjúkdómur kom eins og reiðar- slag, en þú varst alltaf svo bjartsýn og æðrulaus, allt virtist ætla að fara vel. Það er sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir, hver veit nema það sé rétt og þú þessi elskulega stúlka hafir verið kölluð til mikilvægari starfa en þú hefðir fengið hér í heimi. Hvað vitum við. Þórhallur afi sem dó fyrir tæpu ári, hefur örugglega tekið vel á móti stúlkunni sinni, þessari ljúfu góðu sál sem skilur okkur eftir rík af minningum og með þá vissu, að líf hennar var eins og blómanna sem gleðja okkur og gera að betri mann- eskjum með nærveru sinni, þó þau fölni gleymum við þeim ekki. Þú verður okkur nálæg, við minnumst þín í hvert sinn er við heyrum glaðan hlátur og fáum hlýtt faðmlag. Að hafa kynnst þér var mannbætandi. Takk fyrir samverustundirnar sem við áttum saman. Undir háu hamra belti höfði drýpur lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finn ég hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Ásgeir, Sigrún, Þórhalla og Angantýr. Hver hefði getað ímyndað sér að þegar ég kvaddi Dýrleifu frænku mína síðasta sumar, væri það í síð- asta skipti sem ég sæi hana. Ég var á Akureyri með fjölskyldu minni og fór út fyrsta kvöldið þar með gömlum vinkonum. Þar hitti ég Dýrleifu sem var hress eins og vana- lega. Við sátum allt kvöldið og töl- uðum saman. Daginn eftir hringdi hún í mig og sótti mig síðan heim til langafa míns. Við keyrðum heim til hennar, sátum og borðuðum fransk- ar með Berglindi systur hennar, og seinna fórum við út að keyra. Við keyrðum um allan bæ og út í skóg þar sem við lögðum bílnum, opnuð- um gluggana og spjölluðum saman. Ég, Dýrleif og Berglind, uppáhalds frænkur mínar. Seinna keyrði hún mig heim og þegar ég kvaddi hana fann ég fyrir gleði inní mér yfir því að ég skyldi hafa eytt þessum tíma með þeim. Í dag varðveiti ég þessa minningu af öllu mínu hjarta. Þegar ég var lítil bað ég alltaf Fað- ir vorið áður en ég fór að sofa. Eina nóttina gisti ég hjá Dýrleifu og þá kenndi hún mér fleiri bænir. Þessar bænir hef ég beðið á hverjum degi eftir að ég hóf að biðja Guð um að hjálpa Dýrleifu og fjölskyldu hennar í gegnum þessa erfiðu tíma. Guð hef- ur ástæðu fyrir öllu og þó að Dýrleif hafi verið ung og örlög hennar ósanngjörn, þá var hennar tími greinilega kominn. Það eina sem við getum gert er að gleðjast yfir því að Dýrleif er komin á betri stað, þar sem sársaukinn nær ekki til hennar. Yngvi, Svana, Berglind og Kjart- an. Ég samhryggist ykkur innilega, og megi Guð vera með ykkur. Bjarndís Líf. Elsku Dýrleif. Við systurnar eigum margar góð- ar minningar um þig. Þú varst okkur svo góð frænka, við munum að oft þegar við fórum í kaffi til hennar ömmu okkar þá hittum við ykkur systurnar og spjölluðum við ykkur. Það var alltaf svo gaman að tala við þig því að þú varst alltaf svo jákvæð og skemmtileg. Það er okkur afar minnisstætt þegar við komum í heimsókn í Neskaupstað þar sem þið áttuð heima og þú, Berglind og Kjartan sýnduð okkur hamstrana ykkar sem við vorum mjög hrifnar af. Dýrleif, við lítum alltaf á þig sem fyrirmynd okkar, þú varst svo dug- leg í fótbolta og að vinna. Við munum alltaf dást að þér, þú tókst á við sjúk- dóm þinn eins og sönn hetja. Vonum að þér líði vel þar sem þú ert nú. Jarþrúður og Anna. Fáein orð í minningu yndislegrar manneskju, hennar Dýrleifar systur- dóttur minnar. Minningarnar flæða um hugann. Dýrleif að koma að aust- an í heimsókn á Sólvallagötuna með foreldrum sínum og systkinum, snaggaraleg, geislandi hnáta, alltaf jákvæð og aldrei neitt vesen. Dýrleif að kenna Gunndísi frænku sinni að pissa í klósett. Dýrleif að laga til hjá okkur. Á seinni árum sáumst við sjaldnar eða þar til í janúar sl. Þá höguðu ör- lögin því svo til að Dýrleif varð tíður gestur á heimili okkar í Granaskjóli ásamt móður sinn allt þar til yfir lauk. Þarna kynntist ég frænku minni sem ungri og þroskaðri konu, fallegri með einstæðan persónuleika. Hún var óvenju jákvæð, hafði góða nærveru og mikla útgeislun. Hún hafði góða kímnigáfu, talaði fallegt mál og sagði skemmtilega frá. Hjá henni voru ekki vandamál, bara verkefni til að leysa, henni fylgdi mikil birta. Eða eins og systir hennar Berglind lýsti henni: „Allt sem Dýr- leif tók sér fyrir hendur leysti hún vel, sama hvort það voru íþróttirnar, vinnan eða vinirnir.“ Þetta eru falleg eftirmæli frá systur sem er aðeins 13 mánuðum eldri. Dýrleif var gædd miklu innsæi á aðra og tillitssemi. Eitt sinn þegar við vorum að koma út frá lækninum hennar, sem hafði fært henni afar slæmar fréttir, þá sagði hún: „Þetta hefur nú verið erfitt fyrir hann Jakob að segja okkur þetta.“ Dýrleif tókst á við alvarleg veikindi með ótrúlegu æðruleysi, kjarki og krafti. Hún var þó ekki ein í þeirri baráttu, því móðir hennar stóð eins og klettur við hlið hennar allan tím- ann. Nánari og samstilltari mæðgur held ég að sé ekki hægt að ímynda sér. Þær tóku stöðuna hverju sinni og stefndu síðan ótrauðar á besta kostinn. Þær virtust ósigrandi. Dýr- leif ætlaði sér líka að sigra og hún var þegar búin að sjá að reynsla sem þessi væri dýrmæt og ekki allir sem yrðu hennar aðnjótandi og hún hafði orð á því að hún ætlaði að nýta hana öðrum til hjálpar. Því miður verður það ekki á þessu tilverustigi. Þessi tími með Dýrleifu og móður hennar mun ávallt verða mér og fjölskyld- unni afar dýrmætur. Það voru sér- stök forréttindi að fá að taka svo mikinn þátt. Elsku Svana, Berglind, Kjartan, Yngvi og Jóna, missir ykkar er mikill en það er nokkuð ljóst að Dýrleifar bíða stór verkefni. Jarþrúður móðursystir. Kæra Dýrleif. Nokkur fátækleg kveðjuorð sem ekki voru sögð í bráðum aðdraganda þess að þú yfirgafst okkur – hrifsuð í burt af ótrúlegri og óskiljanlegri bí- ræfni. Manni finnst þessi frammi- staða guðs ekkert til að hrópa húrra fyrir. Kannski var þetta einhver snilldarleikur sem manni er ekki ætl- að að skilja strax. Hver veit nema þú vitir núna hvað að baki býr. Þegar þú varst lítil kynntist ég þér ágætlega, enda samskipti fjöl- skyldna okkar góð, þó oft væri um langan veg að fara. Snemma komu eðliskostir þínir fram: Jákvætt lund- arfar, hjálpsemi, einlægni í öllum samskiptum og staðföst eftirfylgni ef því var að skipta. Einkum er mér minnisstætt hversu samband þitt við Gunndísi frænku þína var eðlilegt, gott og gefandi. Eitthvað dró úr samskiptunum eftir að þú komst á unglingsárin og þar yfir, en alltaf sömu elskulegheit- in. En samskiptin áttu eftir að aukast á ný og kom það ekki til af góðu. Upp úr áramótum greindist þú með heila- æxli. Í framhaldi af því þurftir þú að leita þér lækninga í Reykjavík og dvaldir þá ásamt mömmu þinni hjá okkur í Granaskjólinu. Erfiður tími þar sem hvert áfallið rak annað. Í allri þessari baráttu varstu söm við þig og gafst meira en þú tókst. Við- horf þitt til lífsins meðan á þessu öllu saman stóð var á við allar heimsins messur. Einstakt æðruleysi og trú á farsælan endi. Þegar niðurstöður af rannsóknum og myndatökum bárust ein af annarri þessa mánuði, allar á verri veg, sagðirðu yfirleitt: „þetta er þá bara svona“, tilbúin í næsta slag. Ég hef aldrei þekkt manneskju með jafn stóran skammt af æðruleysi og kjarki. Það var mér mikill heiður að kynnast þér. Halldór. Elsku hjartans Dýrleif mín, ég trúi því ekki ennþá að ég sé virkilega að skrifa minningargrein um þig, elsku vinkona mín. Þetta er svo óraunverulegt allt saman og svo ósanngjarnt. En vonandi líður þér betur núna en þér leið síðustu daga þína. Allavega verð ég að trúa því að það sé einhver tilgangur með því að taka þig frá okkur. Þú sem varst svo lífsglöð, sæt og yndisleg vinkona og nú ertu farin. Ég veit að þú verður alltaf í huga okkar. Þetta er allt svo sárt, þú sem varst svo hraust og ákveðin í að sigrast á þessum veik- indum. Þar sem mamma þín stóð ávallt þér við hlið sem klettur. Það er svo sárt að hugsa um það að aldrei aftur eigum við eftir að hittast, spjalla saman, djamma, rúnta, borða saman nammi og allt það skemmti- lega sem við gátum brallað saman. En ég vona að eitthvað taki við svo við getum gert þetta allt saman aftur þegar minn tími kemur. Minning þín mun lifa sem ljós í hjarta mínu og það er svo gott og jafnframt sorglegt að hugsa um allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og þá sér- staklega þær fyrir austan þegar við vorum yngri. Og mér þótti nú ekki leiðinlegt að gera þér bilt við eins og við höfum nú getað hlegið að síðustu ár. Með þessum orðum vil ég kveðja þig í hinsta sinn, elsku vinkona. Megi guð styrkja fjölskyldu þína á þessari sorgarstund. Sofðu rótt, elsku Dýrleif mín. Saknaðarkveðjur. Þín vinkona Elma. Elsku Dýrleif. Hverjum hefði dottið í hug að ein af okkur myndi kveðja svona snemma. Við sitjum hérna og reyn- um að átta okkur á því að þú sért far- in frá okkur. Við erum enn að bíða eftir því að einhver veki okkur af þessari martröð, en það mun ekki gerast því þetta er blákaldur raun- veruleikinn, eins sár og hann er. Þú varst alltaf svo jákvæð og talaðir bara um þetta eins og þetta væri hver önnur flensa, ekkert að stressa þig á þessu. Þú hefur alltaf verið svo hraust líkamlega og með mikið keppnisskap þannig að við héldum að þú myndir hafa betur í baráttu þinni við þennan erfiða sjúkdóm. En þessi hörmulegi sjúkdómur sem tók þig frá okkur var ósigrandi, þú barðist eins og hetja alveg fram á seinustu mínútur. Eftir sitjum við með sárt hjarta, vitandi að við munum aldrei sjá þig aftur, hlæja með þér eða upp- lifa neitt með þér framar. Núna á alltaf eftir að vanta eitthvað vegna þess að hluti úr hjarta okkar dó með þér. En á svona stundum verður maður að hugsa til baka og vera þakklátur fyrir að hafa kynnst eins frábærri stelpu og þér og eiga allar yndislegu minningarnar um þig. Við rifjum upp eitt af fjölmörgu skiptunum sem við gistum saman hjá Söru. Það var brjálað veður og raf- magnslaust um alla Akureyri, en þrátt fyrir veðrið og rafmagnsleysið dreifst þú okkur allar í snjógalla og leiddumst við í gegnum blindbyl út í búð að kaupa nammi. Þegar við kom- um heim lágum við upp í rúmi alla nóttina að spjalla, eins og okkur ein- um er lagið. Þér fannst alltaf svo gaman að gera þig fína og þau voru ófá skiptin sem við þurftum að bíða eftir þér í lengri tíma á meðan þú varst að taka þig til. Ekki var auðvelt að keppa við spegilinn um athygli þína því alltaf hafði spegillinn betur, aldrei munum við heldur gleyma fræga spegla- svipnum þínum sem við gerðum svo oft grín að. Við fjórar ætluðum að gera svo margt saman, ala upp börnin okkar, ferðast um allan heim og margt fleira en þar sem þú varst tekin frá okkur verður þú með í hjarta okkar hvar sem við erum. Við trúum því að þú vakir yfir okkur og verðir okkar verndarengill. Við elskum þig svo mikið, elsku ástin okkar. Þetta er bú- ið að vera erfiður tími fyrir okkur og þá sérstaklega fjölskylduna þína sem ann þér svo heitt. Við munum hugga hvert annað og veita hvert öðru styrk á þessum erfiðu tímum. Við munum aldrei gleyma þér og við elskum þig til tunglsins og til baka Þínar bestu vinkonur Silja, Íris og Sara. Elsku Dýrleif. Það eru erfið sporin sem við göng- um í dag er við fylgjum þér til grafar. Vinkonu í blóma lífsins sem á svo sorglegan hátt var tekin frá okkur. Þú varst kölluð í stríð sem þú háðir af svo miklu hugrekki og lést aldrei bilbug á þér finna. Þú mættir miklum hindrunum sem þú oftar en ekki fórst létt með að sigrast á. En nú er stríðinu lokið og í okkar huga ert þú sigurvegarinn, þú lést ekkert slá þig út af laginu og hélst áfram að njóta lífsins þrátt fyrir að vita að það yrði styttra en okkar flestra. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kveðja þig, það var svo gott að geta komið til þín á spítalann, setið hjá þér og haldið í höndina þína. Við erum svo stoltar af þér, elsku Dýrleif, og við söknum þín svo mikið. Við trúum því að þín bíði miklu stærra og meira hlutverk annars staðar sem geri okkur enn stoltari af því að hafa fengið að kynnast þér. Á þessum erfiðu tímum hugsum við til baka og yljum okkur við allar minn- ingarnar um þig sem aldrei verða teknar frá okkur. Það sem hryggir okkur nú var eitt sinn gleði okkar. Þú varst daglegur gestur hjá okk- ur þegar við bjuggum saman í Stekkjargerðinu. Þaðan eigum við margar góðar minningar þar sem oft var ansi langt liðið á nóttina þegar við fórum að sofa. Yfirleitt búnar að innbyrða mikið magn af sælgæti, tala mikið og hlæja enn meira. Sumarbú- staðarferðinni gleymum við aldrei, heil helgi í taumlausri gleði. Við skoðuðum alla helstu staðina á norð- austurhorninu og enduðum svo bens- ínlausar á Kópaskeri þar sem þú vildir fara á pöbbinn! Þessar minn- ingar og svo margar fleiri geymum við í hjarta okkar um ókomna tíð. Þú ert og verður alltaf hetjan okkar. Foreldrum þínum, Svönu og Yngva, systkinum þínum, Berglindi, Kjartani og Jónu, viljum við senda okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þau hafa verið svo sterk í gegnum veikindi þín og verið okkur vinkon- um þinum mikill styrkur. Sjáumst aftur á betri stað, elsku Dýrleif okkar. Okkur þykir svo vænt um þig. Þínar alltaf, Arnrún og Hugrún. Elsku Dýrleif. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. DÝRLEIF YNGVADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.