Morgunblaðið - 27.08.2004, Page 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 31
Það er kveðjan: ,,Kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum
(Björn Halldórsson í Laufási.)
Foreldrum, systkinum og öðrum
aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Kveðja
bekkjarsystkinin
í Brekkuskóla, Akureyri.
Elsku Dýrleif.
Í dag kveðjum við þig, kæra vin-
kona og samstarfsfélagi.
Aldrei áttum við von á því að við
ættum eftir að setjast niður og skrifa
minningargrein um eina af okkur.
Þegar þú greindist með krabbamein
í janúar varst þú ákveðin í að sigrast
á sjúkdómnum. Þú varst alltaf svo
sterk og jákvæð og við trúðum aldrei
að þetta myndi enda svona. Þú varst
alltaf vinur vina þinna og með svo já-
kvætt viðhorf til lífsins að hver
manneskja ætti að taka þig til fyr-
irmyndar.
Eftir meðferðina í apríl komst þú
og vannst nokkrar vaktir, þú varst
ákveðin í að vinna með okkur í sumar
og fara svo í skólann og útskrifast í
desember.
Fyrir um tveimur árum kom mað-
ur í Ak-inn og var að bjóða okkur líf-
og sjúkdómatryggingu og varst þú
fyrst til að skrá þig. Þú lést hann
hafa símaskrána okkar og sagðir
honum að hringja í okkur allar, þú
sagðir að maður vissi aldrei hvað
gæti komið fyrir á lífsleiðinni.
Það var alltaf gaman að vinna með
þér, þú varst svo mikill prakkari eins
og þegar þú blést upp tvær blöðrur
og hafðir sem brjóst, fórst svo og af-
greiddir eins og ekkert væri og á
meðan vorum við að springa úr
hlátri. Þetta er ein af mörgum góðum
minningum sem við eigum um þig.
Þú varst engill á jörðu og ert nú
engill á himni. Við erum þakklátar
fyrir að hafa fengið að kynnast þér,
minning þín lifir í hjörtum okkar.
Elsku Svana, Yngvi, Berglind,
Kjartan, Jóna og aðrir aðstandend-
ur, við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð og biðjum Guð að styrkja
ykkur á þessari erfiðu stundu.
Við munum sakna þín, elsku Dýr-
leif.
Stelpurnar þínar í Ak-inn.
Elsku Dýrleif mín.
Það er svo sárt að þurfa að kveðja
þig núna svona snemma, við áttum
svo góðar stundir saman. Ég kveð
þig með söknuði og í hjarta mínu
geymi ég minningar um þig þar sem
enginn tekur þær frá mér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Fjölskyldunni sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Guð varðveiti þig.
Örn Kató.
Elsku Dýrleif.
Við þökkum fyrir þær góðu stund-
ir sem við áttum með þér. Nærvera
þín var hlý og ljúf og minninguna um
þig munum við varðveita.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við fjölskyldu og vinum Dýrleif-
ar.
Þóra Kristín, Haukur
og Arna Katrín.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
Svo hleypur æskan unga
óvissa dauðans leið
sem aldur og ellin þunga,
allt rennur sama skeið.
Innsigli engir fengu
upp á lífsstunda bið,
en þann kost undir gengu
allir að skilja við.
Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt, hvað fyrir er:
grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku Dýrleif.
Við urðum svo glöð þegar við
heyrðum að Jói væri búinn að eign-
ast kærustu. Og ekki varð gleðin
minni þegar við kynntumst þér. Við
sáum strax hve yndislega góð, falleg
og efnileg stúlka þú varst og hvílík
gæfa það var fyrir Jóa að hafa eign-
ast þig sem náinn vin. Enginn ungur
maður hefði getað fengið betri lífs-
förunaut en þig. En, því miður eru
sumir hlutir allt of góðir til þess að
geta verið varanlegir. Ský dró fyrir
sólu er í ljós kom að þú varst alvar-
lega veik. Dauðinn ætlaði sér þig og
gaf ekkert eftir. Það var ótrúlegt að
sjá hvað þú stóðst þig vel í veikindum
þínum og æðruleysið sem þú sýndir.
Nú ert þú skyndilega horfin, elsku
Dýrleif, miklu fyrr en við óttuðumst.
Eftir sitjum við sorgmædd og sökn-
um sárlega góðs vinar. Við viljum
þakka þér innilega fyrir alla þá gleði
sem þú barst með þér inn í líf okkar.
Guð blessi þig, elsku vina.
Sigurður og Ingibjörg Heiðdal.
Elsku Dýrleif.
Kveðjustundir eru alltaf erfiðar,
en að þurfa að kveðja vinkonu í
blóma lífsins er eitthvað sem engan
óraði fyrir en lífið er hverfult og við
fáum engu ráðið. Nú ert þú farin frá
okkur en eftir standa allar minning-
arnar um þig, elsku vinkona. Allt frá
því að þú komst brosandi inn í 8.
bekk í Brekkuskóla og þar til að þú
brostir til okkar nokkrum dögum áð-
ur en þú kvaddir þennan heim. Það
var svo gott að geta komið til þín og
haldið í höndina þína og við vitum að
þér þótti það líka notalegt.
Það er svo erfitt að sætta sig við
það að þú sért farin frá okkur og að
við fáum ekki að hitta þig oftar, en
við trúum því að þín bíði annað og
mikilvægara starf á betri stað og að
nú líði þér vel og þú sért fallegur
engill á himnum sem vakir yfir öllum
sem þér þótti svo vænt um. Þó að þú
sért ekki lengur hér hjá okkur þá vit-
um við að þegar við vinkonurnar er-
um saman komnar þá lætur þú þig
ekki vanta og brosir líklega af kjána-
skapnum í okkur. Skarðið þitt verður
aldrei fyllt. Þú varst og verður alltaf
hetjan okkar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Við sendum fjölskyldu og vinum
okkar dýpstu samúð.
Við söknum þín svo sárt, ástin
okkar.
Hvíl í friði.
Þínar vinkonur,
Hulda og Sigríður Jóna.
Elsku hjartans Dýrleif mín.
Ég trúi ekki að þú sért farin frá
okkur, það er svo ósanngjarnt. Ég
veit að þér líður miklu betur þar sem
þú ert núna, laus við þetta mein sem
herjaði á þig. Við erum búnar að eiga
svo mikinn tíma saman undanfarnar
vikur, fórum út að borða á hverjum
degi, þér fannst svo gott að komast
aðeins út. Þú varst svo jákvæð í sam-
bandi við veikindin, svo dugleg.
Þetta er svo sárt og ég veit að ég
mun aldrei hætta að finna til í hjart-
anu en ég verð að læra að lifa með
því. Ég á svo margar minningar um
þig ljúfan mín og ég er svo þakklát
fyrir að hafa þekkt þig svona vel, þú
ert yndisleg manneskja. Ég mun
sennilega aldrei skilja hvers vegna
þú þurftir að fara, en sá sem ræður
því hverjir fara og hverjir koma hlýt-
ur að vita hvað hann er að gera, því
ætla ég að trúa. Ég sakna þín svo
mikið Dýrleif, hvar sem ég kem þá er
eitthvað þar sem minnir mig á þig og
minnir mig á að þú ert farin frá okk-
ur og það er svo erfitt. Mig langar
svo að heyra þig í hláturskasti einu
sinni enn, það eru ófá skiptin þar sem
við höfum gert okkur að fíflum útaf
því að við gátum ekki hætt að hlæja.
Ég mun alltaf spjalla við þig eins og
ég er búin að gera undanfarna daga,
ég trúi því að þú heyrir í mér.
Guð geymi þig, elsku ástin mín, ég
elska þig mest.
Þín vinkona
Sara Fönn.
Dýrleif er farin, hún sem var alltaf
svo hress og kát var tekin frá okkur
allt of snemma og eftir sitjum við og
reynum að skilja af hverju. Svarið
fáum við sennilega aldrei en huggum
okkur við þá tilhugsun að henni líði
vel þar sem hún er og hennar bíði
annað og stærra hlutverk annars
staðar. Hún var hetjan okkar og
barðist við veikindi sín sem slík. Dýr-
leif var í stórum vinahóp og eru
margar minningar sem við eigum
með henni og á erfiðum tímum erum
við vinkonurnar búnar að sitja sam-
an og rifja upp allar minningarnar
sem við eigum um hana og þá er oft
ekki hægt annað en að hlæja, þannig
var hún, alltaf eitthvað skemmtilegt
að gerast í kring um hana. Við erum
allar búnar að standa saman og erum
heppnar að eiga hver aðra að til að
styðjast við.
Þín verður sárt saknað, elsku vin-
kona.
Ég veit ei slíkt, en vona þó
að veröld fögur opnist þér.
Ég fel þig dauðans dul og ró
því djúpi sem er hulið mér.
Elsku Svana, Yngvi, Berglind,
Kjartan og Jóna, við biðjum guð að
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Þínar vinkonur,
Alma Rún og Lilja Rós.
Elsku Dýrleif mín.
Alltaf vaknar þessi sama spurning,
af hverju þú?
Alltaf svo lífsglöð og það var ekk-
ert sem stoppaði þig í neinu, þú gerð-
ir allt sem þig langaði til að gera. Þú
stóðst alltaf fyrir þínu.
Elsku Dýrleif mín, ég sakna þín
svo rosalega mikið, og mun alltaf
geyma minningu þína í hjarta mér.
Allar stundirnar sem við höfum átt
saman í fótboltanum, það var svo
mikil barátta í þér, algjör keppnis-
manneskja, á djamminu alltaf svo
sæt og fín, þér fannst gaman að haf-
aþig til. Allar stundirnar sem við vin-
konurnar höfum átt saman, þar var
alltaf gaman og mikið hlegið þú varst
alltaf svo skondin og alltaf hægt að
hlæja mikið með þér og af sniðugu
sögunum þínum.
Það á eftir að vera erfitt að sætta
sig við að þú sért farin, en ég verð að
trúa því að það taki eitthvað betra
við.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég votta fjölskyldu og aðstand-
endum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur, megi Guð gefa ykkur styrk í
þessari miklu sorg.
Þú ert ljóslifandi í minningu minni,
megir þú hvíla í ljósi og friði.
Þín vinkona,
Greta.
Elsku Dýrleif mín.
Ég sit hérna og minningarnar um
þig streyma frá hjartanu. Þú komst
inn í líf okkar þegar þú og Jói minn
fóruð að vera saman. Yndislegri
stúlku en þig hafði ég ekki hitt. Þú
hafðir allt til að bera, jákvæðni,
dugnað og heiðarleika og varst svo
góð við mig og sérstaklega Hrafn,
hann sem var svo hrifinn af þér og
þykir svo vænt um þig. Ég trúi því
ekki enn að þú sért farin frá okkur.
Þú varst svo mikil hetja í veikindum
þínum allt til enda. Minningarnar um
þig munum við alltaf geyma í hjört-
um okkar, elsku Dýrleif. Okkur þótti
svo vænt um þig. Jói hefur misst svo
mikið en við munum reyna að hjálpa
honum í gegnum áfallið að missa þig
á þennan hátt. Takk fyrir allt sem þú
gafst okkur, elsku Dýrleif. Minning
þín mun alltaf lifa með okkur.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þrjóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Við viljum votta ykkur, fjölskyldu
Dýrleifar, okkar innilegustu samúð
og biðjum um að Guð megi styrkja
ykkur á þessari erfiðu stund.
Brynja og Hrafn.
Elsku Dýrleif.
Ég sit hérna og skrifa minning-
argreinina þína, en ég skil ekki
ennþá af hverju ég er að því. Þetta er
allt svo óraunverulegt að þú, elsku
Dýrleif mín, sést farin frá okkur, því
þetta tók allt svo snöggan enda að
hugsunin um að þú sért farin er
ennþá svo langt í burtu. Þú ert komin
á betri stað, elskan mín, og munt
vaka yfir okkur vinkonunum um
ókomna framtíð. Þótt dvöl þín hjá
okkur hafi verið alltof stutt, þá eru
minningarnar svo ótrúlega margar
og allar eru þær glaðlegar því alltaf
var svo stutt í þitt yndislega bros.
Við kynntumst í Gagganum á Ak-
ureyri og eru ófáar minningarnar
þaðan, allar stundirnar sem við átt-
um saman eru mér ógleymanleg
minning. Við fylgdumst að upp í
Verkmenntaskóla og tóku þar við
ennþá skemmtilegri ár, það var
ósjaldan sem við sigruðum rúntinn
og vorum við aðalgellurnar og áttum
hreinlega bæinn. Allar þessar minn-
ingar munum við vinkonurnar geta
rifjað upp og hlegið og veit ég að þú
munt sitja með okkur og hlæja.
Þú áttir svo stóran vinahóp og all-
ar stöndum við saman í gegnum
þessa erfiðu tíma, þú munt alltaf
vera með okkur í anda. Þú ert hetja,
þú barðist fram á síðustu mínútu, en
þín bíður annað hlutverk á öðrum
stað, en við munum hittast aftur,
elsku vinkona.
Elsku Svana, Yngvi, Berglind,
Kjartan og Jóna, megi Guð styrkja
ykkur í gegnum sorgina.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast
þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum
björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ég elska þig og mun sakna þín
sárt.
Þín vinkona,
Guðríður.
Elsku Dýrleif mín, ég trúi því ekki
að það sé kominn tími til að kveðja
þig, svo ung og falleg og yndisleg vin-
kona. Það eru nú ekki fáar stund-
irnar sem við áttum saman og fund-
um við vinkonurnar okkur eitthvað
að gera og skemmtum okkur yfirleitt
konunglega. Það er bara svo sárt og
erfitt að hugsa til þess að þú sért far-
in og að stundirnar með þér verði
ekki fleiri. Ég trúi því samt og vona
að þér líði betur núna og sért á góð-
um stað þar sem mörg spennandi
verkefni bíða eftir þér. Góðir vinir
eru vandfundnir en eitt það mikil-
vægasta sem maður getur eignast og
ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig
sem vinkonu og haft þig í lífi mínu.
Við stelpurnar reynum saman að
komast í gegnum þennan mikla sorg-
artíma og við vitum að þú ert hjá
okkur í anda, alltaf og um ókomna
tíð. Ég geymi allar minningarnar í
hjarta mínu að eilífu, ég sakna þín og
elska þig.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Svana, Yngvi, Berglind,
Jóna og Kjartan, ég samhryggist
ykkur af öllu hjarta, megi guð veita
ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.
Þín vinkona,
Sigrún Björk.
Dýrleif mín. Það eru núna liðnir
nokkrir dagar síðan þú fórst frá okk-
ur og ég sit hérna og langar að segja
þér svo margt. Þetta getur bara ekki
staðist, ég er enn að bíða eftir því að
einhver veki mig og allt sé eins og áð-
ur. Þú varst ein sú hraustasta mann-
eskja sem ég þekkti, ég man varla
eftir að hafa heyrt þig kveinka þér.
Einnig varstu rosaleg keppnismann-
eskja. En eftir hetjulega baráttu í
þessum erfiðu veikindum þurftir þú
að játa þig sigraða.
Það sem mér fannst alltaf svo
skemmtilegt var að hlusta á þig segja
frá, þú lifðir þig svo inn í frásögnina
að þú náðir því alltaf einhvern veginn
að láta mann finnast að maður hafi
verið á staðnum. Þú átt örugglega
eitthvert tímamet í að standa fyrir
framan spegilinn og það sem við
stelpurnar gátum hlegið að því. Ég
man þegar þú sagðir, með þitt fallega
glott á andlitinu, að þú værir búin að
horfa það mikið í spegilinn að þegar
þú lokaðir augunum sæir þú sjálfan
þig.
Þó að söknuðurinn til þín sé hrylli-
lega sár get ég huggað mig við það að
nú sé sá sársauki sem hrjáði þig síð-
ustu vikurnar farinn. Mér er ofar-
lega í huga seinasta samtalið okkar,
það var undir blálokin og við vissum
báðar að það væri ekkert meira hægt
að gera, þá sagðir þú: Ég hlýt nú að
fara að hressast, þá get ég hitt þig al-
mennilega. Núna ertu komin á nýjan
stað og örugglega hress á ný en það
verður að bíða betri tíma þar til við
hittumst og ég mun oft hugsa til þín
þangað til.
Ég vil biðja góðan guð að hug-
hreysta fjölskyldu þína og leiða hana
í gegn um þessa miklu sorg.
Loforð Guðs:
Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein
og gullskrýddir vegir alla leið heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar
á göngunni til himinsins helgu borgar.
En lofað ég get aðstoð og styrk
og alltaf þér ljós þó leiðin sé myrk.
Mundu svo barn mitt að lofað ég hef
að leiða þig hvert einasta skref.
(Höfundur ókunnur.)
Þín vinkona,
Þóra Ýr.
Fleiri minningargreinar um Dýr-
leifi Yngvadóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Silja Dögg, Íris
Björk, María.